Morgunblaðið - 06.03.2012, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2012
Glatt á hjalla Engin göngukvennanna vill missa af vikulegum gönguferðum enda eru þær hressandi og um margt spjallað
María Ólafsdóttir
maria@mbl.is
Skemmtilegir fætur kallastgönguhópur flugfreyja hjáIcelandairsem hittast vikulega og
fara í hressandi gönguferðir vítt og
breitt um höfuðborgarsvæðið. Aðal-
vítamínsprauturnar á bak við hópinn
eru þær Hugborg Ómarsdóttir og
Guðríður Matthíasdóttir eða Gurrý.
Heiðmörk, Álftanes og Esjan
Hópurinn var stofnaður í nóv-
ember árið 2009 og segja þær Hug-
borg og Gurrý að allur gangur sé á
því hversu margar mæti. Stundum
hafi þær verið margar en líka bara
tvær. Fjöldinn skipti þó engu máli
því það sé alltaf jafn gaman, sama
hvort þær eru 20 eða 2.
„Hugmyndin er líka sú að fá
fólk til að fara út að ganga hvort sem
það er með okkur eða ekki. Við
göngum bara vítt og breitt um höf-
uðborgarsvæðið. Við höfum farið á
Esjuna og Helgafellið en það eru
einu fjöllin sem við höfum gengið á
eins og er,“ segir Gurrý.
„Við höfum líka gengið í Heið-
mörk, Mosfellsbæ, á Úlfarsfellið og í
öðrum nágrannasveitarfélögum eins
og Hafnarfirði og Álftanesi. Svo
tóku nokkrar í hópnum sig til í fyrra-
sumar og fóru í magnaða göngu í
Kerlingarfjöllum ásamt fleiri starfs-
mönnum Icelandair,“ bætir Hug-
borg við.
Jafnast á við sálfræðitíma
Gurrý ákvað að stofna göngu-
hópinn þegar hún missti vinnuna og
sá þannig fyrir sé að hafa allavega
einn fastan punkt í tilverunni á með-
an hún væri atvinnulaus.
„Ég hugsaði að þetta gæti verið
fín leið til að halda sambandinu við
vinnufélagana og fín hreyfing í leið-
inni. Þegar kom að því að skíra hóp-
inn eitthvað þá kom ekkert annað til
greina en að hafa nafnið jákvætt og
skemmtilegt. Ég sat nú bara við
tölvuna og var að búa til síðu fyrir
hópinn á Facebook þegar mér datt
þetta nafn í hug,“ segir Gurrý um til-
urð hins skemmtilega nafns hópsins.
Hún segir göngurnar vera góðan
hluta af félagslífi þeirra flugfreyja
og gaman sé að hittast og spjalla um
allt og ekkert. Hún bætir við í létum
dúr að klukkutíma ganga með
Skemmtilegum fótum geti alveg
jafnast á við tvo sálfræðitíma.
„Það merkilega við flugfreyju-
starfið er að mörg ár geta liðið milli
Skemmtilegir fætur
á ferð um borgina
Skemmtilegir fætur kallast gönguhópur flugfreyja hjá Icelandair sem hittast
reglulega til að ganga saman. Hópurinn hefur gengið vítt og breitt um höfuðborg-
arsvæðið en einnig farið í lengri ferðir, til að mynda í Kerlingarfjöll. Göngurnar
eru mikilvægur hluti af félagslífi flugfreyjanna og er gott að spjalla á göngu.
Vefsíðan líkamsvirðing minnir okkur
á það að líkamsrækt snýst alls ekki
eingöngu um útlit, heldur líka hreysti
og almenna vellíðan sem er okkur öll-
um mikilvæg. Á bloggsíðunni má t.d.
lesa grein með yfirskriftinni Karl-
menn og hinn „fullkomni líkami“ og
kynnt er bandarísk herferð þar sem
fólk getur sent inn myndir af sér
ásamt slagorðum um hvað það vilji
standa fyrir. Greinarnar eru af ýmsu
tagi en höfundur síðunnar er Sigrún
Daníelsdóttir sálfræðingur sem starf-
ar með börnum og unglingum.
Á forsíðu vefsíðunnar segir svo:
„Líkamsvirðing er vettvangur þeirra
sem vilja breytt samfélagsviðhorf
varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við
viljum efla heilbrigði í víðum skiln-
ingi, vellíðan og virðingu fyrir fjöl-
breyttum líkamsvexti.“ Vert er að
kynna sér þetta viðfangsefni og lesa
þær greinar sem finna má á síðunni.
Vefsíðan www.blog.eyjan.is/likamsvirding
Morgunblaðið/Kristinn
Virðing Heilsa óháð holdafari er útgangspunktur hjá Sigrúnu Daníelsdóttur.
Vettvangur breyttra viðhorfa
Þá er komið að sjötta og síðasta
Powerade-vetrarhlaupinu í röð
hlaupa sem hófust síðastliðið haust.
Hlaupið hefst klukkan 20:00 við
Árbæjarlaugina. Sala þátttökuseðla
hefst hálftíma fyrir hlaup í anddyri
laugarinnar en þá er líka hægt að
kaupa í forsölu. Vegalengdin er 10 km
og fer hlaupið að mestu fram á
göngustígum í Elliðaárdal.
Þátttakendur þurfa að kynna sér
leiðina vel fyrir hlaup enda verður
engin brautarvarsla. Á vefsíðunni
hlaup.is má sjá kort af hlaupaleiðinni
og nálgast nánari upplýsingar um
hlaupið.
Endilega …
… takið þátt í
vetrarhlaupi
Morgunblaðið/Golli
Vetrarhlaup Hlauparar á fullri ferð.
Framundan er vor og sumar fullt af
spennandi möguleikum í útivist. Hjól-
reiðamenn hjóla margir allt árið um
kring en sumir eru nú farnir að plana
lengri ferðir á komandi mánuðum. Í
júlí verður ein slík ferð farin en um er
að ræða nokkuð krefjandi fjallahjóla-
ferð fyrir fólk sem vill upplifa ein-
staka náttúru og finna hjólakröftum
sínum verðuga viðspyrnu.
Í torfærugír á nesinu kallast ferðin
sem lagt verður í þann 14. júlí en
þátttakendur flytja hjól sín á eigin
vegum á Snæfellsnes og hittast á
Arnarstapa. Þaðan verður lagt á Háls-
leið, utan í Snæfellsjökli og hjólað
upp í nærri 700 m hæð. Þar tekur við
magnað niðurbrun norður og niður á
Ólafsvíkurveg. Þaðan liggur leiðin
austur á Fróðárheiði uns tekin er
stefnan vestur á Arnarstapa. Daginn
eftir verður hjóluð gamla Vatnaleiðin,
yfir Snæfellsnesið og í gegnum Ber-
serkjahraun áður en haldið er til baka
um nýju Vatnaleiðina. Fararstjóri er
Örlygur Steinn Sigurjónsson en allar
nánari upplýsingar má nálgast á
www.fi.is.
Hjólaferðir í vor og sumar
Fjallahjólafólk í kröftugum
torfærugír á Snæfellsnesi
Morgunblaðið/Ómar
Brun Það verður tekið á því í ferðinni, þó ekki endilega með þessum hætti.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
ÆTLAR ÞÚ
AÐ BREYTA
UM LÍFSSTÍL?
HEILSULAUSNIR - Hentar einstaklingum sem
glíma við offitu, hjartasjúkdóma og/eða sykursýki.
• Mán., mið. og fös. kl. 6:20, 10:00, 14:00, eða 19:30.
• Hópþjálfun 16-25 ára á mán., mið. og fös. kl. 18:30.
• Hefst mánudaginn 12. mars.
Betri heilsa borgar sig!
Faxafeni 14 · Sími 560 1010 · heilsuborg.is
„Ég var búin að taka eftir auglýsingum frá Heilsuborg í þó nokkurn tíma og var búin
að vera að hugsa lengi um að fara að gera eitthvað í mínum málum. Ég er búin með
grunnnámskeið í Heilsulausnum og er núna á framhaldsnámskeiðinu. Ég hef náð góðum
árangri, náð að losna við mörg kíló og er bara svo miklu hressari og með miklu meiri
orku. Maður verður að vilja gera þetta fyrir sig sjálfan. Þetta snýst ekki um það að megra
sig þetta snýst um að lifa heilbrigðara lífi og koma sér í gott líkamlegt og andlegt form.“
Helga
Einarsdóttir