Morgunblaðið - 06.03.2012, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlend
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2012
Elín Hirst segir
að ákvörðun
Ólafs Ragnars
Grímssonar um
að bjóða sig aftur
fram til forseta
hafi ekki nein
áhrif á hennar
eigin vangavelt-
ur varðandi sitt
framboð til emb-
ættis forseta Ís-
lands. Hún segist þó ekkert hafa
ákveðið og hún sé enn að hugsa
málið. „Það er mín skoðun að eng-
inn ætti að sitja sem forseti lengur
en í 16 ár, sama hvaða land á þar
við,“ segir Elín. Hún gagnrýndi
Ólaf eftir að hann tilkynnti að hann
gæfi áfram kost á sér í forsetaemb-
ættið og líkti meintri leikfléttu hans
undanfarna mánuði við leikfléttu
Vladímírs Pútíns, nýkjörins forseta
Rússlands, fyrir kosningarnar þar í
landi. Hún segir hvorugan þeirra
geta séð aðra en sjálfan sig við
stjórnvölinn.
Elín Hirst íhugar
að bjóða sig fram
til forseta Íslands
Elín Hirst Íhugar
forsetaframboð.
Borið hefur á því
að undanförnu að
erfitt hafi verið
að fá byggingar-
iðnaðarmenn til
þess að sinna
ýmsum verk-
efnum. Skortur á
byggingariðn-
aðarmönnum
virðist vera far-
inn að segja til sín
og má þennan skort helst rekja til
lágra launa, samdráttar og mikils
fólksflótta.
Mikil fækkun
Samkvæmt upplýsingum á vef
Vinnumálastofnunar var um 14% at-
vinnuleysi í janúar á meðal þeirra
sem hafa iðnmenntun eða alls 1.725
manns sem er auking um 97 síðan í
desember á síðasta ári. Einnig kem-
ur fram á vef Hagstofunar að árið
2008 hafi um 18.000 manns verið við
störf við mannvirkjagerð en árið
2011 eingöngu um 10.000 manns. Á
síðastliðnum þremur árum hafa
8.373 einstaklingar flutt til útlanda
umfram aðflutta samkvæmt vef
Hagstofunar. Alls hafa 5.480 Íslend-
ingar flutt af landi brott á þessum
tíma og þar af 3.022 til Noregs. Allir
þessir þættir hafa leitt til fækkunar í
iðnaðarmannastéttinni.
Rökréttar afleiðingar
Þorbjörn Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Samiðnar, segir að
undanfarið hafi ekki verið auðvelt að
fá iðnaðarmenn í verkefni. „Það eru
tvær meginástæður fyrir því. Ann-
ars vegar hefur mikill fjöldi iðnaðar-
manna hreinlega flutt utan vegna lít-
illar vinnu hér á landi og þá sérstak-
lega til Noregs. Hins vegar hefur
verið samdráttur í greininni alveg
frá árinu 2007 sem hefur valdið því
að margir hafa gefist upp á þessu og
leitað í önnur störf. Einnig hafa
menn hætt af eðlilegum ástæðum,“
segir Þorbjörn. Hann telur það vel
hæfi að farið sé að tala um skort á
byggingariðnaðarmönnum eins og
staðan er núna. „Starfskjör iðnaðar-
manna hafi dregist gífurlega saman
og það spilar líka stóran þátt í þess-
ari fækkun. Þannig að í raun og veru
má kalla þennan skort sem er að
verða til eðlilega og rökrétta afleið-
ingu þess sem á undan er gengið,“
segir Þorbjörn.
saevar@mbl.is
Skortur
á iðnaðar-
mönnum
Þorbjörn
Guðmundsson
Farnir utan í leit
að betri kjörum
Við húsleit í
heimahúsi á Eg-
ilsstöðum um
helgina fundust 5
grömm af marí-
júana og tól til
neyslu. Karl-
maður á þrítugs-
aldri viður-
kenndi að eiga hvort tveggja.
Þá fann lögreglan á Ísafirði 75
grömm af kannabisefnum og áhöld
til neyslu við húsleit í bænum í síð-
ustu viku. Tveir karlmenn á þrí-
tugsaldri voru handteknir og við-
urkenndu þeir að eiga efnið.
Kannabisefni
í heimahúsum
Íslandsmet var
sett í blóðsöfnun
hjá Blóðbank-
anum í gær þeg-
ar rúmlega 200
blóðgjafar komu
í heimsókn í
Blóðbankann.
Meira en 170 ein-
ingar af heilblóði
söfnuðust og að auki 8 einingar af
blóðflöguþykknum hjá 4 gjöfum
með blóðfrumuskilju.
Blóðbankinn sendi frá sér neyð-
arkall í gær vegna skorts á blóði og
þurftu fjölmargir að snúa frá í gær
vegna þrengsla en þeir koma aftur
á næstu dögum.
Íslandsmet í blóð-
söfnun sett í gær
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Danska uppboðsfyrirtækið Bruun Rasmussen býður í
dag upp þrjú verk eftir Jóhannes Sveinsson Kjarval,
olíuverk eftir Jón Stefánsson og ljósmynd eftir Ólaf
Elíasson. Eru tvö verka Kjarvals teikningar, annars
vegar af fugli og hins vegar af skipum við höfn. Séu
teikningarnar undanskildar er samanlagt ásett verð
hinna verkanna þriggja vel á sjöttu milljón íslenskra
króna.
Stærsta og dýrasta verkið er „Sjómaðurinn og Haf-
meyjan í Eldhrauninu“ eftir Kjarval, sem sýnt er hér
fyrir ofan, en ásett verð er 2,5 til 3 milljónir íslenskra
króna, að frátöldum ýmsum gjöldum.
„Verkið er mjög óvenjulegt. Ég minnist þess ekki
að hafa séð verk eftir Kjarval þar sem hraunið og fígúra
renna saman á þennan hátt,“ segir Hafþór Yngvason,
safnstjóri Listasafns Reykjavíkur.
Mjög afgerandi og lýsandi nafn
Viktor Smári Sæmundsson, forvörður hjá forvörslu-
og umboðssölufyrirtækinu Stúdíósafni, segir greinilegt
að Kjarval hafi lagt vinnu í verkið.
„Það sem lýtur að mínu sérsviði er efnið í myndinni
og annað slíkt, ekki listfræðilegi hlutinn. Myndin er til-
tölulega mikið unnin og Kjarval virðist hafa vandað til
verksins. Annað sem vekur athygli er að myndin ber
mjög afgerandi og lýsandi nafn,“ segir Viktor og veltir
því fyrir sér hvort nafnið sé frá öðrum komið.
„Eins og í mörgum myndum Kjarvals frá þessu
tímabili er það forgrunnurinn og miðbik myndarinnar
sem er meginatriðið hjá málaranum. Oft eru myndirnar
þrískiptar í forgrunn, miðhluta og himin. Frágangur á
hrauni og himni er léttari en í forgrunninum,“ segir
Viktor um verkið sem verður boðið upp í dag.
Spurður út í söluhorfur myndarinnar svarar
Tryggvi Páll Friðriksson, eigandi Gallerís Foldar, því til
að verkið sé söluvænlegra á Íslandi en í Danmörku.
Lítið þekktur í Danmörku
„Svona verk höfðar fyrst og fremst til Íslendinga.
Kjarval er ekki þekktur ytra. Auðvitað á að selja þessa
mynd á Íslandi en ekki í Danmörku. Þá kemur það til að
greiða þarf virðisaukaskatt af verkinu. Er ekki augljóst
að enginn fer að flytja hingað verk sem er metið á þrjár
milljónir króna til þess að þurfa svo að greiða af því
750.000 krónur í virðisaukaskatt, eða jafnvel meira því
að skatturinn leggst ofan á flutningsgjaldið líka? Viljum
við að svona gjöld varni því að slík verk séu boðin upp
hér?“ spyr Tryggvi Páll og útskýrir álagninguna ytra.
„Ofan á slegið verð í Danmörku leggst 20% upp-
boðsgjald, höfundarréttargjald og svo virðisaukaskattur.
Hann er reiknaður öðruvísi í Danmörku eða sem hlutfall
af uppboðsgjaldinu og er því um 5%. Gróft á litið má
reikna með því að danska krónan kosti 40 krónur þegar
svona verk er keypt. Það gera sex milljónir íslenskra
króna þegar verkið er komið til Íslands og búið að greiða
af því gjöld. Myndin gæti vel farið á fjórar til fimm millj-
ónir króna ef hún yrði boðin upp hér heima.“
Dýrgripir ekki seldir
hér vegna hárra skatta
Kjarvalsverk meðal íslenskra verka á dönsku uppboði
Morgunblaðið/Ómar
Eitt verka meistarans Sjómaðurinn og Hafmeyjan í Eldhrauninu. Baksviðið er Eldhraun í Skaftafelli.
Tryggvi
Friðriksson
Viktor Smári
Sæmundsson
Hafþór
Yngvason
Áfrýjunarnefnd samkeppnismála
hefur fellt úr gildi ákvörðun Sam-
keppniseftirlitsins frá 8. apríl 2009 í
máli Véla og verkfæra ehf. frá árinu
2009. Fyrirtækinu hafði upphaflega
verið gert að greiða 15 milljóna
króna stjórnvaldssekt vegna meintr-
ar misnotkunar á markaðsráðandi
stöðu.
Samkeppniseftirlitið komst að
þeirri niðurstöðu í hinni kærðu
ákvörðun (mál nr. 14/2009) að Vélar
og verkfæri ehf. hefðu brotið gegn
11. grein samkeppnislaga (44/2005)
með misnotkun á markaðsráðandi
stöðu. Vélum og verkfærum ehf. var
gert að greiða stjórnvaldssekt upp á
15 milljónir króna vegna brotanna.
Upphaf málsins var að Samkeppn-
iseftirlitinu barst ábending í janúar
2008 um að Vélar og verkfæri ehf.,
sem flytja inn og selja höfuðlykla-
kerfi frá ASSA, hefðu misnotað ráð-
andi stöðu sína á markaði fyrir höf-
uðlyklakerfi og þjónustu því tengda.
Auk þess að selja og þjónusta upp-
sett kerfi selur fyrirtækið ákveðnum
söluaðilum efni í höfuðlyklakerfi.
Þeir hafa leyfi Véla og verkfæra ehf.
til að smíða og selja kerfislykla og
kerfissýlindra frá ASSA.
Vafi ríkti um grundvöll málsins
Samkeppniseftirlitið hóf formlega
athugun á efni ábendingarinnar og
tilkynnti Vélum og verkfærum ehf.
það 18. janúar 2008. Samkeppniseft-
irlitið sendi fyrirtækinu andmælask-
jal í byrjun júní sama árs þar sem
komist var að þeirri niðurstöðu að
Vélar og verkfæri hefðu misnotað
markaðsráðandi stöðu sína. Fyrir-
tækið gerði athugasemdir við
andmælaskjalið með tveimur bréf-
um í júlí 2008.
Samkeppniseftirlitið tók ákvörðun
í málinu 8. apríl 2009 eins og fyrr
segir. Ákvörðunin var staðfest með
úrskurði áfrýjunarnefndar sam-
keppnismála en hún lækkaði stjórn-
valdssektina í tíu milljónir. Málið fór
fyrir Hæstarétt sem felldi fyrr-
nefndan úrskurð áfrýjunarnefndar-
innar úr gildi með dómi 1. desember
2011. Samkvæmt forsendum dóms-
ins var það lagt í hendur Véla og
verkfæra ehf. að ákveða hvort félag-
ið vildi una upphaflegri ákvörðun
Samkeppniseftirlitsins eða bera
hana undir áfrýjunarnefnd á nýjan
leik. Það var gert og var áfrýjunar-
nefndin óbundin af fyrri úrskurði
sínum í málinu. Hún tók ákvörðun á
grundvelli ákvörðunar Samkeppnis-
eftirlitsins frá 8. apríl 2009 og með
hliðsjón af dómi Hæstaréttar.
Áfrýjunarnefndin taldi m.a. að
vafi ríkti um grundvöll málsins og
taldi sér ekki unnt að taka af skarið
um hvernig skýra bæri ákvörðun
Samkeppniseftirlistins um svo-
nefnda kerfisútreikninga. Því var
ákvörðunin felld úr gildi.
Áfrýjunarnefndin tók fram að
ekki væri tekin afstaða til efnisatriða
málsins. gudni@mbl.is
Ákvörðunin felld úr gildi
Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur fellt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins
um meinta misnotkun Véla og verkfæra ehf. á markaðsráðandi stöðu úr gildi
Morgunblaðið/Jim Smart
Lyklar Málið snerist um höfuð-
lyklakerfi og þjónustu við þau.
Matvælafyrir-
tækið Ísfugl ehf.
sendi frá sér til-
kynningu í gær
þar sem sagt var
frá því að grunur
hefði komið upp
um salmon-
ellumengun í
ferskum kjúklingi framleiddum af
fyrirtækinu.
Frekari rannsóknir þyrfti til að
staðfesta gruninn, en fyrirtækið
hefur ákveðið að innkalla kjúkling
með rekjanleikanúmerinu (Rlnr.)
110-12-04-1-03, dagsetningar 1.3. og
2.3.
„Dreifing á afurðum hefur verið
stöðvuð í samræmi við innra eftirlit
fyrirtækisins. Hafi fólk ferska kjúk-
linga í fyrirtækjum eða heima hjá
sér er það beðið að skoða rekjan-
leikanúmer og dagsetningu sem er
á umbúðunum og skila kjúklingnum
í viðkomandi verslun eða beint til
Ísfugls ehf., Reykjavegi 36, Mos-
fellsbæ,“ sagði í tilkynningunni.
Grunur um
salmonellu