Morgunblaðið - 06.03.2012, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2012
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Vladimír Pút-ín verðurforseti
Rússlands á ný
eftir fjögurra ára
hlé og kemur það engum á
óvart. Samkvæmt upplýs-
ingum rússneskra kosninga-
yfirvalda hlaut Pútín tæplega
64% atkvæða í kosningunum á
sunnudag, en það varpar
skugga á niðurstöðuna hvern-
ig stjórnvöld misnotuðu vald
sitt í kosningabaráttunni auk
þess sem á þriðja hverjum
kjörstað hafi verið um kosn-
ingamisferli að ræða að mati
Öryggis- og samvinnu-
stofnunar Evrópu.
Pútín færði Rússum stöð-
ugleika þegar hann komst til
valda um aldamótin eftir ára-
tug glundroða. Í hans valdatíð
hefur orðið til mun öflugri
borgarastétt í landinu en
nokkru sinni áður. Rússneskt
efnahagslíf er hins vegar allt
of einhæft. Fjórðungur lands-
framleiðslu Rússlands byggist
á olíu og helmingur fjárlaga
landsins. Rússar eru háðir olíu
með sama hætti og eiturlyfja-
sjúklingur skammtinum sín-
um.
Pútín láðist að nota olíu-
auðinn, sem hlóðst upp fyrstu
átta ár hans á forsetastóli, til
að byggja upp innviði landsins.
Hann hefur sett sér háleit
markmið um að rífa upp rúss-
neskt efnahagslíf og koma
Rússlandi í hóp fimm öflug-
ustu hagkerfa heims á þessum
áratug. Um leið hefur hann
gefið mörg dýr kosningalof-
orð, sem erfitt verður að efna.
Margir kvarta sáran undan
háu olíuverði þessa dagana, en
sérfræðingar segja að það
verði ógerningur fyrir Pútín
að skila hallalausum fjárlögum
og standa við loforðin nema
verðið á olíutunnunni fari yfir
130 dollara – það er nú rúm-
lega 120 dollarar – og helst
þyrfti það að nálg-
ast 200 dollara.
Óánægjan með
Pútín er háværust
hjá millistéttinni,
sem á honum velmegun sína að
miklu leyti að þakka. Þessi
óánægja er ekki sprottin af
efnahagsástandinu, heldur
fyrst og fremst viðvarandi
spillingu. Mörgum blöskraði
að Pútín skyldi ætla að bjóða
sig fram til forseta á ný og víð-
tækt kosningasvindl í þing-
kosningunum fyrir áramót
gerði síðan útslagið.
Ljóst var að þessi óánægja
myndi ekki verða til þess að
fella Pútín og enn á eftir að
koma í ljós í hvaða farveg hún
fer eftir kosningarnar.
Dmítrí Medvedev, fráfar-
andi forseti, hefur verið mun
frjálslyndari í málflutningi en
Pútín. Í gær fyrirskipaði hann
að fangelsisdómar yfir auðkýf-
ingnum Míkhaíl Kodorkovskí
og 31 öðrum yrðu endurskoð-
aðir með tilliti til þess hvort
þeir hefðu verið lögmætir.
Þetta útspil kann að eiga að
þjóna þeim tilgangi að koma til
móts við háværustu gagnrýn-
endur stjórnvalda, en meira
þarf til. Það er hægara sagt en
gert fyrir Pútín að skera upp
herör gegn spillingu því að þá
yrði hann að fara gegn sínum
helsta stuðningskjarna.
Pútín sest nú við völd til sex
ára í viðbót. Þegar hann
ávarpaði stuðningsmenn sína
var engan sáttatón að heyra og
hann úthrópaði mótmælendur
fyrir að reyna að ætla að ræna
völdum. Rússneskt samfélag
hefur tekið breytingum á und-
anförnum árum. Í Moskvu
náði hann ekki meirihluta at-
kvæða þótt hann fengi 99,76%
í Tétsníu. Pútín er ekki lengur
hinn sterki leiðtogi. Hann er
umdeildur og hefur í raun
aldrei verið í veikari stöðu en
eftir þennan langþráða sigur.
Kosningasigur í
skugga misferlis }Endurkjör Pútíns
K
jarni sögu Illuga Jökulssonar,
Platafmælið, sem kom út árið
1990, talar inn í aðstæður líðandi
stundar. Þar segir frá systk-
inum sem ákváðu að mála líf sitt
og tilveru björtum litum og buðu í afmælis-
veislu. Mátti þá einu gilda þótt enginn ætti af-
mæli, þetta var bara tilraun til að gera lífið
skemmtilegt. Systkinin nurluðu saman fyrir
sínalkó og hunangsköku og buðu svo krökk-
unum í hverfinu í húllumhæ. Undirtektirnar
voru hins vegar dræmar. Aðeins einn strákur
mætti; það er sá sem var utanveltu í hópnum
og enginn vildi leika við. Allt varð þetta því
frekar mislukkað og ekki bætti úr skák að á
endanum kom mamma og leysti afmælið upp,
byrst í bragði. – Já, í veröld barnanna er flest
bannað sem er skemmtilegt. Meira að segja
afmæli án tilefnis eru bönnuð sem geta þó skilað krökk-
um kynstrum af fallegu dóti ef vel tekst til.
Á hinum pólitíska vettvangi hefur síðustu mánuði verið
að dragast upp mynd sem er líkust platafmæli. Ferlið er
kunnuglegt. Þegar líða tekur á hvert fjögurra ára kjör-
tímabil kemst jafnan kvika í pólitíkina. Þá hafa einhverjir
yfirgefið fjórflokkinn sakir ágreinings eða persónulegrar
metnaðargirni og stofnað ný framboð. Við sem höfum
fylgst lengi með fréttum munum hvernig þetta er. Fyrst
halda hinar nýju stjórnmálahreyfingar stofnfundi og í
framhaldinu er farin þeysireið með samkomum í hverjum
bæ landsins. Svo kemur skoðanakönnun þar sem spánnýr
flokkur fær flugeldafylgi og hljómgrunnur
fyrir baráttumálunum virðist slíkur að allir
vildu Lilju kveðið hafa. En svo ná framboðið
nýja og liðsmenn þess brekkubrún og vonum
fyrr tekur við hyldýpi, eyðimerkurganga og
loks harmræn úrslit.
Hvers vegna er þetta svona? Skýringa má
víða leita en sé fita skorin af öllum kenningum
og nakinn kjarninn skilinn eftir er niður-
staðan sú að framboðin nýju hafa enga bita-
stæða hugmyndafræði né þá tengingu við líf
fólksins í landinu sem til staðar þarf að vera.
Hafa sömuleiðis ekki svör við væntingum al-
mennings nema að óverulegu leyti. Stefnu-
skrá getur í sumum tilvikum verið ljómandi
fín en skortir dýpt. Með öðrum orðum; fólki
er hóað í boð þar sem á borði er kertum
skreytt kaka. Þó á enginn afmæli. Þetta er
allt í plati!
Svo verður líka að segja að í framvarðasveit nýrra
stjórnmálaafla er gjarnan fólk sem hefur ekki trúverð-
ugleika né framtíðarsýn. Gjarnan er þetta draumórafólk
sem hefur ekki náð árangri á vettvangi fjórflokksins eða
hefur á einhvern hátt farið halloka í lífi og leik. Er utan-
veltu, rétt eins og strákurinn í afmælinu forðum. Fram-
bjóðendurnir geta að hætti flugunnar verið í ljósinu og
notið athygli um stundarsakir. Hesthúsað hunangskökur
og sínalkó en þarf að flýta sér, því fljótlega verður sam-
kvæmið leyst upp eins og dæmið úr barnabók Illuga gef-
ur vísbendingar um. sbs@mbl.is
Sigurður Bogi
Sævarsson
Utanveltufólk í afmælisboði
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
BAKSVIÐ
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Áárunum 2009-2011 gáfuhéraðsdómstólar á Íslandilögreglu 533 sinnumheimild til símhlerana. Í
þremur tilvikum var kröfu lögreglu
hafnað og tvisvar fallist á kröfu lög-
reglu að hluta. Dómstólar urðu því
við kröfum lögreglu í rúmlega 99%
tilvika á þessu tímabili, samkvæmt
samantekt dómstólaráðs. Verjandi
manns í stóru fíkniefnamáli gagn-
rýnir héraðsdómstóla fyrir að
„stimpla“ kröfugerðir lögreglu um
símhlerun athugasemdalaust.
Ofangreindar tölur eiga ein-
ungis við um símhleranir en einnig
eru kveðnir upp úrskurðir sem lúta
að skoðun á símasamskiptum, s.s.
hvaða símanúmer er hringt í og úr,
um tölvusamskipti, um leyfi til að
koma fyrir hlerunarbúnaði og loks
er flokkur sem ber nafnið „annað“.
Hafa verður í huga að ein og
sama rannsóknin getur útheimt
fjölda úrskurða. Aðeins á að kveða
upp úrskurði um hleranir til fjög-
urra vikna í senn. Standi hlerun
lengur þarf að kveða upp nýjan úr-
skurð og sá úrskurður er þá skráður
sem nýtt mál í skrár dómstólaráðs.
Vonlaus eftirlitsaðili
Hlerun á samskiptum sakborn-
inga í Straumsvíkurmálinu svo-
nefnda, sem er umfangsmikið fíkni-
efnamál, hefur því kallað á býsna
marga úrskurði en fram hefur komið
að lögregla hleraði síma eins þeirra í
sex mánuði á árinu 2011.
Að sögn verjanda mannsins,
Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hrl.,
fékk lögregla ekki einungis heimild
til símhlerunar heldur einnig m.a.
heimild til að til að taka upp hljóð og
mynd inni á heimili hans. Reyndar
hafi lögregla tjáð honum að heim-
ildin til myndatöku hafi ekki verið
notuð. Vandinn sé á hinn bóginn sá
að hann hafi engin ráð til að sann-
reyna þessa fullyrðingu lögreglu
enda ekkert raunverulegt eftirlit
með slíkum rannsóknum.
Vilhjálmur gagnrýnir dómstól-
ana einnig harðlega, í þessu tilliti
séu þeir „vonlaus eftirlitsaðili“ með
aðgerðum lögreglu.
Hann nefnir sem dæmi að í
Straumsvíkurmálinu hafi lögregla
fengið heimild til símhlerana aft-
urvirkt, þ.e. í úrskurði sem kveðinn
var upp 28. mars 2011 hafi lögreglu
verið veitt heimild til að hlera síma
frá og með 1. janúar sama ár en í
lögum um meðferð sakamála segir
skýrum stöfum að hlustunarheimild
verði einungis veitt til fjögurra vikna
í senn.
Vilhjálmur segir að í fyrstu hafi
hann talið að lögregla hafi verið
byrjuð að hlera án þess að hafa til
þess heimild og viljað með þessu
skjóta lagastoð undir óheimilar hler-
anirnar. Síðan hafi hann fengið þær
skýringar að lögregla hafi sett þessa
dagsetningu inn á hlerunarkröfuna
fyrir mistök, hún hefði átt við það
tímabil sem þeir gerðu kröfu um að
sjá sms-samskipti. Dómarinn hafi
aftur á móti ekkert séð athugavert.
„Þetta sýnir andvaraleysi dómsins
og hvernig þetta er unnið. Þetta er
bara stimplað,“ segir hann.
Vilhjálmur hefur ekki upplýs-
ingar um hvaða aðferðum var beitt
til að hlera heimili umbjóðanda hans
en svo virðist sem eitthvert tæki hafi
tekið upp hljóð og síðan sent upp-
tökur niður á lögreglustöðina við
Hverfisgötu. Vilhjálmur vill að kom-
ið verði á svipuðu kerfi og í Dan-
mörku, þ.e. að óvilhallur lögmaður
gæti hagsmuna þeirra sem eru hler-
aðir meðan á hlerun stendur. Einnig
að lögum verði breytt þannig að öll-
um sönnunargögnum sem aflað er
með ólögmætum hætti verði vísað
frá dómi.
Dómstólar veittu
nánast alltaf heimild
Fjöldi úrskurða um hleranir
Héraðsdómur Reykjavíkur Héraðsdómur Reykjaness Aðrir
200
180
160
140
120
100
80
60
40
20
0
Te
ki
ð
til
gr
ei
na
Ha
fn
að
Að
hl
ut
a
Te
ki
ð
til
gr
ei
na
Ha
fn
að
Að
hl
ut
a
Te
ki
ð
til
gr
ei
na
Ha
fn
að
Að
hl
ut
a
2009 2010 2011
188
0
1
176
1 12
169
0
Samtals
46
127
15
1
34
108
34
1 12
80
76
13
Heimild: Dómstólaráð
Friðrik Smári Björgvinsson,
yfirlögregluþjónn hjá lögregl-
unni á höfuðborgarsvæðinu, vill
lítið ræða um hleranir lögreglu,
að öðru leyti en því að þær fari
að öllu leyti fram innan laga og
reglna sem um þær gilda. Sam-
kvæmt lagaskyldu fái þeir sem
hafi verið hleraðir upplýsingar
um að hlerunin hafi farið fram.
En hvað ef lögregla er að
hlusta þegar lögmaður sak-
bornings hringir – nýtir lög-
regla sér slík samtöl? Friðrik
ítrekar að lögregla fari í öllu
eftir lögum og í þeim komi
fram að lögreglu beri að eyða
slíkum samtölum þegar í stað.
Friðrik segir að lögregla myndi
fagna auknu eftirliti
með hlerunum, rúm-
ist það innan laga.
Hann bendir á að
þegar húsleitir eru
gerðar og húsráð-
andi ekki heima sé
lögmaður kallaður
til.
Hlerað innan
laga og réttar
SJÁLFSAGT EFTIRLIT
Að sögn for-seta ASÍ
tókst sam-
komulag sem
gert var við rík-
isstjórnina sem
sat árið 2008 ágætlega. Það
snerist um að hækka eigna-
skerðingarmörk vaxtabóta
sem þýðir að vaxtabætur
skerðast minna þó að fólk
eigi einhverja hreina eign.
Svo tók ríkisstjórn vel-
ferðar og skjaldborgar við
og þá voru eignaskerðingar-
mörkin lækkuð verulega
með tilheyrandi lækkun
vaxtabóta, eins og sagt var
frá í Morgun-
blaðinu í gær.
Ríkisstjórn vel-
ferðar og skjald-
borgar lofaði að
bæta úr þessu
fyrir árslok í fyrra, en þetta
var „eitt af þeim atriðum í
yfirlýsingu ríkisstjórnar-
innar sem voru svikin,“ seg-
ir forseti ASÍ.
Auðvitað ætlaði núverandi
ríkisstjórn aldrei að standa
við þessi loforð. Hún beitti
bara sama bragði og svo oft
fyrr og síðar, keypti sér
tíma með loforði sem ætlun-
in var að svíkja.
Ríkisstjórnin hefur
haft marga að
ginningarfíflum }
Loforðin sem aldrei á að efna