Morgunblaðið - 06.03.2012, Síða 36

Morgunblaðið - 06.03.2012, Síða 36
ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 66. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Lést í eldsvoða 2. „Allir eru harmi slegnir“ 3. Hafði ekki haft í hótunum 4. Starfsmenn lögmannsstofu stungnir »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Það sætir allt- af tíðindum þeg- ar gæðasveitin múm heldur tónleika. Sveitin tilkynnti tvenna slíka á fésbók- arsetri sínu í gær og verða þeir fyrri í Ant- werpen, Belgíu, 21. mars. Ekkert er þó gefið upp um næstu hljóðversskífu en sú síðasta, Sing Along to Songs You Don’t Know, kom út árið 2009. Hljómsveitin múm með tónleika í mars  Morgunþáttur Kanans Fm 100,5 verður í beinni frá Kaupmannahöfn í dag, Berlín í lok vikunnar og endar í London á mánudag og þriðjudag. Það er Þór Bæring Ólafsson sem stýrir morg- unþætti Kanans og hefur gert í eitt og hálft ár. Morgunþáttur Kanans á ferð og flugi Á miðvikudag, fimmtudag og föstudag Suðvestan 8-15 m/s og snjókoma eða él, en heldur hægari og lengst af þurrt NA- og A- lands. Frost yfirleitt 0 til 5 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG S og SA 5-13 og él en hvessir S- og SA-lands síðdegis, 18-23 og rigning þar í kvöld. Hiti 1 til 6 stig, en kólnar aftur síðdegis. VEÐUR Arnór Gunnarsson, hand- knattleiksmaður frá Ak- ureyri, gæti leikið í efstu deild í Þýskalandi á næstu leiktíð. Hann er í það minnsta búinn að semja við Bergischer sem leikur í þeirri deild. Liðið er reyndar í fallbaráttu en Arnór mun ganga í raðir þess í sumar. Rúnar Kárason leikur með liðinu og það teflir að óbreyttu fram tveimur Ís- lendingum næsta vetur. »1 Arnór gæti verið á leið í efstu deild Hjalti Pálmason úr FH er leikmaður umferðarinnar í handboltanum hjá Morgunblaðinu. Hjalti tók þátt í að skjóta meisturum FH á topp úrvals- deildarinnar og hann segist mjög ánægður í herbúðum Hafnarfjarð- arliðsins en hann fór þangað frá Val síðasta sumar. „Ég held að við séum núna á þokkalegri áætlun,“ segir Hjalti um stöðu liðs- ins. »2-3 Telur að FH-ingar séu á þokkalegri áætlun „Þegar leikmenn eins og Gareth Bale og Luis Suárez komast upp með að fiska vítaspyrnur, og eru svo staðnir að verki af sjónvarpsmyndavélum, eins og gerst hefur á undanförnum dögum í Englandi, á að refsa þeim skilyrðislaust,“ segir Víðir Sigurðs- son meðal annars í viðhorfsgrein um leikaraskap í fótboltanum „Standið í lappirnar“ í dag. »3 Leikmenn eiga að standa í lappirnar ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Björn var ekkert tengdur kórnum, ég held að hann hafi haft óbeit á kór- um,“ segir Þorleifur Ingvarsson, bóndi í Sólheimum og formaður stjórnar Karlakórs Bólstaðarhlíð- arhrepps. Kórinn flytur söng- og leik- verkefni til heiðurs Birni á Löngu- mýri á Suður- og Vesturlandi. „Sú hugmynd kom upp fyrir tveim- ur árum að brjóta upp hefðbundið kórastarf með þemaverki um Björn,“ segir Þorleifur. Jóhanna Halldórs- dóttir á Brandsstöðum var fengin til að skrifa textann. Dagskráin var flutt fyrir norðan. „Við vorum hættir með þetta og bún- ir að snúa okkur að öðru þegar það kom beiðni um að koma suður,“ segir Þorleifur. Dagskráin verður sýnd á Akranesi 9. mars og í Langholts- kirkju og á Flúðum 10. mars. Hreyfir enn við fólki Björn Pálsson, stórbóndi og al- þingismaður á Ytri-Löngumýri, var litríkur persónuleiki og þjóðsagna- persóna í lifandi lífi. Ævi Björns er rakin og sagðar og sungnar gam- ansögur sem Þorleifur telur að mestu leyti sannar. Auk pólitískra skylminga átti Björn í langvarandi málaferlum. Kom fyrir að hann flytti mál sitt sjálfur í dómsölum. Skjónumálinu og fleiri slíkum eru að sjálfsögðu gerð skil í dagskránni. Skjónumálið spannst út af eignarrétti á hryssu sem gengið hafði í stóði Björns en aðrir töldu sína eign. Honum var að lok- um dæmdur eignarrétturinn fyrir hefð. „Ef menn þurfa að standa í málaferlum, er best að reyna að hafa gleði af því og gera það svo vel, að þeir vinni málin; þá er þetta mun ódýrari skemmtun en að flækj- ast til Mallorka [...],“ segir Björn í ævisögu sinni. Jóhanna segir að það hafi komið sér á óvart að enn skuli vera hægt að rífast um þessi mál. Það hafi komið í ljós á Blönduósi eftir að dagskráin var flutt þar. Jóhanna segist hafa fengið nýja mynd af Birni við skrifin. Vissulega hafi hann verið hrjúfur og haft gaman af að ýta við fólki en hann hafi einnig verið hugsjónamaður sem vann að framfaramálum. Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps er að verða níræður. Þótt miklar breyt- ingar hafi orðið er uppistaðan enn bændur. Kórfélagar eru af mun stærra svæði en áður, úr sveitunum og frá Blönduósi og nú eru nokkrir úr Skagafirði. „Starfið er mjög gott, töluvert af ungum mönnum og við er- um ekkert kvíðnir fyrir næstu árum,“ segir Þorleifur. Enn sungið um Skjónumálið  Dagskrá til heiðurs Birni Páls- syni á Löngumýri Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Söngur Brynjólfur Friðriksson á Brandsstöðum í hlutverki stórbóndans og þingmannsins á Ytri-Löngumýri. Björn á Löngumýri þurfti að láta stinga út úr fjárhúsunum eitt vorið. Blanda var í leysingum, ekki árennileg. Björn samdi við tvo menn um að þeir myndu vinna verkið ef hann synti yfir ána. Það varð að samkomulagi enda töldu mennirnir að Björn myndi ekki leggja í sundið. Hann lét vaða og hafði það yfir ána og til baka en við illan leik. Mennirnir urðu því að standa við sinn hluta. Þessi saga er sögð lýsa Birni vel, hann hafði gaman af því að ögra fólki. Björn var fæddur 1905 og lést 1996. Hann var bóndi á Ytri- Löngumýri frá 1930, jafnframt kaupfélagsstjóri á Skagaströnd um tíma og stofnaði og rak út- gerðarfélög. Hann var þingmaður Framsóknarflokksins 1959 til 1974, oddviti Svínavatnshrepps og sýslunefndarmaður. „Ég hef lifað mér til gamans“ heitir minningabók Björns, skráð af Gylfa Gröndal. Synti yfir Blöndu vegna veðmáls BJÖRN Á LÖNGUMÝRI ÖGRAÐI MÖNNUM Björn Pálsson  Það þarf ekki að koma á óvart að mynd Óskars Þórs Axelssonar, Svart- ur á leik, er efst á lista yfir mest sóttu kvikmyndirnar í bíóhúsum landsins. Með forsýningum hafa nú rúmlega 10 þúsund manns séð mynd- ina. »33 Svartur á leik á toppi aðsóknarlistans

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.