Morgunblaðið - 06.03.2012, Síða 19
19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2012
Lausn Hvort þessar stúlkur hafa rætt lausn heimsmálanna á veitingastaðnum B5 í Bankastræti skal ósagt látið en eftir stendur að mörgum reynist auðveldast að finna lausnina yfir góðum mat.
Árni Sæberg
Þó svo að bygging nýs
Landspítala hljóti að
teljast til mestu þjóð-
þrifamála halda hávær-
ar deilur áfram um
ýmsa veigamikla þætti
málsins. Deilurnar snú-
ast aðallega um það
hvort rétt staðsetning
hafi verið valin og hins
vegar um það hvort
réttlætanlegt sé að taka
60-80 milljarða króna að
láni fyrir framkvæmdinni.
Þeim sem fylgst hafa með þessu
máli frá byrjun finnst mörgum und-
arlegt hve litla umræðu það hlaut
lengi vel eða þar til núna á lokaspretti
undirbúnings. Arkitektar og skipu-
lagsfræðingar hafa með réttu bent á
að engin skipulagsfræðileg úttekt hafi
verið gerð til þess að byggja á nið-
urstöður um staðarvalið. Ákvörðunin
er sögð hafa verið tekin á árinu 2002 í
nefnd sem skipuð var af heilbrigð-
isráðherra. Þó svo að ýmislegt hafi
breyst á þessum 10 árum hefur ekkert
getað haggað þeirri ákvörðun að spít-
alinn skuli rísa við Hringbraut sem
viðbygging við gamla Landspítalann.
En skoðum nánar meginrökin sem
eru færð fyrir staðarvalinu. Nálægð
við Háskóla Íslands hefur alltaf þótt
vega þungt og verið talin forsenda
framþróunar í kennslu og vísindum.
Staðreyndin er hins vegar sú að vís-
indastarfsemi hefur blómstrað mjög
eftir sameiningu spítalanna í Reykja-
vík árið 2000 þó svo að þeir hafi verið
staðsettir á tveimur stöðum í Reykja-
vík. Starfsemi í tveimur húsum hefur
því ekki torveldað vísindastarfsemina
nema síður sé. Óhagræðið við tvo spít-
ala snýr fyrst og fremst að þjónustu
og rekstri. Erlendis eru spítalabygg-
ingar fremstu háskóla heims oft víðs
fjarri háskólunum sjálfum. Erfitt er
að ímynda sér að fleiri mundu taka sér
göngutúr út í Háskóla Íslands frekar
en að lyfta símanum eða senda tölvu-
póst. Hugmyndir um þekkingarþorp í
Vatnsmýrinni voru alltaf óraunhæfar.
Aðalatriðið er að læknar og annað
starfsfólk hafi góða vinnuaðstöðu og
eðlilega hvata til rannsóknarvirkni.
Hin meginröksemdin varðandi stað-
setninguna er að meira af gömlu hús-
næði sé til staðar við Hringbraut en í
Fossvogi og því sé hag-
kvæmara að byggja þar.
Þarna virðist gleymast sú
mikilvæga forsenda fyrir
byggingu nýs spítala að
það húsnæði sem fyrir er
henti ekki lengur til spít-
alaþjónustu og sé orðið
úrelt. Það blasir þó við að
jafnvel eftir byggingu
fyrsta áfanga nýs Land-
spítala muni þurfa að
slíta mikilvægar starfs-
einingar úr tengslum við
meðferðarkjarnann til mikils óhag-
ræðis fyrir sjúklinga og starfsfólk og
setja milljarða í viðhald á eldri bygg-
ingum. Við þetta bætist vandinn við að
geta ekki byggt hærri byggingar við
Hringbraut til þess að stytta vega-
lengdir innan spítalans og skapa þann-
ig notendavænt umhverfi. Öll skyn-
samleg rök benda til að það borgi sig
frekar að byggja upp þar sem minnst
er af ónothæfu húsnæði fyrir, svo að
gamla húsnæðið sé ekki að þvælast
fyrir framþróun og uppbyggingu til
lengri tíma.
Þegar spurt hefur verið hvort rétt
sé að endurskoða ákvörðun um stað-
setninguna í ljósi veigamikilla mál-
efnalegra sjónamiða er svarið alltaf
það sama, málið er komið of langt. Það
hlýtur að skipta höfuðmáli að það
skapist sátt um verkefnið. Þetta má
ekki verða þvingaður leikur í erfiðri
stöðu sem margir hafa efasemdir um.
Það er nauðsynlegt að fagleg sjón-
armið verði látin ráða hvort sem um er
að ræða skipulagsmál Reykjavíkur
eða skipulag innan hins nýja spítala.
Ef það kostar lengri umhugsun og
vandaðri undirbúning er það skyn-
samlegasta úrræðið í stöðunni.
Eftir Stein Jónsson
» Þegar spurt hefur
verið hvort rétt sé að
endurskoða ákvörðun um
staðsetninguna í ljósi
veigamikilla málefna-
legra sjónamiða er svarið
alltaf það sama, málið er
komið of langt.
Steinn Jónsson
Höfundur er formaður Læknafélags
Reykjavíkur.
Standast rökin
fyrir staðsetningu
Landspítalans
við Hringbraut?
Orkulindir Íslands í ESB
Breytingar á
orkugeiranum
vegna EES-aðildar
Íslands eru m.a. að
skilin hafa verið að
framleiðsla og dreif-
ing. Með því hefur
bæst við nýr millilið-
ur og hefur það vald-
ið hærri orkukostn-
aði. Íslenska
orkukerfið er lítið og hagkvæmast
að hafa framleiðslu og dreifingu á
sömu hendi og var íslenska orku-
kerfið eitt það hagkvæmasta á
heimsvísu fyrir daga EES. Um-
hverfislöggjöf EES hefur reynst
mjög kostnaðaraukandi og flókin og
hefur það bæði tafið verkefni og
fælt fjárfesta frá og nú hafa stjórn-
völd einnig ákveðið að setja orku-
frekan iðnað hérlendis undir um-
deilt kvótakerfi ESB fyrir
koltvísýring. Það mun valda skertri
samkeppnisstöðu við nálæg sam-
keppnislönd, sérstaklega Norður-
Ameríku. Vegna EES-samningsins
varð Ísland að heimila fjárfestingar
aðila í ESB í orkufyrirtækjunum
hér. Það var einnig EES sem kom í
veg fyrir að Orkuveita Reykjavíkur
gæti áfram átt hlut í HS sem komst
síðan í hendur fjarlægra fjáreig-
enda.
Orkuhorfur í ESB
Orkulindir helstu landa ESB eru
að mestu á þrotum. Nýtilegar orku-
lindir eru aðallega í jaðarlöndum
ESB, s.s. úrannámur í Svíþjóð og
olíu- og gaslindir í Norðursjó. Vax-
andi orkuskortur er í ESB og verð á
orku of hátt fyrir orkukræf grunn-
og milliafurðafyrirtæki sem loka
eitt af öðru. Bygging orkuvera hef-
ur verið vanrækt í áratugi og ennþá
eru uppi áætlanir um að loka orku-
verum. Reynt hefur verið án árang-
urs að finna nýjar „vistvænar“ leið-
ir til orkuöflunar. Kjarnorka er eini
raunhæfi valkosturinn en andstaða
er mikil. Sjónir ESB beinast þess
vegna að grannlöndum sem hafa yf-
ir orkulindum að ráða, þ.á m. Ís-
landi
Orkugeiri ESB-landa settur
undir yfirstjórn sambandsins
Í nýju stjórnarskrá ESB var fyr-
irskipuð heildarstefna og miðstýr-
ing í orkumálum. Grein 194 í TFEU
kveður á um að tryggja eigi öryggi í
orkuafhendingu í ESB og stuðla að
tengingu dreifikerfa aðildarlanda.
Grein 122 gefur ESB heimildir til
að tryggja afhendingu orku frá einu
landi sambandsins til annars verði
þar alvarlegur orkuskortur, en
grein 352 gefur ESB útvíkkaðar
heimildir til að auka völd sín án
þess að þjóðþing aðildarlanda þurfi
að samþykkja. Í kafla 2 (frá grein
288) fær ESB einnig auknar stjórn-
valdsheimildir án beinnar lýðræð-
islegrar aðkomu aðildarríkjanna.
Afleiðingarnar
fyrir ESB-lönd
Vald ESB yfir orkugeiranum
hefur verið að miklu leyti í um-
hverfis- og samkeppnismálum
(einnig hérlendis vegna EES) en
innifelur nú einnig úrslitavald um
hvar orkan verður nýtt og á hvaða
forsendum. Samtenging dreifikerf-
anna og regluverkið þýða að orku-
ver mun framleiða inn á samtengt
orkunet en ekki fyrir fyrirtæki inn-
anlands. Stefna ESB er að öll orku-
fyrirtæki í opinberri eigu verði sett
á hlutabréfamarkað og komist í
eigu þeirra sem aðeins hafa gróða
að markmiði sem hækkar orkuverð
enn meir.
Afleiðingarnar ef
Ísland gengi í ESB
Virkjanir á Íslandi yrðu nýttar til
framleiðslu rafmagns fyrir ESB,
leitt um sæstrengi inn á dreifikerfi
ESB. Hugmyndir um sæstreng
hafa skotið upp kollinum hérlendis
annað slagið og gera jafnvel enn í
dag hjá þeim sem ekki átta sig á að
íslenskar orkulindir eru grundvöll-
ur landfastrar atvinnu til langrar
framtíðar. Af þeim 50 TWst raforku
sem talið hefur verið að Ísland gæti
framleitt í framtíðinni er þegar búið
að virkja um 1⁄3, það besta og hag-
kvæmasta. Sæstrengur, sem er gíf-
urleg fjárfesting sem Íslendingar
ráða ekki við, þarf megnið af
orkunni sem eftir er til að bera sig.
Íslensk fyrirtæki, s.s. ál, járnblendi,
lýsi og mjöl og ylrækt munu ekki
standa undir því orkuverði og
draga saman seglin. Olíu- og gasl-
indir fyrir Norðurlandi kæmu undir
sameiginlega yfirstjórn og leyf-
isveitingakerfi ESB, sem fjölgar
stöðugt, og mikilvægar ákvarðarnir
um nýtingu og uppbyggingu yrðu
teknar af ESB.
Hverjir mundu eiga
orkufyrirtækin ef Ísland gengi
í ESB?
Magma-málið var forsmekkurinn
að því sem kæmi með ESB. Jafnvel
þó að ríkið teldist geta „átt“ auð-
lindirnar munu einkafyrirtæki
keppast um að ná sem flestum
þeirra. Mikilvægt er að átta sig á að
verðmæti orkufyrirtækja Íslands
er miklu meira en „auðlindanna“,
þ.e. vatnsfallanna og jarðhitasvæð-
anna. Í innlendu orkufyrirtækj-
unum hefur bæði orkulindin, þekk-
ingin og getan til að nýta hana
byggst upp á einum stað og í því eru
hin raunverulegu verðmæti fólgin.
Fjárfestingar í
iðnaði í hættu
Samstarfsaðilar Íslendinga um
orkuiðnað vita að íslenska hag-
kerfið og efnahagslegt sjálfstæði
Íslands byggist á einkaafnotarétti
og fullu forræði á auðlindunum.
Fjárfestarnir hafa hingað til getað
samið beint við Íslendinga um
orkuna. Aðildarviðræður við ESB
eru túlkaðar sem uppgjöf þeirrar
stefnu að stjórnvöld hér hafi óskor-
aðan yfirráðarétt yfir auðlindunum
og sem yfirlýsing um að Ísland ætli
að gefa frá sér yfirstjórn orkumála.
Sama er að segja um inngönguna í
koltvísýringskvótakerfi ESB. Þetta
þýðir að erlendir samstarfsaðilar,
sem flestir koma frá löndum utan
ESB, munu hætta við fjárfestingar
í orkuiðnaði hér gangi Ísland í
ESB. Skrifræði, kvaðir og höft
ESB ýta undir spillingu og svik,
eins og kvótakerfið ESB með
koltvísýring hefur sýnt, og fælir
iðnað frá.
Eftir Sigurbjörn
Svavarsson
og Friðrik
Daníelsson
» Aðildarviðræður
við ESB eru túlk-
aðar sem uppgjöf
þeirrar stefnu að
stjórnvöld hér hafi
óskoraðan yfirráða-
rétt yfir auðlindunum
og sem yfirlýsing um
að Ísland ætli að gefa
frá sér yfirstjórn
orkumála.
Friðrik
Daníelsson
Höfundar eru í Samtökum
fullveldissinna.
Sigurbjörn
Svavarsson