Morgunblaðið - 06.03.2012, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2012
fréttaritara BBC í Homs, Paul Wo-
od, að hermenn hefðu á föstudag
handsamað 35 karla og drengi frá
hverfi hennar og myrt þá alla. Hefðu
þeir skorið 12 ára gamlan son hennar
á háls. Eiginmaður hennar sagðist
hafa verið í felum í um 50 metra fjar-
lægð þegar hann sá hermann halda
höfði sonarins niðri með fætinum
meðan annar myrti hann.
„Ég heyrði öskrin í þeim,“ sagði
maðurinn.
Uppreisnarsveitir
hörfa frá Homs
Daginn áður en þetta gerðist hörf-
uðu vopnaðar sveitir uppreisnar-
manna frá hverfinu Baba Amr í
borginni eftir geysiharðar árásir
stjórnarhersins sem beitti óspart
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Þúsundir Sýrlend-
inga hafa flúið til
Líbanons undan-
farna daga vegna
átakanna í landinu
en ekkert bendir
til þess að þeim sé
að ljúka. Stjórnar-
herinn beitir nú
gríðarlegri hörku
við að kveða niður
uppreisnina í borginni Homs sem
lengi hefur verið helsta vígi upp-
reisnarinnar gegn Bashar al-Assad
forseta og einræðisstjórn hans.
Kona í Homs, sem verið hafði á
flótta í þrjá daga, sagði í gær
skriðdrekum og öðrum þungavopn-
um. Miðborgin er sögð að miklu leyti
í rúst. Kalt er í veðri en ekkert raf-
magn eða vatn og matarbirgðir mjög
litlar en margir þora ekki að flýja
borgina af ótta við herinn. Liðsmenn
Rauða krossins hafa síðustu dagana
ekki fengið að fara inn í borgina. Lið-
hlaupar úr hernum segja að þeim
hafa verið skipað að skjóta á allt sem
hreyfðist, einnig vopnlausa borgara
og fanga.
Rússar og Kínverjar sögðust í gær
ætla að beita sér fyrir friðsamlegri
lausn á málum í Sýrlandi. Bæði ríkin
hafa á síðustu vikum tvisvar komið í
veg fyrir að öryggisráð Sameinuðu
þjóðanna samþykkti fordæmingu á
framferði stjórnarhers Assads for-
seta.
Lýsa grimmd herja Assads
Stjórnarhermenn sagðir myrða fanga sína og skera börn á háls
Aðgangur bannaður
» Sýrlensk stjórnvöld segja að
ekki sé enn óhætt fyrir liðs-
menn Rauða krossins að fara
inn í Homs.
» Ástæðan sé m.a. að upp-
reisnarmenn hafi víða komið
fyrir sprengjugildrum.
» Aðrir eru vantrúaðir, segja
að markmiðið sé að koma í veg
fyrir að sjónarvottar séu að
hrottaskap hermannanna.
» Þeir vilji einnig frá ráðrúm
til að fjarlægja ummerki um
þær aðferðir hersins.
Bashar al-Assad
Sprengja sprakk í gærmorgun um 20 metrum frá skrif-
stofu Recep Tayyip Erdogans, forsætisráðherra Tyrk-
lands, í höfuðborginni Ankara, einn maður slasaðist lít-
illega. Hér rannsakar lögreglan verksummerki við
bygginguna. Ríkisstjórnarfundur átti að fara fram í
húsinu hálfri annarri stundu eftir tilræðið.
Reuters
Sprenging við skrifstofu tyrkneska forsætisráðherrans
Tilræði skömmu fyrir ríkisstjórnarfund
Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti
á undir högg að sækja þótt hann
njóti stuðnings nokkurra öflugustu
leiðtoga Evrópuríkja í baráttu sinni
fyrir endurkjöri. Í nýrri skoðana-
könnun nýtur frambjóðandi sósíal-
ista, Francois Hollande, talsvert
meira fylgis en forsetinn.
Sarkozy reynir nú að vinna hug
þjóðernissinnaðra Frakka með því
að gagnrýna harðlega fjölmenning-
arstefnu. Heitir hann því m.a. að
herða reglur varðandi veitingu rík-
isborgararéttar.
Í könnun LH2-Yahoo! um helgina
er Hollande með 58% atkvæða og
Sarkozy 42%. Spurt var hvorn
þeirra fólk myndi kjósa ef þessir
tveir kæmust áfram í aðra umferð
forsetakosninganna. kjon@mbl.is
Hollande mun öfl-
ugri en Sarkozy
FRAKKLAND
Japanskur vís-
indamaður, dr.
Shigeyoshi
Osaki, hefur að
sögn BBC búið til
nýja gerð af
fiðlustreng með
því að snúa sam-
an nokkur þús-
und þræði úr
kóngulóarvef. Hljómurinn er sagð-
ur „mjúkur en djúpur“ og ólíkur
hljóm í strengjum úr görnum eða
stáli. Osaki notaði þræði úr um 300
kóngulóm til að framleiða streng-
ina. kjon@mbl.is
Býr til fiðlustrengi
úr kóngulóarvef
JAPAN
Tvær tíbeskar konur létu lífið um
helgina í Gansu-héraði í vestan-
verðu Kína eftir að hafa kveikt í
sér til að mótmæla kúgun tíbeska
þjóðarbrotsins. Ekki munu hafa
verið tengsl milli kvennanna.
Meira en tveir tugir Tíbeta
munu hafa kveikt sér á síðustu 12
mánuðum. Stjórnvöld hafa hert
öryggisráðstafanir í Tíbet og ná-
lægum héruðum, þar sem fjöldi
Tíbeta býr. Í mars minnast Tíb-
etar þess er trúarleiðtogi þeirra,
Dalai Lama, flúði til Indlands
1959. kjon@mbl.is
Tíbetar kveikja í sér
í mótmælaskyni
KÍNA
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Eftirlitsmenn frá Öryggis- og sam-
vinnustofnun Evrópu, ÖSE, og Evr-
ópuráðinu eru sammála um að for-
setakosningarnar í Rússlandi á
sunnudag hafi ekki farið fram með
sanngjörnum og lýðræðislegum
hætti. Fjölmiðlum og ríkisstofn-
unum hafi verið beitt af hörku til að
tryggja Vladímír Pútín forsætisráð-
herra sigur.
Kosningasvik hafi einnig verið
framin en þau hafi samt ekki verið
afdrifaríkasti gallinn. „Einkenni
kosninga er að niðurstaðan er ekki
ljós fyrirfram,“ sagði Króatinn Ton-
ino Picula sem stýrði einum eftirlits-
hópnum. „Þetta var ekki raunin í
Rússlandi.“
Lokatölur voru birtar í gær og
hlaut Pútín 63,75% atkvæða. Keppi-
nautar hans kröfðust þess í gær að
kosningarnar yrðu endurteknar
vegna víðtækra kosningasvika. Þús-
undir manna tóku þátt í mótmælum
gegn Pútín í Moskvu í gær en stuðn-
ingsmenn hans fögnuðu ákaft á mun
fjölmennari útifundi.
Yfirmaður utanríkismála hjá Evr-
ópusambandinu, Catherine Ashton,
sagði Pútín hafa unnið „afgerandi
sigur“ en bæta þyrfti úr þeim göllum
sem verið hefðu á kosningunum.
Bolabrögðum beitt
í forsetakjörinu
ÖSE gagnrýnir
Pútín fyrir að mis-
nota ríkisvaldið
Reuters
Sigur Aðdáandi Pútíns, skreyttur
hamri og sigð, í Moskvu í gær.
Vonir um stöðugleika
» Hækkanir urðu á mörkuðum
í Rússlandi í gær og ljóst að
margir vona að með Pútín við
völd næstu sex árin verði stöð-
ugleiki tryggður.
» Hann hefur gefið í skyn að
hann muni bjóða sig fram á ný
eftir sex ár.
» Aðrir efast um að Pútín
muni sitja á friðarstóli. Bent er
á að millistéttin sé nú orðin
fjölmenn og hún sé að jafnaði
mjög ósátt við núverandi vald-
hafa og stöðnun í atvinnulífinu.
Um helmingur Svía, 4,5 milljónir
manna, notar nú Facebook, þar af
fara um þrjár milljónir inn á sam-
skiptasíðuna dag hvern, að sögn vef-
síðu Dagens Nyheter í gær. „Face-
book verður með ómeðvituðum
hætti vanabindandi,“ segir Leif
Denti, doktorsnemi í sálfræði við
Gautaborgarháskóla.
Rannsóknarteymi sem hann tekur
þátt í hefur reynt að átta sig á því
hvaða áhrif Facebook hafi á líf
sænskra stórnotenda. Í ljós kom að
fjórði hver sagðist finna fyrir frá-
hvarfseinkennum ef hann kæmist
ekki reglulega inn á síðuna.
Konurnar verja talsvert meiri
tíma en karlarnir á síðunni, að með-
altali 81 mínútu á dag, karlarnir að-
eins 64 mínútum. Þeir sem hafa litla
menntun og/eða litlar tekjur verja
meiri tíma á síðunni en aðrir. Því
meiri tíma sem konur verja í Face-
book þeim mun verr líður þeim en
ekki er enn hægt að fullyrða neitt
um orsökina. kjon@mbl.is
Facebook
vana-
bindandi
Sænskar konur
iðnar á síðunni
Meðal efnis :
Hönnuðir,arkitektar og aðrir
þátttakendur.
Ný íslensk hönnunn.
Húsgögn og innanhúshönnun.
Skipuleggjendur og saga
hönnunarMars.
Dagskráin í ár.
Erlendir gestir á hátíðinni.
Ásamt fullt af öðru spennandi efni
um hönnun.
Morgunblaðið gefur þann
22. mars út glæsilegt
sérblað um HönnunarMars
Á HönnunarMars gefst tækifæri til
að skoða úrval af þeim fjölbreytilegu
verkefnum sem íslenskir hönnuðir og
arkitektar starfa við. Hátíðin verður
haldin víðsvegar um Reykjavík
–– Meira fyrir lesendur
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, FÖSTUDAGINN
16. MARS
Katrín Theódórsdóttir
Sími 569 1105
kata@mbl.is
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
SÉRBLAÐ