Morgunblaðið - 06.03.2012, Blaðsíða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2012
Morgunblaðið/Kristinn
Markús Sigurbjörnsson, forseti
landsdóms, vakti máls á innanhúss-
kjölum frá Seðlabanka Íslands frá
fyrri hluta árs 2008. Af því tilefni
vitnaði Markús m.a. í skjal um stöðu
Landsbankans frá 23. janúar 2008
þar sem dregin er upp dökk mynd
af stöðunni og sagt að gera þurfi
„Landsbankann sjókláran ef allt
fari á versta veg“.
Í öðru skjali sem hann vitnaði í
var fyrirsögnin: „Hryllingsmynd
blasir við.“ Sagði Markús þessi
skjöl draga upp nokkuð svarta
mynd af stöðunni. Í febrúar 2008
hefði komið fram að íslensku bank-
arnir þyrftu 16 milljarða evra á
næstu tveimur mánuðum til að geta
fjármagnað sig. Þessi skjöl Seðla-
bankans bentu hins vegar til að er-
lendir lánamarkaðir hefðu verið að
lokast fyrir íslensku bönkunum.
Talan nærri lagi
Geir sagði að þessi tala, 16 millj-
arðar á tveimur árum, hefði verið
þekkt stærð á þessum tíma. Samt
hefðu erlendu bankarnir haldið
áfram að lána til Íslands. Bankarnir
hefðu talið að þeir myndu ráða við
þetta og það hefði verið í samræmi
við álit matsfyrirtækja og eftirlits-
stofnana. Upphæðin var tröllaukin:
Hinn 1. febrúar 2008 var gengi evru
95,97 kr., skv. vef Seðlabankans, og
jafngilti upphæðin því um 1.536
milljörðum kr. En það er milljarði
minna en áætluð verg landsfram-
leiðsla á árinu 2010, skv. vef Hag-
stofu Íslands.
Geir var jafnframt spurður hvers
vegna Mervyn King, seðlabanka-
stjóri Bretlands, fékk ekki svar við
bréfi sem hann sendi seðlabanka-
stjóra í apríl 2008 þar sem hann
bauðst til að aðstoða Íslendinga við
að þrýsta á bankana um að draga
úr umsvifum sínum á Íslandi.
Kvaðst Geir ekki geta svarað því.
Aldrei minnst á lögbindingu
Geir vék í máli sínu að trygging-
arsjóði innistæðueigenda. Kom þá
fram að aldrei hefði verið um það
rætt að lögbinda það að bankarnir
ættu að minnka. „Ég man ekki til
þess að nokkur einasti maður hafi
minnst á það í mín eyru, þetta er
eitthvað sem kemur upp í hugar-
fylgsnum rannsóknarnefndar Al-
þingis,“ sagði Geir.
Geir sagði að hinn 17. september
hefði komið ítarleg frétt í Morgun-
blaðinu um að allir bankar væru
búnir að tryggja sína lausafjárstöðu
með þeim hætti að þeir myndu ekki
lenda í vandræðum fram eftir árinu
2009. Hann segist hafa fundað með
bankastjórum daginn eftir til að
fullvissa sig um að þessar fréttir
væru réttar. „Á þessum fundi (18.9.)
kom það fram að bankarnir ættu að
vísu við erfiðleika að stríða en að
þeir væru samt með sína hluti í lagi.
Það datt auðvitað engum í hug að
bankarnir væru annaðhvort að villa
um fyrir manni eða að staða þeirra
væri svo slæm að þeir áttuðu sig
ekki á því,“ segir Geir.
„Meingallað“ kerfi
Saksóknari vék einnig að stofnun
Icesave-reikninga í Hollandi, sem
Landsbankinn hóf að bjóða upp á í
lok maí 2008. Geir sagðist ekki hafa
haft neina sérstaka vitneskju um
þessa reikninga. Saksóknari sagði
að vöflur hefðu komið á hollensk
stjórnvöld haustið 2008 og fjár-
málaeftirlitið þar hefði viljað setja
hömlur á reikningana. Hún spurði
Geir hvaða vitneskju hann hefði
haft um aðdraganda að stofnun
reikninganna.
„Ég hafði enga sérstaka vitn-
eskju um það, þeir tilkynntu þetta
til Fjármálaeftirlitsins og síðan
opnuðu þeir bara,“ sagði Geir og
sagði það hafa verið samkvæmt lög-
um EES-samningsins. „En þetta
rak ekkert á mínar fjörur sem eitt-
hvert mál sem ég átti að taka af-
stöðu til. Kerfið var bara eins og
það var, og maður sér eftir á að það
var auðvitað meingallað að menn
gætu vaðið svona í stofnun þessara
reikninga, án þess að hafa einhvern
sérstakan bakhjarl fyrir því.“
„Hryllingsmynd“
í svörtum skjölum
Forseti landsdóms vék að innanhússkjölum Seðlabanka
Aðalfundur
Landsbankans
fyrir árið 2011
Aðalfundur Landsbankans verður
haldinn miðvikudaginn 28. mars kl. 16:00
í Silfurbergi í Hörpu. Á dagskrá fundarins
eru hefðbundin aðalfundarstörf.
Dagskrá
landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn
» Skýrsla bankaráðs um starfsemi bankans sl. starfsár.
» Ársreikningur fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu
endurskoðanda lagður fram til staðfestingar.
» Ákvörðun um greiðslu arðs og meðferð hagnaðar eða
taps á næstliðnu reikningsári.
» Tillaga bankaráðs um starfskjarastefnu lögð
fram til samþykktar.
» Tillögur til breytinga á samþykktum (engar tillögur
hafa borist).
» Kosning bankaráðs.
» Kosning endurskoðanda.
» Ákvörðun um þóknun til bankaráðsmanna
fyrir næsta kjörtímabil.
» Önnur mál.
DÓMSORÐ
Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
Landsdómsréttarhöldin eru óvenju-
leg á marga vegu, þó að mest hafi
verið gert úr því hversu einstakt það
sé að fyrrverandi forsætisráðherra
sé ákærður með þessum hætti – að
hann sé eini stjórnmálamaður í
heiminum sem draga eigi til ábyrgð-
ar fyrir bankahrunið.
Eitt af því sem stakk í augu í gær
er að umræðan í réttarsalnum snýst
á löngum köflum um stjórnmál,
ákvarðanir sem teknar eru á hinu
pólitíska sviði – eða ekki teknar.
Þá er athyglisvert að í stað þess
að ákærði gæti þess að tjá sig lítið,
eins og venjan er í réttarsal, og láti
ákærandann „opna málið“, þá gríp-
ur Geir Haarde jafnvel orðið af sak-
sóknara til að komast að. Rétt þurfti
að minnast á fund eða atburð til að
kalla fram ítarlegt svar hjá Geir, þar
sem hann fór oft víðar en spurningin
út af fyrir sig gaf tilefni til. Enda má
segja að sönnunarbyrðin sé með öf-
ugum formerkjum að því leyti að
Geir er fremur sakaður um athafna-
leysi en að hafa brotið af sér með at-
höfnum sínum.
Réttarhöldin fóru vinsamlega
fram í gær og gætti réttarvörðurinn
þess að fólk risi úr sætum er lands-
dómur gekk í salinn. Þá var mörgum
vísað frá í upphafi, því salurinn var
þéttsetinn. Sigríður Friðjónsdóttir,
saksóknari Alþingis, fór ítarlega
með Geir í gegnum ákæruliðina,
Andri Árnason, verjandi Geirs, tók
við þar sem frá var horfið og Mark-
ús Sigurbjörnsson, forseti lands-
dóms, spurði út í einstök atriði.
Með úrskurði landsdóms í október
var tveimur ákæruatriðum vísað frá,
en eftir standa fjögur. Þar á meðal
að ákærði hafi vanrækt að gæta þess
að störf samráðshóps um fjármála-
stöðugleika og viðbúnað, sem stofn-
að var til árið 2006, væru markviss
og skiluðu tilætluðum árangri. Eins
og í fleiri ákæruatriðum gerði Geir
athugasemdir við orðalagið, enda
óljóst hvað átt væri við með „mark-
viss“ eða „tilætluðum árangri“.
Hann benti á að samráðshópurinn
hefði ekki haft miklar valdheimildir,
þannig hefði verið til hans stofnað,
en vinna hópsins hefði nýst þegar
kom að því að semja neyðarlögin.
Geir er einnig sakaður um að hafa
ekki „fylgt því eftir og fullvissað sig
um“ að unnið væri „með virkum
hætti“ að flutningi Icesave-reikn-
inga Landsbankans í Bretlandi yfir í
dótturfélag og stuðlað að því með
„virkri aðkomu ríkisins“. Í máli
Geirs kom fram að samskipti við
breska fjármálaeftirlitið af hálfu
stjórnvalda vegna málsins hefðu
verið í höndum Fjármálaeftirlitsins
og viðskiptaráðuneytisins. Þar hefðu
þau verið í farvegi, en slík mál tækju
tíma og bjartsýni hefði gætt hjá
hlutaðeigandi um að tilfærslunni
lyki fyrir árslok 2008.
Ein helsta gagnrýnin á rannsókn-
arnefnd Alþingis var sú að yfir-
heyrslurnar fóru fram fyrir luktum
dyrum. Það stuðlar ekki að gagn-
særri og upplýstri umræðu. Und-
arlegt er að ekki skuli vera sent út
beint frá Þjóðmenningarhúsinu,
ekki síst í ljósi þess að verjandi
Geirs og saksóknari Alþingis hafa
fallist á það fyrir sitt leyti.
Óvenjuleg réttarhöld
á pólitísku sviði