Morgunblaðið - 06.03.2012, Síða 31

Morgunblaðið - 06.03.2012, Síða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2012 Þeir eru margir sem þekkjasöguþráð Vesalinganna ogþað væri sjálfsagtskemmtilegt rannsókn- arefni að skoða hvernig mismun- andi aldurshópar hafa komist í tæri við verkið, hvort það var í gegnum skáldsögu Victors Hugo, bíómynd, myndasögu eða söngleikinn. Ég heyrði bókina upphaflega lesna upphátt í styttri íslenskri þýðingu sem framhaldssögu af prestinum sem kenndi okkur kristin fræði í Vogaskóla. Hann hefur sennilega talið að boðskapur verksins myndi gera okkur jafn gott og námsefnið. Saga Vesalinganna eins og hún kemur fyrir í söngleiknum nálgast að vera það sem stundum er kallað vella, en hún er falleg í einlægni sinni og trú á kærleikann og hið góða – án þess að augum sé lokað fyrir misrétti, eymd og hinu illa. Ég mæli með því að fólk rifji upp sögu- þráðinn áður en það sér verkið og glöggvi sig á helstu persónum. Í leikskrá er mjög góð lýsing ásamt myndum af helstu persónum. Verkið, sem gerist á fyrri hluta 19. aldar í Frakklandi, segir í stuttu máli sögu Jean Valjean, fanga núm- er 24601, frá því að hann sleppur úr fangelsi eftir nítján ára dvöl sem upphaflega var vegna þess að hann stal brauði handa svöngu barni og þar til hann deyr hamingjusamur í návist tveggja ungmenna sem hann hefur hvoru á sinn hátt bjargað. Jafn gaman og það er að fara í leikhús þar sem fáir leikarar í ein- földu rými fanga athygli manns og áhuga er það líka stórkostlegt að upplifa vel heppnaðan söngleik þar sem hvergi er slegið af og það á við hér. Leikmyndin er flókin, falleg og hugvitsamleg, snúningssvið er mik- ið notað, við sjáum miklar og litrík- ar hópsenur og reyk og spreng- ingar svo sætin nötra. Undir öllu er pottþétt hljómsveit og ofan á eru falleg lög og nánast undantekning- arlaust fagur söngur. Selma Björns- dóttir leikstjóri hefur unnið verk sitt vel. Þór Breiðfjörð er tvímælalaust stjarna verksins sem strokufanginn Jean Valjean og glæsileg frammi- staða hans lyftir allri sýningunni upp. Auk þess að syngja afburðavel tekst honum að miðla persónu Jean Valjean þannig að maður trúir því hiklaust að hann sé afrendur að afli og þá ekki síður að hann sé orðinn roskinn í lok verksins. Valgerður Guðnadóttir er Fant- ine, verkakona og móðir Cosette sem Valjean á eftir að taka í fóstur. Hún syngur fallega og kemur text- anum sérlega vel til skila. Eyþór Ingi Gunnlaugsson er Marius, námsmaður sem verður ástfanginn af Cosette. Hann syngur og leikur einnig vel. Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, sem er vasaþjófur sem elskar Mar- ius á laun, er hér í essinu sínu og er góður söngvari. Þá er Jóhannes Haukur Jóhannesson með fallega og kröftuga rödd en hann er Enjol- ras, námsmaður og leiðtogi bylting- arsinna. Alltaf er gaman að heyra Eggert Þorleifsson syngja og hans mjóa rödd býr yfir sjarma en hann leikur biskupinn af Digne af látleysi. Egill Ólafsson er hér Javert fangelsis- stjóri og síðar lögreglustjóri. Egill er mjög góður söngvari. Það er mikið af honum sjálfum í Javert, bæði munn- og handahreyfingar sem eru manni kunnuglegar. Auð- vitað er ekkert sem útilokar að Ja- vert sé nákvæmlega svona maður en þetta truflaði mig aðeins. Herra og frú Ténardier, kráar- eigendur og þjófar, eru leikin af Margréti Vilhjálmsdóttur og Ladda. Þau eru skemmtileg og Margrét á sérstaklega góða spretti. Rödd Ladda er falleg en ekki mikil og hann er náttúrlega afbragðs gamanleikari. Cosette er góð stúlka og fögur og þar af leiðandi ögn lit- laus. Vigdís Hrefna Pálsdóttir var hin þekkilegasta í hlutverki hennar og söng prýðilega. Margir fleiri syngja fallega í sýn- ingunni: Heiða Ólafsdóttir, Margrét Eir, Bjarni Snæbjörnsson, Ragn- heiður Steindórsdóttir og Orri Hug- inn Ágústsson svo nokkur séu nefnd. Nokkur börn koma fram í sýningunni og sýna mikla fag- mennsku. Valgeir Hrafn Skagfjörð var sjálfsöruggur í hlutverki Gavr- oce, götustráks í herbúðum bylting- arsinna. Textinn – sem maður heyrir nátt- úrlega ekki frá orði til orðs – virtist laus við tilgerð og upphafningu. Hljómsveitin undir stjórn Þorvaldar Bjarna var sem fyrr segir pottþétt. Ég sat nálægt gryfjunni og í örfá- um tilvikum fannst mér hún full- sterk miðað við sönginn. Hvergi slegið af Vesalingarnir bbbbn Vesalingarnir, söngleikur eftir Alain Boublil og Claude-Michel Schönberg, byggður á skáldsögu Victors Hugo. Tón- list eftir Claude-Michel Schönberg, söngtextar eftir Herbert Kretzmer. Leikarar: Þór Breiðfjörð, Egill Ólafsson, Valgerður Guðnadóttir, Þórhallur Sig- urðsson, Margrét Vilhjálmsdóttir, Jó- hannes Haukur Jóhannesson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Arnbjörg Hlíf Vals- dóttir, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Atli Þór Albertsson, Baldur Trausti Hreinsson, Bjarni Snæbjörnsson, Edda Arnljótsdóttir, Eggert Þorleifsson, Frið- rik Friðriksson, Heiða Ólafsdóttir, Hilmir Jensson, Jana María Guðmundsdóttir, Margrét Eir Hjartardóttir, Orri Huginn Ágústsson, Ragnheiður Steindórsdóttir, Þórunn Arna Kristjánsdóttir, Ævar Þór Benediktsson. Börn: Hrefna Karen Pétursdóttir / Hall- dóra Elín Einarsdóttir, Elva María Birg- isdóttir / Agla Bríet Gísladóttir, Ari Páll Karlsson / Valgeir Hrafn Skagfjörð. Tónlistarstjórn: Þorvaldur Bjarni Þor- valdsson, leikmynd: Finnur Arnar Arn- arson, búningar: María Ólafsdóttir, sviðshreyfingar: Kate Flatt, lýsing: Lár- us Björnsson og Ólafur Ágúst Stef- ánsson, aðstoðarmaður leikstjóra: Stef- án Hallur Stefánsson, þýðing: Friðrik Erlingsson. Leikstjórn: Selma Björnsdóttir. Stóra svið Þjóðleikhússins 3. mars 2012. SIGURÐUR G. VALGEIRSSON LEIKLIST Töfrandi Leikmyndin er flókin, falleg og hugvitsamleg, snúningssvið er mikið notað, við sjáum miklar og litríkar hópsenur og reyk og sprengingar svo sætin nötra. Undir öllu er pottþétt hljómsveit og ofan á eru falleg lög. Stjarna Þór Breiðfjörð er tvímæla- laust stjarna uppfærslunnar. Les Misérables - Vesalingarnir (Stóra sviðið) Fös 9/3 kl. 19:30 2.sýn Fös 30/3 kl. 19:30 AUKAS. Fös 27/4 kl. 19:30 18.sýn Lau 10/3 kl. 19:30 3.sýn Lau 31/3 kl. 19:30 AUKAS. Lau 28/4 kl. 19:30 19.sýn Sun 11/3 kl. 19:30 4.sýn Sun 1/4 kl. 19:30 13.sýn Sun 29/4 kl. 19:30 20.sýn Fös 16/3 kl. 19:30 5.sýn Fim 12/4 kl. 19:30 14.sýn Fös 4/5 kl. 19:30 21.sýn Lau 17/3 kl. 19:30 6.sýn Fös 13/4 kl. 19:30 AUKAS. Lau 5/5 kl. 19:30 22.sýn Sun 18/3 kl. 19:30 7.sýn Lau 14/4 kl. 19:30 AUKAS. Sun 6/5 kl. 19:30 23.sýn Fös 23/3 kl. 19:30 8.sýn Sun 15/4 kl. 19:30 15.sýn Fös 11/5 kl. 19:30 24.sýn Lau 24/3 kl. 19:30 9.sýn Fös 20/4 kl. 19:30 AUKAS. Lau 12/5 kl. 19:30 25.sýn Sun 25/3 kl. 19:30 10.sýn Lau 21/4 kl. 19:30 16.sýn Sun 13/5 kl. 19:30 26. sýn Mið 28/3 kl. 19:30 11.sýn Sun 22/4 kl. 19:30 17.sýn Fim 29/3 kl. 19:30 12.sýn Mið 25/4 kl. 16:00 AUKAS. Aðeins sýnt fram í júní! Heimsljós (Stóra sviðið) Fim 8/3 kl. 19:30 18.sýn Mið 14/3 kl. 15:00 AUKAS. Fim 15/3 kl. 19:30 síð.sýn Síðasta sýning 15.mars! Dagleiðin langa (Kassinn) Mið 7/3 kl. 19:30 6.sýn Fös 16/3 kl. 19:30 10.sýn Lau 24/3 kl. 19:30 Fös 9/3 kl. 19:30 7.sýn Lau 17/3 kl. 19:30 11.sýn Sun 25/3 kl. 19:30 Lau 10/3 kl. 19:30 8.sýn Sun 18/3 kl. 19:30 12.sýn Sun 11/3 kl. 19:30 9.sýn Fös 23/3 kl. 19:30 Frumsýnt 24.febrúar Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu (Kúlan) Lau 10/3 kl. 13:30 Sun 11/3 kl. 15:00 Sun 18/3 kl. 13:00 Lau 10/3 kl. 15:00 Lau 17/3 kl. 13:30 Sun 18/3 kl. 15:00 Sun 11/3 kl. 13:30 Lau 17/3 kl. 15:00 Hjartnæm og fjörmikil sýning Sjöundá (Kúlan) Fim 8/3 kl. 19:30 Fim 22/3 kl. 19:30 Mið 28/3 kl. 19:30 Ný leiksýning um morðin á Sjöundá Glerdýrin (Þjóðleikhúskjallarinn) Þri 20/3 kl. 19:30 Mán 26/3 kl. 19:30 Þri 3/4 kl. 19:30 Lau 24/3 kl. 15:00 Mán 2/4 kl. 19:30 Orð skulu standa (Þjóðleikhúskjallarinn) Fim 8/3 kl. 21:00 Útvarpsþátturinn Orð skulu standa öðlast nýtt líf á sviði! Fanný og Alexander (Stóra sviðið) Fim 8/3 kl. 20:00 Fim 15/3 kl. 20:00 aukas Fös 23/3 kl. 20:00 Fös 9/3 kl. 20:00 Lau 17/3 kl. 20:00 Sun 25/3 kl. 20:00 aukas Sun 11/3 kl. 20:00 aukas Sun 18/3 kl. 20:00 aukas Lau 31/3 kl. 20:00 lokas Hin stórbrotna fjölskyldusaga loks á svið. Sýningum lýkur í mars. Galdrakarlinn í Oz (Stóra sviðið) Sun 11/3 kl. 14:00 Lau 31/3 kl. 14:00 Sun 22/4 kl. 14:00 Sun 18/3 kl. 14:00 Sun 1/4 kl. 14:00 Sun 29/4 kl. 14:00 Sun 25/3 kl. 14:00 Sun 15/4 kl. 14:00 Einn vinsælasti fjölskyldusöngleikur allra tíma NEI, RÁÐHERRA! (Menningarhúsinu Hofi) Lau 10/3 kl. 19:00 Fös 16/3 kl. 19:00 Lau 10/3 kl. 22:00 aukas Fös 16/3 kl. 22:00 Gríman: Áhorfendasýning ársins 2011. Sýnt í Hofi í mars Eldhaf (Nýja sviðið) Mið 7/3 kl. 19:00 aukas Sun 11/3 kl. 20:00 Sun 18/3 kl. 20:00 lokas Fim 8/3 kl. 20:00 Fim 15/3 kl. 20:00 Fös 9/3 kl. 20:00 Lau 17/3 kl. 20:00 aukas Sýning 7/3 til styrktar UN Women og umræður á eftir. Síðustu sýningar Axlar - Björn (Litla sviðið) Fim 8/3 kl. 20:00 Fim 15/3 kl. 20:00 Fim 22/3 kl. 20:00 lokas Nýtt verk úr smiðju Vesturports. Síðustu sýningar Saga Þjóðar (Litla sviðið) Fös 9/3 kl. 20:00 Lau 17/3 kl. 20:00 Lau 31/3 kl. 20:00 Lau 10/3 kl. 20:00 Fös 23/3 kl. 20:00 Sun 1/4 kl. 20:00 Sun 11/3 kl. 20:00 Lau 24/3 kl. 20:00 Fös 16/3 kl. 20:00 Sun 25/3 kl. 20:00 Íslandssagan á hundavaði í tónsjónleik með Hundi í óskilum. Gói og baunagrasið (Litla sviðið) Sun 11/3 kl. 13:00 Sun 18/3 kl. 14:30 Sun 15/4 kl. 13:00 Sun 11/3 kl. 14:30 Sun 25/3 kl. 13:00 Sun 22/4 kl. 13:00 Sun 18/3 kl. 13:00 Sun 1/4 kl. 13:00 Lau 28/4 kl. 13:00 Leikhústöfrar með Góa og Þresti fyrir börn á öllum aldri Mínus 16 (Stóra sviðið) Lau 10/3 kl. 20:00 Fös 16/3 kl. 20:00 Íslenski Dansflokkurinn - Verk eftir rokkstjörnu dansheimsins Ohad Naharin Nei Ráðherra – í Hofi í mars Jóhanna Helga Þorkelsdóttir myndlist- arkona opnaði sýningu á laugardaginn í SÍM-húsinu, Hafnarstræti 16. Opið er 10 til 16 virka daga. Sýninguna kallar Jóhanna „Í dag er góður dagur og ég er í sólskinsskapi“. Snýst hún um vangaveltur um áhrif ljóss og lita á viðkvæm sálartetur. Jóhanna sýn- ir baklýst ljósverk með áprentuðum film- um og bera þær myndir af litlum líf- heimum sem eru unnar lag eftir lag og vísa allar í ljóstillífun af einhverju tagi. Að auki sýnir hún verk unnin beint á vegg sal- arins. Ljós Hluti eins verka Jóhönnu. Jóhanna Helga í sólskinsskapi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.