Morgunblaðið - 06.03.2012, Síða 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2012
✝ Anna JónínaValgeirsdóttir
fæddist á Gemlu-
falli í Dýrafirði 4.
apríl 1931. Hún
lést á Heilbrigð-
isstofnun Þingey-
inga 21. febrúar sl.
Foreldrar henn-
ar voru Ingibjörg
Margrét Guð-
mundsdóttir frá
Gemlufalli og Val-
geir Jónsson frá Höfðaströnd í
Grunnavíkurhreppi. Systkini
Önnu Jónínu voru átta, Guð-
björg Sigrún f. 1926, d. 2011,
Jón Kristinn f. 1927, d. 1999,
Ingibjörg Elín f. 1929, Arnór f.
1932, Guðrún Sigríður f. 1934,
Elísabet f. 1936, Friðrik Hall-
dór f. 1940, d. 2006 og Guð-
mundur f. 1942.
Anna giftist 31.8. 1961 Baldri
Ingvarssyni frá Undirvegg í
Kelduhverfi f. 1930, d. 2005.
Baldur var sonur hjónanna
Ingvars Sigurgeirssonar og
Sveinbjargar Valdimarsdóttur
frá Kverkártungu. Synir Önnu
og Baldurs eru: 1) Þorgeir,
kona hans er Emma Hulda
Steinarsdóttir, börn þeirra eru
Steinunn María f. 1997 og Sölvi
Baldur fæddur andvana 1999.
Fósturdóttir Þorgeirs og dóttir
Anna vann m.a. sem ráðskona á
Hótel Blönduósi um tvítugt, en
settist síðar á skólabekk í Hús-
mæðraskólanum á Ísafirði. Svo
vel líkaði Önnu vistin þar og
stjórnendum við hana, að hún
var ráðin aðstoðarkennari strax
næsta vetur. Á þeim tíma
bjuggu þar einnig þrjár systur
hennar, þær Gugga, Ella og
Gunna með sínum fjölskyldum.
Anna ákvað enn að freista gæf-
unnar og flutti til Reykjavíkur.
Þar vann hún bæði hjá Farsótt
og Sænska frystihúsinu. Í
Reykjavík hitti hún svo manns-
efnið sitt hann Baldur.
Anna var höfðingi heim að
sækja, gjafmild og góð. Á heim-
ili þeirra hjóna voru allir vel-
komnir og gestrisnara fólk var
vart hægt að finna. Gestabókin
skipaði líka ákveðinn sess á
heimili þeirra hjóna, allir urðu
að skrifa og fannst henni gam-
an að lesa síðar hverjir höfðu
komið það og það árið. Anna
var líka mikil húsmóðir og út-
sjónarsöm. Hún bjó vel í haginn
fyrir heimilið og voru það ótrú-
legustu kræsingar sem hún gat
reitt fram með litlum fyrirvara.
Anna hafði einstakt geðlag,
alltaf kát og glöð og fannst
gaman að blanda geði við ann-
að fólk, enda alltaf hrókur alls
fagnaðar. Hún var kirkjurækin
kona og hafði sterka og ein-
læga trú. Anna var söngelsk og
söng á sínum yngri árum með
kórnum Hljómhvöt í sveitinni
sinni.
Útför Önnu fór fram í kyrr-
þey.
Emmu er Inga
Bryndís Bjarna-
dóttir, gift Hauki
Þór Sigurðssyni,
sonur þeirra er
Sigurður Sölvi. 2)
Valgeir, kona hans
er Inga Maren
Sveinbjörnsdóttir,
börn þeirra Anna
Jónína, Sylvía Rún
og Ingvar Örn.
Anna og Baldur
hófu búskap í Reykjavík en
fluttu fljótlega til Húsavíkur
þar sem þau bjuggu síðan. Af
miklum myndarskap byggðu
þau sér fallegt hús við Sól-
brekku 14, þar sem þau ólu upp
synina tvo. Á heimili þeirra
voru þrjár kynslóðir, því for-
eldrar Önnu, Ingibjörg og Val-
geir, bjuggu þar einnig, auk
Þorgeirs fósturföður Baldurs.
Anna vann ýmis störf, lengst af
við ræstingar á lögreglustöð-
inni og bæjarskrifstofunum á
Húsavík, til 70 ára aldurs.
Anna ólst upp hjá foreldrum
í stórum systkinahópi að
Gemlufalli. Hún stundaði hefð-
bundna skólagöngu eins og
tíðkaðist í þá daga. Hún var í
vist víðsvegar yfir vetrartím-
ann og kom heim á sumrin og
hjálpaði til við sveitastörfin.
Það er með miklum söknuði
og trega sem ég kveð þig nú,
elsku systir mín. Minningarnar
sem fara í gegnum hugann eru
margar og góðar, allt frá því að
við vorum litlar stelpur í sveit-
inni okkar í Dýrafirði. Það var
alltaf svo glatt í kringum þig,
enda leitun að hressari og
skemmtilegri manneskju en
þér.
Þú kynntist honum Baldri
þínum í Reykjavík, nánar til-
tekið 17. júní við Arnarhól. Þar
vorum við systurnar frá Gemlu-
falli saman að taka þátt í hátíð-
arhöldunum, báðar komnar á
þrítugsaldurinn. Þarna voru ör-
lög þín ráðin. Upp frá þessu til-
einkaði ég ykkur lagið, Rökk-
urró, þar sem fram kemur í
textanum: „Manstu ekki vina
fyrsta fundinn við Arnarhól“.
Þetta lag sungum við oft saman,
þegar við rifjuðum upp tímann
okkar saman í Reykjavík og
slógum á létta strengi.
Þið Baldur ákváðuð eftir
stutta veru í Reykjavík að setj-
ast að á Húsavík. Á Húsavík
byggðuð þið ykkur fljótlega fal-
legt hús, sem var heimili ykkar
til dauðadags. Þar eignuðust þið
drengina ykkar tvo, þá Þorgeir
og Baldur. Heimili ykkar Bald-
urs var snyrtilegt og fallegt í
alla staði. Þar mátti sjá hand-
bragð þitt víðs vegar í útsaum
og öðrum hannyrðum.
Oft var gestkvæmt á Sól-
brekkunni og vel á móti gestum
tekið. Það mátti undrun sæta
hve fljót þú varst systir mín að
töfra fram kræsingar af flott-
ustu gerð, hreinlega á auga-
bragði. Til merkis um mann-
gæsku ykkar hjóna, þá buðuð
þið foreldrum okkar að innrétta
litla íbúð í nýja húsinu ykkar og
flytja norður til ykkar. Fyrir
það verðum við systkinin ykkur
ævinlega þakklát. Áður hafði
fósturfaðir Baldurs einnig búið
hjá ykkur, allir í sátt og sam-
lyndi þar sem gagnkvæm virð-
ing og væntumþykja ríkti.
Alls staðar sem þú komst,
systir mín, varstu hrókur alls
fagnaðar. Þú geislaðir af gleði
og kátínu og öllum leið vel í ná-
vist þinni. Þú miðlaðir og gafst
og máttir ekkert aumt sjá, alltaf
tilbúin að hjálpa og hjálpa og
gefa.
Það var alltaf tilhlökkunar-
efni að fá þig í heimsókn suður
og þú varst svo dugleg að koma
og vera hjá okkur í Goðatúninu.
Börnin mín og barnabörn dýrk-
uðu Önnu frænku og kepptust
við að líta inn þegar þú varst í
heimsókn.
Ég sakna þín, elsku systir
mín, og á líka eftir að sakna
símtalanna okkar sem voru fast-
ur liður hvert fimmtudagskvöld.
Við Villi og fjölskylda okkar,
þökkum þér samfylgdina í
gegnum öll árin og vottum jafn-
framt eftirlifandi sonum þínum
og fjölskyldum þeirra, okkar
dýpstu samúð.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Hvíl í friði, elsku Anna mín.
Elísabet systir.
Elsku besta frænka mín.
Það er erfitt að setjast niður
og skrifa til þín kveðjuorð. Þú
hefur alltaf verið svo stór hluti
af lífi okkar allra, kjarninn í
fjölskyldunni, með þitt glaða og
yndislega viðmót.
Mínar fyrstu minningar með
þér eru frá þeim tíma sem ég
var í sveitinni hjá ömmu og afa
á Gemlufalli. Á sumrin skiluðuð
þið systurnar, þú og mamma,
ykkur heim til að hjálpa til við
bústörfin. Þið voruð þá þær
einu af systrunum sem ekki
voruð giftar og ráðsettar og
mér fannst svo gaman að hafa
ykkur báðar heima.
Einhverju sinni hafði mamma
brugðið sér af bæ að kvöldlagi
eftir að ég var sofnuð. Senni-
lega hef ég þá verið um þriggja
ára. Hún bað þig að leggjast hjá
mér, ef ske kynni að ég myndi
vakna. Ekki leið víst á löngu að
ég hrökk upp, úrill mjög, leit
hvasst á þig og sagði: „Farðu,
þú ert ekkert mamma mín.“
Annað atvik um líkt leyti, þar
sem þú varst að hvísla nafn
kærastans að mömmu, og ég
greip nafnið hans í hvelli og
kallaði: „Ballus“ og spurði eftir
það án afláts um Ballus. Þessar
sögur sagðir þú mér oft þegar
við rifjuðum upp gamla tíma og
þú gast endalaust hlegið að
þessu.
Eftir að amma og afi fluttu til
Húsavíkur, kom ég nánast á
hverju ári í heimsókn fram að
tvítugu. Ég var lánsöm að þið
skylduð öll búa í sama húsi. Þá
gat ég líka heimsótt ykkur í
leiðinni og þótti mér það nú
ekki verra. Heimsóknum fækk-
aði eftir að amma og afi dóu, en
þá varst þú líka lausari við og
komst oftar suður. Með þér og
manninum mínum honum Dolla,
tókst líka hinn mesti vinskapur.
Þið þekktuð marga sameigin-
lega vini úr Húnavatnssýslunni
og víðar og gátuð setið tímunum
saman og spjallað. Hann mat
þig mikils, Anna mín, og þótti
einstaklega vænt um þig.
Mér er það ofarlega í minni
eitt sinn fyrir fáeinum árum, að
ég ákvað að heimsækja þig. Þú
varst tilbúin með dýrindis veislu
þegar ég kom, líkt og svo oft
áður. Eftir matinn lagðir þú
einhverja fallegustu mokkabolla
sem ég hef séð á borðið, ásamt
tveimur útflúruðum koníaks-
staupum. Þarna sátum við eins
og drottningar og skröfuðum
saman fram á nótt. Þú hafðir
líka búið um mig, með þínu allra
flottasta sængurverataui, útbró-
deruðu í harðangri og klaustri.
Mér varð að orði að upplifun
mín væri slík, að það væri líkast
því ég væri konungborin. „Allt
það fínasta fyrir frænku mína,“
sagðir þú þá. Já, þú varst ein-
stök og elskuleg, frænka mín,
vildir allt fyrir alla gera og
lagðir þig fram við að gleðja
aðra.
Á ættarmótunum og öðrum
gleðiviðburðum varstu líka
hrókur alls fagnaðar. Ættingj-
arnir sópuðust að þér, því þar
sem þú varst, þar var fjör og
þar var líka gaman. Þú tókst
fullan þátt í gleðinni, söngst og
rifjaðir upp gamla tíma og
skemmtir þér manna best.
Þú varst sannarlega engin
venjuleg kona, elsku frænka
mín, og ómissandi þáttur í lífi
mínu. Með allri þinni mann-
gæsku og jákvæðni hafðir þú
áhrif á samferðafólk þitt og
tókst alltaf að sjá björtu hlið-
arnar á lífinu.
Elsku Þorgeir, Valgeir og
fjölskyldur. Við Dolli og börnin
okkar og þeirra fjölskyldur
sendum ykkur okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Ingibjörg Sólrún.
Anna Jónína
Valgeirsdóttir
Vaktsími:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Allan sólarhringinn
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hermann Jónasson
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda-
faðir, afi og langafi,
GUNNAR AUÐUNSSON
skipstjóri,
Vallarbraut 8,
Seltjarnarnesi,
lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund
föstudaginn 2. mars.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 9. mars
kl. 11.00.
Gróa Eyjólfsdóttir,
Pétur Gunnarsson, Lísa Gunnarsson
og fjölskyldur.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma, langamma og langalangamma,
SIGRÚN GUÐLAUGSDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ
föstudaginn 2. mars.
Útförin verður auglýst síðar.
Einar Magnússon,
Þórunn Guðmundsdóttir, Tryggvi Guðmundsson,
Guðmundur Ólason, Lára Einarsdóttir,
Þorbjörg Tara Guðmundsdóttir,
Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir,
barnabörn og aðrir aðstandendur.
✝
Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma,
HALLDÓRA ÁRNADÓTTIR,
Ársölum 5,
Kópavogi,
andaðist á heimili sínu föstudaginn 2. mars.
Útför hennar fer fram frá Digraneskirkju
föstudaginn 9. mars kl. 13.00.
Árni S. Pétursson, Silja Huld Árnadóttir,
Elín Kolfinna, Birta
og Sigtryggur Haukur ömmubörn.
✝
Okkar ástkæri
KRISTJÁN HELGI GUÐMUNDSSON
bóndi,
Minna-Núpi,
andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Selfossi, fimmtudaginn 1. mars.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Ámundi Kristjánsson,
Herdís Kristjánsdóttir,
Guðbjörg Ámundadóttir,
Snorri og fjölskylda,
Erla og fjölskylda,
Guðrún og fjölskylda.
✝
Ástkær móðir okkar,
LÁRA KRISTJANA ÓLAFSON,
lést á Hrafnistu í Reykjavík fimmtudaginn
1. mars.
Útförin fer fram frá Fossvogskapellu fimmtu-
daginn 8. mars kl. 13.00.
Blóm eru vinsamlegast afþökkuð en þeim er
vildu minnast hennar er bent á Thorvaldsenfélagið, Austustræti
4, Reykjavík.
Jakob Páll Jóhannsson,
Birna Jakobína Jóhannsdóttir,
Lárus Jóhannsson.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
EMILÍA BENEDIKTA HELGADÓTTIR
frá Felli í Breiðdal,
sem lést á heimili sínu að Seljahlíð í Reykja-
vík föstudaginn 2. mars, verður jarðsungin
frá kirkju Óháða safnaðarins föstudaginn
9. mars kl. 13.00.
Helgi Guðmundsson, Anný Helgadóttir,
Esther Sigurðardóttir,
Ásgrímur Guðmundsson, Svava Jakobsdóttir,
Guðrún Björg Guðmundsdóttir, Gísli Sváfnisson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Okkar ástkæra
INGIBJÖRG BRYNJÓLFSDÓTTIR
frá Hlöðutúni í Borgarfirði,
Hofteigi 14,
Reykjavík,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli
miðvikudaginn 29. febrúar.
Útför hennar fer fram frá Laugarneskirkju miðvikudaginn
7. mars kl. 13.00.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hennar
er bent á minningarsjóð Skjóls í síma 522 5600.
Fyrir hönd fjölskyldu og ættingja,
Dagný Hildur Leifsdóttir,
Margrét Jónsdóttir.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SÓLVEIG SIGURÐARDÓTTIR
frá Gvendareyjum,
Skólastíg 14,
Stykkishólmi,
sem lést fimmtudaginn 23. febrúar, verður
jarðsungin frá Stykkishólmskirkju föstudaginn 9. mars kl. 14.00.
Magdalena Kristinsdóttir, Jón Pétursson,
Sigrún Kristinsdóttir,
Sesselja Kristinsdóttir, Árni Valgeirsson,
barnabörn og barnabarnabörn.