SunnudagsMogginn - 18.03.2012, Page 2
2 18. mars 2012
Við mælum með …
Laugardagur 17. mars
Nú fer hver að verða síðastur
að upplifa Nösu í allri sinni
dýrð og gleyma sér á stærsta
dansgólfi Reykjavíkur. Páll
Óskar verður gordjöss á
uppáhaldstónleikastaðnum sín-
um, þeytir skífum alla nóttina,
spilar öll bestu partílög ver-
aldar og syngur svo öll sín
bestu lög. Sérstakur gestur er
strákabandið Blár ópal.
Morgunblaðið/Ómar
Páli Óskari á Nösu
4 Hafði aldrei verið til vandræða
Bandaríska hermanninum sem gekk berserksgang í Afganistan lýst
sem rólyndismanni.
18 Þeirra eigin orð
Landsdómur í máli og myndum.
28 Hef lært að lifa með áföllunum
„Það er sagt að tíminn lækni öll sár. Ég hef svosem enga sérstaka trú
á því en maður lærir að lifa með áföllunum,“ segir Helgi Pétursson.
32 Hönnunarvor í lofti
Hönnunarmars fer fram í fjórða skiptið dagana 22.-25. mars næst-
komandi. Þessi fjögurra daga hönnunarhátíð er full af fjölbreyttum við-
burðum sem sýna það besta sem er í gangi í
íslenskri hönnun.
34 Mun met Zarra
gossa?
Messi og Ronaldo eiga ennþá nokkuð í land
með að velta mesta markaskorara Spán-
arsögunnar úr sessi, Telmo nokkrum Zarra.
40 Blessuð sólin elskar allt
Loksins loksins virðist vorið í raun vera handan við hornið. Farið er að
birta og sólin lætur sjá sig.
Lesbók
42 Mitt hugglundur
„Þetta átti að vera hlægilegt,“ segir Magnús Pálsson um sýningu sína
í Kling & Bang gallerí og segist ekki gera krísulist.
47 Myndverk sem tala ...
Viðamikil sýning á verkum katalónska málarans Antoni Tàpies hefst á
Kjarvalsstöðum í dag. Listamaðurinn, sem lést í síðasta mánuði, 88
ára að aldri, var einn kunnasti myndlistarmaður Evrópu.
24
Efnisyfirlit
Forsíðumyndina tók Kjartan Þorbjörnsson, Golli, af Láru Stefánsdóttur.
Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudagsmoggans:
Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson,Börkur Gunnarsson, Helgi Snær Sigurðsson, Inga Rún Sigurðardóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir,
Kristín Heiða Kristinsdóttir, María Ólafsdóttir, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir, Silja Björk Huldudóttir, Skapti Hallgrímsson.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
8
Augnablikið
Föstudagskvöld eru kjörin til þess aðslappa af fyrir framan sjónvarpið yfireinhverri góðri mynd eftir að hafa lagthart að sér alla vikuna í vinnu. Eða það
finnst mér allavega. Síðastliðinn föstudag rask-
aðist planið hins vegar allhressilega. Þegar ég kom
heim klyfjuð pokum eftir að hafa heimsótt vel
valdar verslanir í nágrenni vinnustaðarins í Ár-
bænum með hráefni í heimabakaða pítsu og einn
kaldan á kantinum skynjaði ég að það var ekki allt
eins og það átti að vera. Það var einhver pirringur
yfir manninum og börnin í greinilegu uppnámi.
Sjónvarpið var bilað! Það bara slökkti á sér í miðri
Cars-mynd. Skjárinn var jafnsvartur og svartasta
svarthol og til viðbótar var blikkandi rautt ljós á
því sem sendi frá sér einhvers konar kóða, sann-
kallað neyðarkall. Þar sem þetta átti sér allt stað
eftir klukkan sex á föstudegi var engin von til þess
að koma sjónvarpinu strax í viðgerð. Og svo er
aldrei neinn sem ræður neinu að vinna á laug-
ardögum svo þarna var það strax orðið ljóst að
helgin yrði sjónvarpslaus.
Hvað gerir maður þegar það er ekki í boði að
horfa á sjónvarp? Strákarnir fóru áreiðanlega fyrr
að sofa en venjulega á þessum degi og foreldrarnir,
þeir drógu fram rykugt borðspil og spiluðu, sem
var fyrirtaks skemmtun. Og fóru líka heldur fyrr
að sofa. Morguninn eftir var auðvitað ekki hægt að
horfa á neitt morgunsjónvarp barnanna enda ekki
mikill tími til stefnu áður en við héldum í íþrótta-
skólann. Sunnudagsmorgunninn varð ennþá
drýgri þegar barnasjónvarpið var tekið úr jöfn-
unni, dagskráin á RÚV er svosem ekkert löng en
það getur verið erfitt að draga litla sjónvarps-
sjúklinga, sem eru glaðir yfir að horfa loksins á
barnaefni með íslensku tali, frá skjánum. Fyrir
hádegi var bæði spilað lúdó og snákar og stigar og
farið út í fótbolta og að róla. Mjög hressandi.
En mikið saknaði ég Borgen um kvöldið, sem
varð hið huggulegasta þrátt fyrir skort á danskri
dramatík. Ég fór upp í rúm að lesa klukkan tíu því
það var ekkert annað að gera og mikið sem það er
huggulegt að leggjast með Reacher sér við hlið.
(Hafa ekki örugglega allir lesið þessar frábæru
spennubækur eftir Lee Child?)
Á mánudaginn fór sjónvarpið loks í viðgerð.
Tómarúmið varð enn áþreifanlegra og skjanna-
hvíti veggurinn blasti við þar sem sjónvarpið stóð.
Eldri sonurinn (4 ára) stakk upp á því að sjón-
varpið hefði bara þurft að hvíla sig. Það er ekki svo
fjarri lagi, nema hvað það vorum við, sem þurftum
að hvíla okkur á því. Helgin var svo afslappandi að
þetta var eins og að fara í sumarbústað.
Ps. Áður en þið farið að hafa of miklar áhyggjur
þá var hægt að laga sjónvarpið og það er komið á
sinn stað.
Pps. Sjónvarp er frábært en á eyðieyju tæki ég
bækur framyfir það. Ég les bækur á hverjum ein-
asta degi bæði fyrir mig sjálfa og synina.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Reuters
Svarthol sjónvarpsins
Bandaríski leikarinn George Clooney var handtekinn á föstudag þar
sem hann tók þátt í mótmælum fyrir utan sendiráð Súdans í Wash-
ington. Var hann leiddur á brott í handjárnum, að sögn sjónarvotta.
Segir á vef Washington Post að auk Clooney hafi nokkrir aðrir mót-
mælendur verið handteknir en Clooney hafi verið varaður við af
lögreglu í þrígang áður en hann var tekinn höndum.
Veröld
AFP
Clooney handtekinn
Kjarvals-
stöðum
Sýning á verk-
um Antonis
Tàpies, eins
fremsta málara og myndhöggv-
ara samtímans, verður opnuð í
Listasafni Reykjavíkur – Kjar-
valsstöðum í dag, laugardag. Tà-
pies lést fyrir réttum mánuði, 88
ára að aldri og er sýningin á
Kjarvalsstöðum sú fyrsta sem
opnuð er eftir andlát hans.
Rómeó og
Júlíu
Ballettinn
Rómeó og Júlía
eftir Kenneth
MacMillan við tónlist Sergeis
Prokoffiefs í Royal Opera House
í Lundúnum verður sýndur í
beinni útsendingu í Háskólabíói
fimmtudaginn 22. mars kl.
19:15.