SunnudagsMogginn - 18.03.2012, Side 10
10 18. mars 2012
Söguleg vika er að baki. Áhugamenn um fótbolta fengu það m.a. end-anlega staðfest að á Spáni eru ekki bara tvö góð lið, svo og það, að enskuliðin eru líklega ekki eins sterk um þessar mundir og margir vilja veraláta. Við hér uppi á Litla-Englandi eigum e.t.v. erfitt með að sætta okkur
við það, en það segir meira en mörg orð að liðið í sjöunda sæti deildarinnar á
Spáni skuli hafa niðurlægt Manchester United, toppliðið á Englandi, í tveimur
leikjum í Evrópudeildinni, og Sporting Lissabon frá Portúgal slegið Manchester
City út.
Eflaust heyrast nú raddir um að forkólfar Manchester-liðanna séu líklega ekki
sérlega ósáttir við að falla úr „litlu“ Evrópukeppninni og geti nú einbeitt sér að
baráttunni um Englands-
meistaratitilinn. Trúi því
hver sem vill.
Dregið var í Evrópukeppn-
inni í gær og þá varð ljóst að
spænsku risarnir, Barcelona
og Real Madrid, geta ekki
mæst fyrr en í úrslitaleik
Meistaradeildarinnar. Það
gleður Spánverja og ýmsa
aðra áhugamenn um íþrótt-
ina. Barca mætir AC Milan í
átta liða úrslitum og verður
fróðlegt að sjá hverjar lyktir
þeirrar rimmu verða. Félögin
lentu saman í riðli fyrr í vet-
ur, jafntefli varð á Spáni en
Barca sigraði í seinni leiknum
á Ítalíu.
Nær augljóst er að Real Ma-
drid og Barcelona eru tvö
bestu lið Evrópu en ekki er
sjálfgefið að þau komist alla
leið. Bayern München er með
feikisterkt lið og enginn
skyldi afskrifa Chelsea. Blá-
klæddu drengirnir frá Lund-
únaborg sýndu í vikunni að
lengi getur lifað í gömlum
glæðum; kempurnar Didier
Drogba, Frank Lampard og
John Terry eru allir komnir
af léttasta skeiði en skoruðu í
frækilegum sigri á frábæru
liði Napolí. Tveir þeir fyrrnefndu áttu ekki
víst sæti í liðinu eftir að Portúgalinn André
Villas-Boas tók við í sumar en svöruðu kalli
nýs þjálfara í vikunni. Reynslan fleytir
mönnum oft langt.
Lið Napolí er aðdáunarvert um þessar
mundir og var aðeins hársbreidd frá því að
slá Chelsea út. Drogba og félagar eru grimmir
þegar þeir vilja svo vera láta, en eitt eft-
irminnilegasta andartak leiksins – þrátt fyrir
glæsileg mörk og önnur falleg tilþrif – er þegar þessi stóri, stæðilegi leikmaður
gerði sér upp meiðsli; féll með tilþrifum og hélt um höfuðið eftir að andstæð-
ingur slæmdi hendinni lauflétt í bringu hans, en gjóaði svo öðru auganu að dóm-
aranum til þess að sjá hvort maðurinn með flautuna hefði gengið í gildruna. Aga-
legur löstur á stórbrotnum leikmanni. Skiljanlegt að menn vilji vinna, en er þetta
ekki eins og að svindla í Ólsen, ólsen?
Þrátt fyrir allt er lið vikunnar að mínu mati Athletic Bilbao frá Baskahéruðum
Spánar. Baskarnir eru að vísu „bara“ í Evrópudeildinni, ekki þeirri stóru, en
frammistaðan gegn Englandsmeisturunum var stórbrotin. Leikur Athletic snýst
ekki að jafn miklu leyti um það að þræða boltann í gegnum nálarauga og hjá koll-
egum þeirra í Barcelona en léttleikinn, stutta spilið, hreyfingin og hraðabreyt-
ingarnar eru mikilvægir þættir. Baskar eru þekktir fyrir að vera harðir í horn að
taka og ekki vantar kraftinn í þetta lið. Þjálfarinn, Argentínumaðurinn skrautlegi
Bielsa, á heiður skilið fyrir að hafa púslað saman frábærum hópi.
Ég sá haft eftir Alex Ferguson stjóra Manchester United að Atletic væri erf-
iðasta liðið sem komið hefði í heimsókn á Old Trafford síðasta áratuginn og
undrast ekki þau ummæli. Rétt er þó að hafa í huga að Atletic er með 37 stig í 7.
sæti spænsku deildarinnar. Barcelona er í 2. sæti með 60 og Real Madrid efst með
70 stig ...
Gamlar glæður
og ferskir fætur
Meira en
bara leikur
Skapti Hallgrímsson
skapti@mbl.is
Marcelo Bielsa, t.v., þjálfari Athletic Bilbao, heilsar
José Mourinho, starfsbróður sínum hjá Real Madrid.
Reuters
’
Atletic Bilbao
er í sjöunda
sæti á Spáni
en niðurlægði
Manchester United
í tvígang
Didier Drogba kíkir og athugar hvort hann hafi náð
að plata dómarann til að draga upp spjald ...
07:09 Mér tekst á einhvern undra-
verðan hátt að drattast fram úr þar sem
frúin hefur komið svona 40 sinnum inn í
herbergi og sagt HALLI. Hún er á leið til
vinnu og ég þarf því á þessum tímum
jafnréttis að sjá um litla manninn okkar
sem hefur á einhvern óskiljanlegan hátt
vanið sig á að vakna helst á milli sex og
sjö alla morgna. Sem á samkvæmt mín-
um bókum ekki að vera hægt líf-
fræðilega …
08:45 Kem litla guttanum loksins í
úlpu og skó og ferðinni er heitið á leik-
skólann.
09:03 Mættur í hljóðver til þess að
lesa inn útvarpsauglýsingar. Oft er best
að lesa inn auglýsingar snemma á
morgnana, þá er röddin svona djúp og
„feit“ en þessar auglýsingar voru þess
eðlis að röddin þurfti að vera björt og blíð
svo þetta fór nú ekki vel af stað en bless-
aðist fljótlega og útkoman bara fín.
10:00 Rétt náði á réttum tíma í vinn-
una uppi í Borgarleikhúsi þar sem hald-
inn var fundur um rennslið á Hótel
Volkswagen sem átti sér stað kvöldið áð-
ur og rætt um það sem vel var gert og
annað sem mætti betur fara.
12:00 Matartími með skemmtilegu
fólki í Borgarleikhúsinu, alveg með ein-
dæmum hvað það er góður matur hjá
stelpunum í eldhúsinu.
12:30 Mættur niður á svið að æfa það
sem rætt var um morguninn.
16:00 Nú má ég engan tíma missa þar
sem ég þarf að sækja frúna í vinnuna og
svo guttann á leikskólann, merkilegt
hvað það er alltaf mikil umferð þegar
maður er að flýta sér.
16:30 Kominn heim að nýju og nú
byrja slagsmálin við að fá drenginn úr
úlpunni. Við tekur létt spjall við konuna
um ævintýri dagsins og áður en ég veit af
þarf ég að leggja af stað aftur upp í
vinnu.
18:00 Kominn í leikhúsið á ný og
framundan er leiksýningin Fanny og Al-
exander.
23:30 Geng inn um dyrnar heima,
allir sofnaðir og ég á skilið harðfisk og
einn bjór áður en ég leggst á koddann og
vona að drengurinn láti sér detta í hug að
breyta út af venjunni og vakna klukkan
níu sem verður aldrei.
Dagur í lífi Hallgríms Ólafssonar leikara
Hallgrímur Ólafsson í hlutverki sínu í leikritinu Hótel Volkswagen í Borgarleikhúsinu.
Líffræðilega
ómögulegt