SunnudagsMogginn - 18.03.2012, Síða 23

SunnudagsMogginn - 18.03.2012, Síða 23
18. mars 2012 23 Eljusemi bændanna á Þrasastöðum íFljótum, sem rætt var við í Sunnudags-mogganum fyrir viku, vakti athyglimargra lesenda sem höfðu samband við blaðið og þökkuðu fyrir greinina. „Það er einmitt svona fólk sem gaman er að lesa um. En hvar eru Þrasastaðir nákvæmlega?“ spurði einn. Í því fólst þörf ábending. Og spurningunni er svarað á kort- inu hér til hliðar. Fróði fórst ekki Í síðasta Sunnudagsmogga var árásin á línuveið- arann Fróða rifjuð upp en þýskur kafbátur skaut á skipið um 200 mílur suðvestur af Vestmanna- eyjum árið 1941 með þeim afleiðingum að fimm úr tíu manna áhöfn týndu lífi. Eftir að greinin birtist hafði lesandi samband við ritstjórn blaðsins og vakti athygli á ranghermi á svokölluðum „Minningaöldum“ sem Sjómannadagsráð Reykjavíkur og Hafnarfjarðar lét reisa við Fossvogskirkju árið 1996 en þar segir að Fróði hafi farist þennan ör- lagaríka dag fyrir 71 ári. Það er ekki rétt en eins og fram kom í umfjöllun blaðsins komst skipið í höfn í Vestmannaeyjum um sólarhring eftir árásina enda þótt það væri talsvert laskað. Lesandinn kvaðst hafa bent aðstandendum „Minningaraldanna“ á þetta en ekkert hefði gerst í málinu. Sjó- mannadagsráð Reykjavíkur og Hafnarfjarðar er hér með hvatt til að leiðrétta þetta. Frægasta setning sem aldrei var sögð „Leiktu það aftur, SAM!“ var fyrirsögnin á viðtali við Árna Samúelsson kvikmyndafrömuð hjá Sam- bíóunum í síðasta Sunnudagsmogga. Margir hafa ugglaust áttað sig á tengingunni en setningin er samofin einni frægustu kvikmynd sem gerð hefur verið, Casablanca eftir Michael Curtiz frá árinu 1942 með Humphrey Bogart og Ingrid Bergman í aðalhlutverkum. Það er merkileg staðreynd að umrædd setning er aldrei sögð í myndinni, tilvitnunin er einfald- lega röng. Þegar Ilsa Lund, karakter Bergman, kemur fyrst inn á Café Americain kemur hún auga á píanóleikarann Sam og segir: „Leiktu það einu sinni, Sam, upp á gamlan kunningsskap.“ Þegar hann þykist koma af fjöllum bætir hún við: „Leiktu það, Sam. Leiktu As Time Goes By.“ Seinna sama kvöld þegar Rick Blaine, karakter Bogarts, er einn með Sam segir hann: „Fyrst þú lékst það fyrir hana geturðu líka leikið það fyrir mig.“ Og ennfremur: „Þoli hún það ekki geri ég það. Leiktu það!“ Einmitt það. Ætli „leiktu það aftur, Sam“ sé frægasta setning sem aldrei var sögð? Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is | Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Einmitt svona fólk … Rabb Þrasastaðir Þrasastaðir Hofsós (50 km frá Þrasastöðum) Skeiðsfossvirkjun Stífluvatn Sólgarðar (19,4 km frá Þrasastöðum) Ketilás Siglufjörður (38,2 km frá Þrasastöðum) Lágheiði Ólafsfjörður Loftmyndir ehf. Héðinsfjarðargöng „Ég mótmæli því ofbeldi sem ég hef verið beitt hér á þingi.“ Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknar, en forseti Al- þingis sagði hana hafa brotið þingsköp með því skrifa um efni nefndarfundar á facebooksíðu sína. „Köld eru kvennaráð.“ Arnar Björnsson, sparklýsir Stöðvar 2 Sport 2, eftir að að- stoðardómarinn, Sian Massey, flaggaði jöfn- unarmark Manchester City gegn Swansea af í ensku knattspyrnunni. „Við erum aðallega að þessu til að stríða þessum stóru fyrir sunnan.“ Hallgrímur Sveinsson, stofnandi Vestfirska forlagsins sem vinnur að því að hefja Basil fursta, konung leynilögreglumanna, til vegs og virðingar á ný. „Elvis Presley, nema bara helst ekki dauð- ur.“ Ragnar Helgi Ólafsson spurð- ur hvaða tónlistarmaður hann væri mest til í að vera. „ “ Vitnisburður Halldórs J. Kristjánssonar fyrir Landsdómi. Lítið heyrðist á köflum í bankastjóranum fyrrverandi sem gaf skýrslu gegnum síma frá Kanada. „Samfylkingin er sértrúarsöfnuður en ekki stjórnmálaflokkur.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsókn- arflokksins, í umræðu um fundarstjórn forseta á Alþingi. „Ég elska líkama minn og mér fannst ekkert eðlilegra en að fara úr öllum föt- unum.“ Bandaríska söngkonan Jessica Simpson. „Þegar ég átta mig á því hvað er að gerast er það fyrsta sem ég hugsa að ég sé að fara að drukkna. Að þetta sé bara búið.“ Sigurður Smári Fossdal, sem lenti á hvolfi úti í Laxá á Ásum en bjargaðist. „Við bræður óskum þess stundum að við værum al- múgamenn.“ Harry Bretaprins. Ummæli vikunnar Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Stofnað 1913 Útgefandi: Óskar Magnússon Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal efnum, svo sem lög bjóða. Þetta bætist við að rannsóknarnefndarmenn höfðu fengið að hand- sauma víggirðingu í kringum sjálfa sig, svo enginn fengi að skjóta glannafengnum ályktunum þeirra og hæpnum fullyrðingum, eitt eða neitt. En þrátt fyrir allt þetta og fleira sem ósagt er, væri ofsagt að segja að skýrsla RA sé ónýtt plagg, en stórgallað er það vissulega. Rétt að hafa það sem sannara reynist Nú eru því sem næst fjögur ár liðin frá falli bank- anna eða misserunum fyrir þann atburð. Ljóst er að fyrnst hefur yfir margt. Áhrifamiklir miðlar hafa lengi lagt sig fram um að setja atburði á svið með tilteknum hætti og túlkað RA þannig að aug- ljóst er að þeir hafa ekki lesið hana að neinu gagni eða aðeins séð þar það sem þeir ætluðu að sjá. Allir muna hvernig Ríkisútvarpið gekk fram við birt- ingu RA. Kynning útvarpsins var ekki í neinu samræmi við meginályktanir skýrslunnar, en í fullkomnu samræmi við þá fordóma sem þessi rík- isstofnun hafði löngu áður komið sér upp. En auð- vitað muna allir sem að málinu komu atburðina verr nú en fyrir fjórum árum og var þó atburða- rásin hröð og háskaleg og örþreyttir og stundum svefndrukknir menn að taka mikilvægar ákvarð- anir. Þessa sá stað í vitaleiðslum fyrir Landsdómi. Þannig fjallaði núverandi utanríkisráðherra um „glitnisnóttina“ og vitnaði fyrst í ónafngreindan aðila. Nánar aðspurður hélt hann helst að það hefði verið tiltekinn aðili og loks var hann orðinn alveg viss! Málið snerist um að utanríkisráðherr- ann taldi sig hafa spurt á hinum örlagaríka fundi hvort yfirtaka ríkisins á meirihluta í Glitni gæti leitt til keðjuverkunar hruns banka. Formaður bankastjórnar hefði þá fullvissað sig um að svo gæti ekki farið. Á fundinum þá um nóttina var vissulega rætt, að frumkvæði annarra en núver- andi utanríkisráðherra, hvort fyrirhuguð yfirtaka gæti leitt til keðjuverkunar. Svarið sem gefið var, m.a. af hálfu SÍ, var að um það gæti enginn fullyrt af öryggi. En á hinn bóginn væru yfirgnæfandi lík- ur á því að ef engin niðurstaða eða viðbrögð kæmu frá ríkisvaldinu á mánudagsmorgni við neyð- arbeiðni Glitnis félli sá banki auðvitað og að öllum líkindum aðrir bankar í kjölfarið. Þetta voru engin geimvísindi sem einn fundarmaður hafði fremur á valdi sínu en annar. Þetta lá í augum uppi. Hitt er annað mál að strax eftir helgina komu veikleikar Glitnis í ljós. Krossskuldirnar. Himinháar skuldir helsta eiganda og að öryggislánalína erlendis frá til bankans var vegna vaxtaákvæða fremur blekking en raunveruleiki. Veðköll höfðu ekki gengið fram og endurskoðaðir reikningar gáfu gallaða mynd af stöðu bankans og þannig mætti áfram telja. Þegar allt þetta kom á daginn mátti mönnum verða ljóst að sá banki væri búinn að vera og hinir færu í kjöl- farið. Þetta var ríkisstjórninni sagt strax. Og menn muna hvernig núverandi utanríkisráðherra brást við. Hann fór að gaspra um aukaatriði úti um borg og bý og gera úr þeim mál, en brást ekki að öðru leyti við hinum alvarlegu tíðindum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Gæsluflug með TF-Sif.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.