SunnudagsMogginn - 18.03.2012, Side 26

SunnudagsMogginn - 18.03.2012, Side 26
26 18. mars 2012 Þrettán þúsund manns sáu Töfraflautuna,fyrstu uppsetningu Íslensku óperunnar íHörpu, en nú er komið að La Bohème,meistaraverki Puccini um bóhemana í París. Sviðsetningin er mikilfengleg og færir áhorfendur í heiminn eins og hann blasti við hópi listamanna í París í byrjun síðustu aldar. Glaumur og gleði ræður ríkjum en líka sorg og sár fátækt. Sjónum er beint að ástarsambandi saumakonunnar Mimì og skáldsins Rodolfo, sem fella hugi saman, en við fylgjumst einn- ig með vinum þeirra, heimspekingnum Colline, tón- listarmanninum Schaunard og kvikmyndargerð- armanninum Marcello, að ógleymdri hinni skrautlegu kærustu Marcellos, söngkonunni Musettu. Þetta er sannarlega viðamikil sýning en yfir 200 manns koma að sviðssetningunni og eru yfir 160 manns á sviði og í gryfju þegar mest lætur. Að uppfærslunni standa Daníel Bjarnason sem hljómsveitarstjóri, Jamie Hayes sem leikstjóri og Will Bowen sem leikmyndahönnuður. Búninga hannar Filippía I. Elísdóttir og lýsingu hannar Björn Berg- steinn Guðmundsson, auk Henriks Linnet, sem sér um myndvinnslu, og Stellu Sigurgeirsdóttur, sem á heiðurinn að þeim fjölmörgu leikmunum sem prýða sýninguna. Auk allra stórsöngvaranna og reynda tónlist- arfólksins sem gera sýninguna að þessu mikla æv- intýri, er vert að minnast á Kór Íslensku óperunnar, 32 manna barnakór, lúðrasveit skipaða meðlimum úr Skólahljómsveit Kópavogs að ógleymdum félögum úr Sirkus Íslands og hundinum Drakúla. Aðeins verða sex sýningar á La Bohème í mars og apríl. Bláfátækir bóhemar Bak við tjöldin Íslenska óperan frumsýndi La Bohème í Eldborg í Hörpu á föstudagskvöldið með mikil- fenglegri sviðsetningu á þess- ari frægu óperu Puccini. Texti: Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is, Myndir: Árni Sæberg saeberg@mbl.is Katla Þórarinsdóttir, dansari og meðlimur í Sirkus Íslands, hitar upp baksviðs með aðstoð húllahringjanna sinna. Á Café Momus er gleðin við völd: Frá vinstri: Bryndís Jónsdóttir, Hrólfur Sæmundsson sem Schaunard, Gissur Páll Giss- urarson sem Rodolfo, Hulda Björk Garðarsdóttir sem Mimì, Jóhann Smári Sævarsson sem Colline og Ágúst Ólafsson sem Marcello. Sigurður Haukur Gíslason sem þjónn, Björg Jóhannesdóttir og Kristinn Kristinsson sem par á Momus. Þrír þverflautuleikarar úr Skólahljómsveit Kópavogs, sem leika í lúðrasveitinni ásamt þrautreyndum hljóðfæraleikurum, hita upp í Grænalóni. Musetta og Alcindoro kjá framan í hund hinnar fyrrnefndu. Herdís Anna Jónasdóttir, Bergþór Pálsson og hundurinn Drakúla í hlutverkum sínum.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.