SunnudagsMogginn - 18.03.2012, Blaðsíða 28
28 18. mars 2012
Stutt bil milli lífs og dauða
Þú misstir félaga þína úr Ríó-tríóinu á stuttum tíma,
Ólaf Þórðarson, sem starfaði með þér allan tímann, og
Halldór Fannar, sem var í Ríó-tríóinu í upphafi en hætti
svo. Þeir Ólafur og Halldór urðu ekki gamlir menn.
„Þeir voru alltaf of ungir, alltof frískir og alltof
skemmtilegir til að deyja svo snemma. Óli lifði meðvit-
undarlaus í þrettán mánuði eftir hryllilega árás. Það er
ekki auðvelt að horfa upp á vin sinn fara þannig. Við ól-
umst svo að segja upp saman frá níu ára aldri og vorum
að garfa í alls konar hlutum. Það varð stundum hlé á því
sem við vorum að gera í músíkinni en við vorum mikið
saman alla tíð.
Til að byrja með trúði ég því að Óli myndi ná sér. Ég
kom mikið til hans á spítalann. Maður veit aldrei hvað
spítala og öll vissum við að hverju stefndi þótt ekki væri
talað um það. Við bræðurnir bitum bara á jaxlinn. Þannig
var áföllum mætt á þeim tíma. Þetta var gríðarlegur
missir fyrir okkur fjölskylduna. Mamma var gleðigjafi og
söngmanneskja og það trosnaði verulega úr ýmsu þegar
hún féll frá.“
Þú segist hafa fengið krabbamein fyrir fimmtán árum
og síðan fyrir þremur árum. Hvernig brástu við?
„Þegar krabbameinið kom aftur fyrir þremur árum
fannst mér það ekki vera neitt tiltökumál enda eru lækn-
ingar til. Mér var meira brugðið í fyrra skiptið því þá var
ég með ung börn, en veikindin voru tekin föstum tökum
strax í upphafi og það var komist fyrir þau. Síðan er ég
búinn að vera í reglulegum rannsóknum. Ég hef öðlast
mikla reynslu af því að liggja í sömu stellingu og konur,
með fætur uppi á bekk og er kannaður með svipuðum
hætti og þær. Lækningin hefur gengið vel og ég hef feng-
ið fínan bata. Ég hef verið heppinn og hræðist ekki neitt.
Snorri Þorgeirsson krabbameinslæknir, sem er frændi
konunnar minnar, sagði við mig þegar krabbameinið
hafði látið aftur á sér kræla: Ég hef engar áhyggjur af þér,
Helgi. Þú ert svo jákvæður að þú munt yfirvinna veik-
indin.
Hvað varðar Mottumarsinn þá hvet ég karlmenn til að
fara í rannsókn því krabbamein í blöðruhálsi er miklu al-
gengara en menn ætla. Ég held að við karlar hugsum oft
þannig að það sé óþarfa pjatt að standa í því að fara í
rannsókn. Þetta er ekki réttur hugsunarháttur. Menn
mega heldur ekki vera svo hræddir við að fá slæmar
fréttir að þeir fari ekki í rannsókn. Ég hvet þá karlmenn
sem greinast með krabbamein til að lifa ekki í óttanum
heldur tala við fjölskyldu sína um veikindi sín.“
Ertu mjög jákvæður í eðli þínu?
„Ég er það og hef alltaf verið. Ég mikla ekki hluti fyrir
mér. Ég hef gaman af fólki og er gefinn fyrir margbreyti-
leika. Ég kann vel við að vera með mörg járn í eldinum og
vasast í ýmsu. Mér hefur auðvitað mistekist en alltaf
staðið upp aftur og hef aldrei skollið verulega illilega til
jarðar. Ég hef orðið fyrir ýmsum áföllum, en maður
verður að reyna að jafna sig á þeim. Maður reynir að
druslast til að vera almennilegur. Fyrsta og þyngsta áfall-
ið í mínu lífi var andlát móður minnar. Það er sagt að
tíminn lækni öll sár. Ég hef svosem enga sérstaka trú á
því en maður lærir að lifa með áföllunum. Móðir mín
kemur oft upp í hugann og sömuleiðis þeir félagar mínir
sem hafa fallið frá.“
Helgi Pétursson var unglingur þegar hannstofnaði Ríó-tríóið ásamt félögum sínumÓlafi Þórðarsyni og Halldóri Fannar. Ólafurog Halldór létust báðir með tveggja mánaða
millibili sitthvorumegin við síðustu áramót. Ólafur eftir
árás sem hann varð fyrir og Halldór varð bráðkvaddur.
Helgi segist trúlega hættur tónlistarflutningi en sér um
vikulegan tónlistarþátt, Óskastundina, í Ríkisútvarpinu.
Aðalstarf hans er að reka fyrirtækið Orkusýn ehf. sem sér
um jarðhitasýningu á Hellisheiðarvirkjun.
Helgi er fyrst spurður um starf sitt hjá Orkusýn. „Ég
vann við það frá árinu 2001 að skipuleggja þetta verkefni,
jarðhitasýningu, og þá sem starfsmaður Orkuveitunnar.
Þegar Orkuveitan sagði upp fjölda starfsmanna var ég þar
á meðal og einnig Auður Björg Sigurjónsdóttir móttöku-
stjóri og samstarfsmaður til margra ára og þegar jarð-
hitasýningin var boðin út buðum við Auður í reksturinn
og höfum nú rekið fyrirtækið í ár,“ segir Helgi. „Ég hef
mjög gaman af því sem við erum að gera. Ég er stoltur af
að sýna gestum og gangandi jarðhitanýtingu okkar Ís-
lendinga sem er einstök. Útlendingar verða bæði hrifnir
og undrandi þegar þeim er sagt að 90 prósent af húsum á
eyjunni séu hituð með jarðhita. Hingað koma meðal ann-
arra stjórnmálamenn frá fjölmennum ríkjum eins og
Kína og Indlandi og heillast af því sem þeir sjá hér.
Hverjar eru þeirra mestu áhyggjur? Jú, orkumál.“
Reynsla af krabbameini
Helgi skartar yfirvaraskeggi, eins og hann hefur reyndar
gert í áratugi. En þar sem nú er mottumars er hann
spurður um átak Krabbameinsfélagsins vegna barátt-
unnar gegn krabbameini hjá körlum. Þá kemur í ljós að
hann hefur sterka og djúpa sannfæringu fyrir því átaki,
enda hefur hann reynslu af krabbameini. „Ég hef sjálfur
fengið krabbamein, í blöðru, fyrst fyrir um fimmtán ár-
um og síðan aftur í blöðruhálskirtil fyrir þremur árum,“
segir hann. „Þegar ég greindist í fyrra sinnið hafði ég
svosem ekkert hugsað sérstaklega um að ég gæti fengið
krabbamein, þó svo að ég hefði átt að hugsa um það því
við bræðurnir, sem erum fjórir, misstum móður okkar
unga. Hún dó frá okkur rúmlega fertug úr krabbameini.
Þá var ég nítján ára, elsti bróðirinn tuttugu og tveggja og
yngri strákarnir tíu og sex ára.
Þetta hefur verið skelfilegt áfall fyrir fjölskylduna.
„Þetta var mikið högg. Mamma tærðist upp á einu ári.
Hún var heima eins lengi og hún gat en síðan fór hún á
Hef lært
að lifa með
áföllunum
„Það er sagt að tíminn lækni öll sár. Ég hef svosem enga sér-
staka trú á því en maður lærir að lifa með áföllunum,“ segir
Helgi Pétursson. Í viðtali ræðir hann um reynslu sína af
krabbameini og fráfall tveggja vina sem stofnuðu með honum
Ríó-tríóið forðum daga.
’
Undir lokin gerði ég mér grein
fyrir því að Óli var farinn. Lík-
aminn var þarna en það var
ekkert líf eftir. Þá fór maður að biðja
og vona að þessu færi að ljúka sem
allra fyrst. Þetta var alls ekki sú staða
sem Óli vildi vera í, við höfðum oft
rætt það að við vildum ekki skilja hvor
við annan í ástandi eins og þessu.
Ríó tríó, Ólafur, Helgi og Halldór í upphafi ferilsins.
Viðtal
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@mbl.is