SunnudagsMogginn - 18.03.2012, Síða 36

SunnudagsMogginn - 18.03.2012, Síða 36
Páskarnir eru framundan ogmargir bíða eftir páskabjór, ekkisíður en páskaeggjum. Sú hefðað brugga árstíðabjór, jólabjór, páskabjór og þorrabjór, hefur sótt veru- lega í sig veðrið hér á landi í takt við það að bjórvinir verða sólgnir í flóknari og bragð- meiri bjór, bjór sem er ekki drukkinn áhrifanna vegna heldur vegna bragðsins. Að þessu sinni koma sex tegundir páskabjórs á markað; Ölgerðin kynnir Páskagull og Benedikt, sem bruggaður er í belgískum stíl, Vífilfell er með PáskaBock og Víking Páskabjór, Bruggsmiðjan Ár- skógsströnd Páska Kalda og skagfirska brugghúsið Gæðingur Öl Gæðing páska- bjór. Páskabjór í rúman áratug Lengsta páskaölshefðin er á bak við Víking Páskabjór, sem hefur verið bruggaður frá 1990 að sögn Hreiðars Þórs Jónssonar, markaðsstjóra áfengra og heitra drykkja hjá Vífilfelli. Vífilfell bruggar einnig PáskaBock. Hreiðar segir að innblástur að Víking Páskabjórnum sé sóttur í dunkel-bjór í Suður-Þýskalandi, „en hann er töluvert frábrugðinn öðrum dökkum bjór þar sem maltið fær að njóta sín en ekki humallinn eins og oft vill verða. Í Víking Páskabjór- inn eru notaðar þrjár gerðir af dökku malti til að fá aukna fyllingu og keim af súkku- laði, kaffi og karamellu. Ef lýsa ætti bjórn- um í einni setningu má segja að hann sé bragðgóður dökkur bjór með miðlungs- beiskju og votti af ristuðum bragðtónum“. Vífilfell bruggar líka svonefnda Bock- bjóra sem eru ættaðir frá Einbeck í Þýska- landi, þar sem bjórgerð blómstraði á dög- um Hansakaupmanna frá fjórtándu öld og fram á þá sautjándu, en sterki bjórinn frá Einbeck var frægur fyrir það að þola vel geymslu og var því fluttur víða um lönd. Hreiðar lýsir PáskaBocknum svo að hann sé rafbrúnn og bragðið mjúk fylling, sætu- vottur, ferskleiki og miðlungsbeiskja. PáskaBock er bruggaður úr malti frá München og pilsner-, karamellu- og súkkulaðimalti. Humlarnir eru frá Bæj- aralandi. Þetta er í annað sinn sem Vífilfell bruggar PáskaBock. Aðspurður hvernig hinn fullkomni páskabjór bragðast segir Hreiðar að hann þurfi að hafa góðan karakter og fyllingu. „Karamella, súkkulaði og smákaffi í bragðinu gera mikið til að fullkomna bjór- inn. Hann þarf að vera góður einn og sér en einnig á páskadag með góðu súkku- laðieggi eða páskalambinu.“ Nýtt Páskagull Þótt Ölgerðin hafi verið með páskabjór á boðstólum í áraraðir, eða allt frá 2003, en var reyndar ekki á markaði 2009 og 2011, er Páskagullið nýr bjór frá grunni að sögn Óla Rúnars Jónssonar, vörumerkjastjóra Ölgerðarinnar. Hann segir og að Ölgerðin hafi boðið upp á páskabjór í árdaga bjórs- ins, sennilega 1991-1993, „en menn gáfust upp því að markaðurinn var engan veginn tilbúinn í árstíðarbjór. Páskagullið er nýtt frá grunni en til grundvallar eru hug- myndir úr ýmsum áttum, meðal annars hugmyndir sem hafa komið vel út í öðrum árstíðabjór upp á síðkastið. Bjórinn er 5,2% lagerbjór, koparbrúnn, með þykkri og eilítið brúnleitri froðu. Bragðið ein- kennist af karamellukenndri maltsætu sem tónar vel við nokkuð snarpa beiskju, eftirbragð er langt og mjúkt og beiskjan situr lengi eftir án þess að vera of ágeng“. Á vegum Ölgerðarinnar er einnig brugghúsið Borg og frá því kemur bjór sem fengið hefur heitið Benedikt Nr. 9, sem er 7% belgískur klausturbjór. Hann er fyrsti páskabjór Borgar en níundi bjórinn frá Borg eins og nafnið ber með sér. Óli segir að Benedikt sé framleiddur í takmörkuðu upplagi, líkt og flestar aðrar bjórtegundir frá Borg. „Hann er kopar- rauður að lit með angan af ávöxtum og grófsíaður til að hámarka bragðupplifunina og getur því bæði verið skýjaður og innhaldið smávægilegt botnfall.“ Hinn fullkonmni páskabjór að mati Óla ber með sér frískleika vorsins og er þannig oftast nær léttari en jólabjór til að mynda. „Hann þarf samt að hafa ákveðinn karakt- er og ekki skemmir ef hann ber með sér „dökkt bragð“, til dæmis karamellu, súkkulaði, kaffi eða rúsínur í bland við blómlegan humlailm, enda þarf bjórinn að hæfa jafnt með páskalambinu og páska- egginu.“ Rafbrúnn Páska Kaldi Bruggsmiðjan Árskógsströnd hefur bruggað páskabjór í fimm ár, en upp- skrftin að Páska Kalda hefur verið óbreytt að mestu síðastliðin fjögur ár. Agnes Sig- urðardóttir hjá Bruggsmiðjunni lýsir bjórnum svo að hann sé rafbrúnn milli- dökkur lagerbjór, mildur og ósætur með léttri fyllingu, lítilli beiskju, karamellu og þurrkuðum ávöxtum. „Við höfum notað sömu uppskrift undanfarin ár enda hefur bjórinn alltaf fengið rosalega góðar við- tökur og alltaf verið í efstu sætum í smökkunum.“ Hún segir að hinn fullkomni páskabjór sé ekki til að sínu mati, „en okkur finnst að páskabjór eigi að vera bragðmikill, að- eins léttari fylling en í öðr- um árstíðabjór þar sem stutt er í vorið og sólina. Hann þarf að vera góður með mat og þá sérstaklega reyktu svínakjöti“. Gæðingur um páska Gæðingur-Öl heitir brugghús í Skagafirði sem starfað hefur í rétt rúmt ár. Gæðingur bruggar lagerbjór, sto- ut og Pale Ale, en hefur einnig sent frá sér árstíðabjór. Það kemur ekki á óvart í ljósi ungs aldurs smiðjunnar að Gæðingur páskabjór er fyrsti páskabjór fyrirtæk- isins. Birgitte Bærendtsen hjá Gæðingi segir að páskabjór fyrirtækisins, sem er yfir- gerjað síað öl, sé karamellugylltur á lit og það örli líka á karamellukeimi, en hann sé þó ekki sætur, enda beiskjustigið nokkuð hátt, 38 stig. „Þótt hann sé auðveldur til drykkjar er hann frekar flókinn í bruggun, enda eru í honum þrjár gerðir af humlum og fimm tegundir af malti. Hinn fullkomni páskabjór er eins og þú vilt hafa hann. Orð „sérfræðinga“ á þessu sviði vega ekki þyngra en annarra. Sumir vilja að hann passi vel með ákveðnum mat, aðrir með páskaegginu, meðan enn aðrir vilja geta komist í guðdómlega andakt með neyslu páskabjórsins. Flestir tengja þó kara- mellulit og karamellubragð við páska- bjór.“ Páskaungar, páskaegg og páskabjór Árstíðabundinn bjór nýtur æ meiri hylli í takt við aukinn áhuga á flóknari og bragðmeiri bjór. Að þessu sinni kynna íslensk brugghús sex tegundir af slíkum bjór. Árni Matthíasson arnim@mbl.is ’ Sú hefð að brugga árstíðabjór, jólabjór, páskabjór og þorrabjór, hefur sótt verulega í sig veðrið hér á landi í takt við það að bjórvinir verða sólgnir í flóknari og bragðmeiri bjór, bjór sem er ekki drukkinn áhrifanna vegna heldur vegna bragðsins. Morgunblaðið/Ómar 36 18. mars 2012

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.