SunnudagsMogginn - 18.03.2012, Page 41

SunnudagsMogginn - 18.03.2012, Page 41
18. mars 2012 41 LÁRÉTT 1. Runna og klukku ungur heldur á. (10) 7. Geymið menntun í grjótinu. (8) 9. Símon fær hvell frá sögupersónu. (9) 10. Róandi hjá guði gefur okkur grænmeti. (7) 12. Hellið að gullnum sið. (5) 13. Ánægðar vegna suðuráttar. (6) 14. Mín er vandræðagyðja. (7) 15. Syrgi lögg er reynist vera sérstök hlíf. (11) 17. Spil tannlæknis í Afríku. (8) 18. Ekki ennþá ein heldur sérstæð. (7) 20. Ást og erlendur sonur og barn í lausaleik rétt fyrir miðja síðustu öld. (11) 21. Fiska eftir klæði. (5) 25. Íraki bað einhvern veginn um búðina. (8) 27. Agn flöktir fyrir líkamshluta. (7) 28. Dóttir Loka skammi vondan stað. (7) 30. Af hverju hnjóð þegar hægt er að aflýjast? (7) 33. Allsófær um að verða einhvern veginn annað en óheppinn. (8) 34. Golfklúbbur Reykjavíkur er fyrir okkur næstum 150. (5) 35. Fugl í Norður-Ameríku nær að harðna. (7) 36. Mjölni gefur bana og ávöxt. (10) 37. Einar fær virðingartitil þótt hann þrífi. (7) LÓÐRÉTT 1. Drukkin með tilfinningu. (5) 2. Tannstæði Orra finn í borg. (7) 3. Flúnar í gróðurinn. (6) 4. Slægjur vaxa fyrir dýr. (11) 5. Hross lagt og sett í hóp. (7) 6. Fis, kamer og kið birtast í stjörnumerkinu. (11) 7. Laufgaður sproti í fjölmiðli. (10) 8. Húð sem helst ekki í eigu neins? (8) 9. Óætur matur á krá vegna tækis. (9) 11. Sárar fá vant sem skortir. (9) 16. Svæðið sem Helgi á? (6,5) 19. Lafi hjá málara. (5) 22. Ari fær fyrstu frétt með drykk. (9) 23. 5A kalli og uppfylli ekki. (7) 24. Mikelína fer úr nútímaleikhúsi fyrir í aðra bygg- ingu. (6) 26. Laumaðir í kíló þeim eru í fötum. (8) 29. Finnur Sæmundur þokkalega siðsemi? (7) 31. Kona í ÍR sér myndir. (6) 32. Fjall viðskiptaskjala. (5) Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátt- tökuseðilinn í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn kross- gátu 18. mars rennur út á hádegi 23. mars. Nafn vinningshafans birt- ist í Sunnudagsmogganum 25. mars. Heppinn þátt- takandi hlýtur bók í vinning. Vinningshafi krossgát- unnar 11. mars er Sigurvin Ólafsson, Kaplaskjólsvegi 91, Reykjavík. Hann hlýtur að launum bókina Frönsk svíta eftir Irène Némirovsky. Forlagið gefur út. Krossgátuverðlaun Reykjavíkurskákmótið 9. um- ferð: Hou Yifan – Caruana Hér réðust úrslit 27. Reykja- víkurskákmótsins. Kínverski heimsmeistarinn, sem hafði teflt flókna miðtaflsstöðu af hreinni snilld gegn stigahæsta skákmanni mótsins, gat nú leikið 41. Rac4! sem á að vinna, t.d. 41. … Hd8 42. Ra5! Bxe4 43. He2 og vinnur mann eða 41. … f6 42. Rd7! Ba6 43. Rdb6 os.frv. Með sigri hefði Hou Yifan unnið mótið en Caruana hékk á jafn- tefli og varð því einn efstur. Skákin í heild gekk þannig fyrir sig: 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 b5 6. Bb3 Bc5 7. c3 d6 8. d4 Bb6 9. h3 0-0 10. Be3 h6 11. Rbd2 He8 12. He1 Bd7 13. Db1 Ra5 14. Bc2 c5 15. d5 c4 16. b4 cxb3 17. axb3 Bxe3 18. Hxe3 Rb7 19. b4 Rh5 20. Bd3 Rf4 21. Bf1 Hf8 22. c4 bxc4 23. Bxc4 a5 24. bxa5 Rxa5 25. Db4 Rxc4 26. Hxa8 Dxa8 27. Rxc4 Da1 28. He1 Da2 29. Rfd2 Hc8 30. He3 Dc2 31. Kh2 Rd3 32. Db7 Rc5 33. Db6 Rd3 34. Rxd6 Hf8 35. R6c4 Rxf2 36. Db1 Dxb1 37. Rxb1 Bb5 38. Rba3 Ba6 39. Rxe5 He8 40. d6 Bb7 – sjá stöðumynd – 41. Rxf7 Kxf7 42. Hf3 Ke6 43. Rb5 Hb8 44. Hxf2 Bxe4 45. He2 Hxb5 46. Hxe4 Kxd6 47. Kg3 Kd5 – Jafntefli. Henrik Danielsson náði best- um árangri íslensku keppend- anna, hlaut 7 vinninga og varð í 2.-8. sæti. Héðinn Stein- grimsson og Hannes Hlífar Stef- ánsson hlutu 6½ vinning og urðu í 9.-18. sæti. Framan af móti var það Bragi Þorfinnsson sem stóð sig best. Hann var með 4½ vinning eftir fyrstu fimm umferðirnar, fékk ½ vinning úr næstu þremur skákum en átti samt möguleika á stórmeist- araáfanga ef hann fengi að tefla við tiltölulega „þægilegan“ 2.360 stiga mann í síðustu um- ferð. Hins vegar „sagði tölvan nei“ og dró úr hatti sínum alltof stigalágan andstæðing fyrir Braga, hinn „þrælmorkna“ Ian Thompson. Við það gat Bragi ekki unað og mætti ekki til að tefla lokaskákina. Um þetta mál hafa síðustu daga staðið harðar deilur á umræðuhorni skák- hreyfingarinnar, skákstjórar lífs og liðnir fengið það óþvegið en einkum þó sá þeirra sem ýtti á enter-takkann og gerði pörun lokaumferðarinnar opinbera. Ýmsir góðir menn hafa þar farið hressilega fram úr sér. Ávallt hefur legið fyrir að svo stórt opið mót með miklum styrkleika- og stigamun á keppendum er ekki sérlega heppilegt fyrir „titil- veiðara“. Reykjavíkurskákmót- ið er haldið á ári hverju og má hiklaust bjóða upp á annað fyr- irkomulag annað veifið a.m.k. Uppskera okkar manna var með besta móti í ár. Mikhael Jó- hann Karlsson hlaut 3. verðlaun í flokki skákmanna 16 ára og yngri. Dagur Kjartansson, Jón Trausti Harðarson og Leifur Þorsteinssson röðuðu sér í þrjú efstu sætin með bestan árangur miðað við stig en Sigurður Daði Sigfússon varð í 1. sæti í stiga- flokknum 2.201-2.400 og Þor- varður Ólafsson varð efstur í stigaflokknum 2.001-2.200 en þar varð Magnús Pálmi Örnólfs- son í 3. sæti. Í keppni þeirra sem voru undir 2.000 stigum varð Siguringi Sigurjónsson í 2. sæti og Halldór Pálsson í 3. sæti. Þeir eiga báðir mikið inni. Þess má geta að hinn 10 ára gamli Hilmir Freyr Heimisson hækkaði lang- mest allra keppenda á mótinu en hann hlaut 4 vinninga af 9 mögulegum og hækkaði um tæplega 90 elo-stig og verður með um 1.700 stig á næsta lista FIDE. Og allir fögnuðu með Ein- ari Hjalta Jenssyni sem náði áfanga að alþjóðlegum meist- aratitli. Helgi Ólafsson helol@simnet.is Viðburðarík lokaumferð Reykjavíkurskákmótsins Skák Nafn Heimilisfang Póstfang Krossgáta

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.