SunnudagsMogginn - 18.03.2012, Page 45

SunnudagsMogginn - 18.03.2012, Page 45
18. mars 2012 45 Lesbók Fullorðnir lesa oft bækursem þeir hafa litlaánægju af og ljúka viðþær eingöngu vegna þess að þeir höfðu frétt það ein- hvers staðar, sennilega frá gagn- rýnendum, að bækurnar væru frábærar og að þær þyrftu allir að lesa. Hin fullorðna manneskja hélt að sambandsleysi sitt við viðkomandi bók stafaði af eigin heimsku, hélt því áfram að lesa og þorði ekki að segja neinum frá þeirri skoðun sinni að bókin væri hundleiðinleg. Börn og unglingar eru ekki svona snobb- uð. Ef þeim leiðist bók þá geispa þau og yfir þau færist mikill mæðusvipur og svo andvarpa þau: Mér finnst þetta svo leiðinlegt! Svo flýja þau frá bókinni. Og láta sig engu varða þótt for- eldrar þeirra og kennarar segi áminn- andi: Þetta getur ekki verið leið- inleg bók, hún hefur fengið svo góða dóma! Besta leiðin til að laða börn og unglinga að bókum er að fá þeim skemmtilegt lesefni í hendur. Hungurleikarnir eftir Suzanne Collins er dæmi um slíka bók. Bókin hefur slegið í gegn víða um heim. Ungt fólk hrífst af henni og fullorðnir lesa hana af næstum því sama ákafa. Bókin er komin á metsölulista hér á landi, eins og hún á skilið, og þeir sem lesa hana bíða alveg örugglega óþreyjufullir eftir framhalds- bókunum tveimur. Hungurleikarnir er hröð, spennandi, óvænt, hugvits- samleg og alveg óskaplega skemmtileg. Í henni er fjallað um ógnir í alræðisríki þar sem mannslíf eru lítils virði, og það getur sannarlega verið lífs- hættulegt að vera unglingur. Að því kemst hin þrautseiga að- alpersóna bókarinnar, Katniss. Í þessari vinsælu bók tvinnast saman spenna og góður boð- skapur. Þetta er hinn eilífi boð- skapur um mikilvægi réttlætis og samkenndar. Það er gott að slíkur boðskapur sé í verki sem nær gríðarlegum vinsældum hjá unglingum. Ung- linga- hasar ’ Bókin hefur slegið í gegn víða um heim. Ungt fólk hrífst af henni og fullorðnir lesa hana af næstum því sama ákafa. Orðanna hljóðan Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is K itty Genovese var myrt með hrottalegum hætti í Queens í New York árið 1964. Tveimur vikum síðar var morðinu slegið upp á forsíðu The New York Times undir fyrirsögninni „38 sáu morðið en hringdu ekki á lögreglu“. Morðið þótti bera vitni firringunni í steinsteypu- frumskógi stórborgarinnar og varð til hugtakið Genovese- heilkennið til að lýsa þeim, sem verða vitni að náunganum í neyð án þess að koma til hjálpar. Morðið á Genovese er efnivið- urinn í bókinni Góðir grannar eftir Ryan David Jahn. Þar heitir fórnarlambið Katrina Marino, sem líkt og Genovese er á leið heim af næturvakt á bar þegar ráðist er á hana fyrir utan fjöl- býlishúsið, sem hún býr í. Fjöldi manns verður vitni að árásinni út um glugga, en enginn gerir neitt. Hver og einn er upptekinn af sínum veruleika og lætur log- andi ljós í gluggum nágrannanna telja sér trú um að einhver annar muni hringja á lögreglu. Jahn notar árásina til að flétta saman frásögn af örlögum vitn- anna. Í einni íbúðinni er ungur maður fastur yfir veikri móður sinni og vill óþreyjufullur kom- ast út í heim, í annarri verður uppgjör í kjölfar makaskipta- samkvæmis, þeirri þriðju takast ástir karla og hinni fjórðu er dreggjum dauðs hjónabands skolað niður án þess að óp fórn- arlambsins fyrir utan nái að skera í gegnum sjálfhverfuna. Góðir grannar er reyfari. Jahn gerir sér ekki far um að kafa ofan í ástæður þess að hinir „góðu“ grannar aðhafast ekkert, taka af og til eftir atburðarásinni fyrir utan gluggann, en halda einfald- lega sínu striki. Að vissu leyti er Góðir grannar eins og safn smá- sagna, sem eiga snertiflöt í árás- inni á Marino. Honum tekst meira að segja að bæta við fundi sjúkraflutningamanns við óvætt úr fortíðinni sem hefur lent í bíl- slysi og skuggalegri reynslu blökkumanns, sem kemst í kast við spilltan laganna vörð. Eins og ráða má af þessari upptalningu er hvergi dauður punktur í þessari listilega flétt- uðu sögu. Jahn tekst með mikilli útsjónarsemi að láta örlög per- sónanna snertast með beinum og óbeinum hætti þannig að úr verður samfelld heild, en ekki safn af sögubrotum. Því má síðan bæta við án þess að það komi sögunni við að síðar kom í ljós að upprunalega lýs- ingin á morðinu á Genovese átti ekki við rök að styðjast. Færri sáu árásina á hana en uppruna- lega kom fram. Banamaður Genovese veittist að henni og stakk hana hnífi en lét sig síðan hverfa og þegar hún hélt leiðar sinnar héldu nágrannarnir að allt væri afstaðið. Árásarmað- urinn sneri síðan aftur, en þá var Genovese komin í hvarf. Hann stakk hana ítrekað og nauðgaði henni. Genovese lést í sjúkrabíl á leiðinni á sjúkrahús. Kemur mér ekki við Bækur Góðir grannar bbbbn Eftir Ryan David Jahn. Bjarni Jónsson þýddi og Bjartur gefur út. 260 bls. Bandaríski rithöfundurinn Ryan David Jahn skrifaði Góða granna. Karl Blöndal Verið velkomin LISTASAFN ÍSLANDS Söfn • Setur • Sýningar RÚRÍ YFIRLITSSÝNING 3.3. - 6.5. 2012 PanOra-laugardagsfyrirlestrar kl. 13 Pétur Thomsen og Regin W. Dalsgaard fjalla um verk sín og nýtingu náttúruauðlinda. SUNNUDAGSLEIÐSÖGN í fylgd safnstjóra kl. 14 Halldór Björn Runólfsson safnstjóri. SÚPUBARINN, 2. hæð. Hollt og gott allan daginn! Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga. Allir velkomnir! www.listasafn.is ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ Þúsund ár - fjölbreytt verk úr safneign Listasafns Íslands frá 19. öld til nútímans. Fyrsti áfangi nýrrar grunnsýningar um þróun íslenskrar myndlistar. „Óskabarn – Æskan og Jón Sigurðsson“ Sýning um æsku og lífsstarf þjóðhetjunnar, undirbúin í samvinnu við Afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar. Sýningin höfðar sérstaklega til barna og ungs fólks á skólaaldri. Áhugaverður viðburður fyrir alla fjölskylduna. Handritin – Saga þeirra og hlutverk um aldir. ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík Opið daglega kl. 11.00-17.00. www.thjodmenning.is Listasafn Reykjanesbæjar Á BÓNDADAG – A Farmer´s Day Feast Aðalheiður S. Eysteinsdóttir 20. janúar– 18. mars Byggðasafn Reykjanesbæjar Bátasafn Gríms Karlssonar Opið virka daga 12.00-17.00 helgar 13.00-17.00 Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Málþing um Sigurð málara laugadaginn 17. mars kl. 10-15:45 Sunnudagsleiðsögn 18. mars kl. 14:00: Inga Lára Baldvinsdóttir leiðir gesti um sýninguna Hjálmar R. Bárðarson í svarthvítu Tveir fyrir einn af aðgangseyri sunnudaginn 18. mars Fjölbreyttar sýningar: Hjálmar R. Bárðarson í svarthvítu TÍZKA – kjólar og korselett Handaverk frú Magneu Þorkelsdóttur Þjóð verður til – menning og samfélag í 1200 ár Einvígi aldarinnar. Fischer og Spassky – 40 ár Spennandi safnbúð og Kaffitár Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opið þriðjudaga-sunnudaga kl. 11-17. Lokað á mánudögum Rætur Samtímaskartgripahönnun Laugardaginn 17. mars kl. 15 – Leiðsögn Guðbjörg Ingvarsdóttir Undanfari Sigurður Guðjónsson Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri. www.hafnarborg.is sími 585 5790 - Aðgangur ókeypis 10. mars til 1. apríl 2012 Einar Falur Ingólfsson SKJÓL Ljósmyndir Listamannaspjall sunnudaginn 18. mars kl. 15:00 Opið 13-17, nema mánudaga. Freyjugötu 41, 101 Rvk www.listasafnasi.is Aðgangur ókeypis. LISTASAFN ASÍ SJÁLFSAGÐIR HLUTIR (10.2.- 20.5. 2012) HönnunarMars í næstu viku: FINGRAMÁL (21.3. – 20.5.) NÝ FRÍMERKI ÍSLANDSPÓSTS GÓA eftir Erlu Sólveigu Óskarsdóttur (21.3. – 28.3) Opið alla daga nema mán. kl. 12-17. Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is ÁSJÓNA Verk úr safneign Viltu teikna? --- Pappírsævintýraheimur Baniprosonno --- Kaffistofa – Leskró – Barnakró Opið fim.-sun. Kl. 12-18 AÐGANGUR ÓKEYPIS www.listasafnarnesinga.is Hveragerði

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.