Morgunblaðið - 25.04.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.04.2012, Blaðsíða 1
Afstaðan verði skýr » Össur Skarphéðinsson utan- ríkisráðherra segir að ef ekkert óvænt komi upp á verði samn- ingsafstaða Íslands „algerlega skýr“ vel fyrir kosningarnar. » Hann tjáir sig ekki um kröf- ur Hreyfingarinnar. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þór Saari og Margrét Tryggvadótt- ir, þingmenn Hreyfingarinnar, boða að þau muni styðja vantrauststillögu á hendur ríkisstjórninni ef ekki verð- ur komið til móts við kröfur flokksins í nokkrum málaflokkum, þar með talið í skuldamálum heimila. Flokks- systir þeirra, Birgitta Jónsdóttir, gaf ekki kost á viðtali vegna málsins. Spurður út í skuldamálin svarar Þór því til að þau séu „sennilega í meiri ólestri en þau voru strax eftir hrun“. Þegar þreifingar hafi verið um samstarf við ríkisstjórnina milli jóla og nýárs hafi Hreyfingin sett það sem skilyrði að tekið yrði á skuldamálum, ef hún ætti að verja stjórnina vantrausti. Þótt ekki hafi orðið af samstarfi sé þolinmæðin hvað varðar vantrauststillögu þrotin. „Það gefur auga leið ef að þessi mál komast ekki á dagskrá mun ég ekki sitja hjá í slíkri vantrauststil- lögu,“ segir Þór og vísar einnig til stjórnarskrármálsins. Spurðir út í kröfur Hreyfingarinn- ar svara samfylkingarþingmennirnir Lúðvík Geirsson, Helgi Hjörvar og Björgvin G. Sigurðsson því til að að- gerðir verði kynntar fyrir maílok. Björgvin boðar einnig niðurstöður í stærstu málaflokkunum í aðildar- viðræðunum við ESB þegar gengið verði til þingkosninga næsta vor. MBoða lausn í skuldamálum »2 Tilbúnir að styðja vantraust  Tveir þingmenn Hreyfingarinnar krefjast aðgerða í skuldamálum heimila  Samfylkingin stefnir að því að ná sátt um skuldavandann með aðgerðum í vor M I Ð V I K U D A G U R 2 5. A P R Í L 2 0 1 2  Stofnað 1913  96. tölublað  100. árgangur  JAFN AÐGANGUR FYRIR ÖLL BÖRN AÐ SKÁKINNI SKIPSFLÖK Á HAFSBOTNI HEILLA MYNDLJÓÐ UM LÍFSHLAUP ÍSLENSKA LAXINS KÖFUN FYRIR FERÐAMENN 4 LJÁUM LAXINUM RÖDD 33NÝR VEFUR 10 Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Íslenska er illa búin undir framfarir í upplýsingatækni. Notkun tung- unnar í upplýsingatækni er að aukast. Þeim fjölgar alltaf tölvunum sem hægt er að tala við og gefa ýmis fyrirmæli. Slík samskipti við tölvur munu fara fram á ensku í framtíð- inni ef okkur tekst ekki að bæta stöðu íslenskunnar að þessu leyti,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson, pró- fessor í íslensku við Háskóla Ís- lands, um þetta áhyggjuefni. Tilefnið er slæm útkoma ís- lensku í skýrslu um stöðu tung- unnar gagnvart nýrri upplýs- ingatækni í 30 Evrópulöndum. Niðurstöðurnar eru flokkaðar í nokkra flokka og fær íslenska iðu- lega lökustu einkunn. Meðal þess sem horft er til eru orða- og texta- söfn og hugbúnaður til talvinnslu (talgervlar og talgreinar), vélþýð- inga og málfræðilegrar greiningar, svo sem málfarsleiðréttingar. Veikir stöðu tungumálsins Að sögn Eiríks er það mikil öfug- þróun að Ísland sé að verða viðskila við þau lönd sem fremst standa í að laga nýja tækni að tungumálinu. „Hættan er sú að ef okkur tekst ekki að koma íslensku ofar á blað en þetta leggi enskan undir sig fleiri svið og við getum ekki notað ís- lensku nema í takmörkuðum mæli í samskiptum við tölvur og tækni. Það er yfirleitt talið meginatriðið fyrir lífsmöguleika tungumála að það sé hægt að nota þau á öllum sviðum. Ef það er ekki hægt að nota tungumálið á jafn mikilvægu sviði í lífi alls almennings þá á það sér ef til vill ekki mikla framtíð,“ segir Eirík- ur ennfremur. Leggur hann áherslu á að hér sé horft til nálægrar en ekki fjarlægrar framtíðar. Íslensk tunga er að missa af talandi tölvum  Ísland í neðsta flokki í alþjóðlegri könnun á stöðu tungumála gagnvart nýrri upplýsingatækni Morgunblaðið/Ernir Bylting Tölvur eru komnar í síma sem geta t.d. grófþýtt texta. Eiríkur Rögnvaldsson Yfir 200 konur komu saman í Ráðhúsi Reykja- víkur síðdegis í gær til þess að búa til Mæðra- blómið sem selt verður á mæðradaginn til styrkt- ar nýstofnuðum menntunarsjóði Mæðrastyrks- sjóðsins, um hvernig til tókst í gær. Salan á Mæðrablóminu er fyrsta fjáröflunarátakið fyrir menntunarsjóðinn en hann kemur til með að styrkja tekjulægstu mæðurnar til náms. nefndar Reykjavíkur. „Okkur tókst að búa til um 700 blóm. Við erum ofboðslega ánægðar og þátt- takan var betri en ég hefði nokkru sinni látið mig dreyma um,“ segir Elín Hirst, formaður Föndruðu hundruð Mæðrablóma í Ráðhúsinu Morgunblaðið/Golli  VR fer þess á leit að forsvars- menn Kringl- unnar og Smára- lindar endurskoði þá ákvörðun sína að hafa opið hinn 1. maí, á baráttu- degi verkafólks. Þetta skrifar Stefán Einar Stefánsson, for- maður VR, í opnu bréfi til forsvars- manna verslunarmiðstöðvanna tveggja sem birtist í Morgun- blaðinu í dag. Lokað hefur verið í Smáralind og Kringlunni hinn 1. maí undanfarin ár en í ár er hins vegar fyrirhugað að hafa þar opið. „Þessi þróun á af- greiðslutíma verslana gengur þvert gegn hagsmunum félagsmanna VR sem starfa í greininni,“ skrifar Stefán Einar. »21 VR gagnrýnir að hafa opið 1. maí Opið verður í Smáralind og Kringlunni 1. maí.  Kvótafyrirtæki með 50% skuld- setningu munu ekki standa af sér veiðigjald sem kveðið er á um í kvótafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Þetta kemur fram í umsögn endur- skoðunarfyrirtækisins KPMG. Í umsögn um frumvarpið er tekið dæmi um útgerð með 40% eiginfjár- hlutfall og telur KPMG að veiði- gjaldið hefði veruleg umskipti í för með sér fyrir reksturinn. Þannig myndu eignir hennar minnka á sama tíma og skuldirnar stæðu í stað. Það leiddi til þess að eiginfjár- hlutfallið lækkaði úr 40% í 20,2% í dæminu sem sett var upp. Telur KPMG að kvótafrumvörpin hvetji til skammtímahugsunar og dragi úr nýsköpun. »14-15 Skuldugar útgerðir ráða ekki við gjaldið Landað í Reykjavík KPMG telur mörg atriði í kvótafrumvörpunum óskýr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.