Morgunblaðið - 25.04.2012, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2012
✝ Hrönn Andr-ésdóttir fædd-
ist í Reykjavík 11.
mars 1950. Hún
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 16. apríl
síðastliðinn.
Foreldrar henn-
ar voru Andrés
Hermannsson, f.
22.5. 1924, d. 5.2.
1994, og Bjarn-
heiður Davíðsdóttir, f. 13.8.
1919, d. 20.4. 2008. Bróðir
Hrannar er Davíð Guðmunds-
son, f. 11.3. 1943.
Hrönn giftist hinn 27.6.
1970 Vilmundi Jónssyni, f.
1.10. 1949. Þau eignuðust þrjú
börn: Bjarnheiði (Heiðu), f.
16.1. 1971, Sigurgeir, f. 8.7.
1972, og Andreu, f. 14.6. 1985.
Heiða er gift
Petter Jensen og
eiga þau tvö börn,
Ceciliu Hrönn og
Kristoffer. Þau
eru búsett í Nor-
egi. Kona Sig-
urgeirs er El-
ísabet
Ármannsdóttir og
eiga þau þrjú
börn, Sigurósk,
Heiðu Kristínu og
Vilmund Þór.
Hrönn vann sem bókari hjá
Vogue frá 1978-2002 og frá
2002 starfaði hún sem bókari
hjá Lystadúni Marco, Vogue,
Sólar- og Pílu-gluggatjöldum.
Útför Hrannar fer fram frá
Fríkirkjunni í Reykjavík í
dag, 25. apríl 2012, og hefst
athöfnin klukkan 13.
„Takk fyrir“ sagðir þú við
„engilinn“ eins og við kölluðum
hjúkrunarkonuna frá Karitas,
þegar hún veitti þér aðstoð í
síðasta skipti og sagði þér að þú
þyrftir engar áhyggjur að hafa,
þú værir góð kona og værir
örugg. Þetta voru síðustu orðin
sem þú sagðir í þessu lífi, elsku
mamma, og lýsa þínu lífshlaupi
betur en þúsund orð. Þú varst
þakklát fyrir hvern dag sem þú
lifðir og sást fegurðina í smáu
hlutunum.
Eins og það var erfitt að
horfa á þig í veikindunum var
ekki annað hægt en að dást að
þeirri reisn og því hugrekki
sem þú bjóst yfir á þessum erf-
iðu tímum. Aldrei heyrði nokk-
ur þig kvarta og aldrei kom það
til greina hjá þér að gefast upp.
Undir það síðasta þegar sjúk-
dómurinn hafði borið þig ofur-
liði var hugur þinn stöðugt hjá
ástvinum og fjölskyldu sem þú
hughreystir stöðugt með þinni
jákvæðni og einstöku lífssýn.
Fáir vissu kannski hvað þú
varst að ganga í gegnum því allt
fram á síðustu stund varstu
óspör á brosið og stutt var í
glaðværðina. Einlægur hlátur
þinn síðasta kvöldið sem við átt-
um mun óma í hjörtum okkar
lengi þrátt fyrir að við vissum
að undir niðri byggi sorgin og
söknuðurinn yfir því að þurfa að
kveðja þetta líf sem þú dáðir,
alltof snemma. Við gátum ekki
gengið síðustu og erfiðustu
sporin fyrir þig, en við gátum
gengið þau þér við hlið og fyrir
það varstu þakklát.
Þú varst sterk kona með
stórt hjarta og varst alltaf til
staðar fyrir börn þín, barna-
börn og alla sem leituðu til þín.
Þú hvattir okkur áfram ef
stefnan var í rétta átt og hlut-
tekning þín í gleði okkar þegar
vel gekk var einlæg og sönn
eins og umhyggjusemin og
þrautsegjan við að hjálpa okkur
á lappirnar þegar við misstigum
okkur.
Við höfum öll átt okkar ómet-
anlegu stundir með þér sem lifa
eins og perlur innra með okkur
og við getum yljað okkur við í
framtíðinni og sagt börnum
okkar og barnabörnum frá.
Við eigum eftir að sakna þín
meira en orð fá lýst og minning
þín, nærvera og kvöldstundirn-
ar sem við ræddum um allt milli
himins og jarðar eiga eftir að
lifa í hjörtum okkar alla ævi, en
við vitum af þér á góðum stað.
Þú sagðir okkur oftar en einu
sinni að „þegar einar dyr lokast
opnast aðrar“ og við heiðrum
minningu þína með því að taka
þig okkur til fyrirmyndar. Þó
aðeins hluti þess heiðarleika og
mannkærleika sem þú sýndir
samferðamönnum þínum lifi
áfram með okkur og börnum
okkar ættum við að geta horft
sátt og áhyggjulaus yfir farinn
veg þegar okkar tími kemur og
við hittumst á ný.
Við sem erum svo heppin og
stolt af að vera börn og barna-
börn þín getum ekki annað en
lokið þessum minningarorðum á
sömu orðum og þú laukst þínu
lífi. „Takk fyrir“.
Bjarnheiður (Heiða),
Sigurgeir og Andrea.
Hún systir mín hefur lokið
lífsgöngu sinni sem var of stutt.
Til að minnast hennar vil ég
gera orð Jóhannesar úr Kötlum
að minni hinstu kveðju til henn-
ar.
Eins og gullhörpuljóð,
eins og geislandi blær,
eins og fiðrildi og blóm,
eins og fjallalind tær,
eins og jólaljós blítt,
eins og jörðin sem grær,
lifir sál þín í mér,
ó þú systir mín kær.
Þú varst mildi og ást
og þitt móðerni bar
við sinn líknsama barm
dagsins lifandi svar:
allt sem grét, allt sem hló,
átti griðastað þar
- jafnvel nálægð þín ein
sérstök náðargjöf var.
Hversu þreytt sem þú varst,
hvað sem þrautin var sár,
þá var hugur þinn samt
eins og himinninn blár:
eins og birta og dögg
voru bros þín og tár.
Og nú ljómar þín sól
bak við lokaðar brár.
(Jóhannes úr Kötlum)
Davíð.
Hrönn Andrésdóttir, mág-
kona mín, er látin eftir hetju-
lega baráttu við vágestinn sem
engu eirir. Hún stóð andspænis
honum árum saman og af æðru-
leysi og hugrekki tókst hún á
við hann í glímu sem hún loks
tapaði en ekki fyrr en í fulla
hnefana.
Ég hef sjaldan kynnst heil-
brigðari, heiðarlegri og jákvæð-
ari manneskju. Hún sagði iðu-
lega: „Æ, ég er soddan
Pollýanna.“ Ég heyrði hana
aldrei kvarta undan sjúkdómn-
um en stöku sinnum heyrðist:
„Ég sakna krakkanna minna,
tengdabarna og barnabarna en
á meðan þau hafa það gott er
allt í lagi“.
Heiða festi rætur í Noregi.
Þar fann hún ástina og lífs-
förunautinn og eignaðist börnin
sín tvö.
Sigurgeir og fjölskylda, einn
af okkar bestu mönnum, sem
við þurfum á að halda í landi
sem við viljum endurnýja, fór
sömu leið.
Andrea, „hún litla mín“ eins
og Hrönn sagði, bjó enn í
heimahúsum í hlýjum faðmi for-
eldra sinn.
Villi sér á eftir ævifélaga,
eiginkonu, barnsmóður og klett-
inum í hafinu. Það skarð verður
aldrei fyllt.
Þau áttu 42 ár saman, eign-
uðust þrjú heilbrigð og góð
börn og hóp barnabarna. Það er
ríkidæmi sem er ekki sjálfgefið.
Hrönn umvafði alla sem
henni þótti vænt um, fjölskyldu,
ættingja, vini og æskuvinkonur
sem höfðu fylgst að frá ung-
lingsárunum og fylgdu henni af
trúfesti síðasta spölinn.
Ég sendi þeim öllum mínar
innilegustu samúðarkveðjur og
þakka fyrir að hafa kynnst, upp
á nýtt, þessari góðu og hug-
rökku konu sem skilur eftir sig
spor sem afkomendur hennar
munu feta í.
Ingunn Anna Ingólfsdóttir.
Mig langar að kveðja svil-
konu og vinkonu mína úr Rétt-
ógengis-hópnum eins og við
köllum okkur, með nokkrum
orðum.
Okkar kynni hófust 1972 er
ég ásamt maka mínum pöss-
uðum fyrir Hrönn og Villa á
Laufvanginum.
Mikið höfum við brallað sam-
an í gegnum árin eins og af-
mæli, útilegur, ættarmót, jóla-
boð, berjamó, mánaðarlegt
morgunkaffi, hitting og nú síð-
ustu árin árlegar sumarbú-
staðaferðir að ógleymdum Tótu-
lettu-fundum okkar, sem eru
ársfjórðungslega á Norður-
brautinni, og margt fleira. Allt-
af var Hrannsa til í allt og hrók-
ur alls fagnaðar, ekki til
sérhlífni í hennar orðabók.
Handverk af ýmsu tagi lék í
höndum hennar sem við þekkj-
um vel. T.d. saumaskapur, fönd-
ur, myndlist og hún var annáluð
prjónakona, hreif marga með
sér þar og kenndi mörgum sín
fyrstu handtök í prjóna-
skapnum. Það var eitt af því
sem við hlökkuðum til í sum-
arbústaðaferðunum okkar hvað
Hrannsa myndi kenna okkur
þetta árið, og ég er enn að
prjóna stúkurnar sem hún
kenndi okkur eitt árið.
Hún á einstakar vinkonur frá
barnæsku, þær Jessý og Helen,
makar þeirra urðu einnig ein-
stakir vinir. Þær vinkonurnar
voru henni mikill styrkur í veik-
indum hennar sem hún átti við
af ótrúlegum dugnaði og
raunsæi.
Fjölskylda og vinir voru
henni mjög mikilvægir enda bar
hún hag þeirra ætíð fyrir
brjósti.
Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki
með tárum, hugsið ekki um dauðann
með harmi eða ótta.
Ég er svo nærri, að hvert eitt tár
ykkar snertir mig og kvelur, þótt lát-
inn mig haldið.
En þegar þið hlæið og syngið með
glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót
til ljóssins.
Verið glöð og þakklát fyrir allt sem
lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek
þátt í gleði ykkar yfir lífinu.
(Höf. óþekktur)
Hvíl í friði, elsku Hrannsa
okkar, og takk fyrir allt.
Elsku Villi, Heiða, Sigurgeir,
Andrea og fjölskylda, stórt
knús frá hluta Réttógengisins
af Norðurbrautinni.
Kristín, Gunnar, Anton
Smári og þau sem eru í
Danaveldi senda kærar
kveðjur, Inga Dóra, Aðal-
heiður, Marinó Máni og
Húbert Nói.
Ég hef þekkt Hrönn frá því
ég fæddist. Hún og fjölskyldan
hennar hafa verið stór partur af
lífi mínu og minnar fjölskyldu
alla tíð. Þjórsárdalur, Húsafell,
Heiðmörk, Benidorm, við fórum
allt saman, vorum eins og ein
stór fjölskylda.
Minningar hrannast upp nú
þegar Hrönn er farin. Margar
tengjast saumaklúbbum heima
hjá mömmu, ég spennt að sýna
Hrönn og hinum hannyrðasnill-
ingunum nýjustu tilraunir mín-
ar í prjónamennsku. Uppskar
alltaf mikið hrós og hvatningu
sem hefur sennilega átt sinn
þátt í að ég er á þeim stað sem
ég er núna í lífinu. Ég man líka
eftir fjölmennri ferð til Beni-
dorm á 8. áratugnum, held að
við höfum verið 4 fjölskyldur
saman á Hótel Hawai sem okk-
ur krökkunum þótti auðvitað
paradís.
Hrönn var með eindæmum
ósérhlífin, góð og hlý, með
miklu stærra hjarta en venju-
legt fólk, alltaf glöð og tilbúin
til að sjá björtu hliðarnar á líf-
inu og tilverunni. Þessir eig-
inleikar eru gulls ígildi. Ég er
heppin að hafa þekkt mann-
eskju eins og Hrönn sem var
þakklát fyrir allt og alla.
Nú er ég auðvitað döpur og
finn fyrir skarðinu sem Hrönn
skilur eftir, en þegar fram líða
stundir veit ég að í hvert skipti
sem ég hugsa til hennar verð ég
glöð, minningarnar um hana
eru bara þannig að þær gera
mann glaðan. Hún brosti með
öllu andlitinu og hló með öllum
líkamanum, hlátri sem var svo
smitandi að hann bræddi allt og
alla.
Elsku Villi, Andrea, Heiða,
Sigurgeir og fjölskyldur, ég
votta ykkur mína dýpstu sam-
úð.
Bergþóra Guðnadóttir.
Hrönn og mamma hafa verið
vinkonur frá því þær voru litlar
stelpur, líf fjölskyldnanna hefur
því verið samofið og gleðistund-
um deilt, s.s. frítíma og tíma-
mótum í lífi hvorrar fjölskyldu.
Þegar Nonni fékk fyrstu sum-
arvinnuna, þá var það hjá Villa í
Velti. Sigga og Hrönn hafa unn-
ið saman hjá Vogue frá því
Sigga var unglingur og þar til
Hrönn hætti vegna veikindanna
og Heiða vann einnig með þeim
um tíma. Hrönn og Nonni unnu
saman í 10 ár og til að flækja
þetta enn frekar, þá unnu pabbi
og Hrönn saman í yfir 20 ár og
Villi gantaðist með það að pabbi
væri undir stöðugu eftirliti.
Fyrsta vinna Einars Markúsar
var líka hjá Vogue, en hann
þurfti heldur minna uppeldi en
hin fyrrnefndu. Það hefur verið
góður vinskapur með okkur
börnunum, Andrea og Einar
léku sér saman fram eftir aldri
og við hin eldri sömuleiðis og
hittumst enn, án þess að vera í
fylgd með fullorðnum.
Unglingar á öllum aldri horfa
dálítið til forsíðu Séð og heyrt
til að máta sig við fyrirmyndir,
sumir þar eru jafnvel skreyttir
heiðursmerkjum til merkis um
afrek sín. Það er ekki hægt að
veita heiðursmerki fyrir mann-
gildi og persónuleika, um leið
og slíkt merki væri hengt á ein-
hvern myndi það tapa merkingu
sinni og gott betur. Manngildi
og aðdáun er nokkuð sem menn
ávinna sér, en eru ekki tilnefnd-
ir til. Hrönn var einstaklega vel
gerð manneskja, jákvæð og hlý.
Aldrei heyrði maður hana hall-
mæla nokkrum manni. Hrönn
er okkur sönn fyrirmynd, vegna
persónu sinnar, hvernig hún
tókst á við sinn sjúkdóm og
ekki síst hvernig hún mætti
andlátinu.
Við systkinin kvöddum
Hrönn helgina fyrir andlátið og
erum við þakklát fyrir þá stund.
Þótt töluvert væri af henni
dregið var hún samt sjálfri sér
lík. Heiða sat með okkur þegar
Hrönn sagðist myndu fylgjast
með okkur eftir að yfir væri
komið. Þá hafði einhver á orði
að það væri þá eins gott að fara
að haga sér og það var brosað í
gegnum tárin.
Við systkinin erum svo óend-
anlega þakklát fyrir hana
Hrönn og munum sakna hennar
sárt, um leið og hugurinn er hjá
Villa, Heiðu, Sigurgeiri og And-
reu, mökum og barnabörnum.
Jón, Sigríður Erla
og Einar Markús.
Fallin er frá yndisleg vin-
kona, Hrönn Andrésdóttir, eftir
harða baráttu við illvígan sjúk-
dóm. Hún fór í gegnum lífið án
háreysti og fyrirgangs en
ákveðin og staðföst.
Hrönn var fædd í Reykjavík,
vestfirsk í bæði föður- og móð-
urætt, krafturinn og dugnaður-
inn endurspegluðu hennar eft-
irminnilega persónuleika.
Hrönn var mikil pabbastelpa og
einkadóttir föður síns, sem
einnig ól upp hálfbróður henn-
ar, Davíð Guðmundsson, og
reyndist honum kærleiksríkur
Hrönn Andrésdóttir
Sannfærandi sigur sveitar
Karls Sigurhjartarsonar
Sveit Karls Sigurhjartarsonar
sigraði sannfærandi í fjögurra sveita
úrslitakeppni um Íslandsmeistara-
titilinn en mótinu lauk sl. sunnudag.
Í sigursveitinni spiluðu ásamt
Karli þeir Sævar Þorbjörnsson,
Magnús E. Magnússon, Pétur Guð-
jónsson og bræðurnir Sigurbjörn og
Anton Haraldssynir.
Tólf sveitir spiluðu í undanúrslit-
um og var keppnin hörkuspennandi.
Fimm sveitir börðust um fjögur sæti
í úrslitunum og eftir sat sveit Garð-
sapóteks en sveitina vantaði 4 impa
til að komast í úrslitin.
Lokastaðan í mótinu:
Karl Sigurhjartarson 250
Lögfræðistofa Íslands 229
Grant Thornton 222
Sv. Jóns Ásbjörnssonar 211
Magnús og Sigurbjörn náðu best-
um árangri í úrslitunum í Butlernum
en Karl og Sævar í undanúrslitun-
um.
Íslandsmeistarar Íslandsmótinu í sveitakeppni í brids lauk um helgina með
sigri sveitar Karls Sigurhjartarssonar. Þeir voru kampakátir í mótslok. Frá
vinstri: Sigurbjörn Haraldsson, Karl Sigurhjartarson, Sævar Þorbjörnsson
og Magnús E. Magnússon. Með þeim í sveitinni voru Pétur Guðjónsson og
Anton Haraldsson.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
Tímamót hjá
Bridsklúbbi kvenna
Bridsklúbbur kvenna fagnar 15
ára afmæli með hefðbundinni
árshátíð 5. maí nk. á Grand hóteli.
Mæting er kl. 11 f.h. og hefst
matur kl. 12 og spilamennskan kl.
13.
Skráning er hjá Svölu í síma 8636
098 eða Dennu í síma 864 2112.
Eldri borgarar Hafnarfirði
Þriðjudaginn 17. apríl var spilað
á 20 borðum hjá FEBH með eft-
irfarandi úrslitum í N/S:
Kristín Óskarsd. – Gróa Þorgeirsd. 391
Albert Þorsteinss. – Björn Árnason 365
Oliver Kristófers. – Magnús Oddsson 358
Höskuldur Jónss. – Elías Einarsson 357
Auðunn Guðmunds. – Lúðvík Ólafss. 353
A/V.
Birgir Sigurðss. – Jón Svan Sigurðsson 376
Kristján Þorlákss. – Haukur Guðmunds.
363
Nanna Eiríksd. – Bergljót Gunnarsd. 353
Skarphéðinn Lýðss. – Stefán Ólafss. 337
Ólöf Jónsdóttir – Ólöf Hansen 336
Föstudaginn 20. apríl var spilað á
14 borðum. Úrslit í N/S:
Bjarni Þórarinss. – Jón Lárusson 356
Auðunn Guðmunds. – Jón H. Jónss. 351
Örn Ingólfsson – Örn Isebarn 341
Ragnar Björnss. – Örn Einarsson 337
Bjarnar Ingimarss. – Bragi Björnsson 324
A/V.
Tómás Sigurjóns. – Björn Svavarss. 377
Sigurður Hallgrss. – Steinmóður Einars.
370
Knútur Björnss. – Sæmundur Björnss. 356
Nanna Eiríksd. – Bergljót Gunnarsd. 347
Hrólfur Guðmss. – Óli Gíslason 346
Bridsdeild
Breiðfirðingafélagsins
Sunnudaginn 22/4 var spilaður
tvímenningur á 11 borðum. Hæstu
skor kvöldsins voru þessi.
Norður-Suður
Hulda Hjálmarsd. – Unnar A. Guðmss. 297
Þorleifur Þórarinss. – Haraldur Sverriss.
260
Birna Lárusd. – Sturlaugur Eyjólfss. 243
Þórarinn Bech – Sveinn Sigurjónsson 224
Austur/Vestur
Magnús Sverriss. – Halldór Þorvaldss. 262
Garðar V Jónss. – Sigurjón Ú. Guðmss. 250
Björn Arnarsson – Erlingur Þorsteinss.
246
Oddur Hanness. – Árni Hannesson 243
Þetta var fyrsta kvöldið í þriggja
kvölda tvímenningskeppni. Spilað
er í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14,
á sunnudögum klukkan 19.