Morgunblaðið - 25.04.2012, Side 27

Morgunblaðið - 25.04.2012, Side 27
ingamanna í Bandaríkjunum, Nat- ional Association of Emergency Medical Technicians, NAEMT, en samtökin eru stærstu einstöku sam- tök sjúkraflutningamanna í Banda- ríkjunum með um 14.500 félags- menn, þar af 140 utan Bandaríkj- anna. Sinnti hann þar formennsku 2004-2005. Slökkviliðsstjóri á Króknum Vernharð varð slökkviliðsstjóri Brunavarna Skagafjarðar árið 2008 og hefur gegnt því starfi síðan. Vernharð starfaði með Litla leik- klúbbnum á Ísafirði, var formaður björgunarsveitarinnar Tindar í Hnífsdal 1983-86, starfaði í Starfs- mannafélagi Reykjavíkurborgar 1991-97 og var fulltrúi félagsins hjá slökkviliðs- og sjúkraflutninga- mönnum í Reykjavík. Hann æfði fall- hlífastökk og sat í stjórn Fall- hlífaklúbbs Reykjavíkur 1996-98. Vernharð gekk ungur í Sjálfstæð- isflokkinn, sat í fjölskyldunefnd flokksins, tók þátt í prófkjörum flokksins til alþingiskosninga 2003 og 2007, situr í fulltrúaráði sjálfstæð- isfélaganna í Skagafirði og er nú for- maður þess frá í janúar. Paradísin á Vestfjörðum Sameiginlegt áhugamál fjölskyld- unnar er skíðaiðkun, en börnin hafa öll æft og keppt á skíðum og fjöl- skyldan er nú nýkomin af Andrésar Andarleikjunum á Akureyri. Annað sameiginlegt áhugamál þeirra er hús þeirra í Fljótavík sem hefur verið í smíðum frá 2009. Húsið er nú fullgert að utan en innréttingar verða kláraðar í sumar. Vernharð er ættaður úr Aðalvík og Fljótavík en fjölskyldan hefur sótt þangað á sumrin og eyðir nú al- sæl þremur til fjórum vikum þar á hverju sumri. Fjölskylda Eiginkona Vernharðs er Ester Martinsdóttir, f. 29.4. 1968, flug- umferðarstjóri í Reykjavík, en fjöl- skyldan býr jöfnum höndum á Sauð- árkróki og í Reykjavík. Foreldrar Esterar: Jóhanna G. Þorgeirsdóttir, f. 14.10. 1946, fæðing- arhjúkrunarfræðingur, og Martin Mayer sem nú er látinn, lengi búsett- ur í Danmörku og Noregi. Börn Vernharðs og Esterar eru Baldvin Vernharðsson, f. 10.5. 1991, nemi við Kvikmyndaskóla Íslands en unnusta hans er Urður Örlygsdóttir; Sigrún Vernharðsdóttir, f. 12.4. 2001, nemi; Guðrún Vernharðsdóttir, f. 15.4. 2003, nemi. Systkini Vernharðs: Ásta Alberts- dóttir, f. 1956, starfsmaður við sam- býli í Noregi; Ásmundur Guðnason, f. 1959, sérfræðingur hjá ERGO, bú- settur í Reykjavík; Jóhanna Jóhann- esdóttir, f. 1967, umboðsmaður Avis bílaleigu á Ísafirði; Margrét Katrín Guðnadóttir, f. 1972, dýralæknir og verslunarstjóri Kaupfélags Borgfirð- inga í Borgarnesi. Foreldrar Vernharðs eru Guðni Ásmundsson, f. 9.9. 1938, húsasmíða- meistari, og Sigrún Vernharðsdóttir, f. 29.6. 1940, var húsmæðrakennari við Húsmæðraskólann Ósk á Ísafirði og síðar grunnskólakennari. Úr frændgarði Vernharðs Guðnasonar Jósefs Hermannsson b. á Atlastöðum í Fljótavík Margrét Katrín Guðnadóttir húsfr. á Atlastöðum Friðrik Finnbogason b. á Látrum í Aðalvík Þórunn Þorbergsdóttir frá Efri-Miðvík Kristín Ásmundsdóttir húsfr. á Djúpavogi Gísli Sigurðsson b. í Kambsnesi í Dölum Sigurfríð Baldvinsdóttir húsfr. í Kamsnesi Vernharður Guðnason Guðni Ásmundsson húsasmíðam. í Hnífsdal Sigrún Vernharðsdóttir kennari María Friðriksdóttir húsfr. í Hnífsdal Vernharður Jósefsson b. og vkm. í Hnífsdal Guðfinna Gísladóttir ljósm. og fiskv.k. Ásmundur Guðnason starfsm. hjá Múlalundi Guðni Eiríksson vkm. á Djúpavogi Aðalheiður Friðriksdóttir Finnbogi Friðriksson sjóm. í Keflavík Engilbert Jensen tónlistarmaður Kjartan Finnbogason lögregluv.stj. í Keflavík Magnús Kjartansson tónlistarmaður Sigríður Þorbergsdóttir húsfr. á Látrum Óli Þorbergsson sjóm. í Bíldudal Guðbjartur Ólason skipstj. í Bíldudal Óli Þ. Guðbjartsson, fyrrv. skólastj. og ráðherra Ragnhildur húsfr. Ólafur Helgi Kjartansson sýslum. á Selfossi Árni R. Árnason alþm. Kjartan Ólafsson vélfræðingur ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2012 90 ára Gunnar S. Guðmundsson 85 ára Sigríður Þ. Bjarnar 80 ára Kristinn Skæringsson Lóa Jónsdóttir María S. Norðdahl 75 ára Ásdís Gunnarsdóttir Kristín Jónsdóttir Lucinda Gígja Möller 70 ára Aldís Hjörleifsdóttir Jóhannes Jónsson Jón Trausti Steingrímsson Kristján Sigurgeirsson Tómas Gísli Guðnason 60 ára Árni Þór Guðmundsson Ása Þórunn Matthíasdóttir Birna Guðrún Jóhannsdóttir Guðbjörg Þórhallsdóttir Ingibjörg Hartmannsdóttir Magnús Flygenring Munda Kristín Aagestad Stefán Örn Karlsson Þuríður Alma Karlsdóttir 50 ára Aðalsteinn Aðalsteinsson Bjarni Bjarnason Guðrún Þórey Jónsdóttir Jenný Ásgerður Guðbrandsdóttir Kristinn Karl Ólafs María Skaftadóttir Ólafur Kristjánsson Rósa Kristín Níelsdóttir Svanur Þór Sigurbjörnsson Valgerður L. Sigurðardóttir Vernharð Guðnason 40 ára Björg Kristinsdóttir Guðbjörn Ólafur Zophoníasson Kristín Bergmann Maja Velemir Margrét Jóna Höskuldsdóttir Sigríður Einarsdóttir Sigrún Sæmundsdóttir Unnur Helga Kristjáns- dóttir Védís Hlín Guðmundsdóttir 30 ára Ásta Lára Jónsdóttir Elísabet Lilja Stefánsdóttir Emilía Lilja Gilbertsdóttir Erna Guðrún Gunnarsdóttir Guðmundur Már Hilmarsson Hrafn Stefánsson Ingvar Þór Þorsteinsson Iwona Kijek Jón Sigurgeirsson Kolbrún Ada Gunnarsdóttir Linda Ósk Högnadóttir Rúnar Már Sigurvinsson Sandra Abromaviciene Til hamingju með daginn 30 ára Ada fæddist á Húsavík og ólst þar upp. Hún lauk B.Ed.-prófi frá KHÍ 2005 og hefur verið grunnskólakennarivið Borgarhólsskóla á Húsa- vík frá 2007. Dóttir Friðrika Bóel Jóns- dóttir, f. 2004. Systkini Jóna Kristín, f. 1979; Dóra Hrund, f. 1989, og Bóas, f. 1992. Foreldrar Gunnar Bóas- son, f. 1956, verkstjóri hjá Vegagerðinni, og Friðrika Guðjónsdóttir, f. 1957, verslunarmaður. Kolbrún Ada Gunnarsdóttir 30 ára Linda ólst upp í Laxárdal í Gnúpverja- hreppi, lauk prófum sem söðlasmiður frá FS en starfar hjá Actavis. Eiginmaður Atli Eggerts- son, f. 1976, vélstjóri. Börn þeirra: Ásgeir Jaki, f. 2007; Högni Jökull, f. 2007, og Katla Lind, f. 2009. Börn Atla: Arnþór Ósmann, f. 1999, og Hrannar Örn, f. 2002. Foreldrar Kristín Bjarna- dóttir, f. 1960, og Högni Guðnason, f. 1958, bænd- ur í Laxárdal. Linda Ósk Högnadóttir Sveinn Pálsson fæddist á Steins-stöðum í Skagafirði 25. apríl1762, sonur Páls Sveinssonar, gullsmiðs þar, og Guðrúnar Jóns- dóttur. Sveinn lauk stúdentsprófi 1782, stundaði læknanám hjá Jóni Sveins- syni landlækni í Nesi í fjögur ár og fór utan til framhaldsnáms án þess að ljúka prófi hér heima. Prófleysið staf- aði af málaferlum sem hann lenti í þegar hann reyndi að koma í veg fyrir bólusótt með bólusetningu, áratug áð- ur en enski læknirinn Edward Jenner hóf að stunda bólusetningu. Sveinn stundaði læknanámið af kappi en þraut fé þegar ár var eftir af náminu, lauk þess í stað prófi í steina- og grasafræði frá Hafnarháskóla, fyrstur manna í Danmörku, fékk rannsókn- arstyrk frá Naturhistorie Selskabet, sigldi til Íslands 1791, fór rannsókn- arferðir um landið í fjögur sumur og sendi náttúrugripi og skýrslur til Náttúrufræðifélagsins. Hann var án efa einn merkasti vísindamaður þjóð- arinnar á sínum tíma, afkastamikill rithöfundur og frumlegur kenni- smiður. Hann setti t.d. fyrstur manna fram síðar viðurkennda kenningu um eðli skriðjökla. Hún varð til er hann stóð á tindi Öræfajökuls, fyrstur manna, 11.8. 1794. Höfuðrit hans, Ferðabókin, kom ekki út fyrr en 1945. Hún er stórvirki, miðað við aðstæður Sveins, og hefði hróður hans eflaust orðið annar og meiri ef ritið hefði verið prentað á hans dögum. Sveinn kvæntist Þórunni, dóttur Bjarna Pálssonar landlæknis, en þau bjuggu að Skála undir Eyjafjöllum, að Kotmúla í Fljótshlíð og loks í Vík í Mýrdal frá 1809 og til æviloka Sveins, 24. apríl 1840. Eignuðust þau fimm- tán börn en sjö þeirra komust upp. Sveinn varð héraðslæknir Árnes- sýslu, Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu auk Vestmannaeyja árið 1799. Laun hans voru hins vegar svo lág að hann varð að stunda sjó- róðra með læknisstarfinu en konan hans sá um búskapinn meðan hann sinnti löngum læknisferðum yfir stríð vötn. Þá svikust yfirvöld um að út- vega honum embættisbústað. Eitt- hvað vænkaðist þó hagur hans síð- ustu embættisárin en hann lét af embætti 1833 og lést sjö árum síðar. Merkir Íslendingar Sveinn Pálsson 30 ára Rúnar fæddist í Keflavík og er þar búsett- ur. Hann lauk prófi í við- skiptafræði frá Háskól- anum í Reykjavík og er rekstrarráðgjafi hjá Reykjanesbæ. Kona Guðný Ólöf Gunn- arsdóttir, f. 1981, hús- móðir. Dætur þeirra eru Dagfríður Ásta, f. 2009, og Vigdís Halla, f. 2011. Foreldrar Sigurvin Breið- fjörð Guðfinnsson, f. 1958, tollsérfræðingur, og Dagfríður Guðrún Arnar- dóttir, f. 1958, skólaliði. Rúnar Már Sigurvinsson Hægt er að sendamynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Grallarar.is hefur hlotið styrki frá Mannréttindaráði Reykjavíkur, Menningarráði Suðurnesja og Þróunarsjóði námsgagna. GRALLARAR.IS Við erum á Facebook Heyrnarlaus og heyrnarskert börn geta líka notið þessa barnaefnis því það hafa verið útbúnar táknmálsútgáfur af fyrstu 4 bókunum. Taknmalsutgafur www.grallarar.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.