Morgunblaðið - 25.04.2012, Side 28

Morgunblaðið - 25.04.2012, Side 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2012 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú hefur haft meira en nóg að starfa að undanförnu en sérð nú fram á að eiga tíma aflögu fyrir sjálfa/n þig. Farðu í fjall- göngu, það hressir. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú ættir að huga að því hvernig þú getir aflað þér fjár með lántökum eða aukaverkum. Mikil hætta er á misskilningi og því er þetta mjög slæmur dagur fyrir mikilvægar sam- ræður. Hlustaðu á líkamann. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það gengur ekki að vera stöðugt kvartandi út af öllu. Gættu þess að halda ut- an um þína nánustu eins og þeir gera um þig. Þú færð gott tilboð. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Gefðu þér tíma til þess að taka til hendinni heima fyrir og kláraðu það sem hef- ur setið á hakanum. Einhver reynir að blekkja þig. Líttu stundum um öxl. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Ákvörðun eða dómur stjórnvalds hefur áhrif á fjölskyldu þína eða eignir þínar. Taktu fagnandi á móti góðvild annarra. Segðu af eða á í tæka tíð. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Gættu þess vandlega að enginn hlunnfari þig í viðskiptum. Gættu þess að of- metnast ekki þegar vel gengur því dramb er falli næst. 23. sept. - 22. okt.  Vog Að hlusta á hjartað og fylgja því getur haft dásamlegar afleiðingar. Hógværð og festa geta aflað þér margra fylgismanna. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er ekkert við því að gera þótt þú fáir ekki öllu ráðið um sérstakt verk- efni. Hvað getur þú lagt af mörkum í deilu- máli? Gaumgæfðu peningamálin betur, þá sérðu að þú stendur bara nokkuð vel. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Einhver sem þú veist ekki af kem- ur þér á framfæri bakvið tjöldin. Þú ferð um og breytir lífi lífi þeirra sem þú elskar. 22. des. - 19. janúar Steingeit Hæfileiki þinn til þess að ná ein- beitingu er aðdáunarverður. Veittu því athygli sem gengur vel og sýndu þakklæti þitt með því að láta gott af þér leiða. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Fjölskyldan og heimilið setja svip sinn á daginn hjá þér. Hættu að reyna að fá fólk til þess að vera sammála þér. Einhver rænir þig allri orku. 19. feb. - 20. mars Fiskar Til þess að fjármálin gangi upp þarft þú að fylgjast grannt með og halda vel á spöðunum. Einbeittu þér að einu verkefni í einu og þá mun allt ganga upp hjá þér. Sumarið er komið. Og Sigmundur Benediktsson skrifar á þeim tíma- mótum: „Sagt var að það boðaði gott ef sumar og vetur frysu saman, en það gerðist víðast hvar núna og hafi það boðað gott fyrir löngu hlýtur það að boða gott eins nú. Ég held að gervitunglin hafi ekki enn ruglað sólkerfið, til allrar ham- ingju.“ Og hann yrkir sumarmála- vísu: Vors af gleði glóðadís geisla léði betur. Sól í geði, saman frís. Sumar kveður vetur. Jón Gissurarson rifjar upp gömlu trúna „að rjómaskánin ofan á mjólkurtrogunum það sumarið átti að verða jafn þykk og ísskánin á pollunum eftir fyrstu sumarnótt- ina“. Ennþá höfum enga brælu áttum gæfuríkan dag. Bráðum fáum sumarsælu syngur vorið gleðibrag. Pétur Stefánsson kveður sér hljóðs: Brumar grein og braggast jurt. Bárur ýfa sæinn. Svalt er úti, sól og þurrt sumar fyrsta daginn. Ágúst Marinósson orti eftir túr- inn sumardaginn fyrsta: Á hafinu ég hef það flott og horfi yfir sæinn. Fiskirí var frekar gott á fyrsta sumardaginn. Þá Hallmundur Kristinsson: Léttlyndar meyjar og glaðbeittir gumar, gamlingjar hrumir og allt þar á milli gefa nú vonir um gleðilegt sumar. Gangi það eftir og fátt eitt því spilli. Ágúst fylgist líka með atburðum í landi: Kvótafrumvarp kvelur menn nú kann að þrjóta smérið. Vinstri stjórnin veltur senn og Wen fór ekki í Kerið. Loks varpar Hallmundur Krist- insson fram gátu: Í útlöndum hann andskotast, ekki hugnast samningshlé; lætur hvorki laust né fast. Hann langar svo í ESB. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af gervitunglum, fiskiríi og sumarsælu G æ sa m a m m a o g G rí m u r G re tt ir S m á fó lk H ró lf u r h ræ ð ile g i F er d in a n d VARIÐ YKKUR Á HUNDINUM! „GÚLLÍVER Í PUTALANDI” FYRSTI KAFLI HJÁLPI MÉR HAMINGJAN! ÞAÐ ERU 254 BLAÐSÍÐUR Í ÞESSARI BÓK ÉG BYRJA FREKAR Á HENNI Á MORGUN „FAÐIR MINN ÁTTI LANDAREIGN Í NOTTINGHAMSKÍRI; ÉG VAR ÞRIÐJI AF FIMM SONUM... BIDDU HANA AÐ FINNA TVO HANDA OKKUR HVER ER LYKILLINN AÐ FARSÆLU HJÓNABANDI? GIFSTU MANNI SEM HVORKI DREKKUR NÉ BORÐAR OF MIKIÐ, MANNI SEM KEMUR ALLTAF SNEMMA HEIM OG RUSLAR EKKI TIL. ÞETTA ER LYKILLINN AÐ FARSÆLU HJÓNABANDI NÝJI NÁGRANNINN OKKAR, HANN MIKAEL, ER KOKKUR OG HANN BJÓ TIL ÞETTA HEILSUSAMLEGA KALKÚNA- TÓFÚ SEM VIÐ GETUM BORÐAÐ YFIR HÁTÍÐARNAR ÞAÐ BRAGÐAST VÍST ALVEG EINS OG KALKÚNN ÞÓ ÞAÐ SÉ EKKI GERT ÚR KALKÚNI KEMUR EKKI TIL GREINA! ÞVÍ MIÐUR MIKAEL, HANN VILL ÞETTA EKKI Víkverja líst vel á sumarið. Sólríkirdagar og hitastigið á uppleið, dæmigert próflestrarveður, sem er upplagt til að æra óstöðugan. Fólk er líka greinilega komið í sumarstell- ingar. Kunningi Víkverja fór um helgina á skíði í Bláfjöllum. Veðrið var frábært, færið til fyrirmyndar og hann og fjölskylda hans gátu athafn- að sig að vild í brekkunum og engin bið í lyftunum. Við þessar aðstæður hefði allt verið fullt á skíðasvæðinu fyrir fjórum vikum, en nú er fólk með hugann við sumarið og tími vetr- aríþrótta liðinn. x x x Víkverji hefði ekki viljað vera ísporum franska ökuþórsins, sem ók inn um inngang í neðjanjarðarlest- arstöð í París og var kominn hálfur niður tröppurnar áður en honum tókst að nema staðar. Bílstjórinn kvaðst hafa haldið að hann væri að fara niður í bílastæðakjallara. Sem betur fór var enginn í tröppunum þegar atvikið átti sér stað. Maðurinn var látinn blása í blöðru og reyndist allsgáður. Bílastæðaskilti stendur við innganginn að lestarstöðunni og mun þetta ekki vera í fyrsta skipti, sem reynt er að aka inn um hann. x x x Kýrin Strumpur frá Kanada munvera nythæsta kýr, sem sögur fara af. Hún hefur á 15 árum mjólkað 216,891 kg, sem er heimsmet og hefur verið skráð í heimsmetabók Guin- ness. „Það jafnast á við eina milljón glasa af mjólk,“ segir Eric Pate- naude, mjólkurbóndi í Kanada. Nyt- hæsta kýr á Íslandi í fyrra var Týra í búi Sigurlaugar Jónsdóttur og Ólafs Helgasonar í Hraunkoti í Landbroti, sem skilaði 12.144 kg mjólkur á árinu. Það myndi samsvara 182.160 kg mjólkur á 15 árum þannig að Týra þyrfti að bæta um betur til að komast í heimsmetabókina. x x x Kýrnar í Hraunkoti eru reyndarmeð hæstu meðalnytina á Ís- landi, 8.340 kg, sem mun vera Ís- landsmet. Víkverji veit ekki hvernig kýrnar hans Patenaude, sem er sjötti ættliðurinn í fjölskyldunni, sem stundar búskap, stæðust þann sam- anburð við kýrnar í Landbroti. Víkverji Orð dagsins: Sækist eins og nýfædd börn eftir hinni andlegu, ósviknu mjólk, til þess að þér af henni getið dafnað til hjálpræðis. (1Pt. 2, 2.) Brautarholti 10-14 / 105 Reykjavík / 575 2700 / pixel@pixel.is / www.pixel.is Við prentum alla regnbogans liti. Gulur rauður grænn og blár svartur hvítur fjólublár! Við bjóðum upp á alla almenna prentun, ráðgjöf, skönnun, umbrot, bókband og umsjón með prentgripum. Pixel er alhliða prentþjónusta með starfsstöðvar í Reykjavík og á Ísafirði. Pixel þýðir myndeining - sem er minnsta eining úr mynd. Orðið pixel er byggt á samblöndu úr orðunum pix (pictures) og el (element)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.