Morgunblaðið - 25.04.2012, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.04.2012, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2012 Hrafn Stefánsson, stjórnmálafræðingur í Reykjavík, er þrítugur í dag. Hrafn kveðst vera lítið fyrir það að gera mikið úr afmælum sín- um. Hann hafi samt alltaf gaman af því að eiga afmæli. „Það er allur gangur á því hvað ég geri í tilefni dagsins, und- anfarin ár hef ég haft þetta mjög lágstemmt,“ segir Hrafn. Hann hélt ekki upp á tvítugsafmælið sitt svo hann ætlar aðeins að gera meira úr þrítugsafmælinu, segist eiga það inni. „Á afmælisdaginn sjálfan ætla ég að taka það rólega með nánustu fjölskyldu. Það verð- ur líklega hefðbundið afmæliskaffi og kannski hræri ég í vöfflur með sultu og rjóma. Um helgina slæ ég svo upp teiti fyrir vinahóp- inn,“ segir Hrafn. Ófá þrítugsafmælin hafa verið haldin í vinahópn- um undanfarið að sögn Hrafns og segir hann vini sína vera duglega við að halda upp á stórafmæli sín með pompi og prakt. Spurður út í eftirminnilega afmælisdaga rifjar Hrafn upp þegar hann varð fimm ára og fékk blátt og gult BMX-hjól í afmælisgjöf. „Það var sjúklega flott, það heitasta árið 1987.“ Hrafn kveðst ekki vera í þrítugskrísu, langt því frá. „Ég er mjög ánægður með að verða þrítugur, þetta er rétt að byrja.“ Þeir sem eru fæddir 25. apríl eru í stjörnumerkinu Nautinu. Naut- in eru oft sögð vera jarðbundin og segir Hrafn það passa vel við sig, hann sé nokkuð hefðbundið naut. ingveldur@mbl.is Hrafn Stefánsson er þrítugur Fékk BMX-hjól í fimm ára afmælisgjöf V ernharð Guðnason, slökkviliðsstjóri Bruna- varna Skagafjarðar, fæddist í Hnífsdal og ólst þar upp í Heimabæ. Hann var í Barnaskólanum í Hnífsdal, Gagnfræðaskóla Ísafjarð- ar, var skiptinemi við Pana High School í Illinois í Bandaríkjunum 1979-80, lauk sveinsprófi í húsasmíði við Iðnskólann á Ísafirði 1984 og öðl- aðist meistararéttindi frá Meist- araskólanum 1987, stundaði nám í bráðatækni við Center for Emer- gency Medicine í Pittsburg í Penn- silvaníu í Bandaríkjunum frá 1999 og lauk þaðan prófum 2000. Slökkviliðsmaður í Reykjavík Vernharð stundaði húsasmíðar á höfuðborgarsvæðinu frá 1987, var slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður við Slökkviliðið í Reykavík (síðar SHS) 1988-2008, var jafnframt for- maður og framkvæmdastjóri Lands- sambands slökkviliðs- og sjúkra- flutningamanna 2002-2008. Vernharð var auk þess kjörinn formaður þá nýstofnaðrar alþjóða- deildar helstu samtaka sjúkraflutn- Vernharð Guðnason 50 ára Skíðafjölskyldan Vernharð ásamt konu sinni, Ester flugumferðarstjóra, og börnunum Baldvini, Sigrúnu og Guðrúnu. Á slóðir forfeðranna Sælureitur Fjölskyldan hefur verið með hús í smíðum í Fljótavík frá 2009. Skessugil 9, Akureyri Dagbjört Jóna Aðalsteinsdóttir fæddist 16. desem- ber kl. 7.35. Hún vó 3970 g og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Dagný Ágústsdóttir og Aðalsteinn Sigurgeirsson. Nýir borgarar Reykjavík Hermann Hafþór fæddist 20. september kl. 4.00. Hann vó 4.405 g og var 55 cm langur. Foreldrar hans eru Kristín Telma Hermannsdóttir og Jón Trausti Gunnarsson. Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Egill Antonsson varði nýlega doktorsritgerð sína í efnafræði við Freie Universität í Berlín í Þýskalandi. Ritgerðin ber heitið: „Ljósörvun, ljósjónun og dreifing rönt- gengeislunar á óbundnum nanóögnum í agnageisla.“ Í ritgerð- inni er lýst þremur nýjum aðferðum til að rannsaka eiginleika nanóagna (þvermál ca. 50-200 nanómetrar) í agnageisla í loft- tæmi. Með þessum aðferðum má rannsaka stærð, lögun, ljós- brotsstuðul og eðlismassa nanóagna í lofttæmi. Þá má einnig rannsaka annars vegar ljósjónun nanóagna með röntgengeislun og hins vegar víxlverkun þeirra við örstutta laserpúlsa sem hafa vel skilgreint og breytanlegt bylgjuform.  Egill Antonsson fæddist 1982 í Reykjavík. Hann lauk BS-prófi í efnafræði frá Há- skóla Íslands 2005 og MSc-prófi í efnafræði frá Freie Universität í Berlín 2008. For- eldrar hans eru Anton Helgi Jónsson, rithöfundur, og Margrét Sveinsdóttir, kennari. Doktor í efnafræði Góð brauð - betri heilsa Handverk í 18 ár Dalvegi 4 - 201 Kópavogur Hamraborg 14 - 200 Kópavogur Opnunartími Dalvegi: Mánudaga til föstudaga frá 6:00 til 18:00 laugardaga frá 6:00 til 17:00 sunnudaga frá 7:00 til 17:00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.