Morgunblaðið - 25.04.2012, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.04.2012, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2012 ✝ Carla Marie Al-bertsson fædd- ist í Marebæk í Danmörku 16. júní 1927. Hún lést 27. febrúar 2012. Foreldrar Cörlu voru Olga Marie Frederikke Rasm- ussen, f. 14.6. 1903 í Höjet á Falstri, d. 29.1. 1989, og Lau- rits Karl Rasm- ussen, f. 31.8. 1904 í Nagelsti á Lálandi, d. 14.7. 1992. Carla var þriðja barn foreldra sinna, hin voru Ruth, Emmy og Grethe sem eru látnar og eftirlifandi eru Börge, Jytte og Annelise. Fyrri eiginmaður Cörlu var Aðalsteinn Sigurðsson, fiski- fræðingur, f. 13.6. 1916, d. 31.12. 2006. Þau skildu. Þau bjuggu bæði í Danmörku og á Íslandi. Þeirra dóttir er Guðný, f. 1.9. 1949, gift Birni Björns- syni, f. 24.8. 1949, d. 11.9. 2005. Dætur þeirra eru Bryndís Björns- dóttir, f. 29.3. 1978, maki Magni S. Sig- marsson, synir: Björn Hugi og Hjalti Örn, og Ásdís Björnsdóttir f. 8.8. 1980, maki Guðni Már Harðarson, börn: Nói Pétur og Dagmar Edda. Síð- ari eiginmaður Cörlu var Gunnar Albertsson, lögreglumaður, f. 14.4. 1920, d. 19.9. 2003. Þau bjuggu bæði á Íslandi og í Danmörku. Carla var í nokkur ár í sambúð með Kolbirni Stormyr. Þau sigldu saman á stórum flutn- ingaskipum um heimsins höf. Carla fluttist til Íslands fyrir fjórum árum og átti þar sín síð- ustu ár í góðu yfirlæti með af- komendum sínum. Útförin fór fram 5. mars 2012. Fyrir okkur systur var amma Carla alltaf svolítið spari. Meðan hún bjó í Dan- mörku hittum við hana bara á sumrin, þegar við heimsóttum hana eða ferðuðumst með henni um Evrópu, og um jól og ára- mót þegar hún heimsótti okkur. Þegar við hittumst leyfðist henni því að dekra óhóflega við okkur og við það hlaut hún í okkar augum svolítið sérstakan sess. Hún var líka alveg sérlega spennandi, þeysti um á vespu, bjó í hjólhýsi, sigldi um öll heimsins höf og svo var hún ótrúlegur sagnabrunnur. Það var þá sama hvort sagan var um siglingu eftir Súezskurðin- um eða hver hafði hreppt að- alvinninginn í sjónvarpsbin- góinu daginn áður, sögurnar voru sagðar af mikilli innlifun og gjarnan oftar en einu sinni. Amma var einstök hannyrða- kona og ósjaldan með umfangs- mikil verkefni við höndina og sat við löngum stundum. Hún var líka mikil áhugakona um púsluspil og bingó, en ef form- úlu-helgi var í sjónvarpinu var fátt sem gat truflað hana. Amma var alltaf hreykin af tengslum sínum við Ísland, við- hélt íslensku ríkisfangi og taldi sig Íslending. Það var því mikið gæfuspor fyrir okkur öll þegar hún flutti hingað aftur fyrir nær fimm árum með aðstoð mömmu. Flutningurinn, um- stangið og viðbrigðin virtust nær ekkert fá á hana, áttræða konuna, enda óttaðist hún fátt. Eftir að amma fluttist heim gafst okkur loks tækifæri til að umgangast hana reglulega og langömmubörnin fengu að kynnast henni vel. Fyrir það erum við þakklátar. Það var líka þá sem hún fékk hundinn, hann Balta, sem veitti henni svo mikla gleði og félagsskap. Í gegnum hann kynntist hún líka mörgum góðum nágrönnum sem reyndust henni vel. Amma bjó yfir einstökum hæfileika til að kynnast nýju fólki, halda uppi samræðum og bjóða til veislu. Hún var sann- kallaður lífskúnstner og lék á als oddi í mannfögnuðum. Við systur munum minnast ömmu af mikilli hlýju og með þakklæti fyrir allar góðu stundirnar. Megi okkur takast að beisla lífsgleðina og kraftinn sem hún bjó yfir til æviloka. Bryndís og Ásdís. Að kynnast Cörlu Marie Al- bertsson var mikil upplifun og við áttum margar skemmtileg- ar samverustundir. Skemmti- legast var að hlusta á hana segja sögur af ævintýralegum lífsferli sínum. Á unga aldri kynntist hún íslenskum náms- manni í Kaupmannahöfn og flutti með honum um miðja síð- ustu öld til Íslands, þar sem allt var með öðrum blæ en því sem hún hafði kynnst í Dan- mörku. Hún kunni að lýsa því mjög skemmtilega. Margar aðrar sögur sagði hún okkur sem munu lifa með okkur um langa framtíð. Til minningar um Cörlu er hér ein saga af henni, sögð eftir henni sjálfri. Á brúnni yfir Guldborgsund í Nykøbing Falster sat þéttvaxin kona á skellinöðru og beið á rauðu ljósi þegar lögreglubíll renndi upp að hlið hennar. Lög- reglumaður skrúfaði niður hlið- arrúðuna á lögreglubílnum og leit glottandi á konuna og spurði glettnislega: „Er det en på femogfyrre?“ Konan svaraði um hæl með bros á vör. „Nej det er en på femoghalvfjerds“. Það sem lögreglumaðurinn var að fiska eftir var hvort skell- inaðran væri 45 cc en konan kaus að skilja spurninguna þannig að hann væri að spyrja um aldur ökumanns skellinöðr- unnar. Löreglumaðurinn veifaði brosandi til hennar og bæði gáfu þau allt í botn því það er komið grænt. Svona var Carla Marie Al- bertsson, lífsglöð og með kímnigáfuna á hreinu. Með henni áttum við margar skemmtilegar stundir bæði á Íslandi og í Danmörku. Hún kunni að bjóða til veislu. Flæs- kesteg (svínasteik), brúnaðar kartöflur, sósa og rauðkál eða frokost með sild, øl, snaps (há- degisverður með síld, bjór, snafs) og öllu tilheyrandi. Eftir matinn fékk maður svo lánaðan hjálminn og fór út að prufa skellinöðruna, 45 cc tryllitækið. Síðustu ár ævi sinnar bjó Carla á Íslandi og flutti að sjálfsögðu með sér skellinöðr- una. Frúrnar í Grafarvogi horfðu á hana í forundran þeg- ar hún kom á nöðrunni, með hundinn sinn, Baltasar í stýr- iskörfunni til að versla í Spöng- inni. Hakan á þeim datt svo niður á maga, þegar hún tók af sér stóra svarta hjálminn og í ljós kom að þar fór rígfullorðin kona. Hún var þá komin á ní- ræðisaldur. Já, hún var um margt óvenjuleg kona hún Carla, skemmtileg og hlý og viðræðu- góð en jafnframt var gott að þegja með henni yfir flóknu púsluspili. Samvera með fjöl- skyldunni, púsl og handavinna voru hennar aðaláhugamál og eftir hana liggja margir fallegir munir. Við þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast henni. Guðnýju, Bryndísi, Ásdísi og fjölskyldum þeirra vottum við okkar dýpstu samúð. Ásdís og Þórarinn (Tóti). Carla Marie Albertsson Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Neðst á for- síðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skila- frest. Einnig má smella á Morg- unblaðslógóið efst í hægra horn- inu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skila- frests. Lengd | Hámarkslengd minn- ingargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer fram. Þar mega einn- ig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn, svo og æviferil. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín undir grein- unum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviá- gripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent má senda myndina á netfangið minning@mbl.is og gera um- sjónarfólki minningargreina við- vart. Minningargreinar Sendum frítt hvert á land sem er Helluhrauni 12 • Hafnarfjörður • 544 5100 • www.granithusid.is ✝ Við þökkum samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, LOVÍSU JÓNSDÓTTUR, sem lést á Dalvík miðvikudaginn 11. apríl. Sérstaklega þökkum við hjúkrunarliði og starfsfólki Dalbæjar á Dalvík fyrir alúðlega umönnun í lang- varandi veikindum Lovísu og hjálp við okkur aðstandendur hennar. Páll Axelsson, Sigurbjörg Pálsdóttir, Danny Leisin, Hólmfríður Pálsdóttir, Páll Jóhannsson, Herdís Pálsdóttir, Karsten Havnö, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur sonur, faðir, afi, tengdafaðir og bróðir, JÓN BJÖRGVIN SIGURÐSSON frá Vetleifsholti, verður jarðsunginn frá Oddakirkju föstudag- inn 27. apríl kl. 14.00. Guðrún Jónsdóttir og fjölskylda. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, AUÐUR JÓNSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur frá Múla í Álftafirði, lést á krabbameinsdeild Landspítalans laugardaginn 21. apríl. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 30. apríl kl. 13.00. Sigurjón Marinósson, Elín María Sigurjónsdóttir, Eyþór Kolbeinsson, Marinó Freyr Sigurjónsson, Irene Emily Wilkinson, Ásgeir Eyþórsson, Birkir Eyþórsson, Auður Eyþórsdóttir, Sigurjón Ernir Eyþórsson, Ari Khuzani Marinósson. ✝ Móðir mín, amma og langamma, CARLA MARIE ALBERTSSON, lést mánudaginn 27. febrúar. Útförin hefur farið fram. Þökkum sýnda samúð. Guðný Aðalsteinsdóttir, Bryndís Björnsdóttir, Magni S. Sigmarsson, Ásdís Björnsdóttir, Guðni Már Harðarson og langömmubörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA GUÐBJÖRG GUNNLAUGSDÓTTIR frá Efri-Harrastöðum, Skagaströnd, Kópavogsbraut 1B, Kópavogi, sem lést miðvikudaginn 18. apríl, verður jarðsungin frá Garðakirkju á Álftanesi föstudaginn 27. apríl kl. 15.00. Bergdís Ósk Sigmarsdóttir, Davíð W. Jack, Gunnlaugur G. Sigmarsson, Steinunn F. Friðriksdóttir, Sigurþór Heimir Sigmarsson, Þjóðbjörg Hjarðar, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Við þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, BIRGIS MÖLLERS. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild 3A á Droplaugarstöðum fyrir frábæra umönnun, hlýju og ást. Gunilla Möller, Carl Friðrik Möller, Birgir Þór Möller, Birgitte Thessen, Lúkas og Freyja. ✝ Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar eiginkonu, dóttur, móður, tengdamóður og ömmu, GUÐLAUGAR GUNNARSDÓTTUR. Halldór Vídalín Kristjánsson, Ebba Dahlmann, Solveig Sif Halldórsdóttir, Arnar Pálsson, Jón Vídalín Halldórsson, Linda Björg Birgisdóttir, Gunnar Áki Halldórsson, Svala Júlía Ólafsdóttir og barnabörn. ✝ KRISTINN JAKOBSSON, Hátúni 10 B, Reykjavík, sem varð bráðkvaddur á heimili sínu þriðju- daginn 17. apríl, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 26. apríl kl. 15.00. Þökkum auðsýnda samúð. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Geðhjálp og Samhjálp. Sigríður Gróa Jakobsdóttir, Ingunn Kristín Jakobsdóttir, Guðmundur Páll Ólafsson, Elín Jónína Jakobsdóttir, Ólafur Baldvin Sigurðsson, Ingimundur Jakobsson, Helga Jakobsdóttir, Ólafur Ingi Jónsson og frændsystkini. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ODDRÚN VALBORG SIGURÐARDÓTTIR, Egilsstöðum, lést á heimili sínu þrðjudaginn 24. apríl. Útför fer fram frá Egilsstaðakirkju laugar- daginn 28. apríl kl. 14.00. Sigurður Klausen, Emil Thoroddsen, Magnús Már Vilhjálmsson, Snæbjörn Ómar Vilhjálmsson, Jónatan Fjalar Vilhjálmsson og aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.