Morgunblaðið - 25.04.2012, Side 15

Morgunblaðið - 25.04.2012, Side 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2012 misserum. Líklegt sé að minni fyrir- tæki muni sameinast þeim stærri, a.m.k. þeim sem hafa bæði veiðar og vinnslu á sinni hendi. Líklegt sé að fyrirtækjum fækki og óstöðugleiki, sem deilur um regluverk skapi, komi til með að gera erfitt fyrir nýliða að fjármagna sig vegna óvissunnar. Gríðarlegt verðfall „Alvarlegustu afleiðingarnar sem hægt er að sjá fyrir sér fyrir sjávar- útvegsfyrirtækin, og þar með fyrir TM, er að líklegt má telja að fyrstu áhrif laganna yrðu gríðarlegt verð- fall á virði fyrirtækja í sjávarútvegi. Myndu þar spila saman skerðingar aflaheimilda, sem flest bendir til að myndu að lokum allar renna til ríkis- ins, sem og áhrif fyrirhugaðs veiði- gjalds sem gerðu svo gott sem út um hagnaðarvonir flestra fyrirtækja í greininni meðan á skerðingunum stæði. Að mörgu leyti er óljóst hvort sjávarútvegsfyrirtækin stæðust slík áföll yfirleitt, a.m.k. er hægt að ímynda sér að einhver þeirra neydd- ust til að leggja upp laupana strax í upphafi,“ segir í samantekt álits Bonafide. „Þá er enn fremur augljóst að hin mikla virðisrýrnun sem óhjákvæmi- lega verður á fyrirtækjum í sjávar- útvegi, eftir að 70-100% af öllum hagnaði verða innheimt í ríkissjóð, mun eðli málsins samkvæmt hafa mikil áhrif til verðlækkunar á hluta- bréfa- og lánasöfnum félagsins [TM] sem tengjast félögum í sjávar- útvegi,“ segir í álitinu. Morgunblaðið/Alfons Finnsson Á uppleið Tekist hefur að byggja þorskstofninn upp á síðustu árum eins og sjá mátti í nýafstöðnu netaralli þegar meiri afli fékkst en nokkru sinni áður. Útvegsbændur í Vestmannaeyjum eru á einu máli um að lögfesting á veiðigjöldum muni leiða til fjölda- gjaldþrota í greininni, skaða sjávar- útveginn stórlega og varanlega og veita þar með sjávarbyggðum lands- ins og atvinnulífi landsmanna þung högg. Þetta segir m.a. í umsögn Út- vegsbændafélags Vestmannaeyja. „Veiðigjöldin sem boðuð eru í frumvarpi til laga um veiðigjöld styðjast við kolranga útreikninga á meintri auðlindarentu ásamt því að vera það hátt hlutfall af rentunni að fjöldi fyrirtækja mun ekki hafa bol- magn til að greiða gjaldið. Best stöddu sjávarútvegsfyrirtæki lands- ins munu eiga í miklu basli við að viðhalda skipaflota, fasteignum og tækjum. Aðrar útgerðir lenda að öll- um líkindum í meiri háttar greiðslu- erfiðleikum,“ segir í umsögninni. Þar segir að boðað veiðigjald hefði numið um fimm milljörðum króna árið 2010 fyrir félagsmenn ÚV. Gjaldið muni draga úr fjárfestingu í Vestmannaeyjum sem síðan dregur úr samkeppnishæfni fyrirtækjanna þegar til lengri tíma sé litið. Veiði- gjaldið sé landsbyggðarskattur, til- færsla fjármuna frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins. Vilja gera hagvöxtinn á landsbyggðinni upptækan „Höfuðborgarsvæðið naut góðs af hagvextinum fyrir fall bankanna. Þess hagvaxtar gætti hins vegar ekki á landsbyggðinni. Nú þegar horfir til betri vegar á landsbyggð- inni vilja ráðamenn gera hagvöxtinn þar upptækan! Gjaldið mun draga úr lífsgæðum og hagvexti í Eyjum. Þetta eru fjármunir sem eiga að stuðla að fjárfestingu og styrkingu útgerðar og vinnslu, ekki til gælu- verkefna stjórnmálamanna,“ segir í umsögn Útvegsbændafélags Vest- mannaeyja. aij@mbl.is Leiðir til fjölda- gjald- þrota Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Það er mat lögmanna að verði frum- vörp um stjórn fiskveiða og veiðigjöld að lögum eigi Vinnslustöðin hf. í Vestmannaeyjum rétt á eignarnáms- bótum frá ríkinu. Brotið sé gegn hagsmunum fyrirtækisins, sem varð- ir eru af tveimur greinum stjórnar- skrár. Álitsgerðin sem Mörk lög- mannsstofa vann fyrir Vinnslu- stöðina hefur verið send atvinnu- veganefnd Alþingis. Lögmennirnir Ragnar H. Hall, Gunnar Jónsson og Almar Þór Möll- er draga niðurstöður sína saman á eftirfarandi hátt: „Enginn efast um réttmæti þess að löggjafinn mæli fyrir um stýringu á heildarsókn í einstaka fiskistofna, enda sé það gert með rökstuddum og málefnalegum hætti. Sömuleiðis verður að telja löggjafanum heimilt að setja reglur um hæfileg gjöld til ríkissjóðs fyrir nýtinguna, en þar verður vitaskuld að hafa hliðsjón af álagningu opinberra gjalda á aðra at- vinnustarfsemi þannig að jafnræðis sé gætt. Þegar skattlagning leiðir til þess að hlutafé, sem aðilar hafa fjár- fest í, verði verðlaust, vegna ofur- skattlagningar er það okkar mat að brotið hafi verið gegn eignarréttar- ákvæði stjórnarskrárinnar. Við teljum, með vísan til þess sem að framan var rakið, að sú gríðarlega hagsmunaröskun sem felst í um- ræddum lagafrumvörpum brjóti aug- ljóslega gegn hagsmunum Vinnslu- stöðvarinnar hf., sem varðir eru af ákvæðum 72. gr. og 75. gr. stjórnar- skrárinnar. Verði frumvörpin óbreytt að lögum eigi Vinnslustöðin hf. rétt á eignarnámsbótum frá ís- lenska ríkinu.“ Mikil virðisrýrnun Í álitsgerðinni er vísað í niðurstöðu IFS ráðgjafar sem kemst að þeirri niðurstöðu að virðisrýrnun hlutafjár Vinnslustöðvarinnar verði um 90%, fari úr 5,80 evrum á hlut niður í 0,60 evrur á hlut. Fram kemur í álitsgerðinni að ef áhrif fyrirliggjandi frumvarpa um breytingar á lögum um stjórn fisk- veiða og veiðigjöld hefðu verið hluti af rekstrarumhverfi Vinnslustöðvar- innar árið 2010 hefði tap á rekstri hennar numið 3,6 milljörðum króna (22,2 millj. evra) árið 2010 í stað þess að reksturinn skilaði 730 milljóna króna (4,4 millj. evra) hagnaði. Spurningar um skýrleika Sérstaklega er fjallað um veiði- gjöldin í álitinu og segir þar: „Sér- staka veiðigjaldið er lagt á eftir mjög flóknum útreikningsaðferðum og erf- itt að átta sig á af lestri frumvarpsins hvernig það verði reiknað, sem vekur upp áleitnar spurningar um hvort skýrleiki réttarheimildarinnar fyrir gjaldtökunni sé nægjanlegur. Sömu- leiðis vakna spurningar um hvort regluverkið um útreikning gjaldsins og álagningu feli í sér óheimilt fram- sal skattlagningarvalds frá löggjafar- valdinu til framkvæmdavaldsins.“ Brotið gegn stjórnar- skrárvörðum hagsmunum Ljósmynd/Börkur Kjartansson Nótinni kastað Kap VE, skip Vinnslustöðvarinnar á loðnumiðunum í vetur. Hvalur stingur sér utan við nótina.  Vinnslustöðin ætti rétt á eignarnámsbótum frá ríkinu að mati lögmanna www.vt.is Opnir málfundir... ...um vísinda- og nýsköpunarkerfið Fimmtudaginn 26. apríl kl.15-17 í Norræna húsinu. Kaffiveitingar frá kl.14:30 Tillögur um einföldun stofnana og háskóla Inngangserindi: Guðrún Nordal, formaður vísindanefndar Vísinda- og tækniráðs Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofu Íslands Sigríður Ólafsdóttir, SÓL ráðgjöf Jón Hilmar Jónsson, rannsóknaprófessor Stofnun Árna Magnússonar Sólveig Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar Áslaug Helgadóttir, prófessor Landbúnaðarháskóla Íslands Umræður Fundarstjóri: Pétur Reimarsson,varaformaður tækninefndar Vísinda- og tækniráðs H N O T S K Ó G U R gr af ís k hö nn un Efnt er til tveggja funda um tillögur að einföldun á vísinda- og nýsköpunarkerfinu í Norræna húsinu fimmtudagana 26. apríl og 3.maí 72. gr. Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenn- ingsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir. Með lögum má takmarka rétt erlendra að- ila til að eiga fasteignaréttindi eða hlut í at- vinnufyrirtæki hér á landi. 75. gr. Öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa. Þessu frelsi má þó setja skorður með lögum, enda krefjist almannahagsmunir þess. Í lögum skal kveða á um rétt manna til að semja um starfskjör sín og önnur réttindi tengd vinnu. 77. gr. Skattamálum skal skipað með lögum. Ekki má fela stjórnvöldum ákvörðun um hvort leggja skuli á skatt, breyta honum eða afnema hann. Enginn skattur verður lagður á nema heimild hafi verið fyrir honum í lögum þegar þau atvik urðu sem ráða skattskyldu. … og komi fullt verð fyrir ÞRJÁR GREINAR STJÓRNARSKRÁRINNAR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.