Morgunblaðið - 25.04.2012, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.04.2012, Blaðsíða 17
Vilja ráðherra sína fyrir rétt Kristján Jónsson kjon@mbl.is Efnahagshorfurnar á evrusvæðinu hafa versnað hratt á ný. Vaxandi óánægja með aðhaldsstefnuna sem helstu ráðamenn Evrópusambands- ins boða kom skýrt fram í fyrri um- ferð frönsku forsetakosninganna og stjórn Hollands er þegar fallin vegna deilna um niðurskurð. Ekkert evruríki hefur gengið í gegnum jafn miklar þrengingar og Grikkland og þar benda kannanir til þess að stærstu flokkarnir, sem nú eru saman í stjórn, muni gjalda af- hroð í næstu kosningum. Almenn- ingur segir ráðamenn hafa sam- þykkt allt of harkalegan niðurskurð að kröfu ESB. Einnig hefur blossað upp andúð á öflugasta ríki ESB, Þýskalandi, og menn rifja upp hernám Þjóðverja í Grikklandi í seinni heimsstyjöld. En að sögn BBC hyggst hópur fólks í úthverfi Aþenu ganga lengra en dæmi eru um í öðrum Evrópu- löndum: reyna að draga ríkisstjórn- ina fyrir Alþjóðasakamáladómstól- inn í Haag. Aðgerðir hennar í efna- hagsmálum séu tilraun til þjóðar- morðs og glæpur gegn mannkyninu. Mæðgurnar Olga og Tanya Yerit- sidou, sem báðar eru sálfræðingar að mennt, áttu frumkvæðið en að baki þeim er öflugur hópur. Í honum er venjulegt miðstéttarfólk, kennarar, lögfræðingar, iðjuþjálfar. „Niðurskurðurinn þrýstir ekki bara Grikkjum niður fyrir fátæktar- mörk heldur niður fyrir lágmarkið sem þarf til að lifa af,“ segir Tanya Yeritsidou.  Grískur hópur sakar ráðamenn um þjóðarmorð Engu gleymt Grikkir heimta bætur af Þjóðverjum vegna hernámsins. FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2012 112 Grafarvogi - Sími: 586 1000 - www.husgogn.is Kojur íbjarga málunum Margar stærðir og gerðir af kojum og rúmum, litlum og stórum, breiðum og mjóum fyrir barnaherbergið og sumarbústaðinn! Sérverslun með kojur og fylgihluti Vefverslun husgogn.is erum á Facebook Kristján Jónsson kjon@mbl.is Salva Kiir, forseti Suður-Súdans, segir að stjórnvöld í grannríkinu Súdan hafi í reynd lýst yfir stríði gegn þjóð sinni en harðir bardagar hafa geisað milli ríkjanna síð- ustu vikurnar um yfirráð olíuauðugs svæðis, Heglig, á landamærunum. Kiir er nú í heimsókn í Peking en Kín- verjar eru mjög háðir olíu frá svæðinu og hafa hvatt til þess að fundin verði friðsamleg lausn. Þeir hafa átt mikil viðskipti við Súdan og m.a. selt þangað vopn en reyna nú að efla samskiptin við Suður-Súdan sem varð sjálfstætt fyrir tæpu ári. Olíulindirnar eru að miklu leyti í Suður-Súdan en ekki hefur náðst samkomulag um endanleg landmæri milli ríkjanna tveggja. Her Suður-Súdana hefur nú dregið sig á brott frá Heglig og segjast grannarnir í norðri hafa fellt um þúsund hermenn úr liði andstæðinganna. Tugþús- undir óbreyttra borgara á svæðinu hafa flúið heimili sín vegna átakanna. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-- moon, fordæmdi í gær loftárásir Súdana nálægt borginni Bentiu í Suður-Súdan. Forseti Súdans, Omar al-Bashir, hefur heitið því að gera út af við „skordýrið“ eins og hann kallar ríkisstjórn Suður-Súdans, að sögn AFP-fréttastof- unnar. „Þeir skilja ekkert annað en tungumál byssunnar og skotfæranna,“ sagði hann um granna sína í gær. Þess má geta að Alþjóðasakamáladómstóllinn í Haag hefur gefið út handtökuskipun á Bashir vegna fjöldamorða her- manna hans í Darfur-héraði í Súdan. Segir Súdan lýsa yfir stríði  Mannskæð átök um olíusvæði á landamærum Súdans og Suður-Súdans Ótraustur friður » Súdan er að mestu byggt aröbum sem eru íslamstrúar. Þeir kúguðu lengi blökkumenn suðurhlutans sem eru flestir kristnir eða andatrúar. » Áratuga frelsisstríð sunnan- manna kostaði milljónir mannslífa. Auk þess eru enn hörð innbyrðis átök í S-Súdan. Ökumaður í París var greinilega mjög að flýta sér í leit að stæði í gær, hann sá eitthvað sem hann áleit vera inngang að bílakjallara og beið ekki boðanna. En annað kom á daginn, um var að ræða tröppur niður í jarðlest- arstöðina Chaussee d’Antin La Fayette. Fjöldi vegfar- enda fylgdist með bílstjóranum í hremmingum hans. AFP Bílstjóri var fullfljótur að grípa tækifærið Hvergi nein stæði í París? Fyrirtækið Planetary Resources hefur gert áætlun um að vinna verðmæt jarðefni á borð við platínu og gull úr jarðlögum á smástirnum, að sögn BBC. Á bak við fyrirtækið standa meðal annarra kvikmynda- leikstjórinn James Cameron og for- stjóri Google, Larry Paige. Aðgerðir eiga að hefjast innan tveggja ára og er ljóst að verkefnið mun kosta tugmilljónir dollara. Fyrsta skrefið verður að senda á loft geimför með sjónauka til að leita uppi heppileg smástirni sem líklegt er að séu málmauðug. Þús- undir smástirna, aðeins brot af stærð mánans, eru að jafnaði á braut umhverfis jörðu og oft til- tölulega skammt frá henni. kjon@mbl.is Fyrirtæki skipu- leggur námugröft á smástirnum Fyrrverandi for- sætisráðherra Úkraínu, Júlía Tímosjenkó, hef- ur nú hafið mót- mælasvelti en hún afplánar sjö ára dóm fyrir spillingu. Tímosjenkó hefur þjáðst af verkjum í baki og vildu stjórnvöld lengi vel ekki leyfa henni að leita sér læknis utan fangelsisins. kjon@mbl.is Tímosjenkó neitar að nærast Júlía Tímosjenkó Bandaríska alríkislögreglan, FBI, segir að yfir 300 þúsund netnot- endur um allan heim gætu orðið sambandslausir í júlí. Sex Eistar, sem stóðu fyrir fjársvikum, eru sak- aðir um að hafa sýkt tölvur um heim allan með DNS Changer- veirunni. FBI hefur sett upp síðu þar sem netnotendur geta kannað hvort þeirra tölva hafi sýkst og þá fjar- lægt veiruna. Telur FBI að 568 þús- und tölvur hafi sýkst í gegnum hug- búnað sem leiðir notendur inn á fjársvikavefi. kjon@mbl.is Yfir hálf milljón tölva sýkt Þurrkar og uppskerubrestur ógna lífi og heilsu fólks á Sahel-svæðinu í Vestur- og Mið-Afríku og óttast er að milljón börn geti látið lífið. Í Máritaníu ríkir mikil neyð og þjást yfir 15% barna í landinu af van- næringu, að sögn Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. Um 46 tonn af hjálpargögnum á vegum UNICEF bárust í vikunni til Máritaníu. Um var að ræða lífs- nauðsynleg hjálpargögn, einkum mat og lyf, til að meðhöndla van- nærð börn, koma í veg fyrir sýk- ingar og lina þjáningar bágstaddra barna á svæðinu. „Vannærð börn eru margfalt lík- legri til að veikjast en heilbrigð börn,“ segir í tilkynningu frá UNI- CEF. Þannig er ástandið um þess- ar mundir í Búrkína Fasó, Kamer- ún, Malí, Nígeríu og Senegal. Þjáist yfir 15% barna á tilteknu svæði af bráðavannæringu er talað um „neyðarástand“. UNICEF á Ís- landi safnar nú fé vegna vandans. kjon@mbl.is Hungur ógnar millj- ónum barna  Hjálpargögn send til Máritaníu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.