Morgunblaðið - 25.04.2012, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.04.2012, Blaðsíða 23
faðir. Faðir þeirra stundaði sjó- mennsku alla tíð og fylgdi ávallt mikil tilhlökkun komu hans í land með útlenskt nammi. Móð- ir Hrannar var virt saumakona, einnig tók hún þátt í fjölbreyttu kórastarfi. Kynni okkar vinkvenna hóf- ust um 13 ára aldurinn, allar ól- umst við upp í Hlíðunum. Þar sem Hrönn átti ekki systur eins og við lá beinast við að við yrð- um ekki aðeins vinkonur heldur líka systur. Þannig hefur vin- átta okkar þriggja verið svo samofin í 50 ár. Eitt til tvö sumur skildu okk- ur að, Hrönn í sumarskóla á Englandi, Jessý á Jótlandi og Helen í Kaupmannahöfn. Sum- arið ’67 héldum við stöllur, Hrönn og Jessý, á vit ævintýr- anna til starfa í Kaupmanna- höfn en Helen til Bandaríkj- anna, skemmtilegar minningar eigum við frá þeim tíma. Um 14 ára aldur stofnuðum við sauma- klúbb með æskuvinkonum okk- ar, Sigrúnu og Önnu, en síðar bættust hinar vinkonurnar í hópinn, Þurý, Dóra og Unnur ásamt Gurrý. Hrönn hélt vel ut- an um klúbbinn, lét sig aldrei vanta og mætti meira af vilja en mætti hjá Þurý nú í mars. Lífsförunautum okkar, Villa, Guðna og Einari, kynntumst við 1969 og giftumst allar á árunum ’70-’71, það var þeirra gæfa. Börn okkar vina eru á svipuðum aldri, mikill samgangur og góð vinátta tengdi þau í æsku. Gæfa hefur fylgt okkur öllum, við eig- um yndisleg börn, tengdabörn og barnabörn. Árið 1978 réðst Hrönn til starfa í fjölskyldufyrirtæki okk- ar Einars, Vogue. Ég var stolt að geta mælt með henni til starfa og reyndist hún fyrirtæk- inu mikill happafengur og gleði- gjafi. Einar og Hrönn unnu saman í aldarfjórðung. Sterk bönd tengdu Hrönn öllum sem að Vogue komu. Árið 2001 greindist Hrönn með krabbamein. Af æðruleysi tókst hún á við verkefnið með Pollýönnu sér við hlið. Vogue var selt úr fjölskyldunni 2002 og nýir eigendur lánsamir að hafa Hrönn áfram sér við hlið. Haustið 2010 tók sjúkdómurinn sig upp á ný af meiri grimmd en áður. Með einstakri ró, sterkum vilja og reisn háði hún hetjulega baráttu til síðustu stundar. Baráttuna háði hún ekki ein, Villi hefur staðið sem klettur við hlið hennar, þau ávallt verið sem eitt og vart hægt að minn- ast á annað án hins. Þau hafa alltaf borið mikla virðingu hvort fyrir öðru, hann var allt það sem hún óskaði sér. Hún fékk ósk sína uppfyllta að geta haft börnin hjá sér þennan síðasta tíma. Aðdáunarvert hefur verið að fylgjast með hve samheldin þau hafa verið og umvafið hana ást og umhyggju. Kæru vinir, Villi, Heiða, Pett- er, Sigurgeir, Lísa, Andrea og ömmubörnin – einstök kona lifir í ykkur öllum. Með þakklæti, ást og söknuði kveðjum við þig, elsku vinkona. Jensína (Jessý), Einar, Helen og Guðni. Við höfði lútum í sorg og harmi og hrygg við strjúkum burt tárin af hvarmi. Nú stórt er skarð í líf okkar sorfið því fegursta blómið er frá okkur horfið. Með ástúð og kærleik þú allt að þér vafðir og ætíð tíma fyrir okkur þú hafðir þótt móðuna miklu þú farin sért yfir þá alltaf í huga okkar myndin þín lifir. (Sigfríður Sigurjónsdóttir) Við áttum því mikla láni að fagna að kynnast Hrönn vin- konu okkar. Þessi góði vinskap- ur hefur varað í mörg ár og er- um við búnar að eiga góðar stundir saman. Hrönn sá alltaf um að skipu- leggja saumaklúbbinn okkar góða. Hún byrjaði alltaf með fyrsta klúbbinn á haustin og skráði hvenær við hinar áttum að hafa saumaklúbb næst. Eins eru góðu gönguferðirnar okkar ógleymanlegar, en þær enduðu iðulega á kaffihúsum bæjarins þar sem mikið var talað og hlegið. Hrönn kölluðum við oft Pollýönnu því jákvæðni hennar var ótrúleg. Alltaf sá hún björtu hliðarnar á öllum málum og sagði jafnan að það væri til gott í öllu fólki. Maður þyrfti bara stundum að leita eftir því. Hrönn var afar dugleg við hvers kyns hannyrðir og var þá íslenska ullin í fyrirrúmi. Lopa- peysurnar hennar sem hún prjónaði í tugatali voru hver annarri fallegri. Eins voru fal- legu prjónahúfurnar hennar vinsælar og annaði hún varla eftirspurn. Svona gætum við endalaust haldið áfram því nóg var af hugmyndum hjá henni Hrönn. Við viljum þakka Hrönn okk- ar fyrir allar góðu stundirnar, hláturinn, gleðina og lífið sem við fengum að njóta með henni í hálfa öld. Elsku Villi, Heiða, Sigurgeir, Andrea og fjölskyldur, við vott- um ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Farðu vel til hærri heima, hafðu þökk af öllu hjarta, minning þína munum við geyma, milda, hlýja, fagra og bjarta. (TRJ) Með kveðju frá sauma- klúbbnum, Anna, Dóra, Guðrún, Helen, Jensína (Jessý,) Sigrún, Unnur og Þuríður (Þurý). Í dag kveð ég kæra vinkonu mína, Hrönn Andrésdóttur, sem lést 16. apríl eftir harða baráttu við krabbamein. Ég kynnist Hrönn fyrir 32 árum þegar við vorum að vinna saman í Vogue. Hrönn vann á skrifstofunni og ég á lagernum. Við komumst fljótt að því að við bjuggum hlið við hlið í Blöndu- bakkanum. Það tókst strax með okkur góð og innileg vinátta, þó að á milli okkar hefði verið tals- verður aldursmunur þá truflaði það aldrei vináttu okkar. Hún tók mér eins og ég væri ein úr fjölskyldunni og kynnti mig þannig fyrir henni. Hrönn var líka hluti af minni fjölskyldu og tók þátt í stóru stundunum í lífi mínu allt fram á síðasta dag í fermingu Árnýjar Bjarkar, dóttur minnar, í byrjun mán- aðarins. Hrönn var sönn vinkona og studdi allar hugmyndir mínar, hún hvatti mig áfram og hafði alltaf trú á því sem ég var að gera. Hrönn leiðbeindi mér og ráðlagði í hvívetna og var alltaf til staðar fyrir mig. Lífsmóttó hennar, að ef einn gluggi lokast þá opnast annar, hef ég iðulega tekið mér til fyrirmyndar. Hrönn var jákvæð og sá alltaf það besta í öllum hlutum. Hún var flink í höndunum og gat saumað allt, lét ekkert stoppa sig, fann bara leiðir og alltaf var afraksturinn fallegur enda var Hrönn með listrænt auga fyrir fallegum hlutum. Þegar ég kvaddi Hrönn síðast þá sagði hún við mig að ég hefði alltaf verið eins og dóttir henn- ar og þannig syrgi ég Hrönn sem móður og vinkonu. Elsku Hrönn mín, takk fyrir að vera vinkona mín. Ég votta Villa, Heiðu, Sig- urgeiri, Andreu og öðrum að- standendum innilega samúð mína. Það er huggun harmi gegn að Hrönn vissi að hinum megin yrði vel tekið á móti henni og minning um góða konu mun lifa um aldur og ævi. Fjóla Guðmunds- dóttir og fjölskylda. MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2012 ✝ SigurlaugBjörg Alberts- dóttir fæddist á Húsavík 4. apríl 1917. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Eir 17. apríl 2012. Foreldrar henn- ar voru Albert Fló- ventsson, verk- stjóri, f. 1870, d. 1949, og Kristjana Sigtryggsdóttir, húsmóðir, f. 1885, d. 1977. Systkini Sig- urlaugar eru öll látin, þau voru: Þormar, Kristín, Kolbeinn, Sig- tryggur, Sigurður og Kristinn. Eiginmaður Sigurlaugar var Friðfinnur Árnason, bæjarstjóri á Húsavík og síðar fulltrúi á skrifstofu ríkisskattsjóra, f. 20.5. 1909, d. 3.12. 1976. Þau gengu í hjónaband árið 1938 í Hólmgeir Baldursson. 2) Krist- jana Sif, f. 19.1. 1967, maki Steingrímur S. Ólafsson, f. 1965. Börn Kristjönu Sifjar og Odds Þórissonar eru Gunnhildur Sif, f. 1995, og Þórir, f. 1997. Dóttir Steingríms er Steinunn Edda, f. 1990. 3) Arnar Bjarnason, f. 25.7. 1972, maki Rakel Halldórs- dóttir, f. 1972. Börn þeirra eru Gréta, f. 1996, Halldór Egill, f. 2002, Áslaug Birna, f. 2007, og María Anna, f. 2010. Sigurlaug Björg ólst upp á Húsavík, gekk þar í barna- og unglingaskóla, fór einn vetur í vist í Reykjavík og síðan í Hús- mæðraskólann að Laugum í Reykjadal. Sigurlaug bjó fyrstu hjúskaparár sín í Reykjavík. Fluttist síðan til Húsavíkur 1943 og bjó þar í 12 ár en Friðfinnur starfaði þar hjá Pöntunarfélag- inu og síðar sem bæjarstjóri. Þau fluttu til Reykjavíkur 1955. Áður en Sigurlaug flutti á Eir bjó hún í Huldulandi 5. Útför Sigurlaugar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 25. apríl 2012, og hefst athöfnin kl. 13. Reykjavík. Börn þeirra voru: Kristín Sigríður, f. 9.6. 1939, d. 16.12. 2005, Bjarni Jósef, f. 9.5. 1943, d. 12.6. 2002 og Berta Björg, f. 4.4. 1951, d. 18.5. 2006. Bjarni Jósef var kvæntur Grétu Gunn- arsdóttur. Sam- býlismaður Grétu er Matthías Bragason. Börn Grétu og Bjarna Jósefs eru: 1) Birna, f. 31.12. 1962, maki Ing- ólfur Sigurðsson, f. 8.12. 1960, d. 19.2. 2009, börn þeirra, a) Laufey Sif, f. 1988, sambýlis- maður Carl Andreas Sveinsson, dóttir þeirra, Kamilla Sif, f. 2007, b) Bjarni Grétar, f. 1990, sambýliskona Elísabet Ýrr Jóns- dóttir. Sambýlismaður Birnu er Amma Huldu, eftir Huldu- landi í Fossvoginum, var búin að taka fram að hún vildi helst eng- ar minningargreinar og alls ekk- ert of mikið lof. Þannig var hún, kletturinn sem hún var í lífi svo margra. Allt frá því hún stofnaði heimili voru dyrnar opnar öllum sem leituðu matar og hlýju og upp- rétt gekk hún í gegnum erfið veikindi og fráfall barna sinna sem hún gaf allt sem hún átti. Við barnabörnin vorum ekki undanskilin. Það var fátt nota- legra en að heimsækja ömmu. Alltaf ró og friður, aldrei reiði eða skammir, heldur skilningur, vinsemd og hvatning. Nærveran ein veitti okkur fyllingu þótt ekki skemmdi fyrir lokkandi ilmurinn úr eldhúsinu hvort sem eldað var upp úr gömlum uppskriftabókum eða nýjasta nýtt úr dönsku blöð- unum. Elsku amma, það er rétt hjá þér að svona minningargrein er til lítils því þú gafst okkur meira en orð fá lýst. Við elskum þig og söknum þín. Þín barnabörn, Birna, Sif, Arnar og fjölskyldur. Þar sem ég veit að hún amma vildi ekki minningargreinar þá ætla ég bara að hafa þetta stutt til að minnast þeirrar góðu konu sem hún amma mín var. Langamma var sú manneskja sem gladdi alla, hún tók öllum opnum örmum og fannst henni fátt skemmtilegra en að fá fólk í heimsókn og segja því sögur frá gömlu góðu dögunum. Manni leið alltaf vel í návist hennar, hún sá það sérstaka í hinu almenna og lét okkur líða eins og við værum öll einstök. Það er sárt að kveðja svona góða konu, en við vitum öll að hún er komin á betri stað með mörgum af hennar ástvinum. Aldrei fellur á þig ryk fyrir innri sjónum mínum. Átt hef ég sælust augnablik í örmunum sterkum þínum. (Þura í Garði) Elsku langamma og langa- langamma, þín verður sárt sakn- að. Laufey Sif og Kamilla Sif. Þrautseigja, umhyggja, ósér- hlífni, hlýja og ekki síst kátína koma upp í huga mér þegar ég kveð hana Laugu frænku. Hún hefur nú fengið hvíldina bless- unin. Lauga var trúuð mann- eskja og fer nú á fund fjölskyldu sinnar. Þar munu eiginmaðurinn Friðfinnur og börnin hennar þrjú, Stína, Jobbi og Berta, taka á móti henni. Eiginmaðurinn og börnin hennar, sem öll dóu um aldur fram, eftir langa og erfiða baráttu við sjúkdóm sinn. Þar munu þau bera hana á gullstól, móðurina og eiginkonuna, sem gerði allt sem í hennar valdi stóð til að annast þau á sem bestan hátt. Á mínum æskuárum sóttist ég eftir því að fá að gista hjá Laugu frænku og ömmu Kristjönu sem þá bjuggu á Öldugötunni. Á heimili Laugu frænku var ávallt mikil hlýja og gleði. Sama hvað við krakkarnir gerðum af okkur, þá var það bara „óvart“, við fengum faðmlag og spurð hvort okkur langaði ekki í heitt súkku- laði og kex. Síðan var sest niður, talað um eitthvað skemmtilegt og hlegið. Lauga frænka var ákaflega minnug manneskja og hafði brennandi áhuga á samferðafólki sínu. Hún var skemmtilega for- vitin og áhugasöm, sérstaklega um sína nánustu. Hana skorti aldrei umræðuefni og með henni flaug tíminn, ávallt, með hæfileg- um skammti af hlátri með. Mér er það sérstaklega minnisstætt þegar hún Lauga frænka hitti í fyrsta skipti ömmu konunnar minnar, sem var líka ættuð frá Húsavík, þá báðar um nírætt. Þarna sátu þær og rifjuðu upp gamla tíma frá unglingsárunum, fólk og staðhætti, eins og það hefði gerst í gær. Lauga dvaldi síðustu ár sín á sjúkraheimilinu Eir. Hún átti ekki orð til að lýsa því hvað að- staðan þar væri góð og hversu allir þar væru góðir við sig. Þrátt fyrir lúinn líkama og veikindi þá var hún andlega sem ung mann- eskja. Það var ávallt ánægjulegt að heimsækja hana þar og fletta upp í henni varðandi Húsavík, systkini sín, foreldra og sam- ferðafólk. Svo bauð hún uppá konfektmola með reglulegu milli- bili. Eftirtektarsemi hennar var einstök, hún átti það til að segja við fólk sem heimsótti hana: „Þú hefur nú aðeins grennst (eða fitnað) frá því ég sá þig síðast“. Og svo bætti hún við, „en mér finnst það nú fara þér mikið bet- ur“. Þakklæti er það sem mér er efst í huga þegar ég kveð þessa yndislegu föðursystur mína. Þakklæti fyrir alla þá ást, alúð og gleðistundir sem hún gaf mér. Þakklæti fyrir að kenna mér hvernig hægt er að mæta mót- læti í lífinu með þrautseigju, hlýju og kátínu. Blessuð sé minn- ing hennar. Kolbeinn Kristinsson. Á kveðjustund er hugur okkar fullur þakklætis til okkar elsku mágkonu og föðursystur. Hún skipaði stóran sess í lífi okkar, þessi ástríka kona sem hafði svo mikið að gefa, þrátt fyrir að þurfa að horfa á eftir eiginmanni og börnunum sínum þremur deyja í blóma lífsins úr erfiðum sjúkdómi. Lauga var mikil fjölskyldu- manneskja og fylgdist vel með okkur öllum og vildi vita hvernig okkur vegnaði í lífinu. Hún var forvitin að eðlisfari um menn og málefni og var minnug og fróð um ættir, hafði sterkar skoðanir á hlutunum, las mikið og fylgdist þannig vel með. Hún ólst upp á Húsavík við erfiðar aðstæður, en átti ástríkt og gott heimili. Hún var ein af sex systkinum en aðeins þrjú komust til fullorðinsára, þrjú lét- ust ung úr berklum. Lauga og eiginmaður hennar Friðfinnur byrjuðu sinn búskap á Húsavík, en þegar þau fluttu til Reykjavíkur fór amma Krist- jana, móðir Laugu, með þeim og bjó á heimili þeirra alla tíð. Átt- um við barnabörnin alltaf at- hvarf þar og nutum ástríkis og hlýju. Lauga var alla tíð heimavinn- andi húsmóðir og átti fallegt heimili, þar var mikill gestagang- ur af fjölskyldu og vinum, ekkert fannst henni eins skemmtilegt og að fá fólk í kaffi og „skrafa“ eins og hún orðaði það. Hún eldaði góðan mat og alltaf var nóg til með kaffinu, oftar en ekki eitt- hvað nýtt og framandi sem hún hafði tekið upp úr dönsku blaði, því þau voru alltaf lesin. Við dáðumst að Laugu, hvern- ig henni tókst að halda sinni já- kvæðni og gleði þrátt fyrir erf- iðleikana sem hún fór í gegn um, það gaf okkur hinum styrk og kraft til að trúa á lífið og allt það góða sem það gefur okkur. Við vissum að hún átti sínar erfiðu stundir, en aldrei kvartaði hún og hélt alltaf sinni reisn. Að leiðarlokum viljum við þakka elsku mágkonu og frænku fyrir allt það góða og fallega sem hún gaf okkur. Hvíl í friði. Dýrleif Jónsdóttir, Anna Kristín Kristinsdóttir og Laufey Kristinsdóttir. Sigurlaug Björg Albertsdóttir MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Rvk • s. 587 1960 • www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Í tilefni af 60 ára starfsafmæli okkar bjóðum við fría uppsetningu á höfuðborgarsvæðinu og fría pökkun á legsteinum sem fara út á land Mikið úrval - Vönduð vinna - Gott verð Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít ✝ Okkar ástkæri frændi og vinur, VILHJÁLMUR ÞÓRSSON frá Bakka í Svarfaðardal, Karlsbraut 26, Dalvík, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri laugardaginn 21. apríl. Jarðsungið verður frá Dalvíkurkirkju föstudaginn 27. apríl kl. 14.00. Jarðsett verður í Tjarnarkirkjugarði. Aðstandendur. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ÁRNÝ ANNA GUÐMUNDSDÓTTIR, Sóltúni 2, áður Boðagranda 7, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni laugar- daginn 21. apríl. Fyrir hönd aðstandenda, Stefán Tyrfingsson. ✝ Ástkær sonur minn og bróðir okkar, GUÐBJÖRN SIGURPÁLSSON frá Vík í Fáskrúðsfirði, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 18. apríl. Jarðarförin fer fram frá Stöðvarfjarðarkirkju laugardaginn 28. apríl kl. 14.00. Jóna Mortensen, Birgir Grétar Sigurpálsson, Þóra Mortensen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.