Morgunblaðið - 25.04.2012, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 25.04.2012, Qupperneq 12
Gullæði hefur gripið um sig á Íslandi „Það virðist vera til gríðarlega mikið af gulli,“ segir Sverrir Eiríksson gullkaupandi um gulleign lands- manna, en auglýsingar gullkaupenda hafa verið áberandi að undanförnu. Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari hefur í um þrjú ár auglýst reglulega að hann kaupi gull. Sverrir hefur vakið athygli á starfsemi sinni undanfarna tvo mánuði og P&H Jewellers höfðaði til gullseljenda í heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu í gær. Sverrir segir að gull hafi safnast hjá fólki í áratugi og mikið framboð af gulli sé á Íslandi. „Fólk er greini- lega að taka til í skúffum og skápum og vill athuga hvort þar felist verð- mæti,“ segir hann. „Það er alveg lygilegt hvað er mikið til.“ Hann er líka með verslun í Bretlandi og segir að staðan sé eins þar. Um 2.500 kr. fyrir grammið Verðið fer eftir hreinleika gullsins. „Fyrir 14 karata gull sem er 58% hreint borgum við núna rúmlega 2.500 krónur fyrir grammið,“ segir Sverrir og leggur áherslu á að verðið fari eftir heimsmarkaðsverðinu hverju sinni. Gullið er síðan brætt og nýir gripir smíðaðir úr því. Sverrir hefur stundað gullvið- skipti hérlendis og erlendis síðan 2008. Undanfarna tvo mánuði hefur hann auglýst tímapantanir á Grand Hóteli Reykjavík um helgar nema hvað hann tók sér frí um páskana. Hann segir að sér hafi aðeins einu sinni verið boðið þýfi til kaups, en hann líti ekki við því. Undanfarnar tvær helgar hefur Sverrir jafnframt auglýst eftir mál- verkum eftir gömlu meistarana. Hann segir að kaupin fari hægt af stað en um spennandi markað sé að ræða. Íslensk myndlist sé á lágu verði og því góður tími til þess að fjárfesta í henni. Gull og demantar hafi hinsvegar hækkað mikið á ný- liðnum árum. steinthor@mbl.is  Það er alveg lygilegt hvað er mikið til, segir gullkaupandi Morgunblaðið/Golli Menningarverðmæti Fulltrúar safnaráðs skoðuðu í febrúar gull- og silfur- skartgripi sem flytja átti til útlanda til að setja þá í bræðslu. 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2012 Flugskóli Íslands hefur látið uppfæra flughermi sinn sem mun breyta allri þjálfun flugnema hér á landi, að því er segir í fréttatilkynningu frá skól- anum. Flughermirinn var uppfærður hjá franska framleiðandanum ALSIM og sá Eimskip um að flytja herminn til uppfærslu í Frakklandi og aftur heim til Íslands. Eftir að búnaðurinn var kominn til baka fékk Gylfi Sig- fússon, forstjóri Eimskips, að prófa hann ásamt Baldvini Birgissyni, skólastjóra Flugskóla Íslands. Nýi hermirinn líkir eftir fimm tegundum flugvéla; litlum eins hreyfils kennsluflugvélum, litlum tveggja hreyfla flug- vélum, 50 sæta farþegaflugvélum líkt og eru notaðar í innanlandsfluginu hér, litlum þotum og einnig um 150 sæta farþegaþotum. Mun hermirinn m.a. gera flugnemum kleift að læra allt blindflug hér á landi. Geta má þess að Air Atlanta nýtir herminn núna til að velja flugmenn á Boing 747-þotur. Flughermir Flugskóla Íslands uppfærður í Frakklandi með stuðningi Eimskips Hermir Gylfi Sigfússon og Baldvin Birgis- son prófa nýja flugherminn. Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is „Við vorum beðin um að skoða starfsemi einkarekinna lækn- ingastofa í kjölfarið á PIP-brjósta- púðamálinu. Hópurinn lítur svo á að hann verði að bestu liði með því að horfa á málið frá sjónarhóli sjúklinga og spyrja hvort öryggi þeirra sé ábótavant,“ segir Magn- ús Pétursson sem er formaður ráð- gjafahóps sem velferðarráðherra skipaði 20. febrúar síðastliðinn. Hlutverk hópsins er meðal ann- ars að skoða stöðu einkarekinnar heilbrigðisþjónustu og hvernig ör- yggi sjúklinga er tryggt þegar al- menningur leitar slíkrar þjónustu. Leita til sjúklingasamtaka „Við erum að skoða hver er rétt- ur sjúklinga í landinu en hann á meðal annars að vera varinn í lög- um um réttindi sjúklinga frá 1997. Síðan höfum við sett okkur að reyna að leita til ýmissa aðila um ráð og skoðanir. Hópurinn hefur átt ítarleg viðtöl við forsvarsmenn þeirra stofnana og hagsmuna- samtaka sem helst eiga hlut að máli. Ráðgjaf- arhópurinn telur nauðsynlegt að fá enn gleggri sýn á verkefni sitt með því að leita álits al- mennings og í síðustu viku skrifuðum við til allra sjúklingasamtaka, en þau gefa sig út fyrir að vera málsvarar sjúk- linga, og báðum þau um að svara viðhorfskönnun um hvernig fólk lítur á þessi heilbrigðismál. Við væntum niðurstaðna úr þeirri könnun í byrjun maí og ætlum að hafa hana til hliðsjónar,“ segir Magnús og hvetur sjúklinga- samtök til að svara þessari könn- un. Magnús vill lítið gefa upp um hverju hópurinn hefur komist að hingað til um hvort réttindi sjúk- linga eru virt hér á landi. „Við er- um að reyna að draga myndina af þessu upp núna. Það er heilmikið lagaumhverfi í kringum þetta en eitt er lögin en annað er svo hvernig okkur gengur að fram- fylgja lögunum. Kostnaðardeilingin á milli hins opinbera og almenn- ings er fyrirbrigði sem er dálítið flókið og ekki gegnsætt fyrir al- menning.“ Réttur sjúklinga ríkur Spurður út í úrskurð Persónu- verndar um að Landlæknir fái ekki aðgang að gögnum frá lýta- læknum, um þær konur sem fengu sér PIP-brjóstapúða svarar Magn- ús að í lögum um réttindi sjúk- linga segi að það sé sjúklingurinn sem ákveður hvaða upplýsingar eru veittar. „Réttur sjúklingsins til að fjalla um upplýsingarnar og ákveða hvernig þær eru notaðar er mjög ríkur. Svo getur Landlæknir komið með önnur rök vegna al- mannaheillar. Persónuvernd komst að niðurstöðu sem er á bandi sjúk- lingsins,“ segir Magnús. Ráðgjafahópurinn á að hafa lok- ið starfi sínu fyrir lok maímánaðar. Í aðgerð Réttur sjúklinga er mjög mikill að sögn Magnúsar sem er formaður hóps sem skoðar mál sjúklinga. Skoða stöðu sjúklinga  Ráðgjafahópur skoðar stöðu einkarekinnar heilbrigðis- þjónustu og hvernig öryggi sjúklinga hefur verið tryggt Magnús Pétursson DAGSKRÁ Setning fundar Friðrik Pálsson, formaður stjórnar Ávarp utanríkisráðherra Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Litið yfir árið Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Þrautseigja lítilla þjóða David Gardner, ritstjóri alþjóðamálefna hjá Financial Times Fundarstjóri er Vilborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Mentors og fulltrúi í stjórn Íslandsstofu Að loknum framsöguerindum kl. 12.30 verður boðið upp á veitingar. Vinsamlega tilkynnið þátttöku í síma 511 4000, eða með tölvupósti á islandsstofa@islandsstofa.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.