Morgunblaðið - 25.04.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.04.2012, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Golli Feðgar Siguringi teflir hér við son sinn Sólon með litríkum taflmönnum, en sá yngri Kári, fylgist spenntur með. þeim að gera innslög þar sem þau kynna skákina fyrir öðrum krökk- um og við notum í kennslu- myndböndunum. Yngstu börnin geta farið inn á tengilinn Litabók og litað taflmenn, sent okkur og við notum myndirnar í kennslu- myndböndin,“ segir Siguringi sem kennir börnum skák suður með sjó, þar sem engin skákkennsla hefur verið mjög lengi. „Ég rúnta á milli skóla og kenni skák og kem upp skákliðum innan skólanna. Svo bendi ég krökkunum á að nota heimasíðuna krakkaskák.is til að þjálfa sig í skákinni, því þar fer í raun fram einkaþjálfun í gegnum myndböndin. Þau geta líka skráð sig í krakkaskáklið á heimasíðunni og teflt hvert við annað. Þau tengjast vef sem heitir chess.ok sem er stærsti vefurinn í heimi í þessum geira, það er algerlega frítt. Þar sjá þau aðra krakka sem eru inná og geta spurt: Viltu tefla? og svo tefla þau „online“ í flottri grafík.“ Nýtist líka fullorðnum Á vefnum verða reglulega haldin skákmót og Siguringi segir vefinn nýtast aldurshópnum frá sjö ára upp í tíunda bekk en auð- vitað sé hann fyrir alla, líka fyrir fullorðna sem vilja læra að tefla. „Kennslumyndböndin eru í nokkrum flokkum, alveg frá byrj- endagrunni þar sem þau læra að þekkja taflmennina og þau fá kennslu í skák, allt upp í mjög góða skákþjálfun. Það eru komin um áttatíu kennslumyndbönd inn á vefinn og fjórði flokkurinn er eingöngu myndbönd frá krökk- unum sjálfum,“ segir Siguringi sem sendir líka út fréttabréf mán- aðarlega til skákkennara og for- eldra sem vilja skrá sig á listann, en þar fer fram umræða milli ská- kennara um það hvernig á að kenna skák og hvað sé í boði. www.krakkaskak.is DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2012 Erlendar rannsóknir sýna okkur að skipulögð skákiðkun:  Þroskar einbeitingu: Í hverri skák er aðeins eitt sem þú ert að leggja áherslu á og aðeins eitt meginmarkmið – að máta og sigra.  Bætir minni: Margar skákkenningar eru flóknar og til þess að skara fram úr þarf að leggja á minnið mis- munandi afbrigði. Læra þarf að þekkja ýmis munstur og muna langar leikja- raðir.  Styrkir sjálfsaga: Það þarf að ljúka skákinni. Ekki þýðir að rjúka burt í miðjum leik því þá ertu búin(n) að tapa.  Bætir rökhugsun: Skák krefst skilnings á ákveðinni tækni. Passa þarf upp á af- leiki svo að maður missi ekki mik- ilvægan mann.  Eflir lestrargetu: Rannsóknir sýna að börn sem tefla reglulega eru fyrri til að ná góðum lestrarhraða. Sú einbeiting sem þau læra við skákiðkunina kemur þeim að góðum notum við lestur.  Þjálfar stærðfræði: Skák felur í sér óendanlega marga útreikninga. Allt frá því að telja fjölda manna hjá andstæðingnum og reikna í hug- anum út flókna leiki.  Þroskar rýmisgreind: Rýmisgreind er þjálfuð til dæmis með því að sjá fyrir sér aðra stöðu en er á borðinu.  Hefur jákvæð áhrif á sjálfstraust: Þegar maður vinnur skák eykst sjálfstraustið og sjálfsmyndin styrkist.  Eykur sjálfsstjórn: Skák er próf á þolinmæði þar sem reynir á taugar, mátt og styrk.  Eflir samskipti: Í skákinni þurfa skákmenn að koma vel fram hver við annan, takast í hendur fyrir skák og að lokum þurfa þeir að þakka fyrir skákina.  Laðar fram ímyndunarafl og sköpunargáfu: Skákiðkun hvetur þig til að vera frumleg(ur). Það eru óútreiknanlega margar samsetningar sem eiga enn eftir að vera uppgötvaðar í skák.  Ýtir undir sjálfstæði: Þú neyðist til að taka mikilvægar ákvarðanir í skákinni og það hefur áhrif á dómgreindina.  Þjálfar listir: Skákin þvingar þig til að mála fullkomnar stöður í hug- anum. Sem skáklistamaður verður þú að ákveða stíl og persónuleika hvers leiks.  Þróar vísindalega hugsun: Þegar þú ert að tefla er ekki óalgengt að þú sjáir fyrir þér næstu leiki í huganum. Þú gerir tilraunir í skákinni sem stundum verða til þess að þú hefur sterkari stöðu í lokin. (Ingibjörg Rósa Ívarsdóttir skákkennari í Lágafellsskóla tók saman.) Ávinningurinn af því að iðka skák STYRKIR SJÁLFSMYNDINA OG EFLIR LESTRARGETU Nansý Davíðsdóttir, Íslands- meistari barna í skák. TWIN LIGHT GARDÍNUR Þú stjórnar birtunni heima hjá þér Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík ▪ Glerárgötu 32, Akureyri alnabaer.is ▪ 588 5900 ▪ Opnunartími: mán -fös 11-18 SCREEN- OG RÚLLUGARDÍNUR Henta vel þar sem sól er mikil en þú vilt samt geta séð út Álnabær vei tir alhliðaþjónu stu er lýtur að gar dínum. Máltaka, uppsetning og ráðlegginga r. TWIN LIGHT, SCREEN EÐA RÚLLUGARDÍNUM Þægileg birta með

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.