Morgunblaðið - 25.04.2012, Blaðsíða 32
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2012
AF TÖLVULEIKJUM
Friðjón F. Hermannsson
fridjon@mbl.is
Það er svo margt skemmtilegtog gott við þennan nýja fót-boltaleik, FIFA STREET frá
EA Sports-leikjaframleiðandanum.
Keppnisfyrirkomulagið er frá-
brugðið frá því sem við eigum að
venjast í venjulegum deildarleikjum
og möguleikarnir til að fífla and-
stæðinginn upp úr skónum og skora
eru ansi hreint margir og skemmti-
legir.
Það eru 3-6 leikmenn í hverju
liði fyrir utan varamenn. Vellirnir
eru óhefðbundnir að því leyti að
mörkin eru minni, vellirnir eru líka
misstórir og keppnisfyrirkomulagið
mismunandi á milli móta. Miklu
meiri áhersla er lögð á söknarleik
en varnarleik, og stundum þarf að
safna stigum með því að plata and-
stæðinginn frekar en að skora mörk.
Keppnin fer m.a. fram á bílastæða-
plönum, á gervigrasvöllum, á þök-
um skyjakljúfa og í glæsilegum inn-
anhússhöllum. Einna skemmtilegast
þótti mér að spila „sudden death“ en
þar byrjar hvort lið með fjóra leik-
menn og þegar lið skorar þá missir
það einn mann úr sínu liði. Það lið
sem fyrst skorar fjögur mörk vinnur
og það getur verið smá-kúnst að
vera kannski með einn leikmann á
móti þremur andstæðingum og
þurfa eitt mark til að sigra.
Markmið leiksins er að vinnasér inn þátttökurétt á mótum í
Brasilíu sem oft er kallað heimaland
götufótboltans. Fjölbreytileiki leiks-
ins er skemmtilegur og ekki er mjög
flókið að ná tökum á tökkum til að
stjórna leikmönnum. Það eru í raun
og veru bara 2-3 aðgerðir í varn-
arleiknum en sóknarlega eru mörg
brögð sem leikmenn geta beitt til að
plata andstæðinginn og koma bolt-
anum í markið. Það er kannski ekki
sama dýpt í þessum leik og FIFA 12,
sendingageta leikmanna er ekki
mikil og miklu meira lagt upp úr
einstaklingsframtakinu. Úrval liða
og leikmanna er takmarkað en samt
alveg nægjanlegt.
Helsti galli leiksins er hversumiklum tíma þarf að eyða í að
uppfæra leikmenn sína eftir að hafa
unnið sér inn uppfærslur með góð-
um árangri á vellinum. Grafíkin er
flott og tónlistin í leiknum er ágæt,
en vonandi fara fleiri leikjaframleið-
endur að opna á þann möguleika að
hægt sé að hlaða inn eigin tónlist.
Það sem er samt langbest við þenn-
an leik er hversu mikið skemmt-
anagildi er í hópspiluninni, þ.e.a.s.
þegar vinir koma saman og keppa
hver við annan.
Ferskur fótbolti
Fótbolti FIFA STREET býður upp á skemmtilega hópspilun og grafíkin
er býsna góð, eins og sjá má.
» Fjölbreytileikileiksins er skemmti-
legur og ekki er mjög
flókið að ná tökum á
tökkum til að stjórna
leikmönnum.
Ofurhetjumyndin The Avengers
hefur hlotið lofsamlega dóma í
Bandaríkjunum og Bretlandi. Ýms-
ir gagnrýnendur hafa séð myndina
á forsýningum og lofar gagnrýni
þeirra góðu en myndin verður
frumsýnd hér á landi á föstudaginn.
Á vefnum Rotten Tomatoes hafa
29 dómar verið teknir saman og út
frá þeim metið að myndin sé 97%
„fersk“, þ.e. að hún fái að mestu já-
kvæðar umsagnir gagnrýnenda.
Meðal þeirra fjölmiðla sem birt hafa
gagnrýni um myndina eru Empire,
Hollywood Reporter, Variety, Gu-
ardian og Total Film.
Í myndinni segir í stuttu máli af
hópi ofurhetja, úr teiknimyndasög-
um Marvel, sem snúa bökum saman
og bjarga heiminum frá tortímingu,
þ. á m. Járnmaðurinn, Kafteinn
Ameríka og Þór. Meðal leikara í
henni eru Robert Downey Jr., Chris
Hemsworth og Scarlett Johansson.
The Avengers lofuð í hástert
Hetja Scarlett Johansson leikur Svörtu
ekkjuna í kvikmyndinni The Avengers.
Írska tónlistar-
konan Sinéad
O’Connor hefur
aflýst heilli tón-
leikaferð sökum
veikinda en hún
þjáist af geð-
hvarfasýki.
Læknir hennar
réð henni frá því
að halda í tón-
leikaferð, hún
hefði ekki heilsu til þess. O’Connor
sagði frá þessu í færslu á vefnum
Twitter í vikunni. Á vef dagblaðsins
Guardian segir að fyrirtækið sem
skipulagt hefur tónleikaferðina,
LiveNation, sé enn að bóka tónleika
þrátt fyrir þessa yfirlýsingu O’Conn-
or. Ástæðan mun vera sú að umboðs-
maður hennar hefur ekki óskað þess
að hætt verði við tónleikahaldið.
O’Connor aflýsir
vegna veikinda
Sinéad
O’Connor
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
21 JUMP STREET Sýnd kl. 5:45 - 8 - 10:20
HUNGER GAMES Sýnd kl. 7 - 10
BATTLESHIP Sýnd kl. 7 - 10
MIRROR MIRROR Sýnd kl. 5
LORAX 3D ÍSL TAL Sýnd kl. 5
STERK BYRJUN, MANN
ÞYRSTIR Í MEIRA!
T.V. - Vikan/Séð og Heyrt
HHHH
HEIMURINN FYLGIST AGNDOFA MEÐFór beint á toppinn í USA
BRÁÐSKEMMTILEG OG LITRÍK MYND
FRÁ HÖFUNDUM AULINN ÉG
EIN FLOTTASTA MYND ÁRSINS
FRÁ ÞEIM SEM FÆRÐU OKKUR TRANSFORMERS
MEÐ TAYLOR KITSCH, LIAM NEESON OG
HINNI SJÓÐHEITU RIHANNA
„FYNDNASTA MYND
SEM ÉG HEF SÉÐ Í
LANGAN TÍMA!“
- T.V., Kvikmyndir.is
HHHH H.V.A. -FBL
HHHH
„HASARINN HÆTTIR ALDREI OG ÞESS
VEGNA ER NAUÐSYNLEGT AÐ ÞÚ
UPPLIFIR ÞESSA MYND Í BÍÓSAL!“
T.V. -KVIKMYNDIR.IS
HHH
-bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar
www.laugarasbio.is
SÉÐ OG HEYRT/KVIKMYNDIR.IS FRÉTTABLAÐIÐ- T.V., KVIKMYNDIR.IS - D.M.S. MBL
“FYNDNASTA MYND SEM ÉG
HEF SÉÐ Í LANGAN TÍMA!”
- T.V., KVIKMYNDIR.IS
TOPPMYNDIN
Á ÍSLANDI Í DAG!
DREPFYNDIN MYND!
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.ISGLERAUGU SELD SÉR 5%
BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS
21 JUMP STREET KL. 5.50 - 8 - 10.10 14
BATTLESHIP KL. 10.10 12
AMERICAN PIE: REUNION KL. 5.50 - 8 12
21 JUMP STREET KL. 8 - 10.30 14
MIRROR MIRROR KL. 5.40 - 8 - 10.20 L
IRON SKY KL. 5.45 - 10.30 12
TITANIC 3D ÓTEXTUÐ KL. 5.15 10
HUNGER GAMES KL. 9 12
SVARTUR Á LEIK KL. 5.30 - 8 16
21 JUMP STREET KL. 5.30 - 8 - 10.30 14
21 JUMP STREET LÚXUS KL. 5.30 - 8 - 10.30 14
MIRROR MIRROR KL. 3.20 - 5.40 - 8 L
BATTLESHIP KL. 5.15 12
AMERICAN PIE: REUNION KL. 8 - 10.30 12
LORAX – ÍSLENSKT TAL 2D KL. 3.15 L
LORAX – ÍSLENSKT TAL 3D KL. 3.30 - 6 L
HUNGER GAMES KL. 8 12
SVARTUR Á LEIK KL. 10.20 16
Sunnuhlíð 12, Akureyri, sími 462 1415
www.tonabudin.is
Síðumúla 20, Reykjavík, sími 591 5340
www.hljodfaerahusid.is
Glæsilegt úrval
Topp vörumerki
í stærstu hljóðfæraverslun landsins