Morgunblaðið - 25.04.2012, Blaðsíða 19
19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2012
Hjólhestareið Börn á námskeiði í hjólaskóla frístundamiðstöðvarinnar Kamps og Dr. Bæk á lóð Hlíðarskóla. Á námskeiðinu æfa börnin hjólatækni og læra m.a. helstu reglur í umferðinni.
Árni Sæberg
Flestir alþingis-
menn eru sósíalistar.
Það kemur því von-
andi fæstum á óvart
að þau lög sem Al-
þingi samþykkir eru
flest þess eðlis að þau
færa íslenskt sam-
félag og hagkerfi nær
sósíalísku þjóð-
skipulagi. Í slíku
skipulagi á ríkisvaldið
næstum því allt, og það sem það á
ekki ráðskast það með í gegnum
lög, reglur og embættismanna-
kerfi.
Margir sósíalistar halda því
fram að þeir séu ekki sósíalistar í
raun. Sumir þeirra kalla sig jafn-
aðarmenn og aðrir róttæklinga og
enn aðrir jafnvel frjálslynda og til
hægri. En látum verkin tala, ekki
orðin. Sósíalismi þýðir ríkisyfir-
ráð á auðlindum og framleiðslu-
tækjum. Aðeins stigsmunur er á
raunverulegu eignarhaldi ríkisins
og smásmugulegum reglugerðum
þess, sem segja hverjir mega
gera hvað við hvaða eigur sínar.
Ef full yfirráð yfir eignum eru
ekki lengur hjá eigendum eign-
anna, heldur reglugerðararmi
ríkisvaldins, þá er í raun ríkis-
valdið við stjórnvölinn og sósíal-
ismi því við lýði.
Samfélagið í sósíalísku þjóð-
skipulagi skiptist í megindráttum
í tvo hópa: þá sem afla verðmæt-
anna og þá sem neyta þeirra, og
sífellt fjölgar í seinni hópnum þar
til hagkerfið hrynur.
Helstu merki um
hinn vaxandi sósíal-
isma eru höft á við-
skiptum með peninga
(gjaldeyrishöft), óbein
þjóðnýting lífeyr-
issjóðanna í gegnum
vaxandi lántökur hins
opinbera hjá þeim,
umsvifamikill fyrir-
tækjarekstur rík-
isvaldsins, t.d. í gegn-
um bankana,
afslappað viðhorf al-
mennings og yfirvalda til þjóðnýt-
ingar, t.d. á veiðiheimilidum og
landareignum, og aukin spilling
hjá hinu opinbera, sem verður sí-
fellt erfiðara að leiða hjá sér.
Algjör óþarfi er að forðast að
kalla hlutina sínum réttu nöfnum.
Sósíalisminn er í sókn á Íslandi og
lokaniðurstaða þeirrar sóknar er
vel þekkt: Gjaldþrot allra og hag-
kerfi í rjúkandi rústum. Þeir sem
óska sér einhvers annars eiga nú
þegar að ganga í hóp þeirra sem
berjast gegn sósíalismanum, ella
mæta fyrirsjáanlegum afleið-
ingum.
Eftir Geir
Ágústsson
» Sósíalisminn er í
sókn á Íslandi og
lokaniðurstaða þeirrar
sóknar er gjaldþrot
allra og hagkerfi í rjúk-
andi rústum. Gegn
þessu þarf að berjast.
Geir Ágústsson
Höfundur er verkfræðingur.
Sósíalisminn vofir
yfir Íslandi
Um helgina hlustaði
ég á yfirlýstan um-
hverfissinna segja frá
því í einum spjallþætt-
inum hvernig auðlindir
jarðar væru að ganga
til þurrðar. Þátta-
stjórnandinn jánkaði
og vitnaði í lærð um-
mæli sem hljómuðu á
þann veg að þeir sem
ekki gerðu sér grein
fyrir þessu væru ann-
aðhvort vitleysingar eða hagfræð-
ingar. Það er auðvitað umburðarlynt
sjónarmið en ég er ekki viss um að
það bæti mikið við skilning okkar á
verkan heimsins – en hvað um það.
Það eru gömul og góð sannindi að
það eyðist sem af er tekið.
Hagkvæm nýting auðlinda er eitt
mikilvægasta verkefnið sem mað-
urinn stendur frammi fyrir. Efna-
hagslíf heimsins er drifið áfram af ol-
íu og á hana gengur. Eins er með
málma og ýmis efnasambönd sem
notuð eru í iðnaði og landbúnaði.
Reyndar er hægt að endurnýta flesta
málma og kemur það að nokkru til
móts við ágang sem tengdur er
námavinnslu. Þannig eru t.a.m. 75%
alls áls sem framleitt hefur verið frá
árinu 1888 enn í notkun, en það ár
opnaði Charles Martin Hall fyrsta
nútímalega álverið í Pittsburg í
Bandaríkjunum. Olíu er hins vegar
ekki hægt að endurnýta.
Við Íslendingar höfum mikilvægu
hlutverki að gegna í þessu sambandi.
Við búum yfir ríkulegum endurnýj-
anlegum náttúruauðlindum sem nýst
geta til að draga úr ofnotkun auð-
linda sem gengur á. Þannig leiðir
aukin álnotkun til þess að olíunotkun
dregst saman. Með því
að skipta út þyngri
málmum sem notaðir
eru í flutningatæki fyr-
ir ál má létta þau sem
aftur kallar á minni ol-
íunotkun og eftirspurn
eftir öðrum málmum.
Þannig leiðir umhverf-
isvæn raforka sem
framleidd er á Íslandi
af sér minni olíunotkun
og eftirspurn eftir öðr-
um málmum. Rétt er að
geta þess að hráefnið
sem notað er í ál er al-
gengasta málmsamband sem finnst á
jörðinni – um 8,3% af jarðskorpunni.
Á Íslandi er nú framleitt um 2% alls
áls í heiminum og um 0,1% raforku.
Sjávarfang mætir mikilvægri pró-
teinþörf í heiminum á sjálfbæran
hátt. Annars vegar er um að ræða
beina neyslu fisks og hins vegar
fiskimjöl sem notað er til að búa til
fóður sem síðan er notað til að fæða
t.a.m. lax. Sá sem fær próteinþörf
sinni fullnægt með því að leggja sér
íslenskan fisk til munns þarf ekki að
neyta próteins sem framleitt er í iðn-
aðarlandbúnaði. Mikilvægt er að
fiskveiðar séu stundaðar á hag-
kvæman hátt. Æskilegt er að sem
minnst sé notað af öðrum auðlindum
við að veiða fiskinn. Á Íslandi eru nú
veidd tæp 2% heimsaflans.
Af einhverjum sökum hafa hlut-
irnir þróast þannig á Íslandi að út-
flutningsframleiðsla okkar, ál og
fiskur, gegnir mikilvægu hlutverki í
viðleitni heimsins við að draga úr
notkun auðlinda sem endurnýjast
ekki. Af því ættum við Íslendingar að
vera stoltir. En eitthvað virðist vanta
upp á það.
Það skipulag sem við notum við
fiskveiðar, kvótakerfið, og stóriðja,
liggur undir ámæli frá mörgum – oft
frá þeim sem lýsa sig umhverfissinna
og baráttumenn fyrir sjálfbærri þró-
un. Hugmyndir um að gjörbreyta
þessu fyrirkomulagi í þá veru að
fleiri sjómenn veiði aflann á fleiri
bátum leiðir til þess að meiri auðlind-
ir, sem ekki endurnýjast, eru not-
aðar til að veiða sama afla. Jafnframt
leiðir minni hagkvæmni til þess að
minni hagnaður er af veiðunum sem
aftur leiðir til þess að framleiða þarf
eitthvað annað til að mæta kröfum
um efnahagslegar framfarir. Það
leiðir síðan til þess að enn meira er
gengið á auðlindir.
Hugmyndir um að ekki eigi að
nýta orkuframleiðslumöguleika okk-
ar Íslendinga eru af sama meiði. Ál
sem ekki er framleitt með endurnýj-
anlegri orku verður framleitt á óhag-
kvæmari hátt með orku sem ekki er
endurnýjanleg, t.a.m. kolum eða
gasi.
Hugmyndir vinstriflokkanna um
að fækka stórkostlega virkjana-
kostum eins og endurspeglast í
rammaáætlun og umbreytingin á
fiskveiðistjórnunarkerfinu sem birt-
ist í fiskveiðistjórnunarfrumvörp-
unum leiða því til meiri ásóknar
mannsins í óendurnýjanlegar auð-
lindir jarðar. Stefna vinstriflokkanna
í þessum málum opinberar þá sem
auðlindasóða!
Eftir Tryggva Þór
Herbertsson »Hagkvæm nýting
auðlinda er eitt
mikilvægasta verkefnið
sem maðurinn stendur
frammi fyrir.
Tryggvi Þór
Herbertsson
Höfundur er þingmaður
og prófessor í hagfræði.
Auðlindasóðar