Morgunblaðið - 25.04.2012, Blaðsíða 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2012
Bandaríski leikarinn EthanHawke er lunkinn í því aðleika þjakaða menn. Í TheWoman in the Fifth, Kon-
unni í fimmta hverfi, fer hann með
hlutverk bandarísks rithöfundar,
Tom Ricks sem heldur til Parísar
þar sem dóttir hans býr með móður
sinni. Ricks hefur verið meinuð um-
gengni við dóttur sína og allt bendir
til þess að ástæðan sé e.k. geðrænir
örðugleikar. Barnsmóðir hans
bregst illa við uppátækinu og kallar
á lögreglu. Ricks er þó ekki á því að
gefast upp og fær gistingu hjá vafa-
sömum náunga sem útvegar honum
einnig næturvarðarstarf í ein-
kennilegri byggingu. Það eina sem
Ricks þarf að gera er að hleypa
mönnum inn sem segjast vilja hitta
„Hr. Monde“ en aldrei kemur í ljós
hvað er á seyði í húsinu. Ricks sækir
fund í bókaklúbbi nokkrum, kynnist
þar fagurri konu sem býr í fimmta
hverfi Parísar og á furðuskjótum
tíma verður hún ástkona hans. Rit-
höfundurinn á auk þess vingott við
unnustu leigusala síns. Illskeyttur
náungi sem býr í næsta herbergi við
hann kemst að þessu, reynir að kúga
út úr honum fé en finnst látinn
næsta dag, skorinn á háls. Böndin
berast að Ricks sem telur sig hafa
örugga fjarvistarsönnun, hann var
hjá ástkonunni þegar morðið var
framið. Fjarvistarsönnunin reynist
hins vegar haldlítil og sú spurning
vaknar hver konan í fimmta hverfi
sé í raun og veru.
Sagan er fallega framreidd með
draumkenndri myndatöku, flakkað
milli hugarheims aðalpersónunnar
og hins raunverulega, frásögnin hæg
en stigmagnast þegar líður á og nær
dregur úrlausninni. Áhorfandinn
fær snemma á tilfinninguna að ekki
sé allt með felldu en því miður reyn-
ist kvikmyndin heldur fyrirsjáanleg
þegar á líður, ekkert sem kemur þar
á óvart, því miður. En leikararnir
standa sig vel, þeir mega eiga það.
Bagaður Ethan Hawke og Kristin Scott Thomas í The Woman in the Fifth.
Hver er konan?
Bíó Paradís
The Woman in the Fifth bbmnn
Leikstjóri: Pawel Pawlikowski. Aðal-
hlutverk: Ethan Hawke, Kristin Scott
Thomas og Joanna Kulig. Frakkland og
Pólland, 2011. 85 mín.
HELGI SNÆR
SIGURÐSSON
KVIKMYNDIR
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Við ljáum laxinum rödd, það er
hrygna sem segir sögu sína og leiðir
áhorfendur gegnum lífsferilinn,“
segir Örn Marinó Arnarson kvik-
myndagerðarmaður um nýja heim-
ildarkvikmynd þeirra Þorkels S.
Harðarsonar, Lónbúinn – Krafta-
verkasaga, en sýningar á henni hefj-
ast í Bíó Paradís á morgun, föstu-
dag.
Síðasta kvikmynd þeirra félaga,
Fiðruð fíkn (Feathered Cocaine)
vakti athygli víða um lönd og hlaut
Edduverðlaunin í fyrra sem besta
heimildamynd ársins. Þar var fjallað
um fálka og fálkaveiðar og blandast
sitthvað vafasamt inn í þá sögu, á
borð við alþjóðlega hryðjuverka-
menn. Lónbúinn er annarskonar
mynd, hér er fjallað um íslenska lax-
inn á ljóðrænan hátt í 45 mínútna
langri kvikmynd.
„Það hafði blundað í okkur lengi, í
meira en áratug, að gera mynd um
laxinn,“ segir Örn Marinó en fyrst
var skrifað handrit að myndinni fyr-
ir 15 árum. „Lengi vel stóð tæknin í
vegi fyrir því að við réðumst í verkið
en svo varð hún auðveldari við að
eiga og þá fórum við af stað. Vita-
skuld var þetta erfitt að mörgu leyti
en þetta heppnaðist engu að síður.
Þetta er krefjandi kvikmyndagerð,
að svamla svona í ánni og mynda fyr-
ir ofan og neðan vatnsborðið. Þetta
er líka fyrsta náttúrulífsmyndin sem
við gerum. Fálkamyndin var allt
annars eðlis, og við erum mjög sáttir
við útkomuna.“
Leyfa laxinum að tjá sig
Óhætt er að segja að kvikmynda-
gerðin hafi leitt þá félaga á ólíkar
slóðir. Auk myndarinnar um fálkana
gerðu þeir Örn Marinó og Þorkell
heimildarmyndirnar HAM – lifandi
dauðir og Pönkið og Fræbbblarnir,
en má ekki lýsa nýju myndinni,
Lónbúanum, sem sjónrænu ljóði?
„Jú, það má segja það,“ segir Örn
Marinó, „við leyfum laxinum að tjá
sig.“
Félagarnir leituðu að ósnortinni á
með náttúrulegan laxastofn og leitin
bar þá að Haffjarðará á Snæfells-
nesi, en þar hefur um áratuga skeið
verið eingöngu verið veitt með flugu
og aldrei verið átt neitt við stofninn,
með seiðasleppingum eða slíku.
„Það hefur verið gengið afar vel
um þessa á gegnum árin,“ segir
hann. „Hliðará Haffjarðarár heitir
Flatnaá, í henni er ekkert veitt, þar
fengum við að kvikmynda og vorum
við fyrir vikið ekkert að angra neina
veiðimenn. Menn sem eru við veiðar
vilja ekki hafa neina tökumenn
svamlandi í hyljum sem þeir veiða í.
Við prófuðum að dýfa tökuvélinni í
hinar og þessar veiðiár en Flatnaá
var sú tærasta sem við fundum, það
var afar gott að athafna sig þar. Við
stöndum í mikilli þakkarskuld við
eigendur árinnar, þá Óttar Yngva-
son og Einar Sigfússon, sem hafa
sýnt okkur mikið traust við tökur
síðustu ár og hafa leyft okkur að
svamla um með löxunum,“ segir
hann.
Veiða og horfa
Í upphafi var ætlunin að hafa
manninn í stóru hlutverki í mynd-
inni, enda hefur hann gegnt lykil-
hlutverki í að hrekja laxinn af bú-
svæðum sínum víða um lönd með
stíflugerð og hverskyns iðnaðar-
mengun. En félögunum þótti síðan
áhugaverðara að kafa með laxinum
og segja frá lífshlaupinu frá hans
sjónarhorni. Myndin breyttist þá úr
hefðbundini fræðandi náttúrulífs-
mynd yfir í óð til náttúrunnar. Fé-
lagarnir telja að þannig öðlist hún
lengra líf.
„Við vorum trúir sjálfum okkur í
þessu ferli öllu og erum ekkert að
keppa við BBC, sem hafa margfalt
meira fjármagn að moða úr; við
gerðum hinsvegar persónulega
mynd, myndljóð með okkar fingra-
förum.“
En veiða þeir félagar líka lax á
stöng?
„Við dútlum við þetta, veiðum
kanski einn eða tvo laxa á ári ef við
erum heppnir. En ég hef alltaf farið
að horfa meira á fiskinn niðri í vatn-
inu en reyna að veiða hann. Þannig
kom hugmyndin að myndinni,“ segir
Örn Marinó.
Stór hluti af kvikmyndinni er tón-
list sem Hallur Ingólfsson samdi
sérstaklega fyrir hana og eykur við
upplifun áhorfandans. Arnar Þór-
isson er aðal-tökumaður og dvaldi
löngum stundum í hyljum árinnar,
þar til laxinn var farinn að venjast
honum. Margrét Vilhjálmsdóttir
leikkona ljær laxinum rödd sína í
myndinni.
Myndljóð um laxinn
Heimildamyndin Lónbúinn – Kraftaverkasaga frumsýnd
Fjallar um lífshlaup laxins séð frá hans sjónarhorni
Kvikmyndagerðarmennirnir Örn Marinó Arnarson og Þorkell S. Harð-
arson við veggspjald nýju kvikmyndarinnar, Lónbúinn – Kraftaverkasaga.
- séð og heyr/kvikmyndir.is
MÖGNUÐ SPENNUMYND
Hörku Spennutryllir
frá framleiðendum
“Girl with the Dragon
Tattoo” og “Safe
House”.
Ö Ý Í
SAM WORTHINGTON ROSAMUND PIKE RALPH FIENNES LIAM NEESON
EGILSHÖLL
16
16
16
14
12
12
12
12
KRINGLUNNI
KEFLAVÍK
16
ÁLFABAKKA
12
12
12
14
VIP
VIP
L
CABIN IN THE WOODS KL. 5:50 - 8 - 10:10 2D
CABIN IN THE WOODS VIP KL. 8 2D
BATTLESHIP KL. 5:20 - 8 - 10:40 2D
BATTLESHIP VIP KL. 5:20 - 10:10 2D
COLD LIGHT OF DAY KL. 5:50 - 8 - 10:10 2D
AMERICAN PIE KL. 5:50 - 8 - 10:20 2D
WRATH OF THE TITANS KL. 8 - 10:10 3D
FJÖRFISKARNIR M/ÍSL.TALI KL. 5:50 2D
16
14
12
12
AKUREYRI
THE CABIN IN THE WOODS KL. 10:10 2D
THE COLD LIGHT OF DAY KL. 8 2D
GONE KL. 8 2D
WRATH OF THE TITANS KL. 10:10 2D
16
7
12
12
LBATTLESHIP KL. 5:10 - 8 - 10:10 - 10:50 2D
THE COLD LIGHT OF DAY KL. 5:50 - 8 - 10:20 2D
WRATH OF THE TITANS KL. 5:40 - 8 3D
PROJECT X KL. 5:50 2D
TITANIC KL. 8 3D
CABIN IN THE WOODS KL. 5:50 - 8 - 10:10 2D
COLD LIGHT OF DAY KL. 5:50 - 8 - 10:10 2D
GONE KL. 5:50 - 8 2D
WRATH OF THE TITANS KL. 10:10 3D
CABIN IN THE WOODS KL. 10:20 2D
21 JUMP STREET KL. 8 2D
GONE KL. 8 2D
SVARTUR Á LEIK KL. 10 2D
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á