Morgunblaðið - 25.04.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.04.2012, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2012 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Frumvörp um fiskveiðistjórn og veiðigjöld ganga mjög nærri stjórnarskrárvörðum eignarrétt- indum einstaklinga, sem eiga sjávar- útvegsfyrirtæki, segir í áliti Bona- fide lögmanna, þeirra Lúðvíks Bergvinssonar og Sigurvins Ólafs- sonar. „Enn fremur verður ekki betur séð en að ákvæði um álagningu og innheimtu sérstaks veiðigjalds fari gegn banni stjórnarskrárinnar um afturvirka skattheimtu,“ en í um- fjöllun um þetta atriði var 77. grein stjórnarskrárinnar skoðuð. Þá segir að auk þess leiki vafi á um að ákvæð- in að baki skattlagningunni uppfylli skilyrði stjórnarskrár um skýrleika. Miklir hagsmunir TM Tryggingamiðstöðin fékk lög- mennina til að vinna álitsgerð um frumvörpin, en tengsl TM við fyrir- tæki í sjávarútvegi eru mikil. Í fyrra stóðu félög tengd sjávarútvegi undir 25-30% af iðgjöldum TM, aflaverð- mæti skipa sem tryggð voru hjá fyrirtækinu nam um 83,5 milljörðum á síðasta fiskveiðiári og fjöldi ís- lenskra skipa og báta sem TM tryggir er um 500. Um tvö þúsund sjómenn voru tryggðir hjá félaginu á síðasta ári. Þá fer TM með eignar- hlut í HB Granda og Samherja. Í samantekt segja lögmennirnir að með frumvörpunum sé gengið mjög nærri margvíslegum réttind- um sem stjórnarskrárgjafinn hefur talið nauðsynlegt að vernda og því líklegt að verði þau að lögum óbreytt muni hefjast miklar og lang- varandi deilur fyrir dómstólum um réttmæti laganna. Segir þar að hug- myndir frumvarpshöfunda séu ekki líklegar til að skapa sátt um um- hverfi fyrirtækja í sjávarútvegi, „þrátt fyrir að það sé yfirlýstur til- gangur þeirra“. Verði frumvörpin að lögum muni nýjar reglur hafa mikil áhrif á þróun sjávarútvegsfyrirtækja á næstu Gengið mjög nærri margvís- legum réttindum  Líklegt að miklar og langvarandi deilur hefjist fyrir dómstólum Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Meginniðurstaða KPMG er að vinna þurfi frumvörpin betur. Veiga- mestu rökin fyrir því eru þau að það er verið að ráðast í grundvallar- breytingar á fiskveiðistjórnunar- kerfinu og þeirri stýringu á afla- hlutdeildum sem er við lýði. Á það skortir að sýnt sé fram á að þau markmið sem sett eru fram í frum- vörpunum náist með fyrirhuguð- um breytingum,“ segir Sigurður Jónsson, fram- kvæmdastjóri KPMG, um umsögn endurskoðunarfyrirtækisins um kvótafrumvörp ríkisstjórnarinnar. „Mörg atriði í frumvörpunum eru óskýr. Samkvæmt frumvörpunum verður sjávarútvegsráðherra fært býsna mikið vald. Áður en það skref er stigið þarf það vald að vera betur skilgreint,“ segir Sigurður og víkur að áhrifum fyrirhugaðra veiðigjalda, þá fyrst og fremst sérstaka veiði- gjaldsins, á rekstur skuldsettra út- gerða. Myndu ekki ráða við gjaldið „Útgerðarfyrirtæki með 50% skuldsetningu stendur þetta ekki af sér að óbreyttu. Við fórum hins veg- ar ekki út í að greina hversu mörg fyrirtæki kæmust í vanda vegna veiðigjaldsins. Annar óvissuþáttur er að ríkið ætlar sér að deila út afla- hlutdeild. Hluti á að fara í nýliðun og á nýja staði. Útfærslan á því liggur hins vegar ekki fyrir,“ segir Sigurð- ur sem telur frumvörpin muni hafa áhrif til lækkunar á afkomu grein- arinnar. „Lögfesting frumvarpanna leiðir til þess að fjármunir eru teknir úr greininni. Þetta mun því klárlega draga úr fjárfestingu og við höfum líka áhyggjur að þetta dragi líka úr hagkvæmni og framþróun. Þegar á heildina er litið kemur þetta niður á framtíðarhagnaði útgerðarinnar,“ segir Sigurður sem heldur áfram og nefnir hvernig ljóst sé að með breyt- ingunum sé talsverður tilflutningur á aflaheimildum framundan, enda sé það yfirlýst stefna stjórnvalda að deila út kvótanum til nýliða. Skattleggja eigi greinina í aukn- um mæli með veiðigjaldi til að arð- urinn renni til þjóðarinnar en hins vegar telji KPMG að gjaldtakan verði of mikil að óbreyttu. „Það virð- ist vera almenn samstaða um að menn borgi fyrir auðlindina en okk- ur virðist þetta flókin og áhættusöm aðferð. Með því að lögfesta frum- vörpin eins og þau líta út núna er verið að skapa margvíslega óvissu. Í því felst auðvitað heilmikil áhætta.“ Kvótaþing ekki útfært Í umsögn KPMG er einnig vikið að áformum um að setja á stofn kvóta- þing þar sem fram fari viðskipti með aflaheimildir með uppboðsfyrir- komulagi. Er þar vísað til áforma ríkisstjórnarinnar um að skipta afla- hlutdeildum í tvo flokka. Annars vegar nýtingarleyfi til útgerða (svo- nefndan flokk 1) og hins vegar leigu- pott ríkisins (flokk 2) sem „selur aflamark (leigir) reglubundið á markaði, kvótaþingi, yfir fiskveiðiár- ið“ með það að markmiði „að til verði virkur markaður með eðlilegri verð- myndun og nægjanlegum sveigjan- leika“. Bent er á í umsögn KPMG að í frumvarpinu um stjórn fiskveiða sé hins vegar ekki að finna ákvæði um hvernig kvótaþing skuli starfa held- ur sé gert ráð fyrir að ráðherra setji reglugerð þar um. Varhugaverð nálgun Starfsemi kvótaþings sé afar mikilvæg þegar draga á upp heild- armynd af áhrifum lagafrumvarps- ins um stjórn fiskveiða. Því sé brýnt að áður en frumvarpið verði afgreitt af Alþingi liggi fyrir með skýrum hætti eftir hvaða reglum kvótaþingi sé ætlað að starfa og hvaða skilmálar þar eiga að gilda gagnvart þeim sem þar vilja eiga viðskipti. „Það er varhugavert að setja ann- ars vegar fram hugmyndir um kvótaþing þar sem áhugasamir bjóði í aflaheimildir á til þess að gera frjálsum markaði og ætla sér hins vegar að setja þeim frjálsa uppboðs- markaði fjölmargar reglur og höml- ur, svo sem um upphæðir, magn og fjölda viðskipta. Hætta er á því að slíkur markaður þjóni ekki þeim tilgangi að tryggja seljendum (ríkinu) sem hæst verð og um leið að gefa nýliðum og vel rekn- um útgerðum tækifæri til að auka aflahlutdeild sína. Það að bjóða upp aflaheimildir til eins árs er of stuttur tími og mun að öllum líkindum leiða til ,,yfirboða“ á markaði og offjár- festinga í margvíslegum búnaði. Skynsamlegra væri að bjóða upp heimildir til fleiri ára í senn. Í upp- hafi mæti hugsa sér að hafa gildis- tímann breytilegan til að tryggja að í framtíðinni verði ávallt heimildir til sölu á markaði,“ segir í umsögninni. Frumvörpin ekki hugsuð til enda Morgunblaðið/Ómar Fiskmarkaður Íslands KPMG gerir athugasemdir við áform ríkisstjórnarinnar um kvótaþing.  KPMG telur að betur þurfi að skilgreina hvernig ná eigi helstu markmiðum kvótafrumvarpanna  Telur skuldsettar útgerðir ekki munu ráða við veiðigjaldið  Kvótaþing ekki nógu vel útfært Sigurður Jónsson Til að glöggva sig á áhrifum fyrirhugaðs veiðigjalds taka endurskoðendur KPMG dæmi af þeim áhrifum sem það hefði á útgerð með 40% eiginfjárhlutfall. Eignir hins ímyndaða félags eru 12.652.500 milljónir króna, eða 12,6 milljarðar, og skuldirnar 7.591.500 milljónir, um 7,6 millj- arðar. Eigið fé er 5.061.000 millj- ónir króna og er því 40% af 12,6 milljarða eignum. KPMG telur veruleg umskipti mundu verða á rekstr- inum. Þannig lækka eignir hins ímyndaða félags um 3.139.500 milljónir króna niður í 9.513.000 krónur. Skuldirnar standa í stað en eig- infjárhlutfall lækkar til jafns við rýrnandi eignir. Hefur það þær af- leiðingar að eiginfjárhlutfallið lækk- ar úr 40% og niður í 20,2%. Segir í niðurlagi umsagnarinnar að KPMG telji að kvótafrumvörpin hvetji í óbreyttri mynd til skammtímahugs- unar og dragi úr nýsköpun. Eiginfjárhlutfallið myndi hrapa KPMG TEKUR ÍMYNDAÐ DÆMI Skapaðu góðar minningar með parketi frá Boen Ármúla 32 · 108 Reykjavík · Sími 568 1888 · parketoggolf.is · Þú finnur okkur líka á Facebook Parket & gólf - Sérfræðingar í gólfefnum! Norskt viðarparket með 5g smellukerfi sem gerir lögnina einfalda og fljótlega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.