Morgunblaðið - 03.05.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.05.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2012 Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Ferðaþjónustuaðilar eru ósáttir við hvernig Vegagerðin stendur að lokun hálendisvega. Nú eru allir hálendis- vegir taldir ófærir eða eru lokaðir umferð vegna vorleysinga og því hætta á að þeir spillist í aurbleytu. Gert er ráð fyrir að fyrstu hálendis- leiðirnar verði opnaðar í lok maímán- aðar. Björn Hróarsson, framkvæmda- stjóri Extreme Iceland ehf., segir að ferðaþjónustuaðilar hafi lengi beðið um að það komi fastar dagsetningar á lokun hálendisvega. „Það er mikið hagsmunamál fyrir ferðaþjónustuna í heild sinni að þessir vegir séu opnaðir fyrr en gert er. Það skiptir okkur mjög miklu máli að fá dagsetningu á lokunina, að fá að vita hvenær við getum byrjað að keyra fólk á staðina. Eins og staðan er núna höfum við ekki hugmynd um hvenær hægt er að byrja að selja vöruna,“ segir Björn. Hann bætir við að fastar dagsetn- ingar myndu aðeins þýða meiri vinnu á snjóþungum vorum fyrir Vegagerð- ina. Að sögn Björns ætti að vera auð- velt að fara með ýtu á suma vegi og ryðja sköflunum í burtu til að flýta fyrir opnun en Vegagerðin beri fyrir sig fjárskorti í þeim efnum. Vilja byrja fyrr Eitt af baráttumálum ferðaþjón- ustuaðila er að fá að fara valda fjall- vegi áður en þeir eru formlega opn- aðir fyrir umferð. „Það er gríðarlegur munur á því hvort vegur er lokaður bílaleigubílum á litlum dekkjum eða ferðaþjónustuaðilum sem keyra á stórum jeppum með mjúkum dekkj- um og eru með þekkingu á að- stæðum,“ segir Björn, það sé mikið hagsmunamál fyrir ferðaþjón- usturekstur að geta byrjað aðeins fyrr að fara með ferðamenn upp á há- lendið. „Ferðaþjónustan aflar mikilla gjaldeyristekna og okkur finnst að hið opinbera mætti sinna okkur betur á móti, opna t.d. vegi fyrr, hafa fastar dagsetningar og gera greinarmun á því hvort fólk með þekkingu er á ferðinni eða ekki. Þessar há- lendislokanir hafa verið eins í áratugi og ekki tekið tilliti til þess að ferðaþjónustan er orðin stór atvinnuvegur.“ „Við erum með fjögur hundruð vörunúmer og það kemur fyrir að það vanti eina pakkningastærð eða styrkleika en það er sjaldgæft að það vanti alveg lyf,“ segir Ólöf Þórhallsdóttir, sölu- og markaðs- stjóri Actavis á Íslandi. Actavis framleiðir lyfið Risolid, sem er ró- andi og kvíðastillandi, en lítið er til af því á landinu núna vegna tafa í framleiðslu. Risolid fæst bæði í 10 mg og 25 mg stærðum og er hvorug til í 24 stykkja pakkningum. 10 mg töfl- urnar eru þó til í 100 stykkja pakkningum. „Þetta er þannig lyf að það er mjög auðvelt að nota tvær 10 mg töflur í staðinn fyrir eina 25 mg. Risolid er gamalt og lítið notað lyf, við erum með tvö önnur lyf við sömu ábendingum sem eru í miklu meiri notkun og eru til í öllum styrkleikum og öll- um pakkastærðum,“ segir Ólöf. Slæmt ef sá eini bregst Algengasta ástæðan fyrir töfum í framleiðslu lyfja að sögn Ólafar er að það vanti hráefni í uppskrift- ina. Dreifingarfyrirtækið Distica sér um að dreifa lyfjum fyrir Actavis og á heimasíðu þess má sjá að von er á Risolid í öllum stærðum í júlí. Á lista yfir lyf á biðlista, sem eru ekki til á lager hjá fyrirtækinu, mátti telja um áttatíu lyf í gær frá sjö fyrirtækjum, flest frá Vistor og Actavis. Jóhann M. Lenharðsson, sviðs- stjóri Lyfjastofnunar, segir að það séu alltaf til dæmi um að lyf séu ekki til í heildsölu eða hjá lyfja- birgðastöð í einhvern tíma. „Hversu slæmt tilvikið er fer eftir því hvort það eru til samskonar lyf frá fleiri fyrirtækjum eða ekki. Ef það er bara einn aðili sem er með lyfið skráð er slæmt ef hann bregst, en hann er þó að reyna að sinna markaðnum,“ segir Jóhann. ingveldur@mbl.is Kemur fyrir að skortur sé á lyfjum  Tafir í framleiðslu á lyfinu Risolid  80 lyf á biðlista hjá dreifingaraðila Morgunblaðið/Sverrir Lyfjasúpa Það kemur fyrir að ákveðin lyf skorti tímabundið. Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Það kom jafnvel skýrar fram en ella í yfirferð nefndarinnar hversu margir þræðir eru lausir í þessu máli. Það var undirstrikað, má segja, með fundum nefndarinnar að þau atriði sem lúta að verkaskiptingu ráðuneyta, hvar stofnanir eru vistaðar og svo fram- vegis, það er allt saman mjög óljóst ennþá,“ sagði Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fram- sögumaður minnihlutans í stjórnar- ráðsmálinu, og vísaði til yfirferðar stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á fyrirhuguðum breytingum á skipan ráðuneyta í stjórnarráðinu. Leggja aðeins fram beinagrind Breytt skipan ráðuneyta í stjórnar- ráðinu var til umræðu á Alþingi í gær og gagnrýndi Birgir undirbúninginn. „Hér eru breytingar sem snúast um nöfn ráðuneyta og stofnun nýrra ráðuneyta og niðurlagningu annarra. En það er bara beinagrindin. Það vantar allt kjöt á beinin og málsmeð- ferðin í nefndinni skýrði það ekki nema að litlu leyti. Það er alveg ljóst, sýnist mér á öllum gögnum málsins sem liggja fyrir og öllum þeim um- ræðum sem átt hafa sér stað um það, að það er fyrst og fremst gert ráð fyr- ir því að sú vinna, útfærslan, staðsetn- ing einstakra verkefna, skipting verk- efna milli mismunandi ráðuneyta og þess háttar, að það muni eiga sér stað í kjölfar þess að þessi þingsályktun- artillaga verði samþykkt,“ segir Birg- ir og víkur að óvissunni í málinu. „Þannig að að miklu leyti erum við þingmenn, þegar við tökum afstöðu til þessa máls, að skrifa upp á óútfylltan víxil, að minnsta kosti þeir þingmenn sem ætla sér að samþykkja þetta. Það er með öðrum orðum hér gert ráð fyr- ir hvað ráðuneytin eiga að heita en um alla útfærslu og nánara fyrirkomulag er vísað inn í framtíðina. Og það finnst mér galli því að forsenda þess að þing- menn geti tekið upplýsta ákvörðun og afstöðu til þeirra breytinga sem hér eru lagðar til er auðvitað að menn sjái um leið til hvaða breytinga ný ráðu- neyti munu leiða. Þar vantar svo sannarlega miklu fyllri mynd.“ Lokaskrefið á löngu ferli Álfheiður Ingadóttir, formaður meirihlutans í nefndinni, lýsti fyrir- huguðum breytingum svo: „Hér er um að ræða lokahnykkinn á þeim stjórnkerfisumbótum sem háttvirt ríkisstjórn boðaði í stjórnar- sáttmálanum við upphaf kjörtímabils- ins. Þar var lögð fram sú stefna að fækka ráðuneytum í áföngum úr 12 í 9 en nú stöndum við hér frammi fyrir tillögu um að fækka ráðuneytum úr 10 … í 8. Hér er sá munur orðinn á frá stjórnarsáttmálanum að nýtt efna- hags- og viðskiptaráðuneyti og fjár- málaráðuneyti verði … gerð að einu ráðuneyti en við erum hér líka að setja á stofn nýtt atvinnuvega- og ný- sköpunarráðuneyti og nýtt umhverf- is- og auðlindaráðuneyti.“ »14 Uppstokkun leiði til óvissuferðar  Þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir skort á undirbúningi við áform um sameiningu ráðuneyta  Formaður meirihlutans í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd segir umbótaferli í stjórnkerfinu að ljúka Birgir Ármannsson Álfheiður Ingadóttir Björn segir að steininn hafi tekið úr í fyrra. „Nú eru bæði Vegagerðin og Landhelgisgæslan rekin úr sama ríkiskassanum. Á sama tíma og ekki var til peningur hjá Vegagerðinni til að opna Kjalveg, því það voru þrír skaflar á honum, var til peningur til að láta þyrlu sveima þar yfir með sex menn innanborðs til að sekta þá sem voru að keyra þarna. Ætli þyrlan kosti ekki meira á klukkutímann en jarðýta kostar á dag? Okkur fannst illa farið með almannafé. Vegagerðin þóttist ekki eiga pening til að flýta fyrir opnun hálendisvegar en á sama tíma var til peningur til að láta þyrlu sveima yfir og sekta þá sem voru á ferðinni.“ Undarlegar áherslur BJÖRN HRÓARSSON Erna Hauksdóttir, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónust- unnar, segir að hjá Vegagerðinni fá- ist almennt þau svör að búið sé að skera fjármagnið til vegamála svo niður að ekki sé hægt að sinna ferða- þjónustunni. „Á sama tíma er verið að hvetja ferðaþjónustuna til fram- fara. Við erum í góðu samstarfi við ríkisstjórnina til að efla ferðaþjón- ustuna utan háannatíma og ríkið verður þá að sjá til þess að innviðirnir fylgi með. Þá erum við fyrst og fremst að horfa til vegakerfisins,“ segir Erna. G. Pétur Matthíasson, upplýsinga- fulltrúi Vegagerðarinnar, segir að ekki sé hægt að hleypa umferð á há- lendisvegina fyrr en þeir þola það. Tíðarfarið ræður þessu „Það er fyrst og fremst tíðarfarið sem ræður þessu. Þó að sköflum yrði ýtt í burtu er það ekki aðalvanda- málið, það er frost undir og þíða ofan á og getur myndast mikil aurbleyta. Við reynum að opna vegina eins fljótt og við getum.“ Spurður hvort það komi til greina að hleypa ferðaþjónustuaðilum fyrr á vegina, á undan almennri umferð, svarar G. Pétur því að það sé ekki hægt að hleypa umferð á vegina fyrr en þeir þoli það, tíðarfarið ráði þessu. Morgunblaðið/RAX Hálendið Allir hálendisvegir eru nú taldir ófærir eða eru lokaðir allri um- ferð. Uxahryggjavegur niður í Lundarreykjadal er eina undantekningin. Vonast er til að hægt verði að opna inn í Kerlingarfjöll fyrir lok mánaðar. Vilja flýta opnun vega  Hagsmunir ferðaþjónustunnar að opna hálendisvegi fyrr Einbýlishús til leigu á Seltjarnarnesi 250 fermetrar, 3 herbergi, 2 baðherbergi auk gestasnyrtingar, mjög stórt opið rými með eldhúsi, anddyri, stofu og borðstofu. Gróinn og skjólsæll garður, stórir pallar, heitur pottur. Allt endurnýjað. Hentar lítilli fjölskyldu. Getur leigst með húsgögnum. Langtímaleiga. Áhugasamir sendi inn nafn og símanúmer á box@mbl.is merkt: S-24950. „Evrópusambandið hefur krafist þess að Ísland geti sýnt fram á stjórnsýslulega getu til þess að taka að sér þær skuldbindingar sem einkum felast í yfirtöku á regluverki þeirra í landbúnaði og byggðamálum frá fyrsta degi að- ildar. Sameining þessara ráðu- neyta í eitt gefur því þá möguleika, sem ESB leggur áherslu á, að ein stofnun undir sama ráðuneyti fari með þessar styrkveitingar,“ segir Jón Bjarnason, þingmaður VG, um tengsl breytinga á stjórnarráðinu við aðlögunarferlið að ESB. Hann tengir áformin við ESB-styrki. „IPA-styrkjunum er ætlað að byggja upp nauðsynlega stjórn- sýslu og stofnanir til þess að geta mætt kröfum ESB. Þá liggur beint við að álykta að sú stofnun sem hvað mest er rekið á eftir um að stofnuð verði, s.k. Greiðslu- stofnun, eigi að sjá um til- færslur fjár- muna og greiðslur styrkja til land- búnaðar og byggðamála. Landbúnaður og byggðamál hafa verið í sitthvoru ráðuneytinu ... Með þessu má því segja að verið sé að breyta stjórnsýslunni til að bregðast við kröfum og aðlögun að ESB löngu fyrr en nokkur ákvörðun hefur verið tekin um að- ild,“ segir Jón, sem telur að það skref að leggja niður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið og sameina það iðnaðarráðuneyti sé liður í aðlögun fyrir styrkjakerfið. Hluti af aðlögun að ESB FV. SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA GAGNRÝNIR ÁFORMIN Jón Bjarnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.