Morgunblaðið - 03.05.2012, Blaðsíða 8
Morgunblaðið/Ómar
Yfirlýsing Íslands vegna fyrirliggj-
andi tillögu ESB um reglugerðar-
heimild til að beita viðskiptaaðgerð-
um gegn ríkjum sem stunda ósjálf-
bærar fiskveiðar var lögð fram á
fundi sameiginlegu EES-nefndar-
innar í gær.
Þar er ítrekað að efni fyrirhugaðr-
ar reglugerðar brjóti í bága við al-
þjóðalög, þar á meðal EES-samning-
inn, að því er kemur fram í til-
kynningu utanríkisráðuneytisins.
Eins og fram hefur komið hefur
Evrópuþingið verið með til umfjöll-
unar tillögu framkvæmdastjórnar-
innar um reglugerð sem heimili ESB
að beita viðskiptaaðgerðum gegn
ríkjum sem stundi ósjálfbærar fisk-
veiðar að þess mati.
„Í meðförum þingsins hefur
ákvæðum tillögunnar verið breytt
þannig að þau ganga í berhögg við
EES-samninginn. Íslensk stjórnvöld
hafa ítrekað lýst yfir áhyggjum
vegna þessara breytingatillagna og
komið á framfæri mótmælum bæði
munnlega og skriflega við sjávarút-
vegsnefnd Evrópuþingsins, fram-
kvæmdastjórn ESB og við aðildar-
ríki þess,“ segir í umfjöllun utan-
ríkisráðuneytisins.
Í yfirlýsingunni beina íslensk
stjórnvöld því til ESB að það virði í
hvívetna alþjóðlegar skuldbindingar
sínar við ákvarðanir og beitingu við-
skiptaaðgerða af þessu tagi. „Sér-
staklega er vísað til ákvæða bókunar
9 í EES-samningnum sem banna all-
ar viðskiptaaðgerðir sem ganga
lengra en löndunarbann á fiski úr
sameiginlegum stofnum sem deilur
standa um.“
Tillögu um refsiaðgerðir mótmælt
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2012
Enn eina ferðina er ríkisstjórninbúin að koma þinginu í tíma-
þröng.
Stór ríkisstjórnar-mál og mikil-
væg – sum hver að
minnsta kosti –
komu ekki fram fyrr
en allt of seint og
voru að auki vanbú-
in. Svo er ætlast til
þess að þingið breyt-
ist í stimpilpúða rík-
isstjórnarinnar og afgreiði málin
umræðulítið eða jafnvel umræðu-
laust.
Stjórnarþingmenn láta sér þettavel líka en enginn þarf að undr-
ast að stjórnarandstöðuþingmenn
reyni að spyrna við fótum og krefjist
eðlilegrar málsmeðferðar á þingi.
Viðbrögð stjórnarliða eru söm ogí tímaþröng á síðustu þingum;
talað er um sátt um afgreiðslu mála
og kvartað yfir skorti á sáttfýsi af
hálfu stjórnarandstöðu.
En hver er sáttin sem farið erfram á? Jú, Björn Valur Gísla-
son, þingflokksformaður VG, út-
skýrði það í gær:
Ríkisstjórnin er með tiltekin stórmál á þessu þingi sem hún ætl-
ar að klára, um annað verður ekki
samið.
Og auðvitað verður ekki heldursamið um innihald málanna.
Þetta minnir óþægilega mikið áaðrar „samningaviðræður“
sem Björn Valur er svo hrifinn af:
þessar sem gefa Íslendingum kost á
að semja að því tilskildu að þeir fall-
ist á allt sem mótaðilinn býður upp
á.
Björn Valur
Gíslason
Samningamenn
Íslands
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 2.5., kl. 18.00
Reykjavík 7 súld
Bolungarvík 6 skýjað
Akureyri 6 alskýjað
Kirkjubæjarkl. 12 skýjað
Vestmannaeyjar 6 skýjað
Nuuk -2 skýjað
Þórshöfn 9 skýjað
Ósló 20 heiðskírt
Kaupmannahöfn 15 heiðskírt
Stokkhólmur 18 heiðskírt
Helsinki 13 heiðskírt
Lúxemborg 15 léttskýjað
Brussel 10 þrumuveður
Dublin 11 skýjað
Glasgow 13 heiðskírt
London 12 skýjað
París 12 skúrir
Amsterdam 18 léttskýjað
Hamborg 17 heiðskírt
Berlín 25 heiðskírt
Vín 29 léttskýjað
Moskva 12 heiðskírt
Algarve 17 skýjað
Madríd 18 léttskýjað
Barcelona 17 léttskýjað
Mallorca 18 léttskýjað
Róm 21 léttskýjað
Aþena 26 heiðskírt
Winnipeg 12 skýjað
Montreal 10 alskýjað
New York 10 alskýjað
Chicago 23 alskýjað
Orlando 28 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
3. maí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 4:51 21:59
ÍSAFJÖRÐUR 4:39 22:21
SIGLUFJÖRÐUR 4:21 22:05
DJÚPIVOGUR 4:16 21:33
„Verði tillagan samþykkt óbreytt er
því algerlega ljóst að ekki verður
ráðist í miklar virkjanafram-
kvæmdir á Íslandi næstu ár, a.m.k.
ekki í því samhengi sem algeng um-
ræða um atvinnuuppbyggingu í
landinu grundvallast á,“ segir í um-
sögn Samorku við þingsályktunar-
tillöguna um rammaáætlun um
vernd og orkunýtingu. Samorka
setur fram harða gagnrýni á tillög-
una og gera samtökin alvarlegar at-
hugasemdir við það vinnulag sem
viðhaft hefur verið við gerð tillög-
unnar, allt frá því að verkefnis-
stjórnin skilaði sínum faglegu nið-
urstöðum til ráðherra í júlí 2011.
„Í kjölfarið tók við tvöfalt ógagn-
sætt ferli og allar hinar fjölmörgu
breytingar frá niðurstöðum verk-
efnisstjórnar hafa verið í sömu átt,
þ.e. í þá átt að draga úr áherslum
orkunýtingar. Faglegri vinnu verk-
efnisstjórnar hefur í raun verið
varpað fyrir róða og niðurstaðan
verður líklega ekki annað en stefna
núverandi stjórnvalda í verndun og
nýtingu,“ segir í umfjöllun Sam-
orku.
Hörð
gagnrýni
Samorku
Faglegri vinnu
varpað fyrir róða
Smiðshöfði 1, 110 Reykjavík, sími 587 9700, propack.is, propack@propack.is
Sérhæfum okkur í pökkun og frágangi
á búslóðum til flutnings milli landa,
landshluta eða innanbæjar
Við pökkum búslóðinni, önnumst farmbréf, tollafgreiðslu og sjáum um flutning á áfangastað. Flytjum fyrir
einstaklinga, fjölskyldur og fyrirtæki. Sjáum einnig um að pakka upp búslóðinni á nýju heimili og koma öllu fyrir
eins og óskað er. Ef heimilið er ekki tilbúið bjóðum við geymslu búslóða, í nýlegu og glæsilegu húsnæði, með
fullkomnu öryggis- og brunavarnakerfi.
Stofnað árið 1981