Morgunblaðið - 03.05.2012, Page 37

Morgunblaðið - 03.05.2012, Page 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2012 Empire Total film Variety Tommi, Kvikmyndir.is „Svöl, skemmtileg, grípandi og fyndin“ „Þær gerast varla betri en þetta!“ Hörku Spennutryllir frá framleiðendum “Girl with the Dragon Tattoo” og “Safe House”. Stærsta ofurhetjumynd allra tíma! EGILSHÖLL 16 14 KRINGLUNNI ÁLFABAKKA 12 12 VIP L 16 12 12 L 10 10 10 10 10 10 12 12 AKUREYRI 10THEAVENGERS (3D) KL. 5 - 8 - 10:50 3D GONE KL. 8 2D WRATHOF THE TITANS KL. 5:40 - 10:10 2D THEAVENGERS KL. 5 - 7 - 8 - 10 - 11 3D THEAVENGERS KL. 6 2D BATTLESHIP KL. 8 - 10:50 2D TITANICÓTEXTUÐ KL. 9 3D COLDLIGHTOFDAY KL. 5:50 2D 16 12 KEFLAVÍK 10THEAVENGERS KL. 8 - 10:50 3D GONE KL. 8 2D SVARTURÁLEIK KL. 10 2D THEAVENGERS KL. 5 - 7 - 8 - 10 - 10:503D THEAVENGERSVIP KL. 5 - 8 - 10:50 2D THEAVENGERS KL. 5 - 10:20 2D CABIN IN THEWOODS KL. 5:50 - 8 - 10:20 2D BATTLESHIP KL. 5:20 - 8 - 10:40 2D AMERICANPIE KL. 8 2D FJÖRFISKARNIR ÍSL.TALI KL. 5 2D AVENGERS KL. 5 - 8 - 9 - 10:50 3D THEAVENGERS KL. 6 2D CABIN IN THEWOODS KL. 10:10 2D COLDLIGHTOFDAY KL. 6 - 8 2D TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á STÆRSTA FRUMSÝNINGARHELGI ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI ! Heimildamyndin Bully erþörf saga um einelti ískóla í Iowa-ríki í Banda-ríkjunum. Rakin er saga nokkurra einstaklinga sem orðið hafa fyrir einelti í skóla og hvernig áhrif það hefur á þeirra líf. Styrkur myndarinnar er að reynt er að horfa til eineltis í víðu sam- hengi. Skoðuð eru viðbrögð skóla- yfirvalda, foreldra, einstaklinganna sem fyrir eineltinu verða og hvernig nærsamfélagið reynir að sporna við þessari vá. Víða er pottur brotinn og í myndinni má sjá hvernig kerfinu mis- tekst að takast á við vandamálið með fullnægjandi hætti. Myndin er runnin undan rifjum Stans Hirch sem leikstýrir myndinni. Hirch fylgdi eftir nokkrum krökkum sem orðið höfðu fyrir einelti í skóla í heilt skólaár. Í viðtali Hirch við Morgunblaðið í síðustu viku kom jafnframt fram að hann er fyrir aftan myndavélina í nær öllum senum myndarinnar. Átakanlegt er að horfa upp á það þegar eineltið nær hámarki og jafnframt er sorglegt að horfa upp á getuleysi skólayfirvalda til þess að taka á vandamálinu. Sérstaklega kemur aðstoðarskólastjóri East Mid- landskóla, Kim Lockwood, illa út í myndinni þar sem hún neitar að horf- ast í augu við alvarleika vandamáls- ins. Það kemur illa niður á Alex Libby, einni aðalpersónu mynd- arinnar, sem verður fyrir andlegu og líkamlegu ofbeldi í mörgum senum myndarinnar. Óhætt er að segja að myndin eigi erindi við vestrænt samfélag í heild sinni. Stan Hirch á hrós skilið fyrir að veita vandamálinu athygli með þess- um hætti. Ef hins vegar rýnt er í veikleika myndarinnar þá er hluti hennar lang- dreginn og hefði hún að ósekju mátt vera eilítið styttri og hnitmiðaðri í umfjöllun sinni. Jafnframt gerði leik- stjórinn lítið til þess að kanna viðhorf stjórn- eða yfirvalda til málsins í víð- ara samhengi. Engu að síður er myndin vel heppnuð og ætti ekki að láta neinn ósnortinn. Fórnarlamb Í Bully er m.a. fylgst með ungum dreng, Alex, sem verður fyrir miklu einelti af hálfu skólafélaga sinna. Saga sem verður að segja Háskólabíó og Borgarbíó Bully/Grimmd: sögur af einelti bbbmn Höfundur: Lee Hirsch. Heimildarmynd. Bandaríkin, 2011. 98 mín. VIÐAR GUÐJÓNSSON KVIKMYNDIR Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Hole in the Wall, eða Hola í vegg, nefnist stuttmynd um einelti og af- leiðingar þess sem kvikmyndagerð- armaðurinn Haukur M, fullu nafni Hakur M. Hrafnsson, vinnur að fjár- mögnun á og nýtir til þess vefinn In- diegogo.com, óskar í myndbandi eft- ir fjárframlögum til verkefnisins. Samkvæmt reglum vefjarins hafa listamenn sem nýta sér þessa leið ákveðinn tíma til að ná heildar- upphæðinni. Í tilfelli Hauks eru dag- arnir 30 og þarf settu marki að vera náð 27. maí nk., stefnt að því að safna 22.000 dollurum eða um 2,7 milljónum króna. Náist það ekki falla áheit niður. Tökur eftir fjórar vikur Myndin er útskriftarmynd Hauks en hann er á lokaári í leikstjórn- arnámi við Polish National Filmschool, eða Kvikmyndaskóla Póllands. Haukur á nokkrar kvik- myndir í fullri lengd að baki, m.a. (Ó) eðli frá árinu 1999 og hefur einnig leikstýrt stuttmyndum, heimildar- myndum, tónlistarmyndböndum og auglýsingum. Þess má geta að Haukur hlaut heiðursverðlaun dóm- nefndar á Alþjóðlegri kvikmynda- hátíð í Reykjavík í fyrra, fyrir stutta heimildarmynd sína Ósýnileg mæri, Invisible Border. Eiginkona hans, Ásta Júlía Guðjónsdóttir, nemur kvikmyndatöku við sama skóla og mun hún sjá um kvikmyndatöku í Holu í vegg. „Ég er nú þegar kominn með leik- ara og framleiðsla hafin, við erum tilbúin í tökur eftir fjórar vikur. Ég býst við því að við getum alveg skot- ið myndina, það þarf bara að fórna rosalega miklu ef ég næ ekki þessari upphæð,“ segir Haukur. Myndin verði tekin í borginni Lodz, á Red Epic-myndavél, og svo yfirfærð á 35 mm filmu. Haukur segist hafa fengið ákveðna upphæð frá skólanum en hún dugi ekki fyrir framleiðslu- kostnaði. Því hafi hann ákveðið að fara þessa leið, að óska eftir fjár- framlögum. „Ég tel þessa síðu og fleiri vera framtíðina fyrir óháða kvikmyndagerð, ég held við séum rétt að sjá byrjunina á mikilli sprengju,“ segir Haukur. Áttar sig ekki á eigin sök Hola í vegg fjallar um einelti með- al unglinga og hvernig netið hefur breytt hegðun ungs fólks hvað slíkar ofsóknir varðar. Sagan er sögð frá sjónarhóli unglings sem gerst hefur sekur um einelti. Haukur segist hafa verið nýbyrjaður að skrifa handritið þegar 11 ára drengur sem upplifði mikið einelti til lengri tíma og glímdi við geðraskanir, svipti sig lífi í Sand- gerði í fyrra. Sá atburður hafi haft djúpstæð áhrif á hann, og í byrjun stuttmyndarinnar sviptir ungur drengur sig lífi eftir að hafa orðið fyrir miklu einelti á netinu. 18 ára bróðir hans sem gerst hefur sekur um einelti, leiti í kjölfarið sökudólga án þess að átta sig á eigin gjörðum. Fjáröflunarsíðu Hole in the Wall má finna á vefslóðinni indie- gogo.com/holeinthewall. Einnig má finna Facebook-síðu helgaða henni. Einelti frá sjónar- horni gerandans  Fjármagns leitað á netinu fyrir stuttmynd um einelti Kvikmyndahjón Haukur og eiginkona hans, Ásta Júlía Guðjónsdóttir, við kvik- myndatökuvél, einbeitt á svip. Þau vinna að gerð stuttmyndarinnar Hole in the Wall. - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.