Morgunblaðið - 03.05.2012, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2012
✝ Elín Anna Ey-vinds fæddist í
Reykjavík 3. sept-
ember 1956. Hún
lést á gjörgæslu-
deild Landspít-
alans í Fossvogi
29. apríl 2012.
Foreldrar henn-
ar voru Þórður
Ingi Eyvinds, f. 18.
febrúar 1922, d. 9.
september 1979 og
Magnea Elísabet Helgadóttir,
f. 11. apríl 1929, d. 19. október
2001. Systkini Elínar Önnu
eru: 1) Helgi, f. 10.
desember 1950.
Fyrrverandi eig-
inkona hans er
Sigurrós Halldórs-
dóttir, synir þeirra
eru Arnar, Ívar,
Sævar og Rúnar.
2) Ingibjörg, f. 6.
september 1953, d.
22. júní 1954. 3)
Magnea Ingibjörg,
f. 9. júní 1955, d.
10. júní 2000. Eiginmaður
hennar er Sæmundur Runólfs-
son, börn þeirra eru Inga Rún
og Runólfur. Seinni kona Sæ-
mundar er Kristín Svav-
arsdóttir. 4) Sveinn Friðrik, f.
27. október 1961, d. 2. desem-
ber 1978. 5) Auður, f. 30. sept-
ember 1969, d. 24. nóvember
2011. Börn Auðar og fyrrver-
andi eiginmanns hennar, Þor-
kels Sigurgeirssonar eru Sig-
urgeir Ingi, Elísabet Sól og
Ísak Dagur.
Elín Anna bjó lengst af í
Reykjavík. Hún vann ýmis
störf er hún var yngri, að-
allega á heilbrigðisstofnunum.
Síðustu ár ævi sinnar bjó hún í
Hátúni 12 í Reykjavík.
Útför Elínar Önnu fer fram
frá Fríkirkjunni í dag, 3. maí
2012, og hefst athöfnin kl. 16.
Elsku Ellanna.
Við munum minnast þín sem
sérstakrar manneskju með
áhugaverðan persónuleika. Þú
fékkst þinn skerf af mótlæti í líf-
inu en hafðir hingað til náð að
sigrast á því og halda ótrauð
áfram. Það er okkur mikill harm-
ur að hugsa til þess að þú sért nú
fallin frá einungis 55 ára gömul.
Þér leið best innan um fjöl-
skylduna og þú vildir alltaf vera
með og taka þátt þegar fjölskyld-
an kom saman og þrátt fyrir að
það reyndist þér erfitt að komast
á milli staða, þá stoppaði það þig
ekki. Það var gaman að nærveru
þinni og þú hafðir skemmtilegan
karakter. Þú hafðir gaman af
hannyrðum, lestri góðra bóka og
varst mikill grúskari. Þér leið vel
á meðal fólks og varst ófáa dagana
á rölti um Kringluna, settist yfir
kaffibolla og drakkst í þig mann-
lífið.
Við minnumst samverustunda
með þér í jólaboðum og afmælum.
Þegar við spiluðum Trivial Pursu-
it kom í ljós að þú vissir oft hluti
sem enginn annar vissi þannig að
það kom sér oft vel að hafa þig
með sér í liði. Það lýsir einmitt
þínum karakter svo vel, þú fórst
yfirleitt ekki hefðbundnar leiðir
og vildir hafa hlutina eftir þínu
höfði.
Þó að þú hafir ekki átt nein
börn sjálf þá varstu mjög barn-
góð. Það var alltaf ákveðin eftir-
vænting hjá mínum börnum að fá
gjafir frá þér því þú gafst öðruvísi
gjafir en aðrir fjölskyldumeðlimir.
Minning þín mun lifa áfram hjá
okkur, elsku Ellanna, guð geymi
þig.
Þorkell, Elísabet Sól
og Ísak Dagur.
Elsku Ellanna.
Ég hitti þig seinast um jólin.
Ég kvaddi þig en þegar ég ætlaði
að labba burt spurðirðu hvenær
þú myndir fá að sjá okkur systk-
inin næst. Ég sagði rólegur að við
myndum að sjálfsögðu halda
áfram að hittast í boðum eða bara
þar sem leiðir okkar lægi saman.
Nú er ljóst að í næsta fjölskyldu-
boði verður autt pláss sem ekki
verður fyllt upp í því þú varst
sannarlega einstök. Gjafirnar þín-
ar voru alltaf ólíkar öllum hinum
gjöfunum og þær sýndu þessa
miklu umhyggju sem bjó í brjósti
þér. Það var alltaf spennandi að
sjá hvað kom úr pakkanum. Þú
varst hreinskilin og lést ekki þitt
eftir liggja að segja það sem þér lá
á hjarta. Þú fórst þína eigin leið í
gegnum lífið og varst óhrædd að
synda á móti straumnum. Þó
vindurinn hafi oft blásið á móti
stóðstu storminn alltaf af þér.
Alltaf barðist þú áfram, harð-
ákveðin í að verða 86 ára eins
amma þín. Að lokum kom því mið-
ur stormur sem ekki var hægt að
standa af sér.
Það er skrítin og ónotaleg til-
finning að hafa þig ekki lengur hjá
okkur. Takk fyrir margar hlýjar
og góðar samverustundir, þín
verður sárt saknað.
Sigurgeir Ingi Þorkelsson.
Kæra Ellanna, eins og þú varst
alltaf kölluð. Þín lífsganga var oft
erfið vegna veikinda, en þú tókst
því með jafnaðargeði.
Við viljum þakka þér þau ár
sem við áttum með þér gegnum
systur þína, hana Auði. Við vorum
svo lánsöm að eiga hana sem
tengdadóttur, en hún féll frá í
blóma lífsins frá ungum börnum í
nóv. sl. eftir erfiðan sjúkdóm og
verður jafnan sárt saknað. Það
varð því stutt á milli ykkar
stystra.
Nú hefur þú fengið hvíldina og
kemur til með að hitta þína for-
eldra og systkini þín sem farin eru
til æðri heima og verða þar fagn-
aðarfundir.
Nú opnast þér öll hin gullnu hlið
og almættið þér tekur við,
ljósið skæra eftir langa bið
lýsir upp eilífan himnafrið.
Megir þú hvíla í friði.
Freyja og Sigurgeir.
Elín Anna Eyvinds✝
Eiginkona mín, móðir okkar, amma, lang-
amma og systir,
HALLDÓRA BJARNADÓTTIR,
Kvígindisfelli,
Tálknafirði,
lést á gjörgæslu Landspítalans í Fossvogi
föstudaginn 27. apríl.
Minningarathöfn verður í Neskirkju fimmtudaginn 3. maí
kl. 15.00.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Magnús Guðmundsson.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
BJÖRN HERMANN HERMANNSSON
frá Ísafirði,
verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju
þriðjudaginn 8. maí kl. 13.00.
Guðmundur Móeses Björnsson, Karen Anne Björnsson,
Hermann Sigurður Björnsson, Júlía Rós Atladóttir,
Guðmundur Geir Björnsson,
Guðlaug Birna Björnsdóttir, Tryggvi F. Elínarson,
Sigríður Áslaug Björnsdóttir,
Herdís Lilja Björnsdóttir
og barnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og
útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
GUÐBJARGAR JÓNSDÓTTUR
frá Stórholti,
síðar Dalbraut 18,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki dvalar- og
hjúkrunarheimilisins Grundar fyrir hlýhug og góða umönnun.
Guðmundur Theódórs, Þrúður Karlsdóttir,
Elinborg Theódórs, Bjarni Jensson,
Benedikta Theódórs, Ólafur Gunnlaugsson,
Jón Brands Theódórs, Kristjana Benediktsdóttir,
Páll Theódórs, Hrafnhildur Árnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför bróður okkar, mágs, frænda og vinar,
SIGURÐAR JÚLÍUSSONAR,
Álfaskeiði 72,
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks L-2 á Land-
spítala Landakoti og líknardeildar Landspítalans í Kópavogi fyrir
hjúkrun og umönnun.
Ingibjörg Ása Júlíusdóttir, Jóhannes Þórðarson,
Ásta Haraldsdóttir, Steinþór Nygaard,
Erla Júlíusdóttir,
Júlíus, Valgerður, Ásbjörn Ingi, Jón Páll,
Sigurður Þór, Erlendur,
fjölskylda og vinir.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
KRISTÍN RUTH JÓNSDÓTTIR,
Herjólfsgötu 40,
Hafnarfirði,
andaðist laugardaginn 28. apríl.
Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju mánu-
daginn 7. maí kl. 13.00.
Inga Jóna Jónsdóttir, Steindór Guðmundsson,
Ólína Bergsveinsdóttir, Guðmundur Ragnar Ólafsson,
Jón Bergsveinsson, Ásdís Árnadóttir,
Björg Bergsveinsdóttir, Eggert Dagbjartsson,
Bergsveinn Bergsveinsson,Gígja Hrönn Eiðsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐBJÖRG S. SIGURJÓNSDÓTTIR
frá Vestmannaeyjum,
til heimilis í Bólstaðarhlíð 41,
Reykjavík,
lést þriðjudaginn 1. maí.
Guðríður Halldórsdóttir, Emil Th. Guðjónsson,
Ágúst Halldórsson, Hólmfríður Arnar,
Björg Halldórsdóttir, Guðsteinn Ingimarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma
og langalangamma,
KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Norðfirði,
til heimilis að Snorrabraut 56 B,
Reykjavík,
lést að kvöldi mánudagsins 30. apríl.
Kolbrún Sigurðardóttir,
Guðlaugur Sigurðsson, Alda Björk Skarphéðinsdóttir,
Valgerður Sigurðardóttir, Ágúst Ólafur Georgsson
og fjölskyldur.
✝
Ástkær systir okkar og mágkona,
SVANDÍS JÓNSDÓTTIR WITCH,
andaðist í London föstudaginn 27. apríl.
Ingimar G. Jónsson, Ester Eyjólfsdóttir,
Tómas Jónsson.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
KJARTAN ÓLAFSSON,
Hlaðhamri,
lést á sjúkrahúsinu Hvammstanga þriðju-
daginn 24. apríl.
Jarðarförin fer fram frá Prestbakkakirkju
Hrútafirði laugardaginn 5. maí kl. 14.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á
Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunarinnar á Hvammstanga.
Jóhannes Kjartansson, Sveinbjörg Guðmundsdóttir,
Jón Kjartansson, Gyða Eyjólfsdóttir,
Sigurður Kjartansson, Olivia Weaving
og barnabörn.
✝
SIGURÐUR ÓSKAR PÁLSSON
fyrrverandi kennari
og skólastjóri
á Borgarfirði eystra og Eiðum
lést á dvalarheimilinu Hlíð fimmtudaginn
26. apríl.
Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta
SOS-barnaþorpin njóta þess. Reikn. 0130-26-9049,
kt. 500289-2529.
Jónbjörg Sesselja Eyjólfsdóttir,
börn og fjölskyldur.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, bróðir, mágur
og tengdasonur,
EINAR ÞÓR ÞÓRHALLSSON
framkvæmdastjóri,
Mávanesi 18,
Garðabæ,
lést fimmtudaginn 26. apríl.
Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn 4. maí
kl. 15.00.
Andrea Þ. Rafnar,
Sunna Björg Einarsdóttir, Gunnar Rögnvaldsson,
Stefán Arnar Einarsson, Erna Leifsdóttir,
Örn Þórhallsson, Erla Magnúsdóttir,
Þórunn Þórhallsdóttir, Jón Hjaltalín Ólafsson,
Sigríður Þórhallsdóttir, Jón Kristján Árnason,
Hörn Harðardóttir, Matthías Jakobsson,
Þorbjörg J. Rafnar.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda-
faðir og afi,
HILDIÞÓR KR. ÓLAFSSON,
Árskógum 8,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
mánudaginn 30. apríl.
Útförin verður ekki auglýst.
Anna Margrét Albertsdóttir,
María Hildiþórsdóttir,
Elísabet Hildiþórsdóttir, Guðjón Baldursson,
Þórhildur Guðjónsdóttir,
Margrét Anna Guðjónsdóttir.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
KRISTJÁN ÓSKAR JÓNSSON
frá Loftsstöðum,
Skólavöllum 10,
Selfossi,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands sunnu-
daginn 29. apríl.
Jarðarförin fer fram frá Selfosskirkju fimmtudaginn 10. maí
kl. 13.30.
Ásta Guðrún Benjamínsdóttir,
Hansína Kristjánsdóttir, Jón Árni Guðmundsson,
Kristján Jóhann Kristjánsson,
Bríet Kristjánsdóttir, Benedikt Sigurgeirsson,
Alda Björg Kristjánsdóttir, Þorvaldur Eiríksson,
barnabörn og barnabarnabörn.