Morgunblaðið - 03.05.2012, Síða 36

Morgunblaðið - 03.05.2012, Síða 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2012 Ekki er hægt að segja ann-að en að það hafi veriðbráðvel til fundið aðdjassa upp íslensk dæg- urlög líkt og þeir félagar í Hot Eski- mos, Karl Olgeirsson píanóleikari, Kristinn Snær Agnarsson trommu- leikari og Jón Rafns- son kontrabassaleik- ari, gera á þessari skemmtilegu plötu. Oftar en ekki enda slíkar plötur sem hálfgerður syk- urhroði, en í þessu tilviki gæta menn að því að velja ekki bara það vinsæl- asta, þó sum laganna hafi vissulega orðið allvinsæl á sínum tíma. Ekki má þó skilja þetta svo að þetta sé einhver tilraunamennska og krydd- kökur út í gegn; öðru nær – er til meiri lumma í íslenskri tónlist- arsögu en Stolt siglir fleyið mitt með Áhöfninni á Halastjörnunni? Kúnstin við að taka lag sem allir þekkja og færa í nýjan búning er að færa það sem lengst frá upprun- anum án þess þó að missa sjónar á því hvað það var sem gerði lagið vin- sælt á sínum tíma, leyfa manni að heyra vel samið lagið upp á nýtt og þá njóta upp á nýtt. Það tekst þeim félögum misjafnlega á skífunni, stundum frábærlega eins og í Álfum Magnúsar Þórs Sigmundssonar, þar sem þeir draga vel fram hvað lagið er frábærlega samið, í Rúdolf Þeys- ara og í Animal Arithmetic. Sum- staðar tekst þeim miður, til að mynda í Stolt siglir fleyið mitt sem er með svo klifunarkennda laglínu að erfitt er við að eiga og væmnin í Is it True er fullmikil. Að því sögðu þá er platan skemmtileg út í gegn og ég hef ekki tölu á því hvað ég hef sent marga diska til kunningja í útlöndum sem allir hafa orðið stórhrifnir. Gamlar lummur og aftur- gengnar kryddkökur Geisladiskur Hot Eskimos - Songs from the Top of the World bbbbn Hot Eskimos skipa Karl Olgeirsson, Kristinn Snær Agnarsson og Jón Rafns- son. JRmusic gefur út. ÁRNI MATTHÍASSON TÓNLIST Skemmtan Félagarnir í Hot Eskimos, Karl Olgeirsson píanóleikari, Krist- inn Snær Agnarsson trommuleikari og Jón Rafnsson kontrabassaleikari, djassa upp íslensk dægurlög. Mikil menningarveisla er fram- undan á vegum Menningar- miðstöðvar Fljótsdalshéraðs. Ber fyrst að nefna einleik með leik- aranum Sigurði Skúlasyni, Hvílíkt snilldarverk er aðurinn!, en einleik- inn vann hann ásamt leikstjóra verksins, Benedikt Árnasyni, upp úr höfundarverki Williams Shake- speares. Verkið verður sýnt víðs vegar um Austurland, á sex stöðum, en fyrsta sýningin var haldin í gær í Miklagarði á Vopnafirði. Í kvöld verður hann sýndur í Herðubreið/ Hótel Öldunni, á morgun í Fé- lagslundi á Reyðarfirði, á laugardag- inn í Sláturhúsinu á Egilsstöðum, á sunnudaginn í Hótel Framtíð á Djúpavogi og á mánudaginn í Ný- heimum á Höfn. Allar sýningar á verkinu hefjast kl. 20.30. Krummadans og -söngur Listahátíðin List án landamæra teygir sig austur, í Sláturhúsið á Eg- ilsstöðum og verður sett kl. 14 á laugardaginn í Bragganum. Margrét M. Norðdahl, framkvæmdastýra Listar án landamæra, setur hátíðina en kynnir verður Stefán Bogi Sveinsson, forseti bæjarstjórnar. Sveinn Snorri Sveinsson flytur ljóð og nemendur leikskólans Tjarnar- lands, félagar frá eldri borgurum og einstaklingar frá Stólpa túlka krumma í dansi, hreyfingu og söng. Þá bjóða nemendur við tónlistar- skólana á Héraði og Sveitabandið frá Menntaskólanum á Egilsstöðum upp á dansatriði. Fimleikadeild Hattar býður upp á fimleikasýningu í umsjón Auðar Völu Gunnarsdóttur og kvenfélagið Bláklukka selur kaffi og meðlæti á meðan á hátíðinni stendur. Í Sláturhúsinu verða einnig sýnd handverk frá ýmsum hópum og kynnt verður samstarfsverkefni leikskólans Tjarnarlands, félags eldri borgara, Stólpa og starfs- brautar ME sem ber yfirskriftina Betri bær - list án landamæra og sýnd heimildarmynd Sigurðar Ing- ólfssonar og Ólafar Bjarkar Braga- dóttur um verkefnið auk handverks sem tengist hrafninum. Af sýningum má nefna ljósmyndasýningu Ingi- mars Skúlasonar, nemanda við ME, og samsýningu Friðriks Halldórs- sonar og Önnu Kristínar Magnús- dóttur. Hlið við hlið nefnist svo sam- starfsverkefni Anne Kampp leirlistakonu og Stólpa. Einnig má nefna sýningu á verkum nemenda Starfsendurhæfingar á Austurlandi og sýningu á verkum nokkurra fé- laga í Myndlistarfélagi Fljótsdals- héraðs. Þá sýna félagar frá geðrækt- armiðstöðinni Ásheimum afrakstur vetrarins. Snilldarverk Sigurður Skúlason í Hvílíkt snilldarverk er maðurinn! Veisla fyrir austan  Einleikur með Sigurði Skúlasyni og fjölbreytt dagskrá í Sláturhúsinu Þann 28. apríl sl. hófst vefuppboð á gömlum hljómplötum sem margar teljast til forngripa, á vefnum upp- bod.is, en að uppboðinu standa fornbókaverslunin Bókin og Gallerí Fold. Uppboðið stendur til 13. maí. Úrvalið er vægast sagt mik- ið og fjölbreytt, allt frá sígildum barnaplötum til kóraplatna og eru margar hverjar komnar vel til ára sinna. Má af einstökum plötum nefna Söngævintýrið Rauðhetta og Hans og Gréta og Valla og snæálfana með Gylfa Æg- issyni; Einu sinni var, vísnaplötu Björgvins Halldórssonar og Gunn- ars Þórðarsonar; plötu með Alfreð Clausen og Sigurði Ólafssyni frá árinu 1955; Kúreka norðursins með Hallbirni Hjartarsyni; plötu Change sem ber nafn sveitarinnar og plötu með Maríu Markan sem gefin var út af fyrirtækinu Gramo- phone, En dröm - Den farende svend. Elvis Presley er einnig með- al listamanna en ein platnanna á uppboðinu hefur að geyma lögin „Hound Dog“ og „Don’t be Cruel“. Leiðbeiningar má finna á vefnum fyrir þá sem vilja bjóða í plöturnar. Eigandi Bókarinnar er Ari Gísli Bragason. Lax Plata með söngvaranum Guð- mundi Jónssyni. Hún er á uppboði. Gamlar og góðar plötur á uppboði Ari Gísli Bragason Dave Grohl, for- sprakki hljóm- sveitarinnar Foo Fighter og fyrr- verandi tromm- ari Nirvana, mun að öllum lík- indum stýra gerð heimildarmynd um hið sögu- fræga hljóðver Sound City í Los Angeles. Á átt- unda áratugnum voru þar hljóðrit- aðar margar merkar breiðskífur, m.a. tvær plötur Fleetwood Mac, sú sem hét eftir hljómsveitinni og hin góðkunna Rumours. Grohl þekkir til hljóðversins, hljóðritaði í því ein- hverja þekktustu breiðskífu rokk- sögunnar, Nevermind, með hljóm- sveitinni Nirvana. Fleiri stórmenni tónlistarsögunnar hafa tekið upp plötur þar, m.a. Neil Young og Johnny Cash. Hljóðverið hætti starfsemi í fyrra. Gerir heimildar- mynd um hljóðver Dave Grohl LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar THE AVENGERS 3D Sýnd kl. 7 - 10:10 (POWER) AMERICAN PIE: REUNION Sýnd kl. 10:20 21 JUMP STREET Sýnd kl. 5:45 - 8 HUNGER GAMES Sýnd kl. 10 LORAX 3D ÍSL TAL Sýnd kl. 6 STERK BYRJUN, MANN ÞYRSTIR Í MEIRA! T.V. - Vikan/Séð og Heyrt HHHH HEIMURINN FYLGIST AGNDOFA MEÐ DREPFYNDIN MYND SEM GEFUR FYRSTU MYNDUNUM EKKERT EFTIR! Fór beint á toppinn í USA BRÁÐSKEMMTILEG OG LITRÍK MYND FRÁ HÖFUNDUM AULINN ÉG „FYNDNASTA MYND SEM ÉG HEF SÉÐ Í LANGAN TÍMA!“ - T.V., Kvikmyndir.is HHHH STÆRSTA OFURHETJUMYND ALLRA TÍMA Ð „SVÖL, SKEMMTILEG, GRÍPANDI OG FYNDIN“ „ÞÆR GERAST VARLA BETRI EN ÞETTA!“ - Tommi, Kvikmyndir.is HHHH HHHH - J.W. Empire HHHH - J.C. Total Film HHHH - J.C. Variety HHHH - T.M. Hollywood Reporter -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is POWE RSÝN ING KL. 10 :10 „ÞESSI MYND Á EFTIR AÐ BJARGA MANNSLÍFUM.“ -STEFÁN KARL STEFÁNSSON, LEIKARI - T.V., KVIKMYNDIR.IS - T.V., KVIKMYNDIR.IS SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS GLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS GRIMMD (BULLY) KL. 5.45 - 8 - 10.15 10 21 JUMP STREET KL. 8 - 10.30 14 MIRROR MIRROR KL. 5.40 L IRON SKY KL. 10.30 12 TITANIC 3D ÓTEXTUÐ KL. 5.15 10 HUNGER GAMES KL. 9 12 SVARTUR Á LEIK KL. 5.30 - 8 16 THE AVENGERS KL. 5 - 8 - 10.30 - 11 10 THE AVENGERS LÚXUS KL. 5 - 8 - 11 10 21 JUMP STREET KL. 5.30 - 8 - 10.30 14 MIRROR MIRROR KL. 3.20 - 5.40 L AMERICAN REUNION KL. 8 12 LORAX – ÍSLENSKT TAL 3D KL. 3.30 L HUNGER GAMES KL. 5 - 8 12 SVARTUR Á LEIK KL. 11 16 21 JUMP STREET KL. 8 - 10.10 14 BATTLESHIP KL. 10.10 12 AMERICAN PIE KL. 6 - 8 12 MIRROR MIRROR KL. 6 L Stefanía Ósk Margeirsdóttir heldur framhaldsprófstónleika sína á píanó sem eru jafnframt burtfarartónleikar hennar frá Tónlistarskólanum í Grindavík fimmtudaginn 3. maí 2012 kl. 20:00 í Grindavíkurkirkju. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og allir velkomnir. Framhaldsprófstónleikar Tónlistarskólinn í Grindavík www.grindavik.is/tonlistarskoli

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.