Morgunblaðið - 03.05.2012, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.05.2012, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2012 S HELGASON steinsmíði síðan 1953 SKEMMUVEGI 48 ▪ 200 KÓPAVOGUR ▪ SÍMI: 557 6677 ▪ WWW.SHELGASON.IS SAGAN SEGIR SITT Hvað er að hjá þeim stjórnvöldum, sem geta ekki og vilja ekki huga að verðmætum lands síns, heldur vilja afhenda land og verðmæti til ESB og Kínverja? Hví getum við ekkert sjálf? Það er sorglegt að horfa upp á heimsókn Kínverja og auðtrúa lympustrympu-stjórnmálamenn okkar lands. Hvaðan kemur þessi aumingjaháttur? ESB og Kínverjar fara það sem þeir vilja og þurfa, því að þeim er fullljós undirlægjuháttur okkar stjórnvalda og bera enga virðingu fyrir þeim, – ekki geri ég það, – því skyldu þá þeir gera það? Af hverju eru ekki á Alþingi rædd málefni Grímsstaða? Langtímaleiga er sama og sala á jörðinni, því að Kínverjar munu byggja þorp og þeir koma til að vera, það er þeirra háttur. Það er barnalegt að halda að þessi millljarðamæringur þurfi endilega hótel á hálendi Íslands, það er fyrirsláttur. Hví þurfa þeir stórt sendiráð, hví þurfa þeir eina stærstu jörð lands- ins, hví þurfa þeir sæti í Norð- urheimskautsráðinu? Jú, þeir ætla að hafa afskipti af norðurhveli jarð- ar og hjá þeim eru það yfirráð. Hvernig má vera að stjórnvöld ætli að hleypa inn á veiklundaða og tækifærissinnaða þjóð, andlega sterkri og grimmlyndri þjóð sem Kínverjar eru? Ég bið ykkur að hugsa til fram- tíðar. Látið af græðginni, hún verð- ur okkur að falli, það á ekki allt að vera falt fyrir peninga. Bretar, að sjálfsögðu, neituðu þeim um land undir þorp. Þið getið ekki stýrt þeim eftir að þeir setjast hér að. Ef þið núverandi stjórn- málamenn getið ekki stýrt landi og þjóð svo vel fari, þá segið af ykkur og hleypið að fólki sem vill skila landinu óskiptu til komandi kyn- slóða. Þið gátuð sent einn mann fyrir Landsdóm til að bera ábyrgð á ykkar eigin græðgi, það var ljótur gjörningur og sýnir hversu óhæf þið eruð. Ég vil Össur Skarphéð- insson og Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir Landsdóm, fyrir að nota Al- þingi okkar til þess að aðlaga okkur að regluverki annars ríkja- sambands, og ef þau ætla að láta af hendi fullveldið þá er það í mínum huga landráð. En ég þykist vita að menntafólkið muni finna þessu orði landráð aðra merkingu. Og sem aldrei fyrr þá er ástæða til að biðja æðri máttarvöld að varðveita Ís- land. STEFANÍA JÓNASDÓTTIR Sauðárkróki. Kínverjar og ESB Frá Stefaníu Jónasdóttur Bréf til blaðsins Alþjóðasamtök fóta- aðgerðafræðinga, FIP, sem Félag íslenskra fótaaðgerðafræðinga á aðild að, vekja athygli á að maímánuður ár hvert er helgaður fóta- vernd og fótaheilbrigði. Þetta er gert í þeim til- gangi að gefa gaum að því þýðingarmikla hlut- verki, sem heilbrigðir fætur gegna í lífsgæðum mannsins og þeirri brýnu þörf að allir geti átt að- gang að meðferð til að bæta mein fóta sinna og með því komið í veg fyrir skerðingu lífsgæða. Við hvetjum Íslendinga til að staldra við og skoða fætur sína og meta hve þýðingarmiklu hlutverki þeir þjóna. Mikill fjöldi fólks um víða veröld þjáist af fótameinum. Þessar þjáningar valda erfiðleikum og koma jafnvel í veg fyrir að fólk geti nálgast heilbrigðisþjónustu. Að þessu sinni er gaumur gefinn að lífaflsfræði (Biomechanics) sem felst m.a. í því hvernig rangstaða lík- amans, sem getur stafað af mis- löngum fótleggjum eða annarri skekkju í stoðkerfinu, getur haft áhrif á fætur og orsakað fótamein í og á framfætinum. Í starfi fótaaðgerða- fræðinga felst m.a. að bæta áverka af þessum völdum og fyrirbyggja að framhald verði á þeim með ýmiss konar hlífðarmeðferð í samvinnu við aðrar heilbrigðisstéttir. Í tilefni af þema fótverndarmán- aðarins mun Félag íslenskra fótaað- gerðafræðinga standa fyrir opnum fræðslu- fundi í Háskóla Íslands, laugardaginn 5. maí. Við hvetjum almenning til að koma og hlýða á fróðleg erindi fagfólks í heilbrigðisstéttum. Fótaaðgerðafræð- ingar eru sérfræðingar á heilbrigðissviði sem annast fótamein á húð og í nöglum og gefa ráð til forvarnar. Þeirra þáttur í bættri fótaheilsu verður aldr- ei ofmetinn. Sumarið er tími útiveru og hreyf- ingar öðrum árstíðum fremur. Það er heillaráð að láta skoða fæturna og fá meðferð, ef þarf, áður en tekist er á við viðfangsefnin stór og smá. Við bendum á heimasíðu Félags íslenskra fótaaðgerðafræðinga, www.fotur.is. Þar má fá ýmis góð ráð og leiðbein- ingar um góða fótahirðu. Öll viljum við hafa heilbrigða fætur til æviloka. Gefum gaum að fótunum … höfum þá í fyrirrúmi. Höfum fæturna í fyrirrúmi Eftir Margréti Jónsdóttur »Mikill fjöldi fólks um víða veröld þjáist af fótameinum. Þessar þjáningar valda erfið- leikum og koma jafnvel í veg fyrir að fólk geti nálgast heilbrigðisþjón- ustu. Margrét Jónsdóttir Höfundur er fótaaðgerðafræðingur. Ég hef talið mig var- færan í fjármálum, sér- staklega eftir að ég stofnaði fjölskyldu. Gætt þess vel að sníða stakk eftir vexti. Greitt aukalega í lífeyrissjóð, fjárfest skynsamlega. Höfum sett allt okkar eins og í raun flestallir Íslendingar í fast- eignir. Einhvern veg- inn talið það tryggast. Þegar venjulegt fólk vantar lán vegna fasteignakaupa, þá lætur bankinn það að undirlagi ríkisins fara í greiðslumat. Til grundvallar greiðslumatinu voru lögð niður nokkur atriði: Tekjur, en við erum bæði opinberir starfsmenn. Skuldir, sem eru einvörðungu við LÍN og Íbúðalánasjóð. Síðan eru skoðaðar vaxtabætur. Annar rekstrarkostn- aður svo sem tónlistarnám fyrir börnin og þessháttar einnig tengt ríkinu. Með öðrum orðum tekjur, skuldir, skattar og gjöld. Svo til allt hjá ríkinu. Eftir að hafa farið í þetta ríkis- skyldaða greiðslumat þá var ekki þverfótað fyrir alls konar jakkalökk- um sem kepptust við að bjóða undra- tilboð! Þar sem ég ætlaði ekki að taka neitt sérstaklega mikið lán þá kepptust þeir um að reyna að selja mér erlend lán. Hærri lán en ég í raun þurfti og verðbréf fyrir mis- muninn. Átti bara að græða mökk á þessu og myndi borga lánin mín nið- ur á engum tíma. Ég er hinsvegar frekar varfærinn þar sem aleiga fjöl- skyldunnar var undir, lét á tímabili næstum freistast. Sendi samt línu á frænda sem vinnur við banka- starfsemi erlendis. Hans ráðlegging var stutt: „Hef ekki skoðað þetta neitt, ekki klókt að vera með tekjur í einni mynt og skuldir í annarri. Ef þú vilt taka hærra lán út á húsið þitt til að gambla með í bréfum geturðu alltaf gert það seinna.“ Eiginlega akk- úrat gagnstætt því sem íslenskir jakkalakkar sögðu. Þessir sömu ís- lensku jakkalakkar reyndu fram að ræðu Geirs að plata fólk í ná- kvæmlega þetta. Það er að segja vera með tekjur og skuldir í sinni hvorri myntinni og taka lán til að gambla með fjöregg fjölskyldnanna. Hverj- um áttirðu að treysta ef ekki bank- anum þínum? Ég tók ekki þátt í þessu. Ég fór einfaldlega varlega. Treysti ekki ráðgjöfunum. Sneið mér víðan stakk, skuldaði ekkert rosalega mikið svo ég gæti lifað þokkalegu lífi. Síðan kom hrunið. Lánin ruku upp og enginn minnist lengur á greiðslu- mat. Þeim sem jakkalakkarnir plöt- uðu var hjálpað svona á yfirborðinu. Jakkalakkarnir unnu áfram við að gefa fólki ráð en nú fyrir hönd nýju bankanna. Ríkisstjórnin hrökklast frá en nær þó í öllum darraðardans- inum að setja neyðarlög. Örugglega besta lagasetning undanfarinn ára- tug. Ný stjórn tekur við og nú á held- ur betur að taka til höndunum. Bönkum skal skipt upp í fjárfest- inga- og viðskiptabanka og allir munu komast heilir frá þessu öllu. Farið er í 110% leið sem var sögð til að hjálpa þeim sem jakkalakkar og í raun Íbúðalánasjóður líka plataði. Sú leið var í raun ekki farin til að hjálpa þeim sem skulduðu heldur fjármagnseigendum sem gerðu sér grein fyrir að fólk sem skuldaði segj- um 150% af íbúðinni myndi aldrei borga neitt. En ef það skuldaði bara 110% og sæi fram á skárri tíð þá kannski væri hægt að særa af því þessar krónur sem það þó enn átti. Þessi leið var ekki fyrir fólkið í landinu og varla fyrir ofurskuld- arana heldur, heldur fyrir fjár- magnseigendurna. Víkjum þá sögunni aftur til fólks eins og mín. Fólks sem var varfærið millistéttarfólk. Greiðslubyrðin af lánunum rauk upp. En, jú, málunum var reddað tímabundið. Séreignarlíf- eyrir. Þar átti fólk nokkrar krónur sem það fékk að taka út til að greiða lánin sín meðan bankarnir högn- uðust um miljarða. En það var samt ekki það eina. Til grundvallar við gerð greiðslumatsins voru lögð nokkur atriði. 1. Tekjur okkar hjóna lækkuðu í krónum eins og annarra opinberra starfsmanna. 2. Skattar hækkuðu. 3. Vaxtabætur féllu niður. 4. Annar kostnaður, svo sem tónlist- arskóli, hækkar, minna greitt niður. 5. Annar rekstur svo sem matur og bensín hækkar. Stakkurinn sem var sniðinn vel við vöxt er að rifna á saumunum! Getur verið löglegt að ríkið, sem hefur öll þessi 5 atriði á hendi sér geti breytt öllum, ekki bara sumum en öllum forsendum greiðslumatsins? Ber ríkisvaldið enga ábyrgð gagnvart þeim sem fóru í ríkisskikkað greiðslumat? Þegar húsnæðislánið mitt var selt á milli banka á afslátt- arverði. Af hverju var mér ekki boð- ið að kaupa það? Hefði örugglega getað boðið betur! Held í raun að það hafi verið ein verstu viðskipti, eða lög að undanskildum Icesave 1 og 2 sem á okkur almenningi hafa dunið. Af hverju ekki var farið í almenna niðurfærslu á lánum á þeim tíma er óskiljanlegt. Hefðu bankarnir borg- að minna fyrir lánin ef þau hefðu verið flutt niður um 30% fyrst? Ég stórefast um það. Lægri höfuðstóll hefði einfaldlega þýtt að auðveldara væri að innheimta. Í þess stað sitjum við almenningur með útbólgin lán á bakinu meðan bankarnir hagnast um milljarða þar sem þeir ná meira inn en reiknað var með. Glæsilegt. Síðan sitja jakkalakkar og ráðherrar eins og púkar á fjósbitum og ræða hvað allt væri betra með annarri mynt, meðan Róm brennur. Okkur vantar ekki nauðsynlega betri mynt, okkur vantar nauðsynlega betri fjár- málastjórn, betri þingmenn, betri ríkisstjórn. Enn annar millistéttaraulinn Eftir Einar Kristján Haraldsson Einar Kristján Haraldsson » Annar vinkill skulda- stöðu heimilanna, hugsaður út frá greiðslumati. 5-6 atriði liggja að baki greiðslum. Ríkisstjórnin breytti öll- um forsendum einhliða. Höfundur er tæknifræðingur. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að við- komandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.