Morgunblaðið - 03.05.2012, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.05.2012, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Örfáum vikumeftir banka-fall fékk SÍ til sín öfluga aðila frá Bandaríkjunum til að virkja hina miklu vantrú sem ríkti á Íslandi þar til heimurinn áttaði sig á að ákveðið var að ábyrgjast ekki skuldir óreiðumanna. Aðgerðin fólst í að leyfa útlendingum, sem sannfærðir væru um að íslenskt efnahagslíf væri að eilífu glatað, að hverfa á braut með eignir í ís- lenskum krónum með einstæðu „niðurboði gjaldeyris“ sem stæði aðeins um örskotsstund. Árangurinn, sem hinir erlendu sérfræðingar töldu að ná mætti, var ótrúlegur. Aðferðin var kynnt stjórn- völdum og forsætisráðherrann þáverandi samþykkti hana fyrir sitt leyti en hinn stjórnarflokk- urinn lagðist gegn, af óskýrðum ástæðum. Og ekkert varð úr. Þess vegna er til þessi „snjó- hengja“ sem býsnast er yfir til afsökunar á tregðu til að afnema fráleit gjaldeyrishöft. Halldór I. Elíasson stærð- fræðingur skrifar grein í blaðið í gær um það mál og leitina að nýjum gjaldmiðli og þær ógöng- ur sem sú umræða er í. Honum er ljóst að ríkisstjórnin muni ekkert gera „í gjaldeyrismálum meðan hún situr. Að- gerðir Seðlabankans hafa líka mistekist, vegna þess að þar hugsa menn of mikið um eigin völd og að enginn megi græða á gjaldeyrissölu nema þá lífeyrissjóðir, þ.e. ef þeir vilja hjálpa ríkissjóði.“ Halldór segir: „Skrum um upptöku erlends gjaldmiðils í stað krónu má þekkja á því, að ekki er minnst á það á hvaða gengi slíkt skal ske. Ef á því gengi sem nú ríkir, þá mun kaupmáttur okkar haldast jafnmiklu minni en hjá þeirri þjóð sem á gjaldmiðilinn og nú er og þó líklega verða enn minni, því núna ganga útflutnings- atvinnuvegir okkar mjög vel.“ Og Halldór nefnir einnig hinn kost- inn: „Ef við látum krónueigendur fá meiri gjaldeyri við skiptin en nú gerist, vegna þess að gengið eigi að hækka, þá erum við að gefa fjármagnseigendum og refsa skuldurum.“ Og „þá væri líka verið að rýra kaupmátt og gera hann viðvarandi enn minni en í fyrsta tilfellinu. Í stuttu máli: Vegna þess hve utanríkisviðskipti eru okkur mik- ilvæg, þá er fólgin slík binding kjara okkar í upptöku annars gjaldmiðils, að ósættanleg er og of áhættumikil til framtíðar lit- ið.“ Það eru gerðar of fá- ar tilraunir til að hefja gjaldeyr- isumræðu upp á boðlegt plan} Um „snjóhengjur“ og hókus pókus-mynt Ráðherrar nú-verandi rík- isstjórnar hafa svarað þannig á þingi að vítavert er, þó að þeir hafi ekki verið víttir fyrir. Ítrekað koma upp dæmi um útúrsnúninga og ófull- nægjandi svör, auk hreinna ósanninda. Í liðinni viku svaraði Jó- hanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra fyrirspurn Sig- urðar Inga Jóhannssonar, þingmanns Framsóknar- flokksins, um afstöðuna til að- ildarumsóknar í ljósi vilja þjóðarinnar, en þá hafði ný- lega verið birt skoðanakönnun sem sýndi að meirihluti var á móti aðild og aðeins 27,5% með. Jóhanna sagði kannanir hafa „sveiflast mjög frá því að lögð var inn aðildarumsókn“ og að fylgið sé „nokkuð lítið núna“. Hún sagði að skýring- arnar „liggi nokkuð ljósar fyr- ir“ og nefndi makríldeilu og meðalgöngu ESB vegna Ice- save-málsins í því sambandi. Þar að auki hafi staðan í Evr- ópu „á umliðnum vikum og mánuðum“ haft áhrif en það sé vonandi tímabund- ið. „Ég hygg því að bakslagið sé tíma- bundið að því er varðar þessa skoð- anakönnun,“ sagði Jóhanna. Þetta svar forsætisráðherra er alger fjarstæða og ráð- herrann hlýtur að vita betur enda er þetta eina mál flokks sem hún leiðir og helsta mál ríkisstjórnar hennar. Hið rétta er að allt frá því formenn Samfylkingar og Vinstri grænna knúðu um- sóknina í gegnum þingið sum- arið 2009 hefur meirihluti ver- ið á móti umsókn og minnihluti með. Sveiflurnar hafa auðvitað verið einhverjar, en ekki um- talsverðar og viljinn hefur alltaf verið skýr. Og þó að ætla megi að árásir ESB á Ísland hafi neikvæð áhrif, hefur stuðningur við aðild oft áður eftir að sótt var um aðild verið á svipuðum nótum og nú. Jafn- vel enn minni. Hvers vegna kýs forsætis- ráðherra að fara með slík ósannindi á Alþingi Íslend- inga? Er staða umsóknarinnar svo veik að hún þoli ekki að sannleikurinn komi fram? Hið rétta er að þjóð- in hefur allt frá því sótt var um verið á móti aðild að ESB} Ósannindi um stuðning Þ eir sem hafa þráð að koma sjálfum sér að í fréttatímum til að gaspra um eigið ágæti eða vekja athygli á einstökum baráttumálum sínum vita nú hvaða aðferð hentar best. Hún er ofur einföld. Maður boðar til blaða- mannafundar, hóar þar saman vinum og ætt- ingjum og lýsir því yfir að maður bjóði sig fram til forseta Íslands. Fjölmiðlafólk, sem oft er latt við að mæta á blaðamannafundi, mætir sannarlega á slíkan fund og tekur síðan viðtal við glaðbeittan frambjóðandann sem virðist trúa því að þjóðin muni kjósa sig þótt bakland hans samanstandi einungis af honum sjálfum, fjölskyldu hans og vinum. Þetta er svipaður stuðningur og afmælisbarn fær á stórafmæli. Frambjóðandinn fær svo að tala fyrir fram- an kvikmyndatökuvélar í stutta stund og útskýra bar- áttumál sín – sem stundum eru ansi skrautleg og furðu- leg og falla ekki undir embættisverk forseta. Þarna er enginn Sigmar Guðmundsson eða Helgi Seljan til að grípa fram í og spyrja með þreytusvip: Hvaða erindi heldurðu eiginlega að þú eigir í þetta embætti? Þjóðin veit ekkert hver þú ert og auk þess virðistu ekki skilja í hverju embætti forseta Íslands felst því þú ert að segja tóma dellu. Nú eru frambjóðendur til embættis forseta Íslands orðnir átta og keppnin stendur milli tveggja þeirra. Flóknara er það nú ekki. Þeir frambjóðendur sem koma þar á eftir með fylgi frá 5 til 10 prósent geta vissulega lát- ið sig dreyma um að staðan muni breytast, en það virðist fjarlægur möguleiki. Þeir fram- bjóðendur sem mælast með lítið fylgi í skoð- anakönnunum, og það á við flesta þeirra, ættu nú að spyrja sig að því – sem þeir gleymdu að spyrja sig að áður en þeir lýstu yfir framboði – hvort það geti ekki verið að þeir eigi ekkert erindi í framboð. Þeim ætti að vera ljóst að þjóðin mun hafna þeim. Að vísu er þjóðin búin að hafna Ástþóri með reglulegu millibili án þess að hann hafi nokkru sinni skilið það. Allt- af mætir hann aftur og segir að það sé fjöl- miðlum að kenna að þjóðin meti hann ekki að verðleikum. Æskilegt er að þeir sem bjóða sig fram til embættis forseta Íslands beri djúpa og mikla virðingu fyrir embættinu og hafi auk þess víð- tæka reynslu og góða þekkingu til að geta gegnt starfinu með sóma. Á þessu er nokkur misbrestur þetta árið því framboð nokkurra einstaklinga er ómögulegt að taka al- varlega. Þegar nær dregur forsetakosningum hlýtur frambjóð- endum að fækka, það virðist til dæmis ekki líklegt að þeim takist öllum að safna tilskildum fjölda meðmælenda. En þeir frambjóðendur sem þurfa að draga sig í hlé eða hljóta sárafá atkvæði munu vafalaust lifa á því lengi, og gæla við þá minningu á elliárum, að hafa boðið sig fram til forseta á sínum tíma, þótt enginn hafi viljað styðja þá nema fjölskyldan. Fimmtán mínútna frægðin er allavega einhver frægð, þótt skammvinn sé. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Fimmtán mínútna forsetafrægð STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Y firlýst markmið þeirra breytinga á lögum um trúfélög sem lagðar eru til í frumvarpi innanrík- isráðherra sem nú ligg- ur fyrir Alþingi er að jafna stöðu lífs- skoðunarfélaga og skráðra trúfélaga og að tryggja jafnrétti foreldra barns þegar kemur að því að ákveða hvort og þá til hvaða félags það eigi að til- heyra. Samkvæmt núverandi fyrir- komulagi eru börn skráð sjálfkrafa í trúfélag móður við fæðingu og hefur það sætt nokkurri gagnrýni í gegn- um tíðina. Jafnréttisstofa komst að þeirri niðurstöðu árið 2008 að sú til- högun að trúfélagsstaða barns færi alfarið eftir móðerni væri tæpast í samræmi við jafnréttislög. Út frá jafnrétti og mannréttindum væri eðlilegra að foreldrar kæmu sér sam- an um hvaða félagi barnið ætti að til- heyra og skráðu það sjálf. Ekki er þó gengið svo langt í frumvarpinu að færa ábyrgð á trú- félagsskráningu barna alfarið á hendur foreldra. Í raun er það óbreytt nema þegar um er að ræða foreldra í hjúskap eða skráðri sam- búð sem tilheyra ekki sama félaginu. Þau þurfa þá að komast að sam- komulagi um skráningu barnsins. Flókið fyrirkomulag Alls hafa 15 umsagnir borist við frumvarpið frá trú- og lífsskoðunar- félögum, stofnunum og ein- staklingum. Umsögn Karls Sigur- björnssonar, fráfarandi biskups, er nokkuð harðorð en hann segir breyt- inguna á skráningum íþyngjandi fyr- ir trúfélög og ganga gegn hags- munum barnsins. Hætta sé á að fyrirkomulagið verði flókið í fram- kvæmd því engin ákvæði séu um hvað gerist ef foreldrar komi sér ekki saman um skráninguna. Leggur hann til að ef ákvörðun liggi ekki fyr- ir þegar nafn barns sé skráð verði það skráð í trúfélag móður. Í umsögn Hvítasunnukirkj- unnar Fíladelfíu er gagnrýnt að staða barns sé ótilgreind þar til for- eldrar sem ekki tilheyra sama félagi komi sér saman um það. Þetta geti leitt til þess að ef annað foreldrið sé utan trúfélaga geti það á óbeinan hátt þröngvað afstöðu sinni á barnið í óþökk hins foreldrisins. Umboðsmaður barna gerir litlar athugasemdir við frumvarpið í um- sögn sinni en veltir upp þeirri spurn- ingu hvort í ljósi þess að flest börn fermist á 14. aldursári sé ekki eðli- legra að börn gætu tekið ákvörðun um inngöngu eða úrsögn úr trúfélagi þá í staðinn fyrir þegar þau eru orðin 16 ára eins og nú er. Þannig réðu þau sjálf hvort eða hvar þau fermast. Torveldar ekki starfsskilyrði Mannréttindaskrifstofa Íslands lýsir yfir ánægju með frumvarpið en leggur til að staða barna sé ótilgreind þar til foreldrar þess sem eru í hjú- skap eða skráðri sambúð taki sam- eiginlega ákvörðun um skráningu þess í trú- eða lífsskoðunarfélag. Siðfræðistofnun Háskóla Ís- lands segir tillögurnar skýrar og gangi ekki á rétt eða geri starfsskil- yrði skráðra trúfélaga erfiðari. Stofnunin gerir hins vegar at- hugasemd við skilgreininguna á lífs- skoðunarfélögum. Skilyrði frum- varpsins sé að þau byggist á siðferði og lífsskoðunum óháð trúarsetn- ingum og tengja megi við þekkt hug- myndakerfi í heimspeki og siðfræði. Bendir stofnunin á að þó ekki sé ómögulegt að úrskurða um slík tengsl sé það undarlegt að setja slík skilyrði í lög eins og það liggi ljóst fyrir á hvaða forsendum slíkur úr- skurður ætti að byggjast. Morgunblaðið/Golli Trú Börn syngja við undirleik í sunnudagaskóla. Breyting er gerð á skrán- ingu barna í trúfélög í frumvarpi innanríkisráðherra um skráð trúfélög. Breyti trúfélagslög- um í átt til jafnréttis Félagið Siðmennt er líklega eina félagið á Íslandi sem fellur und- ir skilgreininguna á lífsskoðun- arfélagi verði frumvarpið að lögum. Stjórn þess fagnar frum- varpinu í umsögn sinni og segir það ná markmiði sínu um að jafna stöðu trú- og lífsskoð- unarfélaga. Hún gerir þó at- hugasemd við greinina um skráningu barna og segir það hlutverk foreldra en ekki ríkis- ins að sjá um slíkt. Félagið telur þó breytinguna sem lögð er til bæta núverandi skráningu. Vantrú er annað veraldlegt félag sem skilar inn umsögn um frumvarpið. Það fagnar breyt- ingunum en afstaða þess sé þó að afnema beri lög um skráð trúfélög þar sem ríkið ætti ekki að skipta sér af trúmálum landsmanna eða styrkja þau úr ríkissjóði. Tekur félagið það fram að það muni ekki sækjast eftir opinberri skráningu sem lífsskoðunarfélag. Breytingar til batnaðar VERALDLEGU FÉLÖGIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.