Morgunblaðið - 03.05.2012, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.05.2012, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2012 Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is E-60 Klassísk hönnun frá 1960 Hægt að velja um lit og áferð að eigin vali Verð frá kr. 24.300Íslensk hönnun og framleiðsla Það virðast við fyrstu sýn vera aug- ljósir efnahagslegir kostir fyrir Íslend- inga við aðild að ESB því aðild þýðir að evr- an verður okkar gjaldmiðill. Við fáum þar með væntanlega miklu lægri vexti og langþráðan stöð- ugleika fyrir heimili og fyrirtæki. Það er samt kannski ekki allt sem sýnist hérna og blómakrar evrunnar þar sem drýpur hunang af hverju strái eru kannski bara hillingar. Aðrir kostir í gjaldmiðilsmálum hafa verið nefndir. Norska krónan getur aldrei komið til greina því norska hagkerfið er svo lítið að efnahagslegar sveiflur á Íslandi gætu valdið Norðmönnum erf- iðleikum og því hafa þeir engan áhuga á að við tökum upp þeirra gjaldmiðil. Kanadadollar hefur freistað margra sem möguleg lausn og er kanadíska hagkerfið svo stórt að Kanadamenn gætu að skaðlausu leyft Íslendingum að nota þeirra gjaldmiðil. Það verður þó ekki í bráð því að Bretar og ESB vilja okkur í ESB og gulrótin er evran. Bretar og ESB nota sambönd sín og áhrif og sjá til þess að Kan- adamenn munu ekki leyfa okkur að nota þeirra gjaldmiðil. Það eru ótvíræðir hagsmunir Breta að Ís- lendingar gangi í ESB því það styrkir væntanlega stöðu þeirra í bandalaginu. Það álíta þeir alla- vega og er það líklega rétt mat. Við getum því gleymt Kan- adadollar. Nærtækast væri að íhuga að taka upp breskt pund sem gjald- miðil því Bretar eru okkar næstu nágrannar og eru í ESB. Bretland er stórt hagkerfi og sveiflur í ís- lenska hagkerfinu myndu ekki trufla það. Bretar vilja þó að við göngum í ESB og hafa því engan áhuga á því að Íslendingar séu skornir niður úr krónusnörunni og taki upp þeirra gjaldmiðil. Nú eru góð ráð dýr og eftir stendur því Bandaríkjadollar. Bretar og ESB væru varla hrifin af þeirri hugmynd frekar enn með Kanadadollarann og Bandaríkja- menn myndu því varla skera okk- ur niður úr krónusnörunni. Þetta er erfitt ástand því að krónan virð- ist vera ónothæfur gjaldmiðill til frambúðar ef markmiðið er stöð- ugt hagkerfi og eðlilegt rekstr- arumhverfi fyrir heimili og fyr- irtæki. Ég fullyrði samt ekkert um þetta. Það kemur að því að það verður þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild að ESB. Ef aðild verður samþykkt, þá fáum við evruna vænt- anlega nokkrum árum seinna. Ef aðild verð- ur ekki samþykkt, þá fáum við kannski evr- una samt sem áður. ESB vill binda okkur við sig sem fastast og ef við höfnum aðild þá er vænlegasta leiðin til að gera okkur háð ESB að bjóða okkur að nota evruna. Ég held að það sé varaáætlun ESB ef við höfnum aðild. Við í Bjartsýnisflokknum höfum það í stefnuskránni að við viljum þjóðaratkvæðagreiðslu um Evr- ópusambandsaðild, en við höfum enga skoðun með eða á móti ESB. Við segjum líka að við treystum samningamönnum okkar og dóm- greind þjóðarinnar og viljum ekki flýta samningaferlinu. Hlutlaus afstaða okkar til ESB getur þó breyst því við segjum líka í stefnuskránni að við séum hóf- samir þjóðernissinnar og höfum þá skoðun og sannfæringu að þjóðin og þjóðríkið sé hornsteinn mann- legra samfélaga. Við Íslendingar eigum sjálfir að ráða hvert við stefnum og hvert stefnir með okk- ar þjóðfélag. Þetta er okkar þjóð- félag og okkar land. Við viljum ekki taka við fyrirskipunum er- lendis frá. Við höfum þá skoðun að við verðum að geta sett lög og reglur sem eru til hagsbóta fyrir land og þjóð og það án afskipta annarra. Við viljum til dæmis segja upp Schengen-samkomulaginu hið snarasta og taka upp eðlilegt vega- bréfseftirlit á okkar eigin for- sendum. ESB stefnir hraðbyri í átt til ríkjasambands sem líkist stjórn- skipulagi Bandaríkja Norður- Ameríku. Þetta er augljóst og er eðlileg þróun ef stjórnskipulag stóru ESB-landana er skoðað. Þetta er nú ekki jákvæð þróun að mínu mati. Ef við tökum Þýskaland og Spán sem dæmi þá er þessum löndum skipt upp í sjálfstjórnarsvæði með eigin ríkisstjórnum og höfuð- borgum. Hverju sjálfstjórnarsvæði er svo skipt upp í héruð sem líka hafa töluverða sjálfstjórn og eigin höfuðborg. Fólk í þessum löndum er vant því að vera hluti af stærri einingum og að vera undir hatti valds sem er því æðra. Meginlandið er allt samtvinnað því sjálfstjórnarsvæðin liggja hvert að öðru og ríkin sömuleiðis. Undantekningarnar eru Bretland og Írland. Fyrir margar þjóðir Evrópu er því hugmyndin um ríkjabandalag Evrópuþjóða með Bandaríki Norður-Ameríku sem fyrirmynd næsta skref í þeirri þróun sem átt hefur sér stað. Sumir öfgafullir fjölmenning- arsinnar í ESB hafa viðrað þær furðulegu hugmyndir að Tyrkland og ríki Norður-Afríku verði seinna tekin inn í ESB. Öfgafullir fjöl- menningarsinnar virðast reyndar hafa tekið öll völd í ESB og virð- ast samþykkja núverandi þjóð- flutninga frá fátækum löndum ut- an Evrópu til ESB-landa. Fjölmenningarsinnum er greini- lega margt betur til lista lagt en að horfa raunsæjum augum til framtíðar. Ég er sannfærður um að þjóðin hefur engan áhuga á að taka þátt í ríkjasambandi sem sjálfstjórn- arsvæði á svipuðum forsendum og fylki Bandaríkjanna. Ríkja- sambandi stjórnlausrar og óheftr- ar fjölmenningar sem seinna hefur kannski ríki Norður-Afríku innan- borðs. Evrópusambandið og nýr gjaldmiðill Eftir Einar Gunnar Birgisson » Það er samt kannski ekki allt sem sýnist hérna og blómakrar evrunnar þar sem drýp- ur hunang af hverju strái eru kannski bara hillingar. Einar Gunnar Birgisson Höfundur er formaður Bjartsýnisflokksins. Netnotkun í Afríku er um 6,2% af netnotk- un heimsins en íbúar heimsálfunnar eru um 15% íbúa heimsins. Tæplega 38 milljónir Afríkubúa eru með Facebook. „Systir mín er á Facebook, þú getur haft samband við mig í gegnum hennar síðu“, sagði 26 ára vinkona mín þegar ég kvaddi hana eftir fimm mánaða búsetu í Dakar, Senegal. Í Afríku var hún kletturinn okkar, kunnátta hennar var aðdáunarverð. Hún hugsaði í lausnum og fram- kvæmdi að okkur virtist án fyr- irhafnar. Gott dæmi um vináttu hennar og stuðning var þegar við, íslenska fjöl- skyldan, vorum búin að vera vatns- laus svo dögum skipti. Hún mætti óvænt með um 100 lítra af vatni í marglita dunkum og fötum. Tárin brutust fram þegar ég horfði á fjöl- skyldu mína skælbrosandi bera allt vatnið upp stigana. Þakklætið var svo mikið enda skelfileg upplifun að vera án vatns í langan tíma. Við lærðum henn- ar aðferðir við að spara vatnið og margnýta það. Vinkona mín í Dakar, hún Maddelein, sem kann og veit allt sem skiptir máli í lífsbarátt- unni í hennar heima- landi, kann hvorki að lesa né skrifa. Hún skammast sín fyrir það, líkt og svo margar konur í heimalandi hennar. Samkvæmt tölum frá 2001 voru aðeins 29,1% kvenna yfir 15 ára aldri í Senegal sem kunnu að lesa og skrifa. Sama ár voru gerðar breyt- ingar á stjórnarskrá landsins. Í 21. og 22. gr. hennar segir að menntun sé skylda og ókeypis upp að 16 ára aldri. Reynsla síðustu 11 ára hefur þó sýnt að menntakerfið í landinu er fjársvelt og ræður ekki við allan þann fjölda sem er á grunnskólaaldri. Brottfall er einnig mikið og er það hvað mest áberandi hjá 10-12 ára stúlkum. Meðaltalsskólaganga Senegala, Ólæsi kvenna í Senegal Eftir Fjólu Einarsdóttur Fjóla Einarsdóttir Eftir formannafund KKÍ 27. apríl sl. var samþykkt að fela stjórn KKÍ að útfæra samþykktir er varða fjölda erlendra leik- manna í karla- og kvennadeildum Ís- landsmóts næstkom- andi vetur. Þegar nið- urstaðan birtist mér leit ég á dagatalið, ekki til að kanna dagsetninguna heldur ártalið sem við lifum og hvort ekki væri örugglega 21. öld- in? Sé ég mig knúinn til að rita op- ið bréf til stjórnar og forráða- manna KKÍ þar sem ég skora á aðildarfélögin og stjórn KKÍ að stuðla að jafnrétti innan íþrótt- arinnar í hvaða mynd sem er. Það skal undrum sæta að leyfa eigi 2 útlendinga (3+2 regla) í efstu deild karla en segja jafn- framt að úrvalsdeild kvenna og 1. deild karla leyfi bara 1 erlendan leikmann inn á í einu. Ekki er minnst á 1. deild kvenna og 2. deild karla enda kannski ekki þess vert að fjalla um það á svona for- mannafundi, eða hvað? Hér fer ég einfaldlega fram á, eins og allir hugsandi menn og konur í nú- tímaþjóðfélagi, að við gerum ekki upp á milli kynja. Án þess að dæma menn og konur fyrir kynjamismunun strax þá ætla ég að vona að hér sé um vanhugsun og fljótfærni að ræða af hálfu þeirra er sátu fundinn. Eflaust hafa verið skoðanaskipti á umræddum fundi og ekki allir á sama máli. Tek ég hattinn ofan fyrir þeim félögum er hugsa vel um sína leikmenn hvort sem um strák eða stelpu, karl eða konu er að ræða. Hér hefur undirrituðum fundist sem vanti jafnréttishugsun í hreyfinguna almennt og of margt sem bendir til þess að ekki sé unn- ið sem best að eflingu kvenna- starfs innan Körfuknattleiks- sambands Íslands og sumra aðildarfélaga þess. Margt er já- kvætt sem gert er og við megum ekki heldur gleyma því góða starfi sem er en mikilvægt er að gæta sanngirni og jafnréttis. Breytingu á félagaskiptaglugg- anum fagna ég en þar hefur verið skrúfað fyrir mismunun íslenskra og erlendra leikmanna til fé- lagaskipta sem er gott að mínu mati. Ekki ætla ég að kveða upp úr um hversu marga útlendinga eigi að leyfa í hverri deild. Hitt er mér nokkurt umhugsunarefni samt að niðurstöður á ákvörð- unarfundum innan KKÍ endur- speglast of oft af geðþótta og hentisemi félaga hverju sinni fremur en langtímastefnu um hvernig byggja eigi upp og efla körfuboltann í landinu almennt. „Hvað hentar mínu félagi núna?“ er of algeng hugsun. Spurning vaknaði einnig hjá mér um það hversu mörg félög þeirra um 20 formanna sem mættu á fundinn séu með mfl. kvenna á sinni könnu og hvort stefnan sé að stofna kvennalið þar sem þau eru ekki til staðar í dag. Hvernig fjölgum við kvennaliðum á Íslandi og eflum? Klárlega ekki með þeim hugsunarhætti sem birtist í nið- urstöðu formannafundar! Hentistefna eða jafnréttisstefna? Eftir Anton Tómasson »Niðurstaða for- mannafundar KKÍ þann 27. apríl sl. vakti hjá mörgum undrun og afhjúpar í raun skort á jafnréttis- hugsun ráðamanna í körfuboltanum. Anton Tómasson Höfundur er stjórnarmaður í Körfuknattleiksdeild Hamars.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.