Morgunblaðið - 03.05.2012, Page 15

Morgunblaðið - 03.05.2012, Page 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2012 FRÉTTASKÝRING Una Sighvatsdóttir una@mbl.is Reynslan af fyrsta Landsdómsmáli sögunnar sýnir að full ástæða er til þess að gera breytingar á því fyrir- komulagi sem lögin um landsdóm kveða á um. Um þetta eru þau Ró- bert Spanó, prófessor lagadeildar Háskóla Íslands, Sigríður Friðjóns- dóttir ríkissaksóknari og saksóknari Alþingis í málinu gegn Geir Haarde og Friðrik Árni Friðriksson Hirst, aðstoðarmaður verjanda Geirs Haarde, öll sammála, miðað við það sem fram kom á málstofu sem Laga- stofnun HÍ og Orator stóðu fyrir um dóm Landsdóms í gær. Lokaorðið alltaf hjá Alþingi Sigríður og Friðrik Árni sögðu bæði ljóst að ýmsu þyrfti að breyta varðandi Landsdóm. Friðrik Árni gagnrýndi m.a. að ekki hafi farið fram sérstök rannsókn af hálfu sak- sóknara áður en ákæra var gefin út. Ákæra Alþingis byggðist á athugun Rannsóknarnefndar Alþingis, en hún var að sögn Friðriks Árna að- eins almenn stjórnsýsluúttekt, og „gat því augljóslega ekki komið í stað sakamálarannsóknar“. Friðrik sagði að með því fyrir- komulagi sem lögin um Landsdóm geri nú ráð fyrir sé varla um annað að ræða en að gagnaöflun verði til þess eins að „hlaða undir málflutn- ing saksóknara“ og geti ekki verið hlutlaus. „Saksóknari á væntanlega alltaf þann kost að segja af sér. Einnig getur hann lagt það til við Al- þingi að hætta við málið, en það breytir því ekki að Alþingi hefur lokaorðið,“ sagði Friðrik Árni. Samkrull lögfræði og pólitíkur Róbert Spanó sagðist beinum orð- um þeirrar skoðunar að afnema eigi ákæruvald Alþingis, þannig að mál fyrir Landsdómi verði höfðuð á sama grundvelli og önnur sakamál. Til þess þyrfti að breyta 14. grein stjórnarskrárinnar, þar sem segir að Alþingi geti kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Í gildandi kerfi um Landsdóm er að sögn Róberts á ferðinni samkrull lögfræði og pólitíkur, sem hafi verið mun meira viðurkennt í upphafi 20. aldarinnar en það er í dag. Í samtali við Mbl.is eftir málstofuna sagði Ró- bert að ákæra í sakamáli þurfi að byggjast á faglegu og yfirveguðu lögfræðilegu mati. Núverandi kerfi bjóði eðli málsins samkvæmt þeirri hættu heim að önnur sjónarmið dragist inn í það mat. Hefðir ekki ofar stjórnarskrá Niðurstaða dómsins er að sögn Róberts m.a. staðfesting á því að venja mótist ekki á vettvangi hand- hafa ríkisvaldsins, í andstöðu við stjórnarskrána. Bar hann þetta sam- an við málskotsrétt forseta skv. 26. grein stjórnarskrár og sagði að þótt forsetar hafi í áratugi ekki beitt þeirri grein hafi sú venja ekki komið í veg fyrir að henni væri síðar beitt. Dómurinn staðfesti að hið sama eigi við um 17. grein sem Geir var dæmdur fyrir að brjóta. Þannig að þótt venja hafi myndast á ráðherra- fundum myndi sú venja ekki hafa réttaráhrif sem breyti fyrirmælum 17. greinar stjórnarskrárinnar. Fordæmi fyrir ráðherra Róbert sagði jafnframt að ganga verði út frá því að dómurinn í máli Geirs Haarde, sem er sá fyrsti sem fellur í Landsdómi, geti haft töluvert fordæmisgildi fyrir störf ríkis- stjórna framtíðarinnar, og sér- staklega fyrir störf forsætisráð- herra. Ljóst sé af niðurstöðunni að þegar kemur að sakamálum muni dómendur leggja út frá því hvað stendur í stjórnarskránni, en ekki hvaða hefðir hafi myndast á starfs- vettvangi stjórnmálanna. „Það ein- faldlega þýðir að stjórnmálamenn, þeir verða að fara að lesa stjórnar- skrána,“ sagði Róbert. Þeir geti ekki skýlt sér á bak við starfsvenjur þeg- ar reynir á hina lagalegu ábyrgð. „Ég held að það sé mikilvægt að stjórnmálamenn temji sér ekki þau vinnubrögð að venj- ur og hefðir sem myndist í stjórnmálalífinu séu endi- lega hinn rétti skilningur á því hvað stjórnarskráin býð- ur. Þar verður fyrst og fremst að skoða orð stjórn- arskrárinnar, og þá merk- ingu sem af henni leiðir.“ Lögum um Landsdóm verði breytt  Saksóknari og aðstoðarmaður verjenda Geirs Haarde segja að breyta þurfi fyrirkomulagi Lands- dóms  Óæskilegt samkrull lögfræði og pólitíkur  Dómurinn lexía fyrir stjórnmálamenn framtíðar Morgunblaðið/Golli Grágás Róbert, Sigríður og Friðrik Árni fluttu mál sitt undir vökulu auga háæruverðugrar gæsar Orators. Sigríður Friðjónsdóttir sagðist í gær telja að Landsdómi hefði verið í lófa lagið að sakfella Geir Haarde samkvæmt 141. grein almennra hegningarlaga, líkt og gerð var varakrafa um. Sagðist hún ósátt við meðferð dómaranna á þeirri kröfu. Umrædd grein kveður á um að opinber starfsmaður, sem gerist sekur um stórfellda eða ítrekaða vanrækslu eða hirðu- leysi í starfi sínu, skuli sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári. „Það þýðir víst ekki að deila við dómarana, allra síst ef þeir eru níu, en það má samt rökræða niðurstöðuna og það er mín skoðun að það hefði átt að sakfella fyrir 141. grein almennra hegningar- laga,“ sagði Sigríður. Hún sagðist ósammála því að Geir hafi ekki getað haldið uppi vörnum um þetta ákvæði vegna þess að saksóknari hafi ekki reifað málið með fullnægjandi hætti. Sigríður benti á að dóm- urinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að sannað teljist að stórfelld hætta hafi steðjað að íslenskum fjármálastofnunum og heill ríkisins og að Geir hafi hlotið að vera sú hætta ljós. Á honum hafi sem forsvars- manni ríkisstjórnarinnar hvílt athafnaskylda. Í ljósi þessa sagðist hún ekki skilja hvers vegna dómurinn hafi komist að þeirri niður- stöðu að ekki hafi verið sýnt fram á að Geir hafi bakað sér refsiábyrgð. Vildi sekt fyr- ir vanrækslu ÓSÁTT VIÐ DÓMINN Sigríður Friðjónsdóttir „Ég er bjartsýnn á að af þessu verði. Þetta snýst um að byggja hótel úti á landi og við vonum að af því verði,“ segir Bergur Elías Ágústsson, bæj- arstjóri Norðurþings, um fjárfest- ingar Huang Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum. Eftir að innanríkisráðherra hafn- aði umsókn Huang um að fá undan- þágu frá lögum um kaup útlendinga á landi var atvinnuþróunarfélög- unum í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu falið að kanna hvort sá möguleiki væri í stöðunni að sveitarfélög á Norður- og Austurlandi keyptu jörð- ina og leigðu hana til félags í eigu Huang Nubo. Atvinnuþróunar- félögin hafa nú skilað útfærslu á því með hvaða hætti sveitarfélög gætu komið að málinu. Bergur Elías segir að þetta mál hafi verið rætt tvisvar í sveitar- stjórn, en hún muni ekki taka efnis- lega afstöðu til þess fyrir en búið sé að leggja tillögurnar fram og ræða þær. Rætt hefur verið um að sveitar- félögin stofni hlutafélag sem kaupi ríflega 70% hlut í Grímsstöðum. Lagt er til að íslenskt félag Huang Nubos leigi landið til 40 ára og greiði leigufé fyrirfram. egol@mbl.is Morgunblaðið/Birkir Fanndal Grímsstaðir á Fjöllum Rætt er um að sveitarfélögin stofni hlutafélag sem kaupi ríflega 70% hlut í jörðinni og leigi landið til 40 ára. Huang Nubo leigi Grímsstaði til 40 ára

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.