Morgunblaðið - 03.05.2012, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.05.2012, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2012 ✝ Árný AnnaGuðmunds- dóttir fæddist í Reykjavík 10. nóv- ember 1918. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Sól- túni 21. apríl 2012. Foreldrar henn- ar voru Guð- mundur Sæmunds- son, verkamaður í Reykjavík, f. 9. nóvember 1870, d. 30. janúar 1963 og kona hans Guðrún Jónsdóttir húsmóðir, f. 30. apríl 1882, d. 26. ágúst 1956. Anna, eins og hún var oft- ast kölluð, ólst upp hjá fóstur- foreldrum sínum, Stefáni Jónssyni múrarameistara og konu hans Sigríði Sigurð- ardóttur húsmóður. Bjuggu þau að Hverfisgötu 87 í Reykjavík. Anna átti sex systkini, þau voru: Stefanía, f. 1. júlí 1908, d. 1980, Gíslína, f. 29. júní 1912, d. 1998, María, f. 12. október 1913, d. 2003, Að- alsteinn, f. 9. október 1923, d. 1985, Sveinn, f. 2. ágúst 1926, d. 2003, Dagbjört, f. 5. febrúar 1928 og er hún ein eftirlif- andi af þeim systkinum. Anna giftist þann 25. ágúst 1945 Tyrfingi Agnarssyni póst- manni, ættuðum úr Húnavatns- sýslu, f. 27. mars 1908, d. 6. desember 1981. Eignuðust þau tvö börn, þau eru: Hrafnhild- ur, f. 22. apríl 1944 og Stefán, f. 7. júní 1945, kona hans er María Erla Friðsteinsdóttir, f. 30. apríl 1945. Þau ættleiddu Tyrfing Heimi, f. 5. maí 1960. Fyrir átti Anna dótturina Laufeyju Guðrúnu, f. 27. febr- úar 1940 og soninn Pálma, f. 30. nóvember 1942, kona hans er Anna Lóa Marínósdóttir, f. 24. nóvember 1945. Barnabörn Önnu eru 19 talsins og barna- barnabörn eru 39 talsins. Útför Önnu fer fram í Ás- kirkju í dag, 3. maí 2012 klukkan 13. Með þessum örfáu og fátæk- legu orðum vil ég kveðja fóstur- móður mína og ömmu. Strax við fæðingu varð ég ömmu- og afa- barn, þau tóku mig að sér og veittu mér einstaklega fjölbreytt og hlýtt uppeldi og alla tíð allt til dauðadags var hún mér sem klettur í stormasömu lífi, án hennar hefðu dagar mínir orðið færri og fátækari. Alla tíð þurfti hún að hafa mikið fyrir lífinu og ég fékk fljótt að sjá að það er fátt sem kallast mætti sann- gjarnt þegar lífið er annars veg- ar. En hennar mottó var að taka hlutunum eins og þeir koma fyr- ir. Það var mikil unun að hlusta á hana segja frá gömlu Reykja- vík, það voru fáir sem þekktu eins vel til sögu hennar. Hún nefndi hvert hús í nágrenni Hverfisgötunnar með nafni og hverjir höfðu átt þar heima og hverra manna þau voru. Henni var annt um Reykjavík og henni sárnaði að sjá á eftir gamla bænum víkja fyrir misviturleg- um framkvæmdum. Árið 1971 keyptu þau hjónin Bræðraborg- arstíg 22 og þar sleit ég barns- kónum. Þar var mikið líf og oft margt um manninn og hafði hún alla tíð sterkar taugar til Vest- urbæjarins. Það er með miklum söknuði og þakklæti að ég kveð hana ömmu mína. Hún var mikil persóna og minnast allir hennar með hlýhug sem henni kynntust. Hún reyndist okkur feðgunum, mér og syni mínum Aroni Heimi, alveg einstaklega vel, hún mun aldrei úr minni okkar víkja. Amma eyddi síðustu ár- unum á hjúkrunarheimilinu að Sóltúni 2. Þar var hugsað vel um hana og þar leið henni vel. Það er með hlýhug og þakklæti sem ég vil færa starfsfólkinu að Sól- túni mínar bestu þakkir fyrir góða viðkynningu. Guð blessi þig og varðveiti þig, elsku amma mín. Tyrfingur Heimir. Elskuleg tengdamóðir mín, Árný Anna Guðmundsdóttir, er látin eftir erfið veikindi. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sól- túni laugadaginn 21. apríl sl. Þrátt fyrir háan aldur og veikan líkama var hún andlega hress og fylgdist vel með sínu fólki og öllu því sem var í gangi í þjóð- félaginu, hafði sterka skoðun á ríkisstjórninni. Anna, eins og hún var jafnan kölluð, hafði lifað tímana tvenna, sá Reykjavík breytast úr kauptúni í „stór- borg“. Anna var eljusöm og dugleg kona, vann mikið allt frá unga aldri. Hún starfaði við ým- is þjónustustörf í verslunum og umönnun á Landakoti. Í ágúst 1945 giftist Anna Tyrfingi Agn- arssyni, f. 27. mars 1908, d. 6. des. 1981. Þau hjónin stofnsettu Grandakaffi 1967 og störfuðu þau þar saman og ráku fyrir- tækið með miklum myndarbrag til ársins 1974. Anna var mikið fyrir allskyns handverk og fyrir lestur fræði- og ferðabóka, hún hafði yndi af söng og ferðalögum. Las sér þá til áður en lagt var í ferð. Eitt sinn fór hún til Portúgal með nágrannakonu sinni og þegar fararstjórinn fór að segja frá helstu stöðum þar á bæ, ofbauð minni konu. Frásögn hans þótti henni heldur fátækleg, svo ekki meira væri sagt. Við svo búið varð ekki við unað. Hún tók stjórnina í sínar hendur og upp- lýsti samferðafólk sitt um allan þann fróðleik sem hún hafði les- ið í sínum bókum. Við Stefán fórum í ferðalag með þeim hjón- um til Svíþjóðar og Noregs. Skemmtum við okkur oft við minningarnar úr þeirri ferð. Anna hafði yndi af því að koma til okkar í sumarbústaðinn og töluðum við saman í síma föstu- dagskvöldið 13. apríl um að hún færi með okkur í bíltúr upp í bú- stað þegar við kæmum heim í júní. Elsku Anna mín, við kveðjum þig með söknuði. Takk fyrir all- ar góðu stundirnar. Hvíl þú í friði. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. (Vilhjálmur Vilhjálmsson) Þú Kristur faðir allra ert, alla styður fótmál hvert. Í sorg og gleði hljóð og klökk, við hefjum til þín bæn og þökk. María Erla Friðsteinsdóttir. Er við settumst niður systk- inin til að rita hinstu kveðju til ömmu, ömmu Önnu eins og við kölluðum hana, þá kom fyrst í huga okkar áramótaveislurnar á heimili hennar og afa á Bræðra- borgarstígnum. Þar kom öll stórfjölskyldan sama og átti góða stund, við börnin suðuðum um að fá að fara út að skjóta upp flugeldum meðan fullorðna fólkið setti saman glæsilegt veisluborð að hætti þessa fallega heimilis. Amma var alltaf rosa- lega dugleg og hafði ákveðnar skoðanir. Í seinni tíð þegar við heim- sóttum hana á Sóltún þá gat maður ekki annað en dáðst að því hversu vel hún, 94 ára gömul konan, fylgdist með öllu, var skýr í hugsun og spurði með áhuga um öll barnabörnin og barnabarnabörnin. Nú loksins fær amma að hitta afa aftur, en hún hafði lengi hlakkað til þeirr- ar stundar. Við kveðjum þig elsku amma með þessu ljóði er þú skrifaðir gjarnan í kveðju til okkar. Ég hef aldrei lofað að brautin sé bein, og gullskrýddir blómstígar alla leið heim. Ég get ekki lofað þér gleði án sorgar á göngunni löngu til himins borgar. En lofað ég get þér aðstoð og styrk og alltaf þér ljósi þó að leiðin sé myrk. Mundu svo barnið mitt að lofað ég hef að leiða þig sjálfur hvert einasta skref (Höfundur ók.) Friðsteinn, Árni, Stefán og Erla Stefánsbörn. Árný Anna Guðmundsdóttir ✝ Gunnar Pét-ursson fæddist í Reykjavík 23. ágúst 1928. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 24. apríl 2012. Foreldrar Gunn- ars voru Guðríður Jónsdóttir, hús- freyja, f. 1904, d. 1988, og Pétur Hansson, verkstjóri hjá Eimskipi, f. 1886, d. 1956. Albróðir Gunnars var Ásgeir Pétursson, yfirflugstjóri, f. 1930, d. 1978. Hann var kvænt- ur Þóreyju Ósk Ingvarsdóttur, hjúkrunarfræð- ingi, f. 1929. Börn þeirra eru Hall- dóra Lára, f. 1958, gift Ásgeiri Þorvaldssyni, Pét- ur, bankamaður, f. 1960 kvæntur Hendrikku J. Al- freðsdóttur, hjúkrunarfræð- ingi, og Gunnar, hárgreiðslumað- ur, f. 1964, hans maki er Magnús Loftsson. Samfeðra systkini Gunnars voru Pétur, strætisvagnabílstjóri, og Unn- ur. Þau eru bæði látin. Gunnar vann lengst af sem skrifari í pakkhúsinu hjá Eim- skipi en síðar í Litbrá, prent- smiðju Rafns Hafnfjörðs, þar til hann komst á aldur. Gunnar var ljósmyndari af Guðs náð og fremstur meðal jafningja í þeirri listgrein. Hann var einn- ig mikill útivistarmaður og ferðaðist um landið ásamt Ingibjörgu Ólafsdóttur, vin- konu sinni til margra ára, og tóku þau myndir, enda deildu þau ljósmyndaáhuga sínum hvort með öðru. Eftir hann liggja fallegar myndir. Hin síðari ár bjó hann við heilsu- leysi og þá fækkaði ferðum hans. Útför Gunnars fer fram frá Fossvogskapellu í Reykjavík í dag, 3. maí 2012, kl. 13. Einn fagran vetrardag um miðja síðustu öld var hópur ferðalanga að tygja sig til brott- farar. Þetta var fólk sem hafði ferðast mikið saman víðs vegar um landið. Það var glatt yfir mönnum og eftirvænting lá í loftinu. Ferðinni var heitið aust- ur að Gullfossi. Þegar þangað kom blasti fossinn við mikilúð- legur og tignarlegur í klaka- böndum. Það var fremur kalt þennan dag en sólríkt. Ég hafði fengið að fara með móður minni í þessa ferð. Ég var á tíunda ári og í sjöunda himni yfir því að hafa fengið að fara með. Gunni var einn af ferðafélögunum og þetta var í fyrsta sinn sem ég sá hann hávaxinn með mikið lið- að hár og glettnisglampa í aug- um. Mér er einkum minnisstætt hversu hlýr og nærgætinn hann var, en honum var mjög umhug- að um að mér yrði ekki kalt. „Það verður að gæta vel að blessuðu barninu,“ sagði hann. Móðir mín og Gunni bundust miklum vináttuböndum og sam- eiginleg áhugamál þeirra voru ljósmyndun og ferðalög um landið, en íslensk náttúra átti hug þeirra allan. Það voru öræf- in og óbyggðirnar sem heilluðu en ég held að þau hafi verið í námunda við hvert einasta eld- gos sem þau áttu kost á að nálgast við myndatöku. Ég minnist margra skíða- ferða með þeim upp í ÍR-skála, myndatökuleiðangra að vetri til að Elliðavatni og Kleifarvatni til að fanga ljós- og myndbrot í ísnum og eins haustliti á Þing- völlum. En aðalferðirnar fóru þau á sumrin. Ógleymanleg er ferð norður á Strandir sumarið 1970. Við sem heima sátum vor- um stundum uggandi um þeirra hag, því þetta voru oft tvísýnar ferðir yfir mikil vatnsföll að fara eða aðrar háskalegar ófær- ur og stundum teflt á tæpasta vað, en þau voru þaulvanir ferðamenn og kunnu fótum sín- um forráð. Gunni var meðlimur í Félagi áhugaljósmyndara enda frábær ljósmyndari og fylgdist vel með öllum tækninýjungum í ljós- myndabúnaði og framförum og tilraunastarfsemi við ljós- myndagerð. Gunni sýndi ljós- myndir sínar bæði hér heima og erlendis ásamt félögum sínum, „strákunum“ eins og Gunni kallaði þá gjarnan sem hittust m.a. í Gevafoto og síðar Beco og ræddu um ljósmyndun og myndavélar, síðast í anddyri Þjóðarbókhlöðunnar vorið 1999. Nú þegar komið er að leið- arlokum vil ég þakka Gunna fyrir einstaka umhyggju og hlýju sem hann sýndi móður minni á síðustu æviárum henn- ar en hún fékk heilablóðfall fjórum árum áður en hún lést og lamaðist svo hún missti mál- ið og gat nánast ekkert tjáð sig það sem hún átti eftir ólifað. Ég sagði eitt sinn við hana að hann Gunni væri nú ekki sem verstur en hann heimsótti hana daglega þessi ár. Hún leit á mig og sagði: „Hann Gunni er bestur af öllum.“ Þetta var eina setningin sem hún sagði allan þennan tíma sem lýsti ótvírætt hug hennar til Gunna. Eftir lát móð- ur minnar fannst í fórum henn- ar kort frá Gunna þar sem á var ritað: „Þótt þú farir á hjara ver- aldar mun ég fylgja þér.“ Við hjónin vottum aðstand- endum og vinum hans okkar dýpstu samúð. Sigrún og Böðvar. Gunnar Pétursson Sendum frítt hvert á land sem er Helluhrauni 12 • Hafnarfjörður • 544 5100 • www.granithusid.is ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, tengdasonur, bróðir og afi, GUÐMUNDUR HANNES JÓNSSON rafvirkjameistari, lést á krabbameinsdeild Landspítalans sunnudaginn 29. apríl. Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 7. maí kl. 13.00. Fjóla Erlingsdóttir, Haraldur Hannes Guðmundsson, Erling Freyr Guðmundsson,Ragnheiður K. Ástvaldsdóttir, Jón Þór Guðmundsson, Laufey Rut Guðmundsdóttir, Erling Jóhannsson, Þórunn Rut Þorsteinsdóttir, Þórhildur Harpa Jónsdóttir, Guðrún Þórdís Ferrier Jónsdóttir, Björg Jónsdóttir, Helga Jónsdóttir, Líneik Jónsdóttir, Ylfa Marín, Arnar Freyr og Jórunn Eva. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, BIRNA SVALA PÁLSDÓTTIR, Reykjafold 13, Reykjavík, lést á Landspítalanum laugardaginn 28. apríl. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 10. maí kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Sigurmundur Haraldsson, Rakel Garðarsdóttir, Lars Otto Grindheim, Stefán Garðarsson, Laufhildur Harpa Óskarsdóttir, Ólöf Garðarsdóttir, Sigþór Haraldsson, Guðrún Ösp Sigurmundardóttir, Jakob G. Rúnarsson, barnabörn og langömmubörn. ✝ Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HAFSTEINN GUÐMUNDSSON, Suðurgötu 8, Keflavík, lést á hjúkrunarheimilinu Hlévangi sunnu- daginn 29. apríl. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 10. maí kl. 14.00. Jóhanna Guðjónsdóttir, Hafdís Hafsteinsdóttir, Haukur Hafsteinsson, Þóra G. Gísladóttir, Svala Hafsteinsdóttir, Magnús Björn Magnússon, Brynja Hafsteinsdóttir, Skúli Jónsson, Sigrún Hafsteinsdóttir, Björn Pétursson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, HILDEGARD ÞORGEIRSSON, fædd Reiss, dvalarheimilinu Ási. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir sendum við dvalarheimilinu Ási Hveragerði fyrir hlýhug og góða umönnun. Hafsteinn Þorgeirsson, Þorgeir Hafsteinsson, Guðbjörg Þorsteinsdóttir, Karín H. Hafsteinsdóttir, Ríkharður Hrafnkelsson, Sigurður H. Hafsteinsson, Helga Möller, Davíð E. Hafsteinsson, Helga B. Marteinsdóttir, Hafsteinn E. Hafsteinsson, Hafdís Hafsteinsdóttir, Arnar Guðnason, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.