Morgunblaðið - 03.05.2012, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.05.2012, Blaðsíða 40
FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 124. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Slítur öll tengsl við Kutcher 2. Linda Pé undirbýr sig 3. Árás gerð á vísir.is 4. Alexander í skrýtinni stöðu »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Blásið verður til rokkveislu á Gamla Gauknum annað kvöld kl. 22.30 en tilefnið er fyrirhuguð tónleikaferð Muck og Plastic Gods um Bandaríkin í júní. Auk þeirra leika annað kvöld Caterpillarmen og World Narcosis. Rokkveisla haldin á Gamla Gauknum  Leikfélag Kópa- vogs frumsýndi nýtt íslenskt leik- verk, Hringinn, í febrúar sl. og hef- ur nú verið ákveð- ið að bjóða upp á aukasýningar í kvöld, annað kvöld og 6. maí kl. 20. Verkið er eftir Hrefnu Friðriks- dóttur og leikstjóri er Hörður Sigurð- arson. Nánari upplýsingar má finna á vef leikfélagsins, www.kopleik.is. Aukasýningar á Hringnum í maí  Heimildarmyndahátíðin Skjaldborg verður haldin 25.-28. maí. Meðal mynda á hátíðinni verður Reimt á Kili eftir Steinþór Birgisson en hann hlaut verð- laun fyrir bestu myndina á hátíð- inni í fyrra, Jón og séra Jón. Í mynd- inni er fylgst með hestamönnum sem fóru sömu leið og Reynistaðabræð- ur á sínum tíma. Skjaldborgarhátíðin haldin 25.-28. maí Á föstudag Fremur hæg breytileg átt og bjartviðri. Hiti 3 til 10 stig, mildast SV-lands en víða næturfrost N- og A-til á landinu. Á laugardag Norðan og norðaustan 3-10 m/s. Víða léttskýjað. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan- og norðaustanátt, víða 5-10 m/s og léttskýjað, en skýjað í fyrstu NA-til. Hægari vindur síðdegis. Hiti 2 til 10 stig á morgun, mildast á S- og SV-landi. VEÐUR Kolbeinn Sigþórsson varð í gærkvöld hollenskur meist- ari í knattspyrnu með Ajax þegar lið hans sigraði Venlo, 2:0, í næstsíðustu umferðinni. „Þetta er frá- bært, nánast ótrúleg til- finning sem erfitt er að lýsa með orðum,“ sagði Kolbeinn við Morgunblaðið þegar sig- urinn var í höfn en hann skoraði 7 mörk í fjórtán leikjum með liðinu. »1 Kolbeinn hol- lenskur meistari Fram sendi Val skýr skilaboð í gær- kvöld og vann fyrsta úrslitaleik lið- anna um Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta á Hlíðarenda á sannfær- andi hátt. Stella Sigurðardóttir átti stórleik og skoraði 12 mörk í leiknum og Einar Jónsson þjálfari sagði að þetta hefði verið besti leikur liðsins í vetur. »4 Fram sendi Val skýr skilaboð í fyrsta leik Breiðablik vann Lengjubikar kvenna í knattspyrnu í ár með því að sigra Val í úrslitaleik í Kórnum í gærkvöld, 3:2. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég vinn titil og vonandi kemst þetta upp í vana,“ sagði fyrir- liðinn Fanndís Friðriksdóttir sem skoraði tvö marka Kópa- vogsliðsins. »4 Vonandi kemst þetta upp í vana ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Á tækniöld, þar sem flest samskipti fara á net- hraða heimsálfa á milli, menn nota síma til þess að vera í sambandi eða skrifa sendibréf, sem send eru með póstinum, vekur athygli þegar fólk fær kveðju í formi flöskuskeytis. Nemendur í Suðurhlíðarskóla fundu eitt slíkt í Fossvogi í gær og vilja nú ná sambandi við Sigga og Anton, sendendur skeytisins, til þess að geta þakkað fyrir sig, en einhverra hluta vegna fylgdi hvorki heimilisfang, síma- númer né netfang. Í Suðurhlíðarskóla er lögð áhersla á útinám. Fjara, skógur og mói eru í grennd við skólann og kennarar leitast við að nýta sér umhverfið við kennslu hinna ýmsu greina með það að mark- miði að nemendur læri að kynnast sköpunarverkinu og að virða náttúruna. Sveinbjörg Björnsdóttir kennari segir að hvert tækifæri sem gefist sé notað til þess að læra í umhverfinu og af því. „Við búum svo vel hérna úti í náttúrunni,“ segir hún. Hún bendir á að umhverfið sé meðal annars notað í heimilisfræði til þess að baka og steikja úti. Börnunum sé kennt að grisja og varðveita skóg, planta og passa vel greinar og tré. Bera umhyggju fyrir trjám og öðrum gróðri. Í stærðfræði séu ýmsir fletir skólans mældir og meðal annars hafi nemendur byggt hús. „Við blöndum þessu öllu saman,“ segir hún. Upplifun í umhverfi Í Suðurhlíðarskóla eru rúmlega 40 nemendur í 1.-10. bekk. Eitt verkefni gærdagsins hjá 10 og 11 ára krökkum skólans var að skrifa um upplifun í umhverfi. Nemendur gengu frá skólanum að Nauthólsvík og skoðuðu það sem á vegi þeirra varð í þeim tilgangi að viða að sér hugmyndum og virkja ímyndunaraflið í ritunarverkefnið. „Þeir áttu að ímynda sér ævintýri eða upplifa umhverfið til þess að geta svo skrifað frá ferðinni,“ segir Sveinbjörg. Hún segir að margt hafi borið fyrir augu, þar á meðal lifandi og dauðir krossfiskar. „Krakkarnir björguðu einum en þetta var stutt vettvangsferð,“ heldur hún áfram. Á heimleiðinni hafi þrjár stelpur notað tækifærið og dýft fæti í sjó og þá fundið flöskuskeyti. „Margir finna aldrei flöskuskeyti á lífsleiðinni og því fannst okkur þetta mjög merkilegt,“ segir hún. „Hópurinn var að vonum ánægður eftir ferðina með efnið í rit- unina í hendi.“ Skeytið var í Torres-hvítvínsflösku með kork- tappa. Textinn var á ensku: Good day. Our names are Siggi and Anton. We live in Iceland. Have a nice day! Sveinbjörg segir að vissulega hefði verið skemmtilegra að fá flöskuskeyti frá öðru landi en engu að síður vilji hópurinn vita hvaðan skeytið hafi verið sent. „Krakkarnir eru mjög forvitnir, vilja vita hverjir þetta eru,“ segir hún. Flöskuskeyti í Fossvogi  Nemendur í Suður- hlíðarskóla leita að sendendum skeytisins Ljósmynd/Sveinbjörg Björnsdóttir Flöskuskeyti Nemendur með skeytið. Í efri röð frá vinstri eru Sigga, Þura, Bára, Weronika, Elísa og Elín. Í neðri röð frá vinstri eru Einir, Jón Steinar, Daníel og Eysteinn. Á ensku Flöskuskeytið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.