Morgunblaðið - 03.05.2012, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.05.2012, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2012 ✝ Þórunn Matt-híasdóttir fæddist í Reykjavík 8. september 1927. Hún lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 20. apríl 2012. Foreldrar henn- ar voru hjónin Matthías Ólafsson, f. á Syðri-Völlum í Gaulverjabæj- arsókn, Árnessýslu, 1896, d. 1936 og Ingunn Guð- mundsdóttir, f. í Reykjavík 1903, d. 1977. Seinni maður Ing- unnar var Haraldur Ólafsson, f. 1907, d. 1974. Systur Þórunnar eru Erna, f. 1925, d. 2009, Brynhildur, f. 1934. Hálfsystkini Þórunnar eru Matthildur Haraldsdóttir, f. 1941 og Guðmundur Haralds- son, f. 1942. Eiginmaður Þórunnar er Bernótus Kristjánsson, f. í Vest- mannaeyjum 17. september 1925, skipstjóri. Foreldrar hans voru hjónin Kristján Egilsson, f. á Miðey í Austur-Landeyjum 1884, d. 1950 og Sigurbjörg Sig- urðardóttir, f. í Kirkju- landshjáleigu í Austur- Landeyjum 1895, d. 1969 Börn Þórunnar og Bernótus- ar eru: 1) Ingunn, f. 19. október 1960, viðskiptafræðingur, gift Guðmundi Skúla Viðarssyni, f. 17. ágúst 1961. Dætur þeirra eru Þórunn Jenný Qingsu, f. 8. júní 2005 og Eva Margrét Qiuxi- ang, f. 12. janúar 2008. 2) Krist- ján Þór, f. 28. mars 1968, rafvirki, kvæntur Svövu Maríu Mart- insdóttur, f. 21. júní 1969. Synir þeirra eru Berg- þór, f. 29. október 1999 og Róbert Ingi, f. 11. nóv- ember 2003. Sonur Svövu er Martin Jón, f. 11. janúar 1988. Sonur Martins er Oliver Dreki. Dóttir Bernótusar og Sigur- laugar Höllu Ólafsdóttur er Vil- borg Lofts, f. 1956. Sambýlis- maður Vilborgar er Ásgeir Ásgeirsson, f. 1961 og er dóttir þeirra Halla Björk, f. 1995. Þórunn ólst upp í Reykjavík og gekk í Austurbæjarskólann og útskrifaðist frá Versl- unarskóla Íslands vorið 1946. Eftir skóla fór Þórunn að vinna hjá Almennum tryggingum um 15 ára skeið en gerðist heima- vinnandi húsmóðir við uppeldi barna sinna. Þórunn fór aftur út á vinnumarkaðinn er börnin voru uppkomin og starfaði lengst af hjá Garðyrkjustjóra Reykjavíkur eða þar til hún lét af störfum vegna aldurs. Þór- unn var félagi í Kvenfélaginu Hrönn og tók virkan þátt í starfi félagsins og sat m.a. í stjórn fé- lagsins. Útför Þórunnar Matthías- dóttur fer fram frá Bústaða- kirkju í dag, 3. maí 2012 kl. 13. Elsku mamma mín hefur verið kölluð úr þessum heimi. Kallið kom skyndilega og eftir sitjum við með sorg í hjarta. Sumarið var alltaf skemmti- legur tími hjá okkur mömmu. Að fá að sitja úti á palli innan um blómin og trén gaf henni svo mikið. Það var tilhlökkun okkar mömmu til komandi sumars að njóta sumarsins og sjá gróðurinn vaxa og dafna, en það hafði hún ekki getað almennilega sl. 2 ár vegna veikinda. Ótal minningar um yndislega mömmu sitja eftir og ylja mér. Mamma sem alltaf stóð eins og klettur við hlið mér og hvatti mig áfram alla tíð. Mamma sem fór með litlu stelpuna sína á fyrstu handboltaæfinguna því kjarkinn vantaði til að stíga fyrstu sporin, mamma sem alltaf hrósaði og hvatti og veitti stuðning. Hvað þú varst hamingjusöm þegar ég sagði þér að fyrsta ömmustelpan þín myndi fá nafnið þitt. Stund- irnar sem við áttum þegar við hlustuðum á útvarpsleikritin á mínum yngri árum, lautarferð- irnar austur fyrir fjall, stússið með þér þegar þú varst í stjórn kvenfélagsins, kósý sjónvarps- kvöldin í Giljalandinu og stund- irnar þegar þú gladdist yfir uppátækjum dætra okkar hjóna. Allt sem við upplifðum saman og endalaus þolinmæði þín. Allar þessar yndislegu minningar mun ég ávallt geyma í hjarta mínu. Ég kveð þig með söknuði og þessum fallegu orðum. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Minning þín er ljós í lífi okkar. Þín Ingunn. Sumardagurinn fyrsti rann upp bjartur og fagur. Það var gleði í lofti. Fjölskyldan lék við hvern sinn fingur. Von var á for- eldrum, ömmum og öfum í mat um kvöldið og tilhlökkun um notalega fjölskyldustund fram- undan. Allt fór eins og best varð á kosið, allir fóru saddir og glaðir heim eftir skemmtilega sam- veru. Næsti dagur rann upp bjartur og fagur þar til síðdegis kom símtal sem allir munu óhjá- kvæmilega eiga von á einhvern- tíma á lífsleiðinni, í símanum hljómaði: „Tóta var flutt á spít- alann og það er alvarlegt, getur þú komið strax.“ Á spítalann náði ég og sameinaðist eigin- konu og nánustu fjölskyldu síð- ustu klukkustundina sem Tóta átti með okkur. Sannarlega erfið stund en ljóst miðað við alvar- leika veikindanna að yrði óhjá- kvæmilega okkar síðasta stund með henni. Ekki hafði okkur dottið í hug að samvera okkar á sumardaginn fyrsta yrði okkar síðasta með Tótu. En skyndilegt fráfall hennar bar brátt að og stóð skamman tíma. Kynni mín af Tótu hófust þeg- ar ég og eiginkona mín kynnt- umst árið 2000. Það var alltaf gaman að hitta tengdamóður mína sem alltaf var jákvæð í minn garð. Þó hún hafi fengið vindinn í fangið oftar en ekki vegna ýmissa veikinda á lífsleið- inni, þá hélt hún alltaf jafnaðar- geði sínu og einstakur eigileiki hennar var að gera ekki mikið úr því sem á hana blés. Áhugi henn- ar á því sem við fjölskyldan vor- um að gera yfirsteig allt sem hana var að hrjá. Það voru for- réttindi að fá að kynnast Tótu, og dýrmætur tími minn og sér- staklega dætra okkar hjóna með henni hefur skilað sér í hlýjum endurminningum nú þegar hún fellur svo skyndilega frá. Sorg okkar hellist yfir okkur þessa dagana en 7 ára dóttir okkar sem skírð er í höfuðið á henni og föðurömmu, Þórunn Jenný, hrjúfrar sig ýmist að pabba sín- um eða mömmu og grætur þenn- an mikla missi, já það er erfitt að vera ungur og skilja ekki allt til hlítar og að vera 4 ára eins og Eva Margrét, þá er skilningur- inn á tilgangi og endalokum lífs- ins í annarri vídd. Minningarnar, ferðin til Ed- inborgar, sumarbústaðaferðirn- ar, vesenið með dúk á sumar- borðið í miklu roki … söngskemmtanir dætra okkar þar sem amma Tóta hló alltaf innilega og hafði mikla skemmt- un af, já þau eru mörg smáat- riðin sem skipta máli og hafa ómeðvitað mótað okkur í nær- veru hennar Tótu. Föstudagar dóttur okkar voru sérstakir ömmudagar með ömmu Tótu og afa Bedda og átti amma ómælda þolinmæði að spila við hana, lúdó, ólsen og annað sem þær fundu upp á að gera saman þess- ar eftirmiðdagsstundir. Endur- minningin um þolinmóða, nær- gætna tengdamóður lifir og huggum við okkur við þær hlýju endurminningar þegar sorgin nístir. Við kveðjum hana með söknuði og vinnum að því að rækta minningu hennar og til- einka okkur það sem hún kenndi okkur til eftirbreytni. Það verður margs að minnast sem yljar okk- ur um hjartarætur en söknuður okkar er mikill, sem tíminn mun hjálpa okkur að höndla hverju á sinn hátt. Guðmundur Skúli Viðarsson. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Megi minning þín lýsa sem ljósið, bjarta elsku Tóta. Þín tengdadóttir, Svava. Amma mín var skemmtileg amma. Við fórum í leikskólaleik og við sungum og borðuðum allskonar gott og ömmu fannst svo gaman. Stundum borðuðum við vöfflur með sykri og sultu. Hún amma var líka kát alla daga. Amma var alltaf skemmtileg og ég söng fyr- ir hana og hún var hin ánægð- asta. Ég skrifaði og litaði líka fyrir hana. Sumarið var líka ágætt, til dæmis þegar amma kom í heimsókn og ég var að tala við hana (rosalega mikið). Hún hjálpaði mér líka mikið þegar ég var búin að gera svo margt sjálf. Amma var líka góð og hjálpsöm. Hún var eiginkona, mamma, tengdamóðir og amma. Hún var líka mjög skemmtileg. Þegar hún átti afmæli hélt hún afmælið heima hjá okkur og Jónsi kom og söng fyrir hana. En á föstudag- inn 20. apríl dó amma mín (amma Tóta). Mamma mín grét líka mjög mikið og ég. Okkur fannst það svo leiðinlegt. Kærar minningar. Kveðja, Þórunn Jenný. Okkur langar að minnast kærrar systur og mágkonu. Mik- ill samgangur hefur verið milli heimilanna enda bjuggum við í sömu íbúðahverfum í mörg ár. Það verður skrítið að geta ekki hringt í Tótu og spjallað um það sem efst er á baugi á hverjum tíma. Allt hefur sinn tíma, lífið, dauðinn og allt okkar líf, en aldr- ei er maður tilbúinn þegar andlát er annars vegar og var okkur mjög brugðið þegar við fréttum að Þórunn (Tóta) væri látin. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem) Brynhildur Matthíasdóttir og Eggert Eggertsson. Föstudaginn 20. apríl þegar ég kom á skrifstofuna var mér sagt að Inga frænka væri á lín- unni. Mér brá og átti jafnvel ekki von á góðum fréttum, því Inga var ekki vön að hringja í mig á skrifstofuna, sem því miður reyndist rétt. Tóta frænka var að deyja. Þórunn Matthíasdóttir eða Tóta eins og hún var kölluð bjó lengi í næsta húsi við okkur þeg- ar við systkinin vorum að alast upp. Alltaf þegar eitthvað var að og foreldrar okkar ekki heima þá var farið til Tótu og hún réð allt- af fram úr öllum vandamálum með bros á vör. Ég veit að við munum sakna Tótu, hún var alltaf tilbúin að hjálpa og kenndi okkur að leggja okkur fram við það, sem við vor- um að gera og ekki gefast upp. Okkar ferðir til Íslands verða öðruvísi í framtíðinni þar sem ekki verður farið í kaffi til Tótu og talað um daginn og veginn. Það er sárt að kveðja þegar mað- ur veit að við hittumst ekki aftur. Sendum Bernótusi, börnum og barnabörnum innilegar sam- úðarkveðjur. Matthías Eggertsson. Marizelda Eggertsson. Katrina Eggertsson. „Kannski er það höfuðein- kenni á farsælu fólki að það stuðlar að hamingju annarra,“ sagði eitt sinn Páll Skúlason, fv. rektor. Þetta kom í hugann þeg- ar við fréttum af láti Þórunnar nágrannakonu okkar í Fossvog- inum á árum áður. Nágrannar hafa áhrif, meðvitað eða ómeð- vitað. Hlýleg framkoma, notaleg- ar samræður, hjálpsemi, snyrti- mennska, allt veitir þetta gleði og verður að væntumþykju með tímanum. Fyrstu kynni við Þór- unni voru utanhúss, í óhrjálegu umhverfi nýbyggðra húsa en brosið og hlýjan frá henni lýstu upp tilveruna. Hún bjó yfir ró- semi og yfirvegun og hafði löng- un til að gleðja náungann, vin- semd hennar birtist í svo mörgu. Hún var afar umhyggjusöm sem dóttir, móðir, systir og ná- grannabörnin nutu góðs af gæsku hennar. Oft var hún ein með börn og bú, með manninn sinn langdvölum úti á sjó, en sinnti fallegu heimili sínu af myndarskap og hávaðalaust. Húsbóndinn, skipstjórinn þreyttist ekki, þegar í land kom, að snyrta og endurbæta utan- húss og vinna í garðinum, sem var sérstakt augnayndi. Á góð- um stundum fögnuðum við sam- an ýmsum áföngum í lífinu. Þau hjónin, Bernótus og Þór- unn, voru góð fyrirmynd okkar, sem vorum eitthvað yngri og ná- býlið við þau einstaklega ánægjulegt. Það er gulls ígildi að eiga góða nágranna, vita af ná- lægð þeirra, vita að þeir eru allt- af tilbúnir ef með þarf. Þórunn hefur nú kvatt okkur en minn- ingar um samveruna með henni og fjölskyldu hennar yfir 30 ár hlýja um hjartarætur. Við sendum Bernótusi, Ing- unni, Kristjáni og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðj- ur. Margrét og Jón Kristinn. Þórunn Matthíasdóttir Gullsmárabrids Spilað var á 16 borðum í Gullsmára, mánudaginn 30. apríl. Úrslit í N/S: Sigurður Gunnlss. - Gunnar Sigurbjss. 340 Guðrún Hinriksd. - Haukur Hanness. 311 Halldór Jónsson - Oddur Jónsson 301 Gróa Jónatansd. - Kristm. Halldórss. 296 Pétur Antonsson - Örn Einarsson 294 A/V Ármann J. Lárusson - Guðl. Nielsen 354 Sigurður Njálsson - Pétur Jónsson 312 Jón Ingi Ragnarss. - Sæmundur Árnas. 300 Ragnar Haraldss. - Bernhard Linn 287 Elís Kristjánss. - Þorsteinn Laufdal 278 Bridsdeild Breiðfirðingafélagsins Eftir tvö kvöld í þriggja kvölda tví- menningskeppni eru þau Hulda og Unnar Atli með örugga forustu. Staða efstu para er þessi. Hulda Hjálmarsd. - Unnar A Guðmss. 541 Þorl.Þórarinss. - Haraldur Sverriss. 493 Snorri Markúss. - Ari Gunnarsson 487 Garðar Jónss. - Sigurjón Guðmss. 482 Gunnar Guðms. - Sigurjóna Björgvinsd. 481 Sunnudaginn 29/4 var spilað á 12 borðum. Hæsta skor kvöldsins í N/S: Daníel Halldórss. - Jón Sigtryggsson 268 Hulda Hjálmarsd. - Unnar A. Guðmss. 244 Þorleifur Þórarinss - Haraldur Sverriss 232 A/V: Ragnar Haraldss. - Bernhard Linn 276 Snorri Markúss - Ari Gunnarsson 262 Sigurjóna Björgvinsd. - Gunnar Guðmss. 258 Sunnudaginn 6/5 verður svo síðasta spilakvöldið hjá okkur á þessu vori. Spilað er í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, á sunnudögum kl. 19. Hrannar og Hlynur unnu vortví- menning Bridsfélags Reykjavíkur Eftir jafna og spennandi keppni, sigruðu Hrannar og Hlynur í vortví- menningi BR. Lokastaðan: Hrannar Erlings. - Hlynur Garðarss. 1839,3 Kjartan Ásmunds. - Stefán Jóhannss. 1831,4 Guðjón Sigurjónss. - Vignir Haukss. 1796,2 8. maí er lokaeinmenningur BR. Allir sem hafa spilað hjá BR í vetur fá frítt keppnisgjald. Spilað er um silfurstig. Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ásgarði, Stangarhyl 4, mánudaginn 30. apríl. Spilað var á 12 borðum. Meðalskor: 216 stig. Árangur N - S: Valdimar Ásmundss. - Björn E. Péturss. 286 Óskar Ólafsson - Sigurður G. Sigurðsson 254 Magnús Oddsson - Oliver Kristófersson 235 Jón Þór Karlsson - Hulda Mogensen 231 Árangur A - V: Oddur Halldórsson - Ragnar Björnsson 266 Bergur Ingimundarson - Axel Lárusson 250 Magnús Jónsson - Gunnar Jónsson 248 Sigurður Tómasson - Guðjón Eyjólfsson 247 Flúðabrids Nú er lokið aðalfundi og verðlauna- veitingum hjá bridsfélagi okkar sem höfum spilað brids á hverju þriðjudags- kvöldi í vetur. Nýr formaður var kosinn Pétur Skarphéðinsson í stað Bjarna H. Ans- nes sem lést í vetur fyrir aldur fram. Lokastaðan í sjö kvölda sveita- keppni: Sveit Ásgeirs Gestssonar 138 (Guðmundur Böðvarsson, Margrét Runólfs- dóttir, Björn Snorrason.) Sveit Karls Gunnlaugssonar 119 Sveit Þóru Þórarinsdóttur 118 Sveit Guðrúnar Einarsdóttur 116 Nú er keppni Flúðabridsfélaga lokið en næsta laugardag er keppni við fé- laga í bridsfélaginu Krummunum sem heimsækja okkur árlega í byrjun maí. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is ✝ Guðrún Ein-arsdóttir fædd- ist í Bolungarvík 9. maí 1921. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Eir 19. apríl 2012. Foreldrar henn- ar voru Einar Hálf- dánarson og Jó- hanna Einarsdóttir. Faðir Guðrúnar fórst er hún var á 1. aldursári og var henni komið í fóstur hjá föðursystur sinni Guðfinnu Hálfdánardóttur og eiginmanni hennar Gunnari Guðmundi Halldórssyni. Þann 2. mars 1947 giftist Guðrún Hákoni Péturssyni f. 12. ágúst 1914, d. 17.júlí 1999. Börn Guðrúnar og Hákonar eru: 1) Pétur Jökull Hákonarson f. 5.7 1947, kvæntur Kolbrúnu Krist- ínu Ólafsdóttur f. 21.12. 1950. Börn þeirra eru Guðrún Pétursdóttir f. 5.12. 1968, Hákon Pétursson f. 28.4. 1973, kvæntur Höllu Fróðadóttur f. 9.2. 1973, Guð- mar Þór Pétursson f. 2.7. 1979 og Linda Rún Péturs- dóttir f. 13.6. 1988. 2) Gunnar Jökull Hákonarson f. 13. maí 1949, d. 22.9. 2001. Son- ur hans er Högni Jökull Gunn- arsson f. 29.10. 1972, giftur Mörtu Halldórsdóttur f. 3.12. 1975. Barnabarnabörn Guðrúnar eru 11 talsins. Guðrún verður jarðsungin frá Lágafellskirkju í dag, 3. maí 2012 kl. 13. Mig langar að minnast hennar Guðrúnar ömmu minnar eða ömmu Dúnu eins og hún var allt- af kölluð. Nú þegar amma hefur kvatt þennan heim sé ég fyrir mér hvar afi tekur á móti henni með opinn faðminn, búinn að bíða eftir henni Dúnu sinni lengi. Ætli hann flauti ekki á hana þegar hún kemur. Afi og amma voru ákaf- lega samrýnd og hugsuðu vel hvort um annað. Afi sá um elda- mennskuna og vildi helst ekki að amma væri í eldhúsinu á meðan en amma sá um baksturinn og sá til þess að frystikistan væri alltaf úttroðin af bakkelsi og var mikið í mun að koma þessu út þegar maður kom í heimsókn. Ég á margar og góðar minn- ingar frá því ég og Högni frændi vorum litlir og eyddum miklum tíma hjá afa og ömmu í Álfheim- unum. Þar var mikið brallað. Við smíðuðum kofa, brölluðum ýmis- legt á svölunum og umfram allt fengum við að vera börn og sýndu afi og amma því mikinn skilning. Alltaf var verið að reyna að koma ofan í mann mat. Við fórum líka í margar skemmtileg- ar bílferðir í Eden og í útilegur á Þingvelli. Þar sat afi við stýrið en amma stýrði akstrinum, enda var afi afleitur bílstjóri. Eftir að afi dó fór heilsu ömmu hrakandi og eyddi hún síðustu æviárunum á Hjúkrunarheimilinu Eir þar sem hugsað var um hana af mikilli al- úð og kann ég þeim mínar bestu þakkir fyrir. Hvíldu í friði, elsku amma. Þinn Hákon. Guðrún Einarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.