Morgunblaðið - 03.05.2012, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.05.2012, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2012 María Ólafsdóttir maria@mbl.is Þær Kari Killén og MayOlofsson hafa áratugareynslu af því að starfameð foreldrum og börn- um í vanda. Nánar tiltekið mæðr- um og fjölskyldum sem glíma við vímuefnavanda. Þær eru nú staddar hér á landi til að flytja erindi á námstefnu Þerapeiu. Almenn vitund eykst Kari Killén er prófessor em- eritus og yfirmaður rannsóknar- starfs NOVA (Norwegian Insti- tute of Social Research) í Ósló. Hún hefur rannsakað mikilvægi traustra frumtengsla og afleið- ingar tilfinningalegrar vanrækslu ungbarna í áratugi. Bók hennar, „Barndomen varer i genera- sjoner,“ er væntanleg í íslenskri þýðingu. May Olofsson er yfir- læknir fjölskylduþjónustu sjúkra- hússins í Hvidovre og Ríkisspít- alans í Kaupmannahöfn. Hún hefur m.a. sérhæft sig í að með- höndla konur í áfengis- og vímu- efnaneyslu á meðgöngu. Kari og May starfa að nokkru leyti saman við að koma kunnáttu sinni á framfæri og þjálfa starfsfólk inn- an heilbrigðisgeirans. Auk þess hafa þær gefið út bók saman. Mikilvægt að nýta þekkingu Kari og May telja að almennt séð sé vitund um þessi málefni að aukast og meiri þekking sé nú fyrir hendi um hve mikilvægir fyrstu mánuðir í lífi barns séu. „Ég vinn með fjölskyldum sem plagaðar eru af ofbeldi, vímu- efnaneyslu og geðsjúkdómum. Ég tel að við búum yfir mun meiri þekkingu en við notum, en til þess að auka notkunina þurfum við að fjárfesta enn meira í þjálfun heil- brigðisstarfsfólks,“ segir Kari. May tekur undir þetta og seg- ir mikilvægt að nýta þekkinguna um áhættuþættina í upphafi með- göngu svo hægt sé að koma í veg fyrir skaða á meðgöngu og í frum- bernsku. Enda kosti slíkt bæði miklar mannlegar raunir og fjár- útlát fyrir samfélagið. „Mörg börn í samfélagi okkar þjást af meðfæddum skaða auk vanrækslu og misnotkunar, en neysla á meðgöngu hefur einkum skaðleg áhrif á þroska heilans og miðtaugakerfisins. Þessi börn þurfa stuðning allt sitt líf, bæði í félags- og heilbrigðiskerfinu,“ seg- ir May. Margþætt vandamál Í starfi May glímir teymi ljós- mæðra, lækna og sálfræðinga við það verkefni að draga úr slíkum skaða eins og unnt er. Þar leggur May áherslu á að mikilvægt sé að grípa strax inn í við upphaf með- göngu. Konurnar eru meðhöndl- aðar eftir því hverju þær eru háð- ar. Þannig er verðandi mæðrum sem háðar eru heróíni til að mynda gefið methadon undir eftir- liti heilbrigðisstarfsfólks. Þannig er reynt að stuðla að því að neyt- andinn neyti síður annarra vímu- efna og dragi úr neyslunni smátt og smátt. Þá er unnið með félagsmála- Mikilvægt að grípa snemma í taumana Kari Killén prófessor og May Olofsson læknir hafa áratuga reynslu af því að starfa með verðandi mæðrum og fjölskyldum í neyslu. Þær segja mikilvægt að nýta enn betur þá þekkingu sem til sé um skaðsemi vímuefna á börn, á meðgöngu og í frumbernsku, innan heilbrigðisgeirans. Morgunblaðið/Kristinn Nýfædd Hlúa þarf vel að börnunum líkamlega sem andlega. Í Hollywood eru stjörnurnar oftar en ekki komnar aftur í þröngu buxurnar sínar tveimur vikum eftir barnsburð. Óléttumaginn virðist hafa verið sog- aður í burtu og allt sem heitir auka- eitthvað hefur verið töfrað í burtu. Eða látið hverfa með því að búa í lík- amsræktarsalnum. Svona er þetta þó ekki í lífi venjulegra kvenna, eins og flestar okkar vita. En sífelldar fregnir af slíkum mjónumömmum í fjölmiðlum eru ekkert skemmtilegar til lengdar. Konan á bak við vefsíð- una theshapeofamother.com er örugglega ein þeirra sem fengið hafa sig fullsaddar á slíkum fréttum. Svo hún setti á fót vefsíðu þar sem kon- ur geta sent inn myndir af sliti, maga, lærum og öllu því sem eðli- legt er að sjá í speglinum dags- daglega, svo ekki sé talað um rétt eftir barnsburð. Og sjá, ótal konur hafa deilt reynslu sinni og myndum. Sameinaðar stöndum vér, sundraðar föllum vér. Vefsíðan www.theshapeofamother.com Morgunblaðið/Ernir Mömmur Gott er fyrir alla að hreyfa sig en þröngu buxurnar mega alveg bíða. Fallegar móðurverur Helga Kress, prófessor emeritus í al- mennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands, heldur í dag hádegisfyrir- lestur sem ber heitið „Veiðileyfi á konur? Um (mis)notkun persónu- legra heimilda í verkum nokkurra karlrithöfunda samtímans. Fjallað verður um konur sem aðalpersónur og/eða sögumenn í svokölluðum sögulegum skáldsögum eftir íslenska karlrithöfunda samtímans. Meðal skáldsagna sem rætt verður um eru Slóð fiðrildanna (1999), Sakleysingj- arnir (2004) og Málverkið (2011) eftir Ólaf Jóhann Ólafsson, Enn er morg- unn (2009) eftir Böðvar Guðmunds- son og Konan við 1000° eftir Hallgrím Helgason. Fyrirlesturinn hefst klukk- an 12 í Háskóla Íslands, Odda 101. Endilega… …hlýðið á fyrirlestur Morgunblaðið/Einar Falur Fyrirlesari Helga Kress. Hljómsveitin The Saints of Boogie street Leonard Cohen tribute band heldur útgáfutónleika í Iðnó á morg- un, föstudaginn 4. maí klukkan 20:30, en hljómsveitin hefur nýverið gefið frá sér diskinn Leonard Cohen Covered til heiðurs söngvaranum með röddina seiðandi. Á disknum er að finna 14 af helstu perlum Co- hens í flutningi tveggja söngkvenna í nýjum fallegum útsetningum. Hljómsveitin hefur síðastliðin tvö ár flutt þessa dagskrá við góðar undirtektir og ákvað því að gefa þessi fallegu lög söngvarans út til að leyfa fleirum að njóta. Hljóm- sveitina skipa Soffía Karlsdóttir og Esther Jökulsdóttir sem sjá um söng, Ólafur Kristjánsson á bassa, Pétur Valgarð Pétursson á gítar, Kristinn Einarsson á píanó og Ing- ólfur Sigurðsson á trommur. Útgef- andi disksins er Ljósalind en hann fæst á tonlist.is, Eymundsson- verslunum um land allt og fleiri stöðum. The Saints of Boogie street Leonard Cohen tribute band Flytja ábreiður Cohens í Iðnó AFP Reffilegur Meistari Cohen hefur gefið út fjölmargar söngperlur. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Ögurhvarfi 2 203 Kópavogi Opið alla daga kl. 10 - 23 GAMLI ÍSINN MJÓLKURÍS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.