Morgunblaðið - 15.05.2012, Page 4
BAKSVIÐ
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Í hæsta tind Úlfarsfells var í síðustu
viku grafinn um 30 metra langur
skurður af tindinum. Í skurðinn á að
leggja ljósleiðara og rafmagnstaug,
frá byggð og upp á tind, því á tind-
inum ætlar Vodafone að reisa tvö 10
metra fjarskiptamöstur fyrir út-
varpssendingar í tilraunaskyni og lít-
ið skýli undir tækjabúnað. Reynist
staðsetningin vel er ráðgert að reisa
þarna 40 metra hátt mastur.
Framkvæmt var á grundvelli fram-
kvæmdaleyfis frá Reykjavíkurborg
en framkvæmdir, sem hófust í síðustu
viku, voru stöðvaðar af borginni eftir
að íbúi í nágrenninu gerði at-
hugasemdir.
Neðri hlíðar Úlfarfells eru hluti af
útivistar- og skógræktarsvæðinu
Græna treflinum en efri hlíðar eru
skilgreindar sem opið svæði. Í bréfi
Skipulagsstofnunar til borgarinnar
18. ágúst í fyrra kemur fram að stofn-
unin telji að vinna þurfi deiliskipulag-
stillögu vegna framkvæmdanna og
einnig að Reykjavíkurborg þurfi að
taka afstöðu til þess hvort bygging
mastranna feli í sér breytingu á að-
alskipulagi.
Ólöf Örvarsdóttir, skipulagsstjóri
Reykjavíkurborgar, segir að útgefið
framkvæmdaleyfi vegna lagna í jörðu
byggi aðallega á stefnumörkun í Að-
alskipulagi Reykjavíkur og þurfi því
ekki að afla meðmæla vegna þeirra
framkvæmda. Það hafi þó verið gert
þegar fyrir lá umsókn um víðtækari
framkvæmdir þ.m.t. byggingu 30,5
metra fjarskiptamasturs. Eftir að ný
umsókn barst, sem eingöngu fjallaði
um lagnir í jörðu, hafi ekki verið ósk-
að eftir meðmælum. Verið sé að fara
yfir málið hjá skipulags- og bygging-
arsviði, í ljósi athugasemda, og á með-
an hafi framkvæmdir verið stöðvaðar
til bráðabirgða.
Ekki lagt í veginn
Lengi hefur legið vegur upp á tind-
inn og þegar gengið er þangað upp
vekur athygli að þeir sem standa að
framkvæmdunum - og borgin sem
leyfði þær - skuli ekki láta leggja
strenginn í veginn, í stað þess að
grafa skurð í tindinn. Að sögn Hrann-
ars Péturssonar, framkvæmdastjóra
samskiptasviðs Vodafone eru tvær
ástæður fyrir því. Annars vegar yrði
dýrara að leggja strenginn í veginn
heldur en að plægja hann niður í
svörðinn og hins vegar hafi álitamál
um eignarhald á landinu undir veg-
inum átt sinn þátt í að sú leið var ekki
talin hentug.
Sá sem gerði athugasemdina sem
varð til þess að framkvæmdir voru
stöðvaðar var Ingimundur Stef-
ánsson, íbúi í Úlfarsárdal og fyrrver-
andi formaður íbúasamtaka hverf-
isins. Hann segir að vinnubrögð
borgarinnar, að veita fram-
kvæmdaleyfi án meðmæla Skipulags-
stofnunar, gangi að sjálfsögðu ekki.
Hinn rétti farvegur væri að leggja
fram tillögu að deili- eða að-
alskipulagi og þá gæti almenningur
og hagsmunaaðilar komið sínum
sjónarmiðum að. Ingimund grunar
raunar að ástæðan fyrir því að ekki
var lögð fram skipulagstillaga að
þessari framkvæmd sé sú að hætt sé
við að hún yrði umdeild og að margir
myndu gera athugasemdir. „Mín per-
sónulega skoðun er sú að þetta rýri
útivistargildi svæðisins,“ segir hann.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Skarðstindur Skurðurinn er meira en hálfs metra djúpur. Að honum liggja
um 40 metra löng för eftir gröfuna eftir mosavaxinni hlíð.
Stefna að 40 metra
mastri á Úlfarsfelli
Borgin veitti
leyfi en stöðvar nú
framkvæmdir
Vegagerð Vegurinn upp á tindinn sést til vinstri á myndinni. Gröfunni var
ekið um 40 metra út með hlíðinni. Skurðurinn upp á tindinn sést til hægri.
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2012
Byrjað var að afhenda í gær iPad-
tölvurnar sem fylgdu háskólastúd-
entatilboði Morgunblaðsins en
haldið verður áfram að afhenda
tölvurnar í dag og á morgun. Þrír
starfsmenn Moggans voru við-
staddir í verslun epli.is í gær til að
hjálpa nýjum áskrifendum að setja
upp tölvurnar og ná í iPad-
Moggann svo þeir gætu virkjað
iPad-áskrift sína að blaðinu. Fólki
mun almennt hafa líkað vel við
iPad-Moggann.
Að sögn Magnúsar E. Kristjáns-
sonar, framkvæmdastjóra mark-
aðs- og sölumála hjá Morgun-
blaðinu, gekk afhending tölvanna
vonum framar. „Þegar ég var
þarna niður frá klukkan tvö var
þetta svona rétt að byrja en þetta
gekk það vel að það var aldrei ör-
tröð og fólk þurfti mjög lítið að
bíða,“ segir Magnús og bætir við að
afhending tölvanna hafi verið vel
undirbúin og skipulögð af starfs-
fólki epli.is og Moggans. Að sögn
hans hefur blaðið óskað eftir ann-
arri sendingu af iPad-tölvum frá
Apple en beðið er staðfestingar á
því hvort og hvenær það gæti gerst.
Afhending á
Mogga-iPödum
hófst í gær
Viðskiptavinum líkaði almennt vel við
iPad-Moggann Gekk vonum framar
Morgunblaðið/Styrmir Kári
iPad Hamingjusamir áskrifendur Moggans sóttu iPad tölvur í gær.
Einungis níu skólastjórar af 68
gerðu athugasemd við það fyrir-
komulag að samræmd könnunar-
próf séu haldin í september og því
hefur verið ákveðið að þau verði
áfram haldin í september. Þetta
kemur fram á vef mennta- og
menningarmálaráðuneytisins.
Á undanförnum árum hafa borist
kvartanir frá skólastjórum um að
dagsetningar samræmdra könn-
unarprófa í september hafi rekist á
við aðra viðburði í viðkomandi
sveitarfélagi og þá fyrst og fremst
réttir í dreifbýli. Af því tilefni fór
fram könnun hjá skólastjórum
grunnskóla á landsvísu, 68 svör
bárust og þar af gerðu einungis níu
skólastjórar athugasemdir við nú-
verandi fyrirkomulag.
Samræmdu prófin
áfram í september
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Ekki er útlit fyrir að Spölur ehf., sem
sér um rekstur Hvalfjarðarganga,
þurfi að lúta tilskipun Evrópusam-
bandsins um breytingar á veggjöldum
fólksbíla. Tilskipun Evrópusam-
bandsins, sem segir til um að afslátt-
arkjör á veggjöldum megi að hámarki
vera 13%, á einungis við um bíla sem
eru yfir 3,5 tonnum. Lögfræðingar
innanríkisráðuneytisins fóru yfir mál-
ið og sáu ekkert sem gefur til kynna
að tilskipunin nái til fólksbíla.
Í frétt í Morgunblaðinu frá 5. maí
kom fram í máli Gylfa Þórðarsonar,
formanns Faxaflóahafna, að til stæði
að hefja gjaldskrárbreytingar á næst-
unni. Þær miðuðu að því að hækka
verð á afsláttarkjörum fólksbíla. Svo
er þó ekki samkvæmt Gísla Gíslasyni
framkvæmdastjóra Faxaflóahafna.
,,Það kemur hvergi beint fram í til-
skipuninni að þetta eigi við um einka-
bíla. Hins vegar vitum við af þessu og
höfum gert áætlanir sem miða að því
að gera gjaldskrárbreytingar ef þetta
á við um Ísland. En það er ofsögum
sagt að við hyggjum á gjaldbreyting-
ar á næstunni. Ég myndi ekki segja
að þetta hafi verið á misskilningi
byggt, heldur þurftum við að fá laga-
lega túlkun á þessu áður en við
ákvæðum næstu skref í rekstrinum,“
segir Gísli.
Enn á eftir að innleiða löggjöf um
hámarksafsláttarkjör á veggjaldi í
EES-samninginn. Engu að síður hef-
ur Spölur ehf. þegar tekið tillit til til-
skipunarinnar í gjaldskrá sinni fyrir
bíla sem eru lengri en 6 metrar.
Óbreytt veggjöld í göngin
Ekki stefnt að gjaldskrárbreytingum í Hvalfjarðargöngum á næstunni
Lögfræðingar segja tilskipun Evrópusambandsins ekki eiga að ná til einkabíla
Veggjöld óbreytt
» Lögfræðingar innanríkis-
ráðuneytisins segja tilskipun
Evrópusambandsins ekki eiga
við um fólksbíla.
» Afsláttarkjör eru í höndum
Spalar.
» Ekki er búið að innleiða til-
skipun á Íslandi.
Skannaðu kóðann
til að skoða fleiri
myndir.
SÉRHÆFING Í VIÐHALDI GÓLFA
Við sérhæfum okkur í slípun og olíuburði á
sólpöllum, gerum gamla pallinn flottari en nýjan.
Fjalirnar verða rennisléttar og timbrið nær aftur
sínum náttúrulega lit.
GERUM SÓLPALLINN
EINS OG NÝJAN
info@golfthjonustan.is | golfthjonustan.is
S: 897 2225