Morgunblaðið - 15.05.2012, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 15.05.2012, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2012 Ólafur Ragnar hóf kosningabar-áttu sína m.a. með því að upp- lýsa að Jóhanna Sigurðardóttir hefði í heilt ár leitað að nýjum fram- bjóðanda gegn honum. Niðurstaðan hafi verið Þóra Arnórsdóttir úr Kastljósi.    Hann tilgreindieinnig dæmi um að Ríkisútvarpið hefði misstigið sig illa fréttalega í að- draganda forseta- kosninga. Og hver urðu viðbrögðin?    ForráðamennRíkisútvarpsins svöruðu engu efn- islegri gagnrýni, en sögðu að „Ólafur Ragnar Grímsson verður bara að fá að ráða því hvernig hann hagar sinni kosningabaráttu“.    Það er gott að RÚV skuli þó hafaákveðið það.    Dagur B. Eggertsson kaus einnigað svara Ólafi um annað en efnið.    Og eins Össur Skarphéðinsson.Hann telur hins vegar að allt sé í góðu á milli Ólafs og Jóhönnu þar sem hún sendi „sinn besta soldat, ut- anríkisráðherra, sem sérstakan full- trúa sinn í leiðangur með honum – en ekki gegn – í opinbera heimsókn í þessari viku til Tékklands.“    Það vekur athygli að Össur telurferð sína til Prag eiga að leiða til þess að hann tali eins og annar dáti, tékkneskur, sá góði Sveik, gerði, dálítið út í hött, á milli þess sem hann var hýddur af óbilgjörnum yfirmönnum sínum fyrir asnaspörk og ólíkindalæti. Sveik tók því vel enda vildi hann „aga í hernum“. Óðinn Jónsson Samfylkingarmenn að stæla Sveik? STAKSTEINAR Össur Skarphéðinsson Veður víða um heim 14.5., kl. 18.00 Reykjavík 2 snjóél Bolungarvík -1 alskýjað Akureyri -1 snjókoma Kirkjubæjarkl. 4 léttskýjað Vestmannaeyjar 3 heiðskírt Nuuk 7 skýjað Þórshöfn 3 þoka Ósló 12 skýjað Kaupmannahöfn 12 skýjað Stokkhólmur 11 heiðskírt Helsinki 12 léttskýjað Lúxemborg 17 heiðskírt Brussel 17 heiðskírt Dublin 11 léttskýjað Glasgow 12 skýjað London 11 skúrir París 20 heiðskírt Amsterdam 12 heiðskírt Hamborg 16 heiðskírt Berlín 16 heiðskírt Vín 12 alskýjað Moskva 11 skýjað Algarve 31 heiðskírt Madríd 31 heiðskírt Barcelona 20 léttskýjað Mallorca 21 léttskýjað Róm 17 léttskýjað Aþena 22 skýjað Winnipeg 21 léttskýjað Montreal 20 skýjað New York 20 alskýjað Chicago 22 heiðskírt Orlando 25 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 15. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:11 22:38 ÍSAFJÖRÐUR 3:50 23:09 SIGLUFJÖRÐUR 3:32 22:53 DJÚPIVOGUR 3:34 22:14 Ársfundur Sameinaða lífeyrissjóðsins verður haldinn fimmtudaginn 24. maí nk., kl. 16.00, á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík. Dagskrá 1. Fundarsetning 2. Almenn ársfundarstörf 3. Kynning á viðbrögðum sjóðsins við athugasemdum í skýrslu úttektarnefndar Landssamtaka lífeyrissjóða 4. Önnur mál löglega upp borin Auk kjörinna fulltrúa eiga allir sjóðfélagar og rétthafar séreignarsparnaðar rétt til setu á fundinum. Reykjavík, 2. maí 2012 Stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins Hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu frá fundinum á heimasíðu sjóðsins, lifeyrir.is Ársskýrslu og dagskrá fundarins má nálgast á skrifstofu sjóðsins og á lifeyrir.is Borgartún 30, 105 Reykjavík Sími 510 5000 mottaka@lifeyrir.is lifeyrir.is E N N E M M / S ÍA / N M 52 28 0 ÁRSFUNDUR Aðalfundur Bakkavör Group ehf. verður haldinn miðvikudaginn 23. maí nk. kl. 10:30 á Hótel Sögu, Hagatorgi, 107 Reykjavík. Eftirtalin mál eru á dagskrá fundarins: 1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess síðastliðið ár. 2. Ársreikningur fyrir liðið starfsár, ásamt áritun endurskoðanda, lagður fram til samþykktar. 3. Ákvörðun um greiðslu arðs og jöfnun taps fyrir síðastliðið reikningsár. 4. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna. 5. Kosning stjórnar félagsins samkvæmt 17. gr. samþykkta félagsins. 6. Kosning endurskoðunarfélags. 7. Tillögur stjórnar um starfskjarastefnu. 8. Kynning á fyrirhugaðri breytingu á skipan samstæðunnar. 9. Tillaga um eftirfarandi breytingar á samþykktum félagsins. a. Heimilisfangi félagsins skv. 1. gr. verði breytt í 3 Sheldon Square, 5th Floor, Paddington, London W2 6HY, Bretlandi. b. Breyting á (g) lið 10. gr. sem heimilar stjórn félagsins að semja um að flýta breytingu á breytanlegu láni félagsins. 10. Tillaga um lækkun A hluta í allt að kr. 500.000 að nafnverði til greiðslu til hluthafa skv. 2. tölul. 2. mgr. 34. gr. laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög, með hlutum í Bakkavor Holdings Limited. 11. Tillaga um staðfestingu aðalfundar á fyrirhugaðri breytingu á skipan samstæðunnar. 12. Önnur mál. Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis viku fyrir aðalfund. Tillögur frá hluthöfum sem bera á upp á aðalfundi skulu vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Sérstaklega er bent á að þeir sem hyggjast gefa kost á sér til setu í stjórn félagsins skulu tilkynna það skriflega til stjórnar félagsins að minnsta kosti fimm sólarhringum fyrir upphaf aðalfundar. Upplýsingar um framboð til stjórnar skulu vera aðgengilegar hluthöfum á skrifstofu félagsins eigi síðar en tveimur dögum fyrir aðalfund. Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á aðalfundardaginn frá kl. 9:30 á fundarstað. Athygli er vakin á að atkvæðisréttur miðast við hlutaskrá að morgni 21. maí 2012. Fundur hluthafa í B flokki Boðað er til fundar hluthafa í B flokki hlutafjár félagsins sama dag. Fundurinn verður haldinn á Hótel Sögu við Hagatorg og hefst kl. 9:00. Fundarefnið er tilnefning stjórnarmanns hluthafa í B-flokki í stjórn Bakkavör Group ehf. í samræmi við 17. gr. samþykkta félagsins. Athygli er vakin á að atkvæðisréttur miðast við hlutaskrá að morgni 21. maí 2012. Reykjavík 14. maí 2012 Stjórn Bakkavör Group ehf. Aðalfundur Bakkavör Group ehf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.