Morgunblaðið - 15.05.2012, Page 10

Morgunblaðið - 15.05.2012, Page 10
10 DAGLEGT LÍFÚtivist og hreyfing MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2012 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þ etta var alveg gríðarlega flott ferð og skemmtileg,“ segir Sigrún Valbergs- dóttir sem er nýkomin úr fjögurra daga Njálugöngu um Njáluslóðir. Ferðin var á vegum Ferðafélags Íslands og var Sigrún far- arstjórinn. Hún skipulagði gönguleið- irnar og hélt utan um hópinn. „Magnús Jónsson var sagnaþulurinn í ferðinni, en hann hefur verið með Íslendinga- sögunámskeið hjá Endurmenntun Há- skólans og er heldur betur vel að sér í sögunum. Þetta eru því sögugöngur en undanfarin átta ár höfum við Magnús verið með skipulagðar gönguferðir í tengslum við slóðir Íslendingasagna,“ segir Sigrún og bætir við að þau Magn- ús séu bæði miklir göngufíklar. Upphaf Sturlunga-veldisins „Við förum alltaf á vorin í þessar ferðir og í fyrstu ferðinni sem var árið 2005 gengum við aðeins í einn dag, yfir Sælingsdalsheiði þar sem merkilegir atburðir gerðust og voru upphafið að því að Sturlungar byrjuðu að byggja upp sitt veldi undir lok tólftu aldar. Á hverju vori förum við á nýja staði og tökum fyrir nýjar sögur. Við höfum gengið um Miðfjörðinn og tekið þar fyrir Grettissögu, í Hofi í Vatnsdal tók- um við fyrir Vatnsdælu, við tókum Laxdælu í göngu um Sælingsdalinn og Eirbyggju á Snæfellsnesinu, svo nokk- ur dæmi séu nefnd. Íslendingasög- urnar eru svo margar að okkur mun sennilega ekki endast ævi eða göngu- kraftur til að ganga á slóðum þeirra allra.“ Gengið inn í sögusvið Njálu Þetta vorið var sem sagt farið í Njála lifnar við í fjögurra daga göngu Gunnar og Njáll, Hallgerður og allar aðrar persónur Njálu lifnuðu heldur betur við hjá því fólki sem fór í Njálugöngu á Njáluslóðum nýlega. Sagnaþulurinn og göngu- garpurinn Magnús Jónsson sá um að segja frá Njáli og hans fólki en Sigrún Val- bergsdóttir var fararstjóri í ferðinni sem farin var á vegum Ferðafélags Íslands. Í hlíðum Vatnsdalsfjalls Frá sögugöngu FÍ nú í maí, sagnaþulur ferðarinnar Magnús Jónsson segir frá og les úr Njálu fyrir hópinn. Njáluslóðir Hér er vaðið yfir Þórólfsá og hefur fararstjórinn Sigrún Val- bergsdóttir, sem hér sést fremst á myndinni, slengt skónum um hálsinn. Hjólað í vinnuna-átakið er nú í full- um gangi og stendur til 29. maí næstkomandi. Það er Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands sem hef- ur staðið að átakinu frá árinu 2003. En megin-markmið þess er að vekja athygli á hjólreiðum sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Á vefsíðunni hjoladivinnuna.is er hægt að fylgjast með árangri og einnig horfa á myndbönd sem send hafa verið inn í keppnina. Á síðunni segir að starfsmenn vinnustaða hér á landi hafa tekið vel við sér því þátttakan hafi margfaldast þau átta ár sem verkefnið hefur farið fram. Í upphafi stóð átakið yfir í eina viku, næstu þrjú ár í tvær vikur og síðustu fimm ár í þrjár vikur. Vefsíðan www.hjoladivinnuna.is Morgunblaðið/Ómar Útivera Það er góð alhliða hreyfing að hjóla og sparar líka bensín. Heilsusamlegt og hagkvæmt Rútuhlaupið svokallaða er 20-30 km hlaup frá Nesjavallaleið til Laugardalslaugarinnar í Reykjavík. Mæting er við Sundlaugarnar í Laugardal kl. 9.15. og heldur rútan stundvíslega af stað korteri seinna úr bænum í áttina að Nesjavöllum. Mun rútan stoppa 30 km síðar og þátttakendur hlaupa til baka niður í sundlaugar. Drykkjar- stöðvar verða á uþb. 5 km fresti og á þeim verður hægt að stíga um borð í rútuna og hvíla næstu 5 km eða byrja hlaupið þegar 20 km eru eftir. Skráning og nánari upplýs- ingar á hlaup.is. Endilega … … hlaupið Rútuhlaupið Morgunblaðið/Ómar Fjör Endað við Laugardalslaug. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri Húsavík Vestmannaeyjum 1.290,- 1.290,-1.290,- 1.250,- 1.290,- 1.890,- 110 cm 1.890,- 1.290,- GÆÐASKÓFLUR Haki 1.890,-Malarhrífa verð frá 1.390,- Laufhrífa 690,- Strákústur 30cm breiður 695,- Garðtól á góðu verði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.