Morgunblaðið - 15.05.2012, Page 14

Morgunblaðið - 15.05.2012, Page 14
BAKSVIÐ Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís- lands, fór hörðum orðum um Jó- hönnu Sigurðardóttur forsætisráð- herra í útvarpsviðtali í Bylgjunni á sunnudag. Þar sagði hann forsætis- ráðherra vera í stríði gegn sér og hefði aldrei fyrirgefið honum að hafa vísað Icesave-málinu í þjóðar- atkvæðagreiðslu. „Hún telur þetta vera dauðasök,“ sagði forsetinn. Forsetinn nefndi sérstaklega ræðu Jóhönnu á flokksstjórnarfundi Sam- fylkingarinnar í mars á þessu ári sem dæmi um þá ýmsu „leiðangra“ sem hann segir hana hafa farið í gegn sér. Í þeirri ræðu gerði forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar það að umtalsefni að mikil gerjun væri í samfélagsumræðunni og benti á að ekki færri en tíu mismunandi aðilar stefndu á framboð til Alþingis. Sagði hún svo: „… og ýmislegt bendir til þess að sitjandi forseti hyggist stíga enn frekari skref í að færa embætti forseta Íslands inn á átakavettvang stjórnmálanna – þvert gegn þeim hugmyndum og hefðum sem gilt hafa um hlutverk forsetans sem samein- ingartákns þjóðarinnar.“ Í viðtali við RÚV sagði Jóhanna svo að mikilvægt væri að forseti hverju sinni skildi stjórnskipun Ís- lands með þeim hætti sem ætti að skilja hana og hann færði sig ekki inn á hinn pólitíska vettvang. Deildu um siðareglur forseta Fleiri skot hafa þó gengið á milli þessara tveggja æðstu forystumanna þjóðarinnar á síðustu misserum. Það var í maí árið 2010 sem bréfaskipti á milli forsætisráðuneytisins og for- setaembættisins hófust um siða- reglur fyrir embættið. Óskaði ráðu- neytið eftir upplýsingum frá forsetaembættinu um hvernig yrði staðið að því að móta reglur um emb- ættið með vísan í skýrslu rannsókn- arnefndar Alþingis. Ólafur Ragnar hélt því fram að bréf forsætisráðuneytisins byggðist á misskilningi og bauð Jóhönnu að draga bréfið til baka á fundi þeirra í júní. Forsætisráðuneytið ítrekaði hins vegar fyrirspurn sína í bréfi í byrjun júlí. Þessu bréfi svaraði forsetinn um miðjan júlí. Sagði hann engin for- dæmi fyrir bréfaskrifum forsæt- isráðuneytisins og að efni þeirra og form væru í engu samræmi við stjórnskipan lýðveldisins, stöðu for- sætisráðherra innan ríkisstjórnar né sjálfstæði forseta og Alþingis. Enn- fremur sagði forsetinn að bréfin væru „rakalaus tilraun til íhlutunar í samskipti forsetaembættisins og Al- þingis“. Í svarbréfi forsætisráðuneytisins er þessum ásökunum hafnað og því haldið fram að ráðuneytið hefði að- eins verið að óska eftir upplýsingum frá forsetaembættinu. Mótmælti ráðuneytið framsetningu forsetans á málinu. Forseti og forsætis- ráðherra í hár saman Morgunblaðið/Eggert 17. júní Forsetinn og forsætisráðherra saman á þjóðhátíðardaginn 2010. Skömmu áður sendi ráðuneytið forsetanum fyrirspurn um siðareglur. 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2012 Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra var ósátt við Ólaf Ragnar Grímsson forseta í sept- ember í fyrra og taldi hann hafa vegið ómaklega að ríkisstjórn- inni. Í viðtali við Ríkisútvarpið hafði forsetinn látið hafa eftir sér að ríkisstjórnin hefði látið undan þrýstingi og ofbeldi Evr- ópuþjóða með því að fallast á kröfur Breta og Hollendinga í Icesave-málinu. Kvaðst Jóhanna ætla að ræða ummælin við forsetann við fyrsta tækifæri. Vó ómaklega að stjórninni ICESAVE-MÁLIÐ Aðalfundur fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík var haldinn í gærkvöldi og var kjörið nýtt fimm manna safn- aðarráð. Harðar deilur hafa verið í söfnuðinum að undanförnu og fyrir skömmu sögðu þrír af liðsmönnum þáverandi safnaðarráðs sig úr því. Einnig hafa verið deilur milli prest- anna tveggja, Hjartar Magna Jó- hannssonar og Bryndísar Valbjarn- ardóttur. Nýr formaður safnaðarráðs, Eyj- ólfur Ágúst Kristjánsson, var áður varamaður. „Það var rætt um sam- skiptavanda í starfseminni,“ segir Eyjólfur. „Við teljum að þetta sé af- leiðing þess að skipulag hafi ekki verið nógu skýrt. Skerpa þurfi á skipulaginu og það er verk sem við ætlum að vinna nú á nýju ári.“ Hann segir að ekki hafi verið tek- ist á um nein stórmál en að sjálf- sögðu geti einhverjir verið óánægðir í 10 þúsund manna söfnuði. Fram hafi komið gagnrýni á Hjört Magna en henni verið svarað. kjon@mbl.is Nýtt safnaðarráð Fríkirkjunnar  Formaðurinn segir þörf á að efla skipulag til að draga úr núningi www.falkinn.is ...sem þola álagið! TRAUSTAR VÖRUR... Raftæknivörur Mótorvarrofar og spólurofar Það borgar sig að nota það besta! E i n n t v e i r o g þ r í r 3 1 .3 0 1 Skynjarar Töfluskápar Hraðabreytar Öryggisliðar Aflrofar Iðntölvur th or ri@ 12 og 3. is /3 1. 31 3 ÓDÝRAR FLÍSAR SJÓN ER SÖGU RÍKARI Mjög ÓDÝRAR flísar 3. flokkur, henta vel utanhúss, á svalirnar, sameignir, bílskúr, geymsluna, iðnaðarhúsnæðið og nánast hvar sem er. Stærðir 20x20, 30x30, 30x60. Af hverju lenda flísar í 3. flokki? Flísarnar hugsanlega hornskakkar. – Eitthvað að yfirborði flísanna. –Litatónar etv. ekki alveg réttir. – Kannski aðeins kvarnað úr hornum. – Afgangar af framleiðslu frá 1. og 2. flokk. ATH! 3. flokkur er aðeins seldur í í heilum pakkningum og ekki er hægt að skila afgöngum. Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is Gæði og glæsileiki á góðu verði Allar stærðir og áferðir í 3. flokki á sama verði 2.290 kr pr m2

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.