Morgunblaðið - 15.05.2012, Síða 16

Morgunblaðið - 15.05.2012, Síða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2012 STUTTAR FRÉTTIR ● Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody’s lækkaði lánshæfiseinkunn tuttugu og sex ítalskra banka í gærkvöldi. Meðal annars var einkunn Unicredit og In- tesa Sanpaolo lækkuð. Ástæða lækkunarinnar er sam- kvæmt tilkynningu frá Moody’s varn- arleysi bankanna ef efnahagskreppan eykst á evrusvæðinu. Einkunn ítalskra banka er nú með því lægsta sem gerist á meðal banka í Vestur- Evrópu. Ítalskir bankar lækka í einkunn ● Samanlögð kreditkortavelta og de- betvelta einstaklinga innanlands jókst um 6,1% að raungildi í apríl milli ára. Virðist bakslag marsmánaðar því hafa verið tímabundið, segir í Morgunkorni Íslandsbanka. Kreditkortavelta í apríl var samtals 31,4 milljarðar króna, og er það aukning um 8% frá fyrri mánuði og aukning um 7% að raungildi frá sama mánuði fyrra árs. Debetkortaveltan í aprílmánuði var samtals 30,7 milljarðar króna eða nán- ast sú sama og í fyrri mánuði, en aukn- ingin nemur 4,2% að raungildi frá sama mánuði fyrra árs. Mikil aukning varð á kortaveltu í apríl Slitastjórn Kaupþings Singer & Friedlander, dótturfélags Kaup- þings í Bretlandi, hefur endurgreitt almennum kröfuhöfum um 3,36 milljarða punda, jafnvirði ríflega 680 milljarða íslenskra króna, af 4,6 milljarða punda skuld þrotabúsins. Endurheimturnar eru því um 73%, nú þegar meira en þrjú og hálft ár er liðið frá hruni íslenska bankakerfis- ins. Það er Financial Times sem greinir frá þessu, en þar kemur enn- fremur fram að bresk sveitarfélög og góðgerðasamtök séu á meðal þeirra kröfuhafa sem hafa fengið fé sitt greitt til baka. Á það er bent í frétt Financial Times að einstakir innstæðueigend- ur, sem voru tryggðir af breska inn- stæðutryggingasjóðnum, hafi þegar fengið fjármuni sína greidda að fullu til baka. Hins vegar óttuðust margar sveitarstjórnir og góðgerðarfélög – en innstæður þeirra voru í sumum tilfellum ekki tryggðar af breska innstæðutryggingasjóðnum – að tapa stórum hluta af innstæðum sín- um í bankanum. Endurskoðunarfyrirtækið Ernst & Young, sem er skiptastjóri þrota- bús hins fallna banka, býst við því að greiðslum úr búinu verði lokið á síð- ari hluta næsta árs. Áætlanir gera ráð fyrir því að lánardrottnar muni að endingu fá greiddar til baka á milli 79% til 86% af kröfum sínum. Financial Times hefur það eftir sérfræðingum að endurheimtur úr þrotabúinu hafi verið mun meiri heldur en áætlanir hafi gert ráð fyrir í upphafi. Ian Stewart, sem starfar fyrir slitastjórn bankans, segir að góðar endurheimtur skýrist meðal annars af því að ekki hafi verið ráðist í brunaútsölu á fasteignalánasafni bankans í London, en verðmæti þess hefur hækkað frá því að bankinn fór í greiðsluþrot. Að sama skapi hækk- aði verðmæti lána sem voru með veð- um í snekkjum og einkaþotum, en hins vegar þurfti að afskrifa töluvert af lánum bankans í tengslum við fasteignaþróunarverkefni. hordur@mbl.is Endurheimtur KSF komnar í 73% KSF Góðar endurheimtur úr búinu.  Kröfuhafar fá 3,36 milljarða punda Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is „Ég á 365. Ég setti sjálf peninginn í það. Þess vegna á ég það, annars myndi ég ekki nenna að eiga það,“ segir Ingi- björg Pálmadótt- ir, stjórn- arformaður fjölmiðla- samsteypunnar 365, í samtali við Morgunblaðið. „SMS kemur mér ekkert við. Ekki neitt,“ segir hún. Ingibjörg er orðin þreytt á fréttum þar sem eignarhald hennar á 365 er dregið í efa. Tenging við SMS? Ingimar Karl Helgason fjölmiðla- maður skrifaði pistil á vinstri vef- inn Smuguna, þar sem fram kom að félag sem hélt utan um helm- ingshlut Jóhannesar Jónssonar, stofnanda Bónuss, og viðskipta- félaga hans í færeyska versl- unarfyrirtækinu SMS, ætti einnig í 365. Við það vaknaði spurningin hvort Ingibjörg ætti ein eign- arhaldsfélögin sem eiga fjölmiðla- veldið. „Jón Ásgeir eða Jóhannes Jónsson eiga ekki í félaginu þó að margir vilji hafa það þannig,“ segir hún í tölvuskeyti til Morgunblaðs- ins. Hún eigi sjálf um 90% í 365. Rétt er að geta þess að Ingibjörg hefur erft mikið fé en faðir hennar stofnaði Hagkaup. „Ég á Moon“ Ingibjörg á 90% A-hlutabréfa 365 og öll B-hlutabréfin í gegnum þrjú eignarhaldsfélög, auk þess sem hún heldur á 8% hlut í eigin nafni. Moon Capital, félag sem er skráð í Lúxemborg, heldur um 43,5% hlut, að því er fram kemur í samantekt Fjölmiðlanefndar um eignarhald á fjölmiðlum. A- hlutabréf hafa meira atkvæðamagn en B. Moon Capital S.á.r.l., sem er fé- lag skráð í Lúxemborg, á 43,3% í 365. „Ég á Moon,“ segir Ingibjörg í samtali við Morgunblaðið. Fram kom í fréttum í mars að félag undir forystu Jóhannesar, sem heitir Apogee, hefði selt 50% hlut í SMS, og að Apogee væri í eigu Moon Capital. „Moon á Apogee. Það hef- ur komið fram,“ segir Ingibjörg. – En var Apogee ekki í SMS? „Apogee kemur SMS ekkert við,“ segir Ingibjörg. – Ég hélt að Apogee hefði verið eigandi að verslunarfyrirtækinu í Færeyjum SMS, 50%? „Það er ekkert sem kemur mér við. SMS kemur mér ekkert við. Ekki neitt,“ segir Ingibjörg. – En af hverju átti Moon í Apo- gee sem átti SMS? „Það kemur 365 ekkert við,“ seg- ir Ingibjörg. Hún vildi ekki tjá sig frekar um málið en sagði skýrt: „Jón Ásgeir á ekki 365.“ Jón Ásgeir er eig- inmaður Ingibjargar og sonur Jó- hannesar Jónssonar. Hann varð stjórnarformaður fyrirtækisins í lok árs 2006 en fréttir bárust af því að Ingibjörg hefði tekið við því starfi í upphafi árs 2009. Þegar Morgunblaðið ræddi við Jóhannes í síðustu viku vildi hann ekki ræða um það hvernig eign- arhaldi væri háttað á SMS og út- skýra tenginguna við 365. Sérhæft í stofnun eignarhaldsfélaga Moon Capital var stofnað af European Marketing & Research Services ltd. Samkvæmt fyr- irtækjaskrá í Lúxemborg situr Ka- rim Van Den Ende í stjórn félags- ins, en hann stofnaði KV Associates S.A. sem sérhæfir sig m.a. í fjár- mála og skattaráðgjöf (e. wealth and tax planning). Van Den Ende vildi ekki ræða við Morgunblaðið í gær. Ingibjörg segist í tölvupósti ekki eiga European Marketing & Research Services ltd. Það sé félag sem starfi við að stofna eign- arhaldsfélög. Ingibjörg er þreytt á um- ræðunni um eignarhald 365  „SMS kemur mér ekkert við“  Kom auga á tengingu Moon Capital við SMS Ingibjörg á 365 » Ingibjörg S. Pálmadóttir segist eiga sjálf um 90% hlut í 365. » Blaðamaður Smugunnar taldi sig koma auga á teng- ingar milli SMS-verslunarkeðj- unnar í Færeyjum sem Jóhann- es Jónsson átti hlut í og 365. » „SMS kemur mér ekkert við. Ekki neitt,“ segir Ingibjörg. Eign Ingibjargar í 365 Ingibjörg Pálmadóttir IP studium ehf. ML 102 ehf. 25,8% 12,5% 7,9% Moon Capital S.á.r.l. 43,5% SMS Apogee Moon Capital Ingibjörg Pálmadóttir Morgunblaðið/Heiddi                                         !"# $% " &'( )* '$* +,-.,/ ,0,.11 +,2.- ,+.12/ ,+.323 +1.0+/ +32.,1 +.241 +53.24 +-,./4 +,-.2/ ,03.34 +,2.54 ,+.5+1 ,+./+- +1.0-4 +32.-- +.21,- +54.+2 +-,.5, ,++.55+4 +,-.1/ ,03.1- +,-.3/ ,+.51, ,+./45 +1.+, +3-.0/ +.2143 +5/.43 +-3.34 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á HVER ER STAÐAN Á ÞINNI HEILSU? HEILSUMAT HENTAR ÞEIM SEM VILJA PERSÓNULEGA RÁÐGJÖF VARÐANDI BETRI LÍFSSTÍL Markmiðið með Heilsumati er að veita vandaða ráðgjöf hjúkrunarfræðings um heilsufar, hreyfingu og næringu sem og áhættuþætti helstu sjúkdóma. Betri heilsa borgar sig! Faxafeni 14 · Sími 560 1010 · heilsuborg.is Innifalin er mæling í líkamsgreiningartæki þar sem grunnorkuþörf þín er reiknuð út Verð kr. 6.900. Pantaðu tíma í Heilsumat í síma 560 1010 eða á mottaka@heilsuborg.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.